Ótrúlega vitlaust

Mér finnst þetta alveg ótrúlega vitlaust. Í Grafarvogskirkju er á hverjum sunnudegi farið með trúarjátningu sem byrjar svona:

Ég trúi á guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Nú er þessi bænastund líklega ætluð til þess að biðja þennan guð um að hjálpa til. En ef þessi trúarjátning er rétt þá eru eftirfarandi atriði augljóslega sönn:

1. Guðinn ákvað að búa til jörðina þannig að jarðskálftar og fljóðbylgjur myndu reglulega hrella mannkynið. Hann hefði getað sleppt því, en ákvað að gera það ekki.

2. Guðinn gat komið í veg fyrir að þessi jarðskjálfti ætti sér stað. En hann gerði það ekki.

Af hverju myndi nokkrum manni detta í hug að persóna sem gerir þetta sé líkleg til að aðstoða? Ef guð er til, þá vildi hann augljóslega að þessi jarðskjálti myndi eiga sér stað og drepa helling af japönum.

Það er allt gott og blessað við það að fólk vilji sýna samhug sinn með japönsku þjóðinni, en hvers vegna þarf að gera það á svona vitlausan hátt?


mbl.is Bænastund vegna Japans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er það eina sem þau kunna.

Matthías Ásgeirsson, 11.3.2011 kl. 19:03

2 Smámynd: Rebekka

Ég hugsaði einmitt svipað.  Svona bænastundir ættu frekar að kallast "samviskufriðun kristinna". 

Rebekka, 11.3.2011 kl. 19:07

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Kannski er pælingin sú að sannfæra guð um að hætta? Svona eins og að biðja einhvern sem er ítrekað búinn að stinga annan mann með hníf um að hætta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.3.2011 kl. 19:10

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Það er viðhorf og vilji sem skipta máli, ekki  orðalagi.  Þó þú trúir ekki á mátt bænarinnar, er ekki óþarfi að gera lítið úr þeim sem trúa því og vilja í sameiningu hugsa fallega til þeirra sem eiga um sárt að binda á hamfaraslóðum og fara í orðaskylmingar á svona tímum?   Hvernig væri að þú settir orku þína í eitthvað uppbyggilegt, frekar en að vera fúll á móti?

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.3.2011 kl. 21:00

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þó þú trúir ekki á mátt bænarinnar, er ekki óþarfi að gera lítið úr þeim sem trúa því....

Er ég að gera lítið úr þeim? Þetta er bara ótrúlega vitlaust. 

...og vilja í sameiningu hugsa fallega til þeirra sem eiga um sárt að binda á hamfaraslóðum og fara í orðaskylmingar á svona tímum?   

Eins og ég sagði. Þá er allt gott og blessað við það að vilja sýna samhug sinn með japönsku þjóðinni. 

En að biðja þá persónu sem bæði ber ábyrgð á þessu (hann á jú að hafa skapað jörðina) og horfði á þetta gerast án þess að gera neitt í þessu er bara svo ótrúlega vitlaust að ég get ekki orða bundist.

Hvernig væri að þú settir orku þína í eitthvað uppbyggilegt, frekar en að vera fúll á móti?

Hvernig væri að þú settir orku þína í eitthvað uppbyggilegt frekar en að vera fúl á móti mér? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.3.2011 kl. 21:05

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hjalti, við erum (flest) orðin það vel upplýst í dag að við vitum að það er ekki neitt/neinn/nein Guð sem veldur jarðskjálftum.

Þegar þú segir að eitthvað, svona eins og bænastund, sé ótrúlega vitlaust, þá er svarið: "já"  -við því að þú ert þú að gera lítið úr þeim sem vilja hittast í Grafarvogskirkju og biðja saman fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans.   Þér finnst það vitlaust (og þar af leiðandi fólkið vitlaust).   En varla trúir þú að það skaði nokkurn mann og hvers vegna káfar það þá upp á þig? 

Ekki reyna að svara með einhverjum bókstaf, því með því ert þú að segja með því að þú hangir á bókstafnum eins og bókstafstrúarmenn. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 11.3.2011 kl. 21:14

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, við erum (flest) orðin það vel upplýst í dag að við vitum að það er ekki neitt/neinn/nein Guð sem veldur jarðskjálftum.

Bíddu nú við Jóhanna:

1. Trúa ekki kristnir menn að guð hafi skapað heiminn? Ef guð skapaði heiminn, þá ákvað hann að búa til jörð þar sem jarðskjálftar kæmu. 

2. Trúa ekki kristnir menn því að guð sé það máttugur að hann geti stoppað jarðskjálfta?

Hérna er svo nýlegt dæmi þar sem ungur ríkiskirkjuprestur heldur því fram að guðinn hans sé að hlutast til í náttúruhamförum. 

Þér finnst það vitlaust (og þar af leiðandi fólkið vitlaust).

Snjallt fólk getur nú alveg gert vitlausa hluti. 

En varla trúir þú að það skaði nokkurn mann og hvers vegna káfar það þá upp á þig? 

Nei, ég efast um að einhver lendi á spítala vegna bænastundarinnar. 

Hvers vegna "káfar það upp á mig"? Eins og ég sagði, þá get ég bara ekki orða bundist, mér finnst þetta svo vitlaust.  

Ekki reyna að svara með einhverjum bókstaf, því með því ert þú að segja með því að þú hangir á bókstafnum eins og bókstafstrúarmenn.

Með einhverjum bókstaf? Eru nú allar vísanir í helgirit orðin að einkenni bókstafstrúarmanna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.3.2011 kl. 21:23

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og ég verð að segja að mér finnst það mjög áhugavert að þú teljir það vera merki um það að vera "upplýstur" að telja að ósýnilegi maðurinn sendi ekki jarðskjálfta. 

Það er eins og þú teljir það vera eitthvað réttmætari eða gáfulegri skoðun heldur en þá að ósýnilegi maðurinn sé til en hann sendi ekki jarðskjálfta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.3.2011 kl. 21:45

9 identicon

Ég persónulega er ekki trúaður Hjalti,en það vitlausasta sem maður gerir er að gera ekki ráð fyrir möguleikanum á tilvist einhvers æðra sem maður þekkir ekki.Alltaf gott að taka það með í reikninginn að maður geti hafy rangt fyrir sér.Annað er hroki.Ég lít á þessa bænastund sem ákveðna samkennd með því fólki sem á um sárt að binda í Japan og ekki síður með þeim Japönum sem búa á íslandi.Og ég get ekki annað en borið virðingu fyrir þessu fólki.

josef asmundsson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 08:22

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Guð er ekki "ósýnilegur maður"  af hverju gefur þú þér þá forsendu Hjalti? 

Þó að eitthvað sé kallað faðir eða móðir er það ekki endilega maður eða kona og alls ekki. Þú þekkir væntanlega það að jörðin er oft kölluð "móðir jörð" en það gerir jörðina ekki að ósýnilegri konu.  Ef að jörðin fer að hristast, er þá konan (jörðin) vond í þínum huga?   

Þetta er spurning um að taka ekki allt svona bókstaflega, sem ég hef verið að reyna að benda á, hvort sem fólk er trúað eða trúlaust. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 12.3.2011 kl. 08:47

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú vilt ekki, að til sé guð, sem skapi jörðina með jarðeðlisfræðilegum eiginleikum, Hjalti, heldur eitthvað fast og óumbreytanlegt. Myndi það auka vísindaþekkingu okkar? Værum við þá að njóta jarðhitans hér? Væri þá Ísland til, eða hefði það bara verið búið til í einum grænum, þegar Guð skapaði jörðina í upphafi? Og hefði þessi eiginleiki jarðarinnar nokkuð nóg fyrir þig, þegar þú færir að líta á alla aðra (og miklu meiri) slysaáhættuþætti hér á jörðu, s.s. vegna skriðufalla af völdum regns, frosts og þiðnunar eða flóða af ýmsum ástæðum? Þú ætlast til þess, að Guð reddi öllu fyrir fram og komi í veg fyrir dauðsföll – eins og framhaldslífið á jörðu sé fyrir ÖLLU – en val þitt er að það verði að gerast með þeim hætti, að það myndi teppa mjög skilning manna á eðli raunheimsins og það með framgang vísindanna og allrar mannlegrar viðleitni til að bregðast til varna og með hjálparstarfi, sem eflzt hefur og bjargað mörgum. Maðurinn er þátttakandi í stjírn Guðs á veröldinni. – Skrifað í flýti, bless.

Jón Valur Jensson, 12.3.2011 kl. 13:00

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti vitaskuld að standa: "og þar með framgang ..."

Einnig væri nær að tala um jarðeðlislega eiginleika fremur en fræðilega!

Stjórn Guðs á veröldinni er svo eitthvað sem allir ættu að geta ráðið í, a.m.k. segja bæði Páll postuli og Tómas frá Aquino það!

Jón Valur Jensson, 12.3.2011 kl. 14:04

13 Smámynd: Björn Emilsson

Auðvitað er sterkur máttur, sem við köllum Guð bak við allan alheim. Mönnum er gefið vit til að velja og hafna. Þeir sem kjósa að búa á hamfarasvæðum, hljóta að verða taka afleiðingunum af því. Skynsamlegt væri á þessum umbrotatímum að flytja til fjalla og yrkja sinn garð í Guðs friði.

Björn Emilsson, 12.3.2011 kl. 14:51

14 identicon

Ætlaðist Jesús ekki til þess að menn myndu biðja í leynum?

Annars eru svona bænastundir ekkert annað en klám og sjálfsupphafning fólks sem langar til að vera betra en annað fólk á áberandi hátt.

Mér finnst ljótt að fróa sér á óhamingju annarra, en sumir kalla það kærleika.

Björn I (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 16:52

15 identicon

það að rita upp úr biblíu er ekki heilbrigt af þér vegna þess að segja svona hluti vitlausa er bannað og siðlast margir hugsa ekki svona og geta reint að koma hefna sín og þetta er kannzki ekki það sem allir skilja og veit um dæmi en guð skapaði ekki hnöttinn  og beini ég spurningu af hverju er ekki þá líf á örð 2 þettaer óviðeigandi og mér fynnst þetta með öllu móðgandi ég tilkinti umræðuna vegna þess að ég heyrðiu í manneskju áðann sem grætur enn út af þessu

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 17:14

16 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jóhanna:

Guð er ekki "ósýnilegur maður" af hverju gefur þú þér þá forsendu Hjalti?  

Ertu sáttari við það ef ég tala um "ósýnilega persónu"? 

Svo væri ég gjarnan til í að fá svar frá þér við þessum spurningum:

1. Trúa ekki kristnir menn að guð hafi skapað heiminn? Ef guð skapaði heiminn, þá ákvað hann að búa til jörð þar sem jarðskjálftar kæmu.

2. Trúa ekki kristnir menn því að guð sé það máttugur að hann geti stoppað jarðskjálfta?

Jón Valur: Ég er nokkuð viss um að almáttugur guð gæti búið til jörðu sem  gæti látið okkur njóta jarðhitans án þess að því fylgdi stórskæðir jarðskjálftar. Ég held að almáttugur guð ætti heldur ekki í neinum vandræðum með að gera það án þess að skaða vísindaþekkinguna eitthvað. Þú virðist telja almætti guðsins þíns vera afskaplega ómerkilegt.

Björn Emilsson: Ég giska á að þetta sé grín-athugasemd. 

Björn I: Góðir punktar.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.3.2011 kl. 17:20

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Hjalti Rúnar, almætti Guðs er ekki ómerkilegt, það væri þá miklu frekar tístið í andmælendum hans, sem félli undir slíka skilgreiningu.

Svo áttu ekki að hrósa þessu orðljóta innleggi Bjarnar I.

Svo þarftu ennfremur að sætta þig við, að kraftaverk Guðs eru ekki eitthvað tilviljunarkennt. Hann hefur sjálfur ákveðið skilmála þeirra og látið okkur vita af leið til að fá kraftaverk. Sú leið er ekki leið vantrúar og frekju, væni minn.

Jón Valur Jensson, 12.3.2011 kl. 21:51

18 identicon

Ég tek undir með jón vali að innihald innlegs Bjarnar I.  sé ekki smeklegt og er ég perri ef ég fer og stunda bæna hald þetta er trú og er með öllu ósæmandi að þeir sem  gagnrína svona geti þá bara setið heima hjá sér því við viljum ekkert svona tal  ég er kaþólikki og ég þver tek fyrir að þetta tengist klámi eða nokkru hverjum dettur þessi hugmind eginlega í hug

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 23:19

19 identicon

hjalti rúnar ég vona þú gerir þér grein fyrir að þú ert að guðlasta hér og matthías ég kann miklu meira en þetta og er koþólikki sem er meira kristið en venjuleg kristni trú og ef þið vilduð bara vera svo væn að leifa okkur sem erum að þessu að gera þetta í friði þið eruð pott þétt bitrir aumingjar sem getið ekki leift öðrum að gera svona hluti í friði og látið svona kjurt liggja það er hægt að kæra svona ef þú veist það ekki og ég hef nú þegar 800 mans sem eru ekki sáttir og vilja hefnd gegn þér láttu okkur í friði takk fyrir

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 23:51

20 identicon

Spurningin hans Hjalta er góð og gild þegar hann spyr:

"Gat Guð skapað öðruvísi heim?" Hann er víst almáttugur, skapari alls efnis og lögmála.

Gat hann því ekki skapað heim án náttúruhamfara? Það er líka auðvelt að vera enn gagnrýnni á þessa hönnun hans og spyrja "af hverju er forsenda alls lífs (sólin) með takmarkaðan líftíma? Staðreyndin er sú að sólin okkar mun einn daginn deyja út og þar með þurrka út allt líf á fylgihnöttum þess. Þetta á við um allar stjörnur í alheiminum.

Var Guð virkilega ekki með neinar betri útfærslur á hönnun sinni?

Þröstur (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 10:09

21 identicon

Alveg magnað hvað "trúlausir" eru almennt miklu uppteknari af guði en trúaðir hérna á blogginu og dáldið flott hvað þeir taka ritninguna bókstaflega,vitna í hana hvað eftir annað kunna textana jafnvel betur en margir prestar.

Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 10:22

22 identicon

sá sem þetta blogg á má vita að það er hópur á leiðinni að finna hann þannig hann er ey öruggur

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 10:59

23 identicon

Ragnar eins og ég skil hann Bjarna I þá er hann ekki að tala um að þetta sé klám heldur er hann að hann segja að ástæðan fyrir þessu áberandi bænastússi sé aðalvega gert til að upphefja sjálfan sig og láta sjálfum sér líða vel en ekki gert fyrir aðra eða einhvern guð.

Ég er sammála honum upp að ákveðnu leiti, eða er það vitlaust hjá mér, er fólk ekki trúað til að láta sjálfum sér líða betur?

Tryggvi (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 13:34

24 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Hahaha, fínn brandari Raggi. Væri betri ef þú værir skrifandi á íslensku, en kannski er það bara hluti af gríninu...

Sveinn Þórhallsson, 13.3.2011 kl. 13:37

25 identicon

Ragnar Þór ertu lélegur grínisti? Eða ertu virkilega svona snúin og ljót manneskja að vera með hótanir hérna í garð Hjalta?

Hafðu þig bara hægan drengur! og hættu þessari lágkúru.

Sara Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 13:38

26 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> ég hef nú þegar 800 mans sem eru ekki sáttir og vilja hefnd gegn þér láttu okkur í friði takk fyrir

Hefnd!

Varstu ekki að segja að þú værir alveg einstaklega kristinn, meira kristinn en aðrir kristnir.

Hver var boðskapur Frelsarans? Var hann mikið fyrir hefndina?

Nei Ragnar Þór, þú átt að fyrirgefa Hjalta, mér og öðrum sem segja eitthvað sem þér mislíkar. Svo áttu að bjóða okkur hinn vangann.

Nema þú sért ekkert sérstaklega kristinn.

Matthías Ásgeirsson, 13.3.2011 kl. 14:29

27 identicon

Afhverju ætti fólk að taka þig alvarlega Hjalti minn? Önnur hver færsla hjá þér fjallar um villandi og óheiðarlegar framsetningar hjá öðru fólki, en á sama tíma eru fáir jafn óheiðarlegir í bloggheiminum varðandi notkun á heimildum og einmitt þú...þeir einu sem eru á sama plani og þú eru Matti og Hafþór... 

Og hið víðfræga gullfiskaminni þitt Hjalti elsku karlinn minn....

en ákaflega fer það ykkur *Vantrúarmönnum vel að rífa kjaft eftir að þið hafið lokað á andstæðing ykkar...það er það eina sem þið getið....greyið rökþrota vesalingarnir ykkar...ég held að þið félagar ættu skeina hvor öðrum áður enn þið rífið kjaft

http://www.vantru.is/spjall/viewtopic.php?f=3&t=12109&start=1620

 Og já ég veit Hjalti....þú lokar bara á mig hér líka 

magus (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 14:35

28 Smámynd: Mofi

Á meðan menn sjá þennan heim sem upphaf og endir alls þá auðvitað er erfitt að skilja hvað Guð var að meina með þessu en ef menn sjá þennan heim sem sviðið sem baráttan milli góðs og ills er kljáð og allir menn fá hér tíma til að velja líf með Guði eða hafna því þá verður þetta miklu skiljanlegra.

Mofi, 13.3.2011 kl. 14:37

29 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þannig að Guð sendi jarðskjálftann til að Japanir hefðu nú örugglega tækifæri til að kristnast?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.3.2011 kl. 15:38

30 Smámynd: Billi bilaði

Yfirleitt er ég sammála þér, Hjalti, en nú skýturðu dáldið yfir markið.

Billi bilaði, 13.3.2011 kl. 16:01

31 identicon

Afhverju dettur engum í hug að djöfullinn hafi gert þetta,Guð fær alla umfjöllun góða eða slæma.

"The devils greatest trick was to make the world believe he didn't exist"

Man ekki hvar ég heyrði þetta en finnst það passa ágætlega hérna :)

Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 16:05

32 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Alveg magnað hvað "trúlausir" eru almennt miklu uppteknari af guði en trúaðir hérna á blogginu og dáldið flott hvað þeir taka ritninguna bókstaflega,vitna í hana hvað eftir annað kunna textana jafnvel betur en margir prestar.

Sigurður Freyr, nú hef ég ekki vitnað neitt í biblíuna hérna. Ég hef bara vísað í þá trú kristinna manna að guð hafi skapað heiminn og að hann sé almáttugur. Varla ertu að segja að það sé ekki rétt?

Billi bilaði, hvað finnst þér að þessu hjá mér? 

Mofi, já, það var alveg nauðsynlegt hjá guði að skapa heim með hrikalegum jarðskjálftum svo að fólk gæti valið á milli þess að trúa á hann eða trúa á óhlýðinn undirmann hans. Og svo ég skil þetta rétt, þá leyfði guð jarðskjálftanum að drepa allt þetta fólk svo að einhver (fólkið sem dó?) fái tíma til þess að velja guð eða ekki?

Varðandi Ragnar, þá tek ég þessar hótanir hans ekki beint alvarlega, en ég hef lokað á hann hérna og vona að hann finni sér eitthvað annað að gera.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.3.2011 kl. 16:35

33 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég skil ekki þennan málflutning Sigurðar og fleiri sem ásaka Hjalta og aðra um bókstafsskilning á Biblíunni fyrir það eitt að velta því fyrir sér hvernig þeir sem virkilega eru kristnir samræmi líf sitt og skoðanir við bókina og kennisetningarnar sem þar koma fram. Af hverju er það bókstafstrú?

Nú lít ég ekki á Íslendingasögurnar sem sagnfræðirit þó að líklega hafi þær eitthvað hemildagildi. Samt get ég alveg rökrætt um þá atburði og lýsingar sem koma fram í þeim, jafnvel við þá sem líta á sögurnar sem sagnfræðilegar heimildir. Dettur einhverjum í hug að kalla mig bókstafstrúaðan á Íslendingasögurnar fyrir það? Mjög tæplega enda liggur  mín afstaða alveg fyrir. 

Af hverju ættum við sem gerum þetta sama með Biblíuna eða Kóranin ekki að geta gert það sama án þess að fá einhvern bókstafstrúarstimpil? Eða er þetta kannski fyrst og fremst gert til þess að reyna að pirra?

Egill Óskarsson, 13.3.2011 kl. 16:49

34 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jamm, þetta er allt mjög undarlegt Egill. Ég hef áður fjallað um þetta og mér datt helst í hug að oft þýddi þetta einfaldlega: "Mér er illa við þig." 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.3.2011 kl. 17:42

35 identicon

Magnus: Gullarfiskar hafa gott minni það er kjaftæði að þeir séu með lélegt minni.

Arnar (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 19:46

36 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

magus, þú lokaðir á þig alveg sjálfur.

Matthías Ásgeirsson, 13.3.2011 kl. 20:25

37 identicon

Þú vitnaðir ekkert í biblíuna í þessari færslu það er alveg rétt Hjalti enda voru þessi ummæli frekar ætluð almennt um þá umræðu sem hefur átt sér stað um trúmál þau undanfarin misseri sem ég hef lesið á blogginu,hélt að það hefði alveg komið fram án þess að þurfa að útskýra það frekar en ég get svosum gert það.

Þegar ég hef lesið hér á blogginu greinar sem tengjast trúmálum eru það þeir sem kenna sig við trúleysi mun uppteknari af guði en margur trúmaðurinn. Lítið svigrúm virðist vera fyrir túlkanir af hálfu þeirra sem kenna sig við trúleysi heldur er allt tekið bókstaflega og virðast margir vera með ritninguna á hreinu sem er bara flott.

Í þessari færslu hér að ofan átti ekki að vera neinn dómur eða ásakanir um bóstafstrú en vilji menn túlka orð mín svo verður bara að hafa það. Ég þekki Hjalta ekki neitt og hef ég enga ástæðu til að vera illa við hann en hef dregið áliktanir út frá skrifum sem benda sterklega til að honum sé dirfist ég að segja illa við við guð og allt sem honum tengist og að því er virðist hafa einhverja þörf til að lítilækka það við flest tækifæri sem gefast.

En þetta eru bara atriði sem ég hef tekið eftir með lestri hér á blogginu,ég vona þó að þessi færsla verði ekki rangtúlkuð sem árás því að svo er ekki.

Ég hef engan áhuga á persónulegu skítkasti þegar hægt er að velja að ræða mál þrátt fyrir að vera ósammála en því miður hafa margar þessar umræður einhvernvegin þróast út í það á báða bóga.Það sem Ragnar sagði hér að ofan er ekkert annað en sorglegt og ekki til eftirbreytni.

Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 23:10

38 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Í þessari færslu hér að ofan átti ekki að vera neinn dómur eða ásakanir um bóstafstrú en vilji menn túlka orð mín svo verður bara að hafa það.

Neinei, þetta: "og dáldið flott hvað [trúleysingjar] taka ritninguna bókstaflega" þýddi bara ekki neitt!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.3.2011 kl. 23:49

39 identicon

magus, þú lokaðir á þig alveg sjálfur." Matti

 Nei, þú lokaðir á mig rökþrota grey

 Það er kannski eins gott....við hefðum kannski þurft að fara ræða við PhD umsjónarmann Hafþórs varðandi notkun á heimildum og annað....það væri leiðinlegt ef Vantrúarmaður þyrfti að missa af PhD vegna ofsatrúar á opinberar sögusagnir....

 ég nenni nú ekki að fara að skamma hann Hjalta meira vegna falsaðra heimilda...hann er "lost cause"....það hentar bara honum og ykkar málstað að vitna í tröll af netinu og kennara sem voru reknir vegna vafasamra vinnubragða

magus (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 02:37

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guð að hentast heimi fann

það hið blíða

blanda stríðu.

Allt er gott, sem gjörði hann.

(Svbj. Eg.)

Jón Valur Jensson, 14.3.2011 kl. 03:38

41 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guð það hentast ...

Jón Valur Jensson, 14.3.2011 kl. 03:39

42 Smámynd: Hörður Þórðarson

Hver skyldi nú hafa skapað þennan Guð? Er hann ekki afkvæmi hugans?

Hörður Þórðarson, 14.3.2011 kl. 06:26

43 identicon

Hjalti þetta þýðir bara það sem þarna stendur,ég hef aldrei vitað til þess að þú að aðrir trúleysingjar)sem ég hef lesið eftir hafi nokkurntíman túlkað textana svo þetta er ekki dómur heldur staðreynd.

Viljirðu vera í fórnarlabshlutverki útaf öllu hinu minnsta sem hugsanlega er hægt að túlka neikvætt gagnvart þér þá er það bara allt í lagi. Það er líka hægt að velja að líta á og taka hlutunum sem GAGNrýni (rýna til gagns)sem er ekki neikvætt.

Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 07:42

44 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég hef aðeins verið að skoða þessar færslur og ég verð að viðurkenna að sumar eru vægast sagt furðulega:

"ég hef nú þegar 800 mans sem eru ekki sáttir og vilja hefnd gegn þér láttu okkur í friði takk fyrir"

 Sá sem þetta skrifar er lifandi, en er samt kominn til helvítis. Hvers vegna skyldi manninum liggja svona mikið á. Á hann kannski marga vini þarna í neðra? 800 kannski?... Sá sem skrifar svona er ekki kristinn.

/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

Afsakið að þetta er á útlensku en ég bara verð að láta það flakka:

"Hakuin, the fiery and intensely dynamic Zen master, was once visited by a samurai warrior.
“I want to know about heaven and hell,” said the samurai. “Do they really exist?” he asked Hakuin.
Hakuin looked at the soldier and asked, “Who are you?”
“I am a samurai,” announced the proud warrior.
“Ha!” exclaimed Hakuin. “What makes you think you can understand such insightful things? You are merely a callous, brutish soldier! Go away and do not waste my time with your foolish questions,” Hakuin said, waving his hand to drive away the samurai.
The enraged samurai couldn’t take Hakuin’s insults. He drew his sword, readied for the kill, when Hakuin calmly retorted, “This is hell.”
The soldier was taken aback. His face softened. Humbled by the wisdom of Hakuin, he put away his sword and bowed before the Zen Master.
“And this is heaven,” Hakuin stated, just as calmly.
We create our own heaven and hell."

Hörður Þórðarson, 14.3.2011 kl. 07:58

45 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> Nei, þú lokaðir á mig rökþrota grey

Nei, það gerði ég ekki.

Matthías Ásgeirsson, 14.3.2011 kl. 09:16

46 Smámynd: Linda

Æi Hjalti, þú veist það vel að Jesú sjálfur hvatti fólk til að koma saman og biðja ,,Bænahús" Guð hafði ekkert með þennan jarðskjálfta að gera, frekar en ég og þú, hinsvegar búum við á á jörð sem er á hreyfingu og fólksfjölgun orðin slík að fólk býr ekki lengur strábýlt, heldur saman á stórum svæðum, og því eru hamfarirnar skelfilegri en áður.  Hefur þú tekið eftir því að það besta kemur fram í manninum við hamfarir, allt í einu stöndum við í heiminum saman um að hjálpa viðkomandi þjóð, kirkjuleg og veraldleg aðstoð berst með hraða til þeirra sem þjást, í því er Guð Hjalti, við gerum okkar besta í þeim aðstæðum sem við erum á þessari jörðu, bænin hjálpar, veitir styrk og hefur jákvæð áhrif.

Þú veist það vel að við höfum sjálfstæðan vilja, þetta var okkur gefið eftir brottfall mansins.  Eden var það sem við áttum að fá, jörðin var það sem við fengum.

Ekki gera lítið úr bæn og trúfestu fólks, Guð heyrir, þó þú trúir því ekki þá gera það svo margir aðrir.

Ég veit að Guð er með fólkinu í minni bæn þakka ég honum fyrir það, ég veit að hann tekur á móti fórnarlömbum, og ég veit að hann sér hvernig við bregðumst við.

Varúðar skal gæt í nærveru sálar.

Linda, 14.3.2011 kl. 09:41

47 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi,
já, það var alveg nauðsynlegt hjá guði að skapa heim með hrikalegum jarðskjálftum svo að fólk gæti valið á milli þess að trúa á hann eða trúa á óhlýðinn undirmann hans. Og svo ég skil þetta rétt, þá leyfði guð jarðskjálftanum að drepa allt þetta fólk svo að einhver (fólkið sem dó?) fái tíma til þess að velja guð eða ekki?

Við höfum öll einhvern tíma sem síðan rennur út og þá er okkar ákvörðun innsygluð og þá sofnum við þangað til Guð vekur okkur, suma til dóms, aðra til eilífs lífs. Valið er síðan ekki svo einfalt, bara að trúa því að margir sem trúa munu glatast. Margar muni einnig ganga inn til eilífs lífs fyrir nafn Jesú þótt þeir heyrðu það nafn aldrei á meðan þeir lifðu. Það er mín trú að minnsta kosti.

Mofi, 14.3.2011 kl. 10:01

48 identicon

 "Nei, það gerði ég ekki" Matti

 Nú, hver þá? 

 Ekki að það skipti miklu máli hvaða rökþrota grey lokaði á mig....þið tilheyrið allir Vantrú...og voruð allir jafn rökþrota....en helst að Hafþór greyið hafi hagsmuna að gæta með PhD-lærdómnum....

 Ekki nema furða að þið sækist eftir löngum umræðum við sköpunarsinna og bókstafstrúarfólk....það eru einu deilurnar sem þið getið unnið 

magus (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 10:10

49 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Kæri "magus". Þú tapaðir þessari umræðu þúsund sinnum.

Hafðu endilega samband við PhD umsjónarmann Hafþórs. Ég mana þig til þess nafnlausa rola.

Matthías Ásgeirsson, 14.3.2011 kl. 11:08

50 identicon

Ef guð er til og gat stoppað jarðskjálftann.. þá er hann fjöldamorðingi og illfygli hið mesta; Ef hann er til og gat ekki stoppað jarðskjálftann, þá er hann bara ekki guð.

En guð er ekki til, you are alone in the mess;

doctore (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 11:40

51 identicon

Hann Hafþór lét sig hverfa áður hægt var að ræða við umsjónarmann hans Matti minn...ef þú vilt skora á einhvern, skoraðu þá á Hafþór að láta okkur vita hver þessi persóna er....

 Við þurfum ekkert að ræða hver vann þessar umræður snúður....þið eru rökþrota...svo rökþrota að þið sáuð engan annan kost en að loka á mig....

ef þú vilt afsanna mig opnaðu þá aftur fyrir aðgang minn

 ÞAð er fyndið að þú þorir ekki einu sinni að viðurkenna að það varst þú sem lokaðir á mig rolan þín

magus (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 12:32

52 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Linda:

...Guð hafði ekkert með þennan jarðskjálfta að gera, frekar en ég og þú, hinsvegar búum við á á jörð sem er á hreyfingu...

1. Trúir þú því ekki að guð hafi skapað heiminn? Ef guð skapaði heiminn, þá ákvað hann að búa til jörð þar sem jarðskjálftar kæmu. 

2. Trúir þú því ekki að guð sé það máttugur að hann geti stoppað jarðskjálfta?

Mofi, ég sé ekki hvernig það sem þú skrifaðir hafði nokkuð með spurningarnar mínar að gera. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.3.2011 kl. 15:14

53 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

magus, viltu ekki bara stofna eigin bloggsíðu? Þar getur þú frætt fólk um hluti eins og: 1. Hvernig 50% eru örfáar prósentur eða prósentubrot. 2. Hvernig litarlaust gat gerir reyk svartan. 3. Hvers vegna verið er að eyða helling af pening í tilgangalausar brunavarnir. 4. Hvers vegna allar myndir af eldum í turnunum eru falsanir .... og svo framvegis!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.3.2011 kl. 15:20

54 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

> ÞAð er fyndið að þú þorir ekki einu sinni að viðurkenna að það varst þú sem lokaðir á mig rolan þín

Ætli það hafi ekki eitthvað með það að gera að það var ekki ég sem lokaði á þig.

Veistu hvað "nafnlaus rola" er?

http://en.wikipedia.org/wiki/Anonymous_Coward

Matthías Ásgeirsson, 14.3.2011 kl. 15:45

55 Smámynd: Mofi

Hjalti
Og svo ég skil þetta rétt, þá leyfði guð jarðskjálftanum að drepa allt þetta fólk svo að einhver (fólkið sem dó?) fái tíma til þess að velja guð eða ekki?

Biblían talar um að Guð aðhafist ekkert nema láta spámenn sína vita fyrir fram. Þar af leiðandi trúi ég því að Guð var ekki á bakvið þennan jarðskjálfta; þetta er bara hluti af því að náttúran fær að leika lausum hala. Allt þetta fólk hafði einhvern tíma eins og við öll og þegar einhver deyr þá er hans tími upprunninn og Guð mun dæma hann þegar að því kemur.

Mofi, 14.3.2011 kl. 15:46

56 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þú getur ekki fríað guðinum þínum ábyrgð með því að segja bara að þetta sé "náttúran að leika lausum hala". Ert þú ekki einmitt alltaf að reyna að sannfæra fólk um að það hafi verið guðinn þinn sem skapaði heiminn? Hvað var hann að spá að búa til heim með svona náttúruhamförum?

Og hafa einhverjir spámenn verið uppi nýlega? Ég geri þá ráð fyrir því að þegar einhver segir eitthvað eins og "Frænka mín var með ólæknandi krabbamein, en guð læknaði hana.", þá trúir þú því ekki, þar sem að enginn spámaður kom fram. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.3.2011 kl. 15:58

57 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og hvers vegna í ósköpunum ætti þessi guðinn þinn ekki að aðhafast neitt án þess að láta "spámann" segja frá því? Og af hverju þá ekki að senda bara spámann? Ef það eina sem hann þurfti til þess að koma í veg fyrir þetta var að senda mann sem segir: "Jó, það átti að vera risastór jarðskjálfti, en guð kom í veg fyrir það!", af hverju ekki að gera það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.3.2011 kl. 16:00

58 Smámynd: Mofi

Hjalti, spurningin sem þú virðist vera að spyrja er "af hverju leyfir Guð einhverju slæmu að gerast". Ég sé ekki sköpun þessa heims sem þannig að ekkert slæmt ætti að geta gerst heldur sem sviðið fyrir deiluna milli góðs og ills. Þar sem Guð myndi láta af sinni stjórn og illskan fengi að sýna sitt rétta andlit áður en Guð eyðir henni og öllum þeim sem henni fylgja.

Mofi, 14.3.2011 kl. 17:03

59 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jim Hacker, ert þetta þú?

Nei, spurningin er þessi: Af hverju skapaði guðinn þinn heim með svona mannskæðum náttúruhamförum?

Illskan fengi að sýna sitt rétta andlit? Ertu að segja að djöfullinn hafi sent jarðskjálftann? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.3.2011 kl. 17:09

60 Smámynd: Mofi

Hjalti, ég veit ekki akkúrat hvaða tilgangi jarðskjálftar hafa í þessu samhengi og nei, djöfullinn er örugglega ekki á bakvið jarðskjálftann.

Mofi, 14.3.2011 kl. 18:37

61 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ah.... guð er bara svona dularfullur.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.3.2011 kl. 18:42

62 Smámynd: Odie

Ragnar Þór Ragnarsson: hjalti rúnar ég vona þú gerir þér grein fyrir að þú ert að guðlasta hér og matthías ég kann miklu meira en þetta og er koþólikki sem er meira kristið en venjuleg kristni trú og ef þið vilduð bara vera svo væn að leifa okkur sem erum að þessu að gera þetta í friði þið eruð pott þétt bitrir aumingjar sem getið ekki leift öðrum að gera svona hluti í friði og látið svona kjurt liggja það er hægt að kæra svona ef þú veist það ekki og ég hef nú þegar 800 mans sem eru ekki sáttir og vilja hefnd gegn þér láttu okkur í friði takk fyrir
Ragnar Þór Ragnarsson: sá sem þetta blogg á má vita að það er hópur á leiðinni að finna hann þannig hann er ey öruggur 

Það er með ólíkindum að lesa þetta frá Ragnari.  Hér á blogginu væla ákveðnir einstaklingar og kvarta yfir nafnlausum notendum í trúarbragða umræðu, en þegar maður les þetta þá áttar maður sig á hvað sumir eru mikið skemmdir einstaklingar og hvað þeirra trú getur leit þá til að framkvæma. 

Ég veit það er búið að loka á hann Ragnar hér, en þetta er eitthvað sem ætti að benda á varðandi trúarbragða ofstæki sem margir aðhyllast og hvernig þessi afstaða þessa hóps birtist okkur hinum. 

Odie, 15.3.2011 kl. 00:05

63 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

magus, hérna krest ég þess að þú sýnir lágmarks kurteisi. Það eru góðar fréttir að þú sért búinn að átta þig á því að hvorki CO né CO2 geri reyk svartan. En þú hefur einmitt haldið því oft fram, t.d.

 "Þegar skortur er á súrefni þá verður reykurinn svartari, því mikið er af CO2(a lot of)...# "
"This means that a lot of carbon monoxide is formed(svarti reykurinn)" #

Ef þú vilt ræða meira um þetta skaltu reyna að vera örlítið málefnalegur. Svo hefurðu ekki beint ástæðu til þess að nota þessi uppnefni á aðra miðað við ruglið sem kom frá þér á þessum þræði.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.3.2011 kl. 01:07

64 identicon

"Enn og aftur, Harrit sjálfur viðurkennir að það sem er lýst á þessari mynd getur bara verið vegna þess að hann er að brenna lífræn efni. Það var eitthvað efnahvarf þarna." Hjalti bls 80

En og aftur, þú ert að falsa heimild. Harrit segir hvergi að efnahvarfið eða orkulosunin sé vegna bruna í súrefni eða vegna lífrænu efnanna..hann segir að ekki sé hægt að útiloka að oxun á lífrænu efnunum hafi aukið aflið eitthvað...en hann hefur engin gögn sem benda til þess...þessi lífrænu efni eru notuð með súperthermite eins og efnið hjá Harrit til þess að auka aflið..

 orðrétt Harrit bls 27

We suggest that the organic material in evidence in the red/gray chips is also highly energetic, most likely producing gas to provide explosive pressure. Again, conventional thermite is regarded as an incendiary whereas super-thermite, which may include organic ingredients for rapid gas generation, is considered a pyrotechnic or explosive[6, 24]. As this test was done in air it is possible that some of the enhancement of energy output may have come from air oxidation of the organic component.

Hjalti bls 82 Taktu eftir því að Al/Fe2O3 súlan "theoretical maximum for thermite", 3,9. Sýni 3 er ~7,5 og sýni 4 er ~6....Þannig að þessi "örfáu prósentur eða prósentubrot" eru í minnsta lagi ~50%-~35%, ef við gefum okkur að um thermite hafi verið að ræða....

1) Súlan á ekki við venjulegt thermite, hún á við nanothermite, og eins og þú sérð þá losar nanthermite jafn mikla orku/þyngd og hefðbundið thermite, um 3.9, sem er mjög svipað og TNT.(þrátt fyrir fölsuðu heimildirnar frá þér) súlan fyrir nanothermitið sýnir einnig að efnið er miklu öflugra en TNT og önnur efni þegar mælt er í rúmmáli....ca tvöfalt....superthermitið hans Harrit losar nærri tvöfalt afl á við hefðbundið thermite og nanóthermitinu á súluritinu þegar mælt er í þyngd....en superthermitið er blandað aukaefnum sem gefa því meiri kraft...2)  "some of the enhancement" á við einhverjar örfáar prósentur í mesta lagi...aðal aukningin kemur frá nanótækninni og svo lífrænu aukaefnunum......eins og hefur verið farið yfir oft og mörgum sinnum.....

magus bls 30:

Overall though, certain key MIC
characteristics are very attractive and quite promising for practical
applications.
These include energy output that is 2x that
of typical high explosives
, bls 44-45 - vísa á rannsóknir frá Los Alomos og Lawrence..

http://ammtiac.alionscience.com/pdf/AMPQ6_1.pdf



Hjalti bls 82 Horfðu á myndina. Segðu mér, eru bláu súlurnar merktar WTC Chip 1 og WTC Chip 2 hærri eða lægri en bláa súlan yfir TNT?

Það skiptir ekki máli...hreinasta rauða nanothermite hliðin náði 7.5 sem er nánast tvisar sinnum meira en TNT

 Harrit bls 19 Proceeding from the smallest to largest peaks, the yields are estimated to be approximately 1.5, 3, 6 and 7.5 kJ/g respectively. Variations inpeak height as well as yield estimates are not surprising,since the mass used to determine the scale of the signal, shown in the DSC traces, included the mass of the gray layer. The gray layer was found to consist mostly of iron oxide so that it probably does not contribute to the exotherm, and yet this layer varies greatly in mass from chip to chip.

magus (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 02:59

65 Smámynd: Jón Valur Jensson

Merkileg Magusarfræði ...

En Hjalti, aðhyllist þú landreks-theoríuna?

Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 04:50

66 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

magus, nú er ég forvitinn, hefurðu lært einhverja eðlis- eða efnafræði? Ég kláraði eðlisfræðibraut í MH. 

1. Súlan sýnir fræðilegt hámark (hvað heldurðu eiginlega að þeir eigi við með "theoretical maximum"?) fyrir thermite. Súlan sýnir ekki einhverjar raunverulegar niðurstöður fyrir eitthvað thermite efni. 

2. Hvað áttu við með að lífræn efni séu notuð til að auka afl hjá thermite? 

3. Eins og ég og Hafþór bentum þér á þá losnar miklu meira kJ/g við bruna á lífrænum efnum eins og t.d. viði heldur en hjá thermite-efnahvarfi. Og eins og þú virðist viðurkenna, þá vita Harrit og félagar ekkert hversu stórt hlutfall þetta er. Það gæti vel verið að það sé bara verið að brenna þessi efni. 

4. Hvað áttu við með þessu:"aðal aukningin kemur frá nanótækninni"? Heldurðu virkilega að "nanótæknin" lætur thermite gefa frá sér meiri orku heldur en "theoretical maximum for thermite"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.3.2011 kl. 06:48

67 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

magus, svo vil ég ekki ræða um þetta í athugasemdum við þessa bloggfærslu, skal hugsanlega búa til nýja þar sem þú getur sett inn athugasemdir, svo lengi sem þær eru ekki dónalegar. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.3.2011 kl. 06:50

68 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En Hjalti, aðhyllist þú landreks-theoríuna?

Auðvitað.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.3.2011 kl. 06:50

69 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta sagðirðu líka síðast þegar ég vildi ræða fölsuðu heimildirnar þínar....þá þurfti að færa spjallið á VAntrú......en svo er lokað á mig þar.....þetta er voðalega erfitt fyrir ykkur...Það er pínu asnalegt að leggja fyrir spurningar til að svara...en neita svo að ræða málið...

magus, ástæðan er einföld. Ég við að við bloggfærslur mínar sé efni þeirra rætt, ekki eitthvað allt annað. 

Svo þarftu að lesa það sem ég sagði: Ég sagðist ætla að opna annan vettvang fyrir þetta spjall okkar. Athugasemdir um þetta eiga heima þar. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.3.2011 kl. 08:12

70 identicon

Þegar eitthvað gott gerist í heiminum er það tilviljun eða heppni . En þegar eitthvað vont gerist, er Guð að verki !

( Heimspeki trúleysingja í hnotskurn, og sýnir hvað þeir eru á flötu plani )

enok (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 21:10

71 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei enok. Samkvæmt "heimspeki trúleysingja" þá er guð ekki til, og þess vegna getur hann ekki gert neitt.

Jóhanna og Linda hafa hvorugar svarað þessum spurningum, kannski getur þú hjálpað þeim?

1. Trúa ekki kristnir menn að guð hafi skapað heiminn? Ef guð skapaði heiminn, þá ákvað hann að búa til jörð þar sem jarðskjálftar kæmu.

2. Trúa ekki kristnir menn því að guð sé það máttugur að hann geti stoppað jarðskjálfta?
 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.3.2011 kl. 21:32

72 identicon

Jesú varaði mannkynið við öflugum jarðskjálftum fyrir 2000 árum síðann .

Hefðu menn tekið mark á honum og byggt svo samkvæmt því, væri lítið um tjón á mannvirkjum í dag .

enok (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 21:40

73 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

enok, er þá punkturinn þinn sá að vissulega beri guð ábyrgð á því að svona jarðskjálftar (og flóðbylgjur) komi, en fólk geti bara sjálfu sér um kennt að vera ekki búið að verjast þessum drápstilraunum guðs?

Hvernig virkar þessi vörn svo gegn náttúruhamförum sem gerðust fyrir einhverjum hundruðum árum síðan. Átti fólk árið 1500 að byggja byggingar sem þoldu jarðskjálfta? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.3.2011 kl. 21:48

74 Smámynd: Billi bilaði

Svar til Hjalta:

Kannski helst, að þetta er ekki vandaður texti hjá þér, og því virkar hann á mig sem, hvað skal segja, meiri "stríðni" en venjulega.

Hvað Grafarvogskirkja (sem ég ekki tilheyri) kemur málinu við frekar en aðrar kirkjur, skil ég ekki, og af hverju allt í einu er farið að tala um Japan í sambandi við eitthvað sem þú segir að sé upp á hvern sunnudag, missir líka marks hjá mér.

En þú færð greinilega viðbrögð. (Ekki það að ég leggi það á mig að lesa þau öll, ég hef of mikið óþol gagnvart þeim sem þessum pistli er beint gegn.)

Billi bilaði, 15.3.2011 kl. 21:59

75 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Billi, 

1. Ég get alveg tekið undir það að þetta er ekki vandaður texti. Enda legg ég mig ekkert rosalega á mig að vanda textann í bloggfærslunum mínum.

2. Grafarvogskirkja kemur málinu einungis við af því að það er kirkjan sem er að auglýsa bænastundina (þér hefur kannski yfirsést að ég er að blogga við frétt?)

2. Trúarjátningin sem er farið með hvern einasta sunnudag tengist málinu af því að í henni er játað að guðinn þeirra ber ábyrgð á því sem gerðist. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.3.2011 kl. 23:04

76 identicon

Sammála þér Hjalti. Og það sem er líka vitlaust er það að fólk þarna úti skuli láta það út úr sér að guð sé að refsa japönum. Sorglegt hversu mikið af því maður finnur á netinu. Sérstaklega frá því landi sem kristnidómurinn er hvað sterkastur USA. Súrt

Árni Páll Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 00:52

77 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjalti, þú aðhyllist landreks-theoríuna. "Auðvitað," segirðu. En geturðu ímyndað þér framgang landreksins án jarðskjálfta?

Jón Valur Jensson, 16.3.2011 kl. 14:46

78 identicon

Ég bíð þess í ofvæni að Hjalti svari þessu með landrekið....

Guðbjörn (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 21:14

79 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Valur, ég gæti alveg t.d. ímyndað mér mjög stöðuga og mjög hægfara hreyfingu flekanna (nema þú viljir skilgreina alla hreyfingu sem jarðskjálfta). Ég er viss um að guðinn þinn gæti fundið einhverja leið fram hjá því.

Og hvers vegna ætti guðinn þinn endilega að vilja landrek? Ef af mannskæðir jarðskjálftar eru fylgifiskar landreks, af hverju þá ekki bara að sleppa því? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2011 kl. 09:22

80 Smámynd: Mofi

Ef menn skoða hver markmið Guðs eru þá gæti þetta verið skiljanlegra en þau eru eftirfarandi:

  1. Leysa deiluna milli góðs og ills. Í þessum heimi stöðvar Guð ekki illskuna heldur heldur að sér höndunum svo að við og himininn sjái hennar rétta eðli svo þegar kemur að dómsdegi þá munu allir skilja að Guð er réttlátur þegar Hann útrýmir syndinni, illskunni og syndurum.
  2. Seinna takmarkið er að sem flestir frelsist. Að sem flestir vilja af sínum frjálsa vilja hið góða þrátt fyrir freistingar hins illa. Það getur verið nauðsynlegt að hrista upp í hlutunum til að vekja fólk af værum blundi því að það var á leiðinni til eilífrar glötunnar sem er miklu alvarlegra mál en tímabundni dauði þessa heims.

Mofi, 18.3.2011 kl. 10:27

81 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mofi: Fyrra atriðið lætur þetta hljóma eins og Guð hafi bara setið hjá og leyft "illskunni" að drepa fullt af fólki. Seinna atriðið lætur þetta hljóma eins og honum hafi leiðst og því ákveðið að "hrista upp í hlutunum" með því að drepa fullt af fólki.

Hvort er það? Ef ég sæi barn sem væri við það að drukkna, hvort er ég þá meira skrímsli ef ég neita að bjarga því (svo fólk sjái hvað drukknun er ógeðsleg) eða ef ég viðurkenni að hafa sjálf hent því út í? Hvernig í ósköpunum geturðu haldir því fram að þessi hugarburður þinn sé "algóður"? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 18.3.2011 kl. 13:34

82 Smámynd: Mofi

Tinna, frá sjónarhóli Guðs þá deyr í rauninni enginn í þessum heimi, aðeins eftir dóminn mun fólk deyja og þá að eilífu.  Ég myndi segja að Guð er góður, Hann er lífgjafinn og vill skapa heim þar sem frjálsar verur geta lifað án þjáninga og dauða. Þeir sem vilja valda þjáningum og dauða, þeir munu hljóta sinn dóm og deyja að eilífu þegar rétti tíminn kemur.

Mofi, 18.3.2011 kl. 14:01

83 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

1. Mofi, geturðu útskýrt hvað jarðskjálftar hafa með það að gera að "stöðva ekki illskuna"? Fyrr á þessum þræði talaðirðu um að jarðskjálftar hefðu ekkert með djöfulinn að gera. Hvernig tengist þetta þá? Og eins og ég sé þetta út frá kristnu sjónarhorni, þá skapar guð heiminn með jarðskjálftum. 

2. Ef það er til einhver guð, þá er augljóst að hann hefur ekki það aðalmarkmið að sem flestir "frelsist". Og mér finnst ótrúlegt að þú sért að leggja til að guð hafi drepið allt þetta fólk til þess að "vekja fólk af blundi". Ef honum finnst svona mikilvægt að fólk trúi á hann, af hverju gerir hann ekki eitthvað eins og hann á að hafa gert við Pál, birtast því einfaldlega og segja því að hann sé til. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2011 kl. 14:29

84 Smámynd: Mofi

Hjalti
1. Mofi, geturðu útskýrt hvað jarðskjálftar hafa með það að gera að "stöðva ekki illskuna"? Fyrr á þessum þræði talaðirðu um að jarðskjálftar hefðu ekkert með djöfulinn að gera. Hvernig tengist þetta þá? Og eins og ég sé þetta út frá kristnu sjónarhorni, þá skapar guð heiminn með jarðskjálftum.

Jarðskjálftar eru aðeins ein af ótal hættum í þessum heimi og betri spurning væri af hverju Guð skapaði heim þar sem er sársauki og hlutir sem eru hættulegir. Ástæðan eins og ég skil þetta þá er það hluti af okkar vali og hluti af gefa okkur skilning á lífi og dauða eða viðvaranir.  Svo já, Guð skapaði heiminn með jarðskjálftum. Að vísu tel ég að jarðskjálftarnir komu eftir syndafallið, að ef að syndin hefði ekki komið í heiminn væru ekki jarðskjálftar.

Hjalti
2. Ef það er til einhver guð, þá er augljóst að hann hefur ekki það aðalmarkmið að sem flestir "frelsist". Og mér finnst ótrúlegt að þú sért að leggja til að guð hafi drepið allt þetta fólk til þess að "vekja fólk af blundi". Ef honum finnst svona mikilvægt að fólk trúi á hann, af hverju gerir hann ekki eitthvað eins og hann á að hafa gert við Pál, birtast því einfaldlega og segja því að hann sé til.

Snýst ekki bara um að trúa heldur einnig að velja hið góða. Auðvitað getur Guð bara birst öllum heiminum og þá myndu allir trúa og líklegast myndu þá allir líka byrja að haga sér betur en það væri ekki þeirra frjálsa val heldur væri það vegna óbeinnar þvingunnar. 

Mofi, 18.3.2011 kl. 14:57

85 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

1. Mofi ég skil ekki alveg hvað þú átt við. Eru jarðskjálftar "hluti af okkar vali"? 

Svo er það auðvitað í algerri andstöðu við niðurstöður vísindanna að segja að jarðskjálftar hafi fyrst komið eftir komu mannsins.

2. Ha? Hver væri þvingunin? Var Jesú að þvinga lærisveinana og Pál þegar hann birtist þeim? Var það ekki frjálst val hjá þeim?  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2011 kl. 15:39

86 Smámynd: Mofi

Hjalti
1. Mofi ég skil ekki alveg hvað þú átt við. Eru jarðskjálftar "hluti af okkar vali"?

Allt lífið mótar hvaða farveg í okkar lífi, hætturnar kenna okkur þá lexíua að lífið er dýrmætt og við getum misst það hvenær sem er og það getur verið hvati til að leita lífgjafans.

Hjalti
Svo er það auðvitað í algerri andstöðu við niðurstöður vísindanna að segja að jarðskjálftar hafi fyrst komið eftir komu mannsins.

Andstöðu við þá sögu sem sumir vísindamenn hafa skáldað upp sem sögu þessa heims.  Það er að mínu mati mikill skaði fyrir vísindin að láta ákveðnar skoðanir verða að vísindunum sjálfum.

Hjalti
Ha? Hver væri þvingunin? Var Jesú að þvinga lærisveinana og Pál þegar hann birtist þeim? Var það ekki frjálst val hjá þeim?

Jesús kom sem maður til þjóðar sem trúði á Guð og beið eftir Messíasi. Sömuleiðis þá var Jesú ekki einu sinni að predika að Hann væri Guð eða Messías, það var eitthvað sem Hann sagði lærisveinunum sem byrjuðu að trúa því að hafa hljótt um. Ég að minnsta kosti trúi því að þegar Guð birtist fólki þá var það fólk þegar mjög trúað og óskaði nærveru hans svo Hann var ekki að þvinga sér upp á það fólk.

Mofi, 18.3.2011 kl. 15:52

87 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Allt lífið mótar hvaða farveg í okkar lífi, hætturnar kenna okkur þá lexíua að lífið er dýrmætt og við getum misst það hvenær sem er og það getur verið hvati til að leita lífgjafans.

Þarna ertu kominn út í það að jarðskjálftar séu til þess að kenna okkur eitthvað, ekki að þetta sé hluti af því að gefa okkur eitthvað val.

Ég að minnsta kosti trúi því að þegar Guð birtist fólki þá var það fólk þegar mjög trúað og óskaði nærveru hans svo Hann var ekki að þvinga sér upp á það fólk.

Hvernig finnst þér það passa við sem dæmi, söguna af Páli? Páll er að ofsækja kristið fólk og Jesú birtist honum. Var Jesús ekki að þvinga sér upp á hann?

Og ég bara sé ekki "þvingun" í því að láta fólk bara vita af tilvist sinni. Er það virkilega verra heldur en að birtast fólki og láta það vita að það geti unnið miða til eilífrar sælu? 

Og hvernig er það, af hverju birtist Jesú ekki t.d. múslímum? Þeir trúa því alveg að guð sé til, en eru ekki kristnir og eru því ekki "frelsaðir", af hverju birtist guð þeim ekki? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.3.2011 kl. 16:31

88 Smámynd: Mofi

Hjalti
Þarna ertu kominn út í það að jarðskjálftar séu til þess að kenna okkur eitthvað, ekki að þetta sé hluti af því að gefa okkur eitthvað val

Ég sé það sem hluta af sömu jöfnu, val er byggt á reynslu og því sem við getum lært af í kringum okkur.

Hjalti
Hvernig finnst þér það passa við sem dæmi, söguna af Páli? Páll er að ofsækja kristið fólk og Jesú birtist honum. Var Jesús ekki að þvinga sér upp á hann?

Páll var samt að hans eigin mati mjög trúaður á Guð Biblíunnar en glímdi við alvarlegan misskilning á boðskapi hennar. Það er samt alveg möguleiki að Guð geti valið að þröngva sér upp á einhverja vel valda einstaklinga en Guð veit þá hvað Hann er að gera.

Hjalti
Og ég bara sé ekki "þvingun" í því að láta fólk bara vita af tilvist sinni. Er það virkilega verra heldur en að birtast fólki og láta það vita að það geti unnið miða til eilífrar sælu?

Það breytir töluverðu varðandi þeirra sannfæringu á hvort það er dómur eftir þetta líf eða ekki.

Hjalti
Og hvernig er það, af hverju birtist Jesú ekki t.d. múslímum? Þeir trúa því alveg að guð sé til, en eru ekki kristnir og eru því ekki "frelsaðir", af hverju birtist guð þeim ekki?

Að ég best veit eru fjölmörg dæmi um slíkt, sjá: Merkilegur vitnisburður múslima

Mofi, 18.3.2011 kl. 17:01

89 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég sé það sem hluta af sömu jöfnu, val er byggt á reynslu og því sem við getum lært af í kringum okkur.

Ég vara sé ekki hvernig það myndi eitthvað minnka eitthvað valið okkar. 

Það breytir töluverðu varðandi þeirra sannfæringu á hvort það er dómur eftir þetta líf eða ekki.

Já, allt í lagi. Þá veit það sannleikann. Er það þvingun? Er ekki bara verið að gera fólki valkostirnir ljósir?

Þetta er bara alveg ótrúlega undarlegt: Guð gefur fólki tvo valkosti, að "frelsast"/trúa á hann/eða eitthvað álíka, og enda í himnaríki annars vegar. Hins vegar að gera það ekki og þá verða eytt.

Ég skil ekki hvernig það er þvingun að láta fólk vita af því að þetta séu kostirnir.

Og ég sé ekki hvers vegna hann myndi ekki láta fólk vita af sér og þessum valkostum ef hann vildi í raun og veru að sem flestir myndu trúa. 

Að ég best veit eru fjölmörg dæmi um slíkt, sjá: Merkilegur vitnisburður múslima

Einmitt það já.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.3.2011 kl. 09:34

90 Smámynd: Mofi

Hjalti
Ég vara sé ekki hvernig það myndi eitthvað minnka eitthvað valið okkar

Ég átti við áhrif á val okkar, aukin þekking og reynsla hefur áhrif á hvernig maður velur.

Hjalti
Ég skil ekki hvernig það er þvingun að láta fólk vita af því að þetta séu kostirnir.

Í dag þá geta menn ákveðið að hegða sér eins og þeir vilja og reynt að telja sér trú um að það verði enginn dómur, svona eins og þú gerir. Ertu að segja mér að ef að Guð myndi birtast hérna á jörðinni svo að það væri ekkert rúm fyrir neinn efa að það myndi ekki hafa nein áhrif á þína hegðun?

Hjalti
Einmitt það já

Svona bregstu líklegast alltaf við vitnisburði fólks ef það passar ekki við þína trú. Í einu orði þá viltu halda fram að Guð birtist ekki neinum og þegar þér er bent á fólk sem segir Guð hafa birst sér að þá flautar þú það í burtu.

Mofi, 19.3.2011 kl. 19:16

91 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ertu að segja mér að ef að Guð myndi birtast hérna á jörðinni svo að það væri ekkert rúm fyrir neinn efa að það myndi ekki hafa nein áhrif á þína hegðun?

Ég myndi a.m.k. hætta að rífast við þig á netinu og berjast fyrir því að þessi Guð yrði dreginn fyrir Alþjóðadómstól fyrir glæpi gegn mannkyni. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.3.2011 kl. 13:59

92 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég átti við áhrif á val okkar, aukin þekking og reynsla hefur áhrif á hvernig maður velur.

Og hvernig hjálpa svona hræðilegar náttúruhamfarir til?

Í dag þá geta menn ákveðið að hegða sér eins og þeir vilja og reynt að telja sér trú um að það verði enginn dómur, svona eins og þú gerir. Ertu að segja mér að ef að Guð myndi birtast hérna á jörðinni svo að það væri ekkert rúm fyrir neinn efa að það myndi ekki hafa nein áhrif á þína hegðun?

Ef guðinn þinn myndi birtast og sanna að hann væri til, þá myndi ég að minnsta kosti skipta um skoðun hvað varðar tilvist hans. Hvort að ég myndi breyta hegðun minni eitthvað færi líklega eftir því hvernig hann væri.

En hvar væri þvingunin í þessu? Þó svo að þetta myndi á einhvern hátt breyta hegðun minni, hvað með það? Hvernig væri það þvingun?

Svona bregstu líklegast alltaf við vitnisburði fólks ef það passar ekki við þína trú. Í einu orði þá viltu halda fram að Guð birtist ekki neinum og þegar þér er bent á fólk sem segir Guð hafa birst sér að þá flautar þú það í burtu.

Nei, veistu hvað, það getur vel verið að einhver múslími hafi orðið fyrir trúarlegri reynslu í fangelsi og talið sig "sjá Jesú". En sannleikurinn er sá að  meira en 99% múslíma hafa aldrei verið "heimsóttir af Jesú".

Og var guð ekki að beita þessum múslíma "þvingun" þegar hann birtist honum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.3.2011 kl. 14:39

93 Smámynd: Mofi

Tinna, af því að þú sérð þetta líf sem allt sem er á meðan frá sjónarhóli Guðs er þetta líf örstutt þjáning, veröld sem ætti að vera til í eins stuttan tíma og hægt er svo hægt er að búa til nýja jörð.

Hjalti
Og hvernig hjálpa svona hræðilegar náttúruhamfarir til?

Finnst þér þú ekki vera einhverjar lexíur í því að verða vitni að svona atburðum? Verður þér að ekki hugsað til þíns eigin dauðleika og hve lífið getur verið tekið frá manni hvenær sem er?

Hjalti
Ef guðinn þinn myndi birtast og sanna að hann væri til, þá myndi ég að minnsta kosti skipta um skoðun hvað varðar tilvist hans. Hvort að ég myndi breyta hegðun minni eitthvað færi líklega eftir því hvernig hann væri

Akkúrat, þú myndir líklegast fara að reyna að hegða þér eins og Hann segir þér að hegða þér.

Hjalti
En hvar væri þvingunin í þessu? Þó svo að þetta myndi á einhvern hátt breyta hegðun minni, hvað með það? Hvernig væri það þvingun?

Ef að það væri þér mjög raunverulegt að Guð eða Jehóva væri með þér frá morgni til kvölds, hefði það ekki áhrif á hegðun þína? 

Hjalti
Nei, veistu hvað, það getur vel verið að einhver múslími hafi orðið fyrir trúarlegri reynslu í fangelsi og talið sig "sjá Jesú". En sannleikurinn er sá að  meira en 99% múslíma hafa aldrei verið "heimsóttir af Jesú".

Það er talið að það eru í kringum 1,2 miljarðar múslima í heiminum svo ef 1% af þeim hafa fengið svona heimsókn þá væri það gífurlegur fjöldi. Ég held að fjöldinn er ekki svo mikill, aðeins að það eru mörg dæmi og það er nóg fyrir mig.

Hjalti
Og var guð ekki að beita þessum múslíma "þvingun" þegar hann birtist honum?

Ég held einmitt að ein af aðal ástæðunum fyrir því að Guð birtist honum er að hann leitaði eftir því af öllu hjarta og þess vegna var Guð að gera eins og hann bað um og þar af leiðandi ekki að þvinga hann. Nú getur þú auðvitað spurt, af hverju birtist Guð ekki öllum þeim sem leita Hans svona og ég veit ekki. Held samt að þetta "af öllu hjarta" er tiltulega sjaldgæft.

Mofi, 21.3.2011 kl. 10:44

94 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Finnst þér þú ekki vera einhverjar lexíur í því að verða vitni að svona atburðum? Verður þér að ekki hugsað til þíns eigin dauðleika og hve lífið getur verið tekið frá manni hvenær sem er?

Ah...ok. Þannig að guð leyfði þessu að gerast svo að fólk myndi læra að lífið sér hverfult. Skilið.

Akkúrat, þú myndir líklegast fara að reyna að hegða þér eins og Hann segir þér að hegða þér.

Hugsanlega. Og hvar er þvingunin?

Ef að það væri þér mjög raunverulegt að Guð eða Jehóva væri með þér frá morgni til kvölds, hefði það ekki áhrif á hegðun þína? 

Hugsanlega, en ég sé ekki hvar þvingunin er.

Ef ég frétti það á morgun að maður myndi ekki eldast ef maður drykki 1 líter af appelsínu-Svala á dag, þá myndi það vafalaust hafa áhrif á hegðun mína. En enginn væri að þvinga mig til að drekka Svala.

En með múslímana, ég sé enn ekki af hverju guð myndi ekki vilja tilkynna múslímum að það sé nauðsynlegt að trúa á Jesú. Nú virðist þú segja að hann geri það bara við múslíma sem leita guðs "af öllu hjarta".  Af hverju vill hann ekki bara taka af skarið fyrst hann vill að sem flestir frelsist?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.3.2011 kl. 13:38

95 Smámynd: Mofi

Hjalti
Hugsanlega. Og hvar er þvingunin?

Ef þú brýtur Hans lög þá ertu að hafna Honum og þá fer Hann og skilur þig eftir til að deyja þar sem Hann er lífgjafinn og virðir þitt val um að fá að vera í friði.

Hjalti
En með múslímana, ég sé enn ekki af hverju guð myndi ekki vilja tilkynna múslímum að það sé nauðsynlegt að trúa á Jesú. Nú virðist þú segja að hann geri það bara við múslíma sem leita guðs "af öllu hjarta".  Af hverju vill hann ekki bara taka af skarið fyrst hann vill að sem flestir frelsist?

Ég trúi því að það sem Guð gerir er best þegar kemur að því að sem flestir frelsist en ég á mjög erfitt með að geta metið hvaða aðferð er best til að ná fram þeim tilgangi. Tilgangurinn er síðan ekki bara að einhver trúi heldur að hann iðrist og velji hið góða af sínum eigin frjálsa vilja.

Mofi, 21.3.2011 kl. 14:18

96 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef þú brýtur Hans lög þá ertu að hafna Honum og þá fer Hann og skilur þig eftir til að deyja þar sem Hann er lífgjafinn og virðir þitt val um að fá að vera í friði.

Og er það þvingunin?

Er guð að þvinga þig til að hlýða honum? Voru Adam og Eva þvinguð til að hlýða honum?

Ég trúi því að það sem Guð gerir er best þegar kemur að því að sem flestir frelsist en ég á mjög erfitt með að geta metið hvaða aðferð er best til að ná fram þeim tilgangi. Tilgangurinn er síðan ekki bara að einhver trúi heldur að hann iðrist og velji hið góða af sínum eigin frjálsa vilja.

Og er fólk svipt frjálsum vilja ef guð bara birtist þeim og segir þeim frá staðreyndum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.3.2011 kl. 15:25

97 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, það væri kannski hægt að líkja guði við mann sem stendur á götuhorni og biður fólk um að gefa honum veskið sitt. Ef fólkið gerir það þá býður hann þeim í veislu. Ef fólkið gefur honum ekki veskið, þá myrðir hann þau.

Maðurinn vill að sem flestir komi í veisluna, en hann vill ekki láta fólkið vita af því að hann ætli að drepa það ef það gefur honum ekki veskið, af því að þá væri hann að þvinga fólkið í að koma í veisluna og það væri bara rangt!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.3.2011 kl. 15:33

98 Smámynd: Mofi

Hjalti
Er guð að þvinga þig til að hlýða honum? Voru Adam og Eva þvinguð til að hlýða honum?

Nei, ég hef löngun til að hlýða. Ef ég hefði ekki löngun þá gæti ég örugglega afsakað mig í einhverjum sjálf framleiddum efa.

Hjalti
Og er fólk svipt frjálsum vilja ef guð bara birtist þeim og segir þeim frá staðreyndum?

Ég held það.

Mofi, 21.3.2011 kl. 15:45

99 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei, ég hef löngun til að hlýða. Ef ég hefði ekki löngun þá gæti ég örugglega afsakað mig í einhverjum sjálf framleiddum efa.

Mofi, ég á bara erfitt með að sjá hvernig þeir sem guð myndi birtast væru í öðruvísi stöðu en þú ert í núna. Þú trúir því að fólk sem trúir ekki á Jesú muni ekki komast til himnaríkis, heldur muni guð bara drepa það. Á meðan þú trúir þessu, ertu þá ekki þvingaður til að gera það sem guð vill? Amk sé ég ekki hvernig það á ekki við ef að fólk er "þvingað" ef guð birtist þeim og segir þeim frá staðreyndum heimsins.

Ég held það.

Hvernig í ósköpunum er fólk svipt frjálsum vilja ef það fær að vita staðreyndir?

Ég sé alveg að það myndi hafa áhrif á ákvörðun fólks ef það vissi staðreyndirnar, en ég sé ekki hvernig það myndi taka frá fólki frjálsan vilja.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.3.2011 kl. 15:53

100 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, ég á bara erfitt með að sjá hvernig þeir sem guð myndi birtast væru í öðruvísi stöðu en þú ert í núna.

Ef það trúir ekki þá er það í annari stöðu en ég er í núna.

Hjalti
Hvernig í ósköpunum er fólk svipt frjálsum vilja ef það fær að vita staðreyndir?

Ekki lengur hægt að afsaka sig og sínar langanir í einhverjum efasemdum.

Mofi, 21.3.2011 kl. 16:20

101 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mofi; Ef Guð birtist þér snöggvast og segði þér í trúnaði að í raun væru það múslimarnir sem hefðu rétt fyrir sér, hvað myndirðu gera?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.3.2011 kl. 16:26

102 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef það trúir ekki þá er það í annari stöðu en ég er í núna.

Mofi, það sem ég á við að er að eftir að guð myndi birtast þeim, þá myndi það, alveg eins og þú, halda að það komist bara til himnaríkis ef það trúir á guð og hlýði honum.

Ekki lengur hægt að afsaka sig og sínar langanir í einhverjum efasemdum.

Og hvernig tengist þetta frjálsum vilja?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.3.2011 kl. 16:26

103 Smámynd: Mofi

Tinna
Mofi; Ef Guð birtist þér snöggvast og segði þér í trúnaði að í raun væru það múslimarnir sem hefðu rétt fyrir sér, hvað myndirðu gera?

Ég myndi vilja fá rök :)   bara ef ske kynni að ég væri að sjá ofsjónir.

Hjalti
Mofi, það sem ég á við að er að eftir að guð myndi birtast þeim, þá myndi það, alveg eins og þú, halda að það komist bara til himnaríkis ef það trúir á guð og hlýði honum

Þá er það "neytt" til að trúa þegar það kannski hafði enginn áhuga á því.

Hjalti
Og hvernig tengist þetta frjálsum vilja?

Ef þú getur afsakað þig í einhverjum efa þá getur þú haldið áfram að gera eins og þú vilt gera en ekki láta einn eða neinn segja þér fyrir verkum.

Mofi, 21.3.2011 kl. 16:59

104 Smámynd: Mofi

Tinna, ég myndi vilja fá einhver rök ef ske kynni að ég væri að sjá ofsjónir.

Hjalti, en það kannski langaði ekki til að trúa og í einhverjum tilvikum langaði það ekki til að trúa því að það hentaði ekki þeirra lífsstíl.

Og hvernig tengist þetta frjálsum vilja?

Um leið og þú getur ekki afsakað þig þá neyðist þú til að gera það sem þig langaði ekki til að gera.

Mofi, 21.3.2011 kl. 17:04

105 Smámynd: Mofi

Afsakaðu að þetta kom tvisvar... browserinn lét þetta líta svo út að svarið mitt hefði ekki vistast.

Mofi, 21.3.2011 kl. 17:05

106 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég myndi vilja fá rök :)   bara ef ske kynni að ég væri að sjá ofsjónir.

Nei, nei. Guð birtist þér, svo það er ekkert rúm fyrir efa. Hann segir þér að þessi Jesú hafi bara verið einhver rugludallur og að Múhameð hafi í raun verið hinn eini rétti spámaður og að Kóraninn, ekki Biblían, sé Orð Guðs. Hvernig breytist hegðun þín við þetta?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 21.3.2011 kl. 17:30

107 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjalti skrifaði: "ég gæti alveg t.d. ímyndað mér mjög stöðuga og mjög hægfara hreyfingu flekanna (nema þú viljir skilgreina alla hreyfingu sem jarðskjálfta)."

Viltu ekki bera þessa uppástungu þína undir jarðskjálfta- og jarðfræðinga eins og Harald Sigurðsson og Ragnar skjálfta?

Þú ert mikið fyrir fantasíur, Hjalti. Ættir að skrifa skáldsögur.

"Ég er viss um að guðinn þinn gæti fundið einhverja leið fram hjá því," skrifar Hjalti aftur. Hann vill að Guð geri endalaus kraftaverk, upphefji jafnan verkanir náttúrulögmálanna, án þess að nokkur maður botni neitt í einu. Hjalti yrði líka að kúpla fjölda annarra náttúrulögmála úr sambandi, t.d. að stoppa öll ljón í miðjum klíðum frá því að éta Indverja eða skriður í miðjum hlíðum að falla yfir þorp, ef hann (Hjaltinn) á að geta sætt sig við tilvist þess Guðs sem er drottinn heimsins.

En er Guð kristinna manna þess eðlis að vilja þessa massífu undantekninga-óreiðu? Nei. Myndu vísindin græða á henni? Nei. Þau græða meira á slysunum! Þar á ég við þekkinguna, sem smám saman hleðst upp við það að fylgjast með náttúrulögmálunum að verki, af því að Guð lætur ekki undan þessari þrábeiðni Hjalta að kippa vélgengi tilverunnar úr sambandi.

Drepa jarðskjálftar marga? Nei sárafáa hlutfallslega af mannkyni. Kannski 20.000 manns í þetta sinn í Japan, þ.e. 1/300.000 af jarðarbúum.

Jón Valur Jensson, 22.3.2011 kl. 02:03

108 Smámynd: Jón Valur Jensson

... án þess að nokkur maður botni neitt í neinu.

Jón Valur Jensson, 22.3.2011 kl. 02:05

109 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Viltu ekki bera þessa uppástungu þína undir jarðskjálfta- og jarðfræðinga eins og Harald Sigurðsson og Ragnar skjálfta?

Og er þetta eina svarði þitt við þessari uppástungu?

"Ég er viss um að guðinn þinn gæti fundið einhverja leið fram hjá því," skrifar Hjalti aftur. Hann vill að Guð geri endalaus kraftaverk, upphefji jafnan verkanir náttúrulögmálanna, án þess að nokkur maður botni neitt í einu.

Jón Valur, þarna var ég ekki að tala um "endalaus kraftaverk", heldur var ég að benda á að guðinn þinn ætti að gera búið til jörð sem væri ekki svo gölluð að það væru reglulega mjög mannskæðar náttúruhamfarir eins og þessar

Hjalti yrði líka að kúpla fjölda annarra náttúrulögmála úr sambandi, t.d. að stoppa öll ljón í miðjum klíðum frá því að éta Indverja....

Eða þá bara að sleppa því að skapa dýr sem ráðast á menn (eða önnur dýr).

....af því að Guð lætur ekki undan þessari þrábeiðni Hjalta að kippa vélgengi tilverunnar úr sambandi.  

Gerir hann það ekki? Þannig að guðinn þinn framkvæmir engin kraftaverk? Ertu deisti?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2011 kl. 09:15

110 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þá er það "neytt" til að trúa þegar það kannski hafði enginn áhuga á því.

Mofi, er þá þessi þvingun sem þú ert að tala um þvingun til þess að sjá staðreyndir? Svona eins og ég er að "neyða" fólk til að trúa því að ég sé til þegar það hittir mig? Svakaleg þvingun.

Og hvernig er það með t.d. djöfulinn, veit hann að guð sé til? Er hann þá ekki "þvingaður" til að hlýða guði?

Ef þú getur afsakað þig í einhverjum efa þá getur þú haldið áfram að gera eins og þú vilt gera en ekki láta einn eða neinn segja þér fyrir verkum.

Og hvernig sviptir þetta fólki frjálsum vilja? Mér finnst alveg ótrúlegt að þú teljir að fólk myndi ekki hafa frjálsan vilja bara ef guð myndi birtast þeim og segja þeim frá ákveðnum staðreyndum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2011 kl. 09:20

111 Smámynd: Mofi

Góður punktur Tinna :)    þetta sem þú segir sýnir mér að minnsta kosti að svona heimsókn væri ekki nóg. Ef maður þarf að vega á milli þeirrar þekkingar sem maður hefur á móti einni svona reynslu og hún er í ósamræmi við það sem maður veit þá er hætt við því að hún vegi ekki nóg og maður myndi afskrifa hana sem ofsjónir.

Mofi, 22.3.2011 kl. 09:56

112 Smámynd: Mofi

Hjalti, að fólk trúi að þú ert til ætti ekki að hafa nein þvingandi áhrif á það... vona ég :)

Góð spurning með djöfulinn og í rauninni er Biblían full af slíkum dæmum, þ.e.a.s. fólk sem veit hvað Guð vill en velur að gera uppreisn á móti Honum. Eða bara þegar Jesús gékk hér á meðal okkar, þá höfnuðu menn því sem hefði átt að vera þeim augljóst. Bara forvitnis sakir, heldur þú að þú hefðir trúað ef þú hefðir séð þá atburði sem Biblían lýsir?

En að þínum mótrökum, þá þarf ég að hugsa enn meira um þetta. Endilega kíktu á þetta: C.S. Lewis og frjáls vilji og illskan

Mofi, 22.3.2011 kl. 10:07

113 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, að fólk trúi að þú ert til ætti ekki að hafa nein þvingandi áhrif á það... vona ég :)

Er ég þá ekki að "neyða" fólkið til að trúa á tilvist mína?

Góð spurning með djöfulinn og í rauninni er Biblían full af slíkum dæmum, þ.e.a.s. fólk sem veit hvað Guð vill en velur að gera uppreisn á móti Honum. Eða bara þegar Jesús gékk hér á meðal okkar, þá höfnuðu menn því sem hefði átt að vera þeim augljóst.

Og hvernig passar þetta allt við hugmynd þína um að fólk sem að veit að guð sé til hafi ekki frjálsan vilja?

Og ég verð að segja að ég skil enn ekki hvers vegna þú heldur að guðinn þinn vilji í raun og veru að sem flestir trúa á hann. Heldurðu ekki að almáttugur og alvitur guð gæti staðið sig aðeins betur?

Bara forvitnis sakir, heldur þú að þú hefðir trúað ef þú hefðir séð þá atburði sem Biblían lýsir?

Ég veit það ekki. Fer líklega eftir því hvaða atburð þú ert að tala um.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2011 kl. 11:25

114 Smámynd: Mofi

Hjalti
Er ég þá ekki að "neyða" fólkið til að trúa á tilvist mína?

Þegar kemur að Guði þá hefur tilvist Hans aðeins meiri krefjandi áhrif, gerir aðeins meiri kröfur en þú.

Hjalti
Og hvernig passar þetta allt við hugmynd þína um að fólk sem að veit að guð sé til hafi ekki frjálsan vilja?

Það er ekki mín hugmynd, ég trúi á Guð en hef frjálsan vilja. Þetta var spurning um hvort að Guð væri að hafa áhrif á þá sem vilja ekki áhrif Guðs ef að Hann væri að birtast þeim sem vilja það ekki í raun og veru.

Hjalti
Ég veit það ekki. Fer líklega eftir því hvaða atburð þú ert að tala um

Nokkvurn veginn það sem stendur í guðspjöllunum.

Mofi, 22.3.2011 kl. 12:59

115 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þegar kemur að Guði þá hefur tilvist Hans aðeins meiri krefjandi áhrif, gerir aðeins meiri kröfur en þú.

Mofi, ég skil ekki hvað þú varst að tala um þegar þú segir að ef guð myndi birtast fólki þá: "Þá er [fólk] "neytt" til að trúa þegar það kannski hafði enginn áhuga á því." Af hverju vill guðinn þinn að það þurfi eitthvað trúarstökk til að trúa á tilvist hans?

Það er ekki mín hugmynd, ég trúi á Guð en hef frjálsan vilja. Þetta var spurning um hvort að Guð væri að hafa áhrif á þá sem vilja ekki áhrif Guðs ef að Hann væri að birtast þeim sem vilja það ekki í raun og veru.

Sem vilja ekki hvað í raun og veru?

Og eru rökin þín núna þau að guð vill ekki birtast fólki af því að hann vill ekki hafa áhrif á fólk?

Nokkvurn veginn það sem stendur í guðspjöllunum.

Það væri vissulega áhrifamikið að sjá mann labba á vatni t.d. Eða sjá mann svífa um.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2011 kl. 16:13

116 Smámynd: Mofi

Hjalti
Af hverju vill guðinn þinn að það þurfi eitthvað trúarstökk til að trúa á tilvist hans?

Kannski til að aðeins þeir sem vilja leita Hans, finni Hann. Þannig er Guð ekki að troða sér upp á þá sem vilja ekkert með Hann að gera.

Hjalti
Sem vilja ekki hvað í raun og veru?

Vilja lifa sínu lífi án truflunar frá Guði.

Hjalti
Það væri vissulega áhrifamikið að sjá mann labba á vatni t.d. Eða sjá mann svífa um

Og hvaða afstöðu heldur þú að þú myndir taka við þá upplifun?

Mofi, 22.3.2011 kl. 17:09

117 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mofi: Þannig að þú myndir ekki gerast múslimi á staðnum? Þér þætti þú ekki þvingaður til þess?

Ef Guð Biblíunnar birtist mér, myndi ég líka afskrifa það sem skynvillu einhverskonar. Ef ekkert rúm væri fyrir efa (erfitt, já, en í þessu tilbúna dæmi er það hægt), myndi ég kjósa að rökræða við Guð, og ef Hann gæti ekki eða neitaði að útskýra gerðir sínar með fullnægjandi hætti, myndi ég ekki fylgja honum, rétt eins og ég myndi neita að fylgja hvaða öðrum harðstjóra eða einvaldi sem hegðaði sér svipað. Með öðrum orðum, þá neita ég að viðurkenna þennan Guð sem standard fyrir góðmennsku svo lengi sem meintar gjörðir Hans stangast svo gjörsamlega á við allt sem ég tel gott og réttlátt, og í mörgum tilfellum stangast það líka á við það sem Hann á að hafa fyrirskipað. Ég neita að viðurkenna slíkan hræsnara sem yfirvald.

Eins, ef ég sæi mann ganga á vatni, myndi ég álíta að einhver brögð væru í tafli. Sem trikk er ekkert meira impressive að ganga á vatni en að saga manneskju í tvennt. Ef ég hefði hins vegar alist upp í Galíleu fyrir svosem eins og tvöþúsund árum, hefði aldrei heyrt minnst á sviðstöframenn eða sjónhverfingar og hefði verið alin upp í þeirri trú að galdrar séu til í alvörunni... hver veit? Þá getur vel verið að ég hefði fallið á kné og tilbeðið einhvern palestínskan Baldur Brjánsson sem guð.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.3.2011 kl. 18:34

118 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Kannski til að aðeins þeir sem vilja leita Hans, finni Hann. Þannig er Guð ekki að troða sér upp á þá sem vilja ekkert með Hann að gera.

Mofi, veistu hvað ég get alveg látið fólk vita af tilvist minni, og síðan ræður fólkið alveg sjálft hvort það vilji eitthvað við mig hafa eða ekki. Ef guðinn þinn væri til, þá mætti hann gjarnan birtast mér og láta mig vita að hann væri til, ég myndi gjarnan vilja vita af tilvist hans.

Vilja lifa sínu lífi án truflunar frá Guði.

Já, það er örugglega mjög mikið af fólki sem myndi ekki vilja fá að vita það frá guði að hann væri til ef hann væri til. Einmitt.

Og hvaða afstöðu heldur þú að þú myndir taka við þá upplifun?

Ég veit ekki. Ég myndi ekki draga þá ályktun að einhver ósýnileg manneskja sem ég gæti talað við væri til.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.3.2011 kl. 20:52

119 Smámynd: Mofi

Tinna
Þannig að þú myndir ekki gerast múslimi á staðnum? Þér þætti þú ekki þvingaður til þess?

Það þyrti meira til, eins og hefur þegar komið fram.

Tinna
myndi ég kjósa að rökræða við Guð, og ef Hann gæti ekki eða neitaði að útskýra gerðir sínar með fullnægjandi hætti, myndi ég ekki fylgja honum, rétt eins og ég myndi neita að fylgja hvaða öðrum harðstjóra eða einvaldi sem hegðaði sér svipað

Hljómar vel :)    Ég hefði út frá þessu mjög gaman af því að heyra hvað þér finnst ekki útskýrt nógu vel.

Tinna
Eins, ef ég sæi mann ganga á vatni, myndi ég álíta að einhver brögð væru í tafli. Sem trikk er ekkert meira impressive að ganga á vatni en að saga manneskju í tvennt

Hvað þyrfti til?

Mofi, 23.3.2011 kl. 10:35

120 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, veistu hvað ég get alveg látið fólk vita af tilvist minni, og síðan ræður fólkið alveg sjálft hvort það vilji eitthvað við mig hafa eða ekki. Ef guðinn þinn væri til, þá mætti hann gjarnan birtast mér og láta mig vita að hann væri til, ég myndi gjarnan vilja vita af tilvist hans.

Þetta er dáldið eins og vilja að valdamesti maður heimsins ætti að koma í heimsókn til þín en ekki þú að biðja um að fá að koma í heimsókn til hans. Fyrir mitt leiti er Guð búinn að sýna þér meira en nóg til þess að þú biðjir um að fá að koma í heimsókn.

Hjalti
Ég veit ekki. Ég myndi ekki draga þá ályktun að einhver ósýnileg manneskja sem ég gæti talað við væri til.

Yrði að vera manneskja?

Mofi, 23.3.2011 kl. 10:37

121 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta er dáldið eins og vilja að valdamesti maður heimsins ætti að koma í heimsókn til þín en ekki þú að biðja um að fá að koma í heimsókn til hans. Fyrir mitt leiti er Guð búinn að sýna þér meira en nóg til þess að þú biðjir um að fá að koma í heimsókn.

Mofi, þetta er spurning um að guðinn þinn láti fólk vita að hann sé til. Ég er nokkuð viss um að nánast allar manneskjur heimsins vildu fá að vitneskju um það að hann væri til, ef hann er til. Hann væri ekki að neyða sér upp á fólk, hann væri ekki að þvinga sér upp á fólk og ég er nokkuð viss um að þetta myndi valda því að fleira fólk myndi trúa á hann. Það stendur ekki steinn yfir steini hjá þér.

Yrði að vera manneskja?

Guð er í grundvallaratriðum ósýnilegur kall.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2011 kl. 11:16

122 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mofi: Þyrfti meira til en að Guð sjálfur heimsækti þig svo ekkert rúm væri fyrir efa? Í þessu dæmi er enginn möguleiki á því að þetta sé sjónhverfing. Gerum þetta enn auðveldara; Guð segir þér að til þess að vera Honum þóknanlegur þurfirðu að fremja mannfórn einu sinni í mánuði. Þú átt eftir að segja að Guð myndi aldrei gera svoleiðis, en hafðu í huga að í þessum ímynduðu aðstæðum er Guð búinn að sannfæra þig um að hann sé Guð - hvað sem það var sem þú þurftir, er Guð búinn að sýna þér og sanna að Hann sé raunverulega Guð. Þú þarft ekki að biðja um frekari sannanir, ok? Þetta er Guð.

Finnst þér þú þvingaður til að fylgja boði Guðs, þó þau stangist á við þína eigin siðferðiskennd?

Ég geng út frá því í mínu dæmi að sá sem birtist mér sé þinn Guð, þ.e.a.s. að Biblían sé í grófum dráttum Orð Guðs. Ætli ég myndi ekki byrja á Boðorðunum 10 og hvernig þau fyrstu sýna að Guð er ekki auðmjúkur, sem Hann þó kennir að sé dyggð. Síðan myndi ég benda Honum á öll þau skipti sem Hann, ýmist út frá heimildum Biblíunnar eða sögunni, hefur brotið þær reglur sem hann sjálfur setti, t.d. um morð. 

Varðandi sjónhverfingarnar, ímynda ég mér að við gerum svipaðar kröfur. Nema auðvitað að þú tilbiðjir Penn & Teller líka. Spurningin er ekki hvað þarf til að sannfæra mig um að kraftaverkið sé raunverulegt. Spurningin er hvers vegna þú heldur að hlutir sem hljóma eins og ódýr töfrabrögð séu kraftaverk þrátt fyrir að vita að svona "töfrar" eru framkvæmdir af venjulegu fólki um allan heim án nokkurs konar yfirnáttúru. Hvers vegna trúirðu því frekar að Jesú hafi breytt vatni í vín en að gestapredikari í Krossinum geti látið rigna gullryki og demöntum? Ef eitthvað er, ættirðu frekar að trúa predikaranum, þar sem þú getur jú séð hann, snert hann, og séð gullrykið á eigin fingurgómum.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.3.2011 kl. 14:14

123 Smámynd: Mofi

Hjalti, ég er á því að við höfum nóg í höndunum til að vita að Guð er til, nógu mikið til þess að leita Hans. Mér finnst greinilegt af þessum rökræðum að ein heimsókn væri ekki nóg til að sannfæra þá sem vildu ekki sannfærast. Þá væri eftir heimsókn sem hreinlega neyddi viðkomandi til að trúa, viðkomandi gæti ekki afskrifað þetta sem ofskynun og þá hlýtur vera um að ræða þvingun.

Guð er andi, ekki búinn til úr efni og er ekki kynvera.

Mofi, 23.3.2011 kl. 15:37

124 Smámynd: Mofi

Tinna
Finnst þér þú þvingaður til að fylgja boði Guðs, þó þau stangist á við þína eigin siðferðiskennd?

Já...

Tinna
Ég geng út frá því í mínu dæmi að sá sem birtist mér sé þinn Guð, þ.e.a.s. að Biblían sé í grófum dráttum Orð Guðs. Ætli ég myndi ekki byrja á Boðorðunum 10 og hvernig þau fyrstu sýna að Guð er ekki auðmjúkur, sem Hann þó kennir að sé dyggð. Síðan myndi ég benda Honum á öll þau skipti sem Hann, ýmist út frá heimildum Biblíunnar eða sögunni, hefur brotið þær reglur sem hann sjálfur setti, t.d. um morð.

Af hverju ætti Guð að vera auðmjúkur? Ég sé ekki Guð auðmjúkann í Biblíunni þó það er dyggð fyrir okkur af því að við erum ekki ofar en Guð og ekki ofar eða meira virði en annað fólk.

Frá sjónarhóli Guðs þá myrðir Guð aldrei neinn. Fólk sofnar tímabundið og síðan reisir Guð það upp frá þeim svefni til dóms sem annað hvort leiðir til eilífs lífs eða eilífs dauða. Að síðan dæma sekann einstakling sekann og útiloka hann frá því að lifa að eilífu tel ég vera það sem Guð á að gera, annað væri ekki kærleiksleiksríkt.

Tinna
Hvers vegna trúirðu því frekar að Jesú hafi breytt vatni í vín en að gestapredikari í Krossinum geti látið rigna gullryki og demöntum? Ef eitthvað er, ættirðu frekar að trúa predikaranum, þar sem þú getur jú séð hann, snert hann, og séð gullrykið á eigin fingurgómum.

Veistu um einhvern sem gerir svona brögð og heldur því fram að það er yfirnáttúra?  Þetta er líka spurning um trúverðugleika og hvort ég geti hlustað á Jesú og ályktað að Hann er lygari.

Mofi, 23.3.2011 kl. 15:49

125 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, ég er á því að við höfum nóg í höndunum til að vita að Guð er til, nógu mikið til þess að leita Hans. Mér finnst greinilegt af þessum rökræðum að ein heimsókn væri ekki nóg til að sannfæra þá sem vildu ekki sannfærast. Þá væri eftir heimsókn sem hreinlega neyddi viðkomandi til að trúa, viðkomandi gæti ekki afskrifað þetta sem ofskynun og þá hlýtur vera um að ræða þvingun.

Þá sem vilja ekki sannfærast? Hvað áttu við með þessu? Eins og ég hef fullyrt hérna áður, og geri aftur, þá vill örugglega yfirgnæfandi meirihluti mannkyns fá að vita af því frá guði að hann sé til, ef hann er til.

Það er svo ótrúlega undarlegt að kalla þetta "þvingun".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2011 kl. 16:51

126 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mofi: Þú myndir sumsé myrða manneskju ef þú teldir að Guð hefði skipað þér það?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.3.2011 kl. 17:27

127 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Veistu um einhvern sem gerir svona brögð og heldur því fram að það er yfirnáttúra? 

Fyrrnefndur predikari, hvers nafn ég man ekki, til dæmis. Þú getur líka skoðað þennan lista: http://en.wikipedia.org/wiki/Miracle#Individuals Mér þætti gaman að vita hvers vegna þér þykja 2000 ára gamlar sögur um kraftaverk trúverðugra en frásagnir lifandi vitna af "kraftaverkum" Sai Baba eða Audrey Santo.

Svo geturðu rennt yfir þennan lista í leiðinni, hann er nokkuð áhugaverður: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_people_who_have_claimed_to_be_Jesus

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.3.2011 kl. 17:37

128 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Frá sjónarhóli Guðs þá myrðir Guð aldrei neinn. Fólk sofnar tímabundið og síðan reisir Guð það upp frá þeim svefni til dóms sem annað hvort leiðir til eilífs lífs eða eilífs dauða. Að síðan dæma sekann einstakling sekann og útiloka hann frá því að lifa að eilífu tel ég vera það sem Guð á að gera, annað væri ekki kærleiksleiksríkt.

Mér finnst þetta merkileg efnisgrein. Guð myrðir aldrei neinn? Hvað með öll morðin í Gamla testamentinu? Eða viltu bara kalla þetta "dráp"?

Svo væri annað alveg kærleiksríkt, t.d. hef ég minnst á að ég væri alveg til í að fá "holodeck" (eins og í Star Trek) með sögu heimsins í minninu sem líf eftir dauðann. Væri miklu kærleiksríkara að drepa mig bara?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.3.2011 kl. 17:40

129 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það má síðan minnast á óréttlæti refsingarinnar. Einn versti glæpur sem hægt er að hugsa sér er misnotkun á börnum. Segjum að einhver misnoti hundruð barna, alla sína ævi, frá unglingsárum fram til dauðadags. Þessi glæpamaður hefur þá eyðilagt æsku og jafnvel líf hundruða barna. En refsingin er samt of hörð - hvað þá ef glæpurinn er minni. Er réttlátt að fangelsa mann ævilangt fyrir að stela fimmtíukalli? Er réttlátt að svipta mann eilífðinni fyrir glæp sem tók ekki nema örskotsstund og var, samkvæmt þér, ekki það merkilegur, því lífið hér á jörðinni er jú ekki "aðalmálið". Hvaða máli skiptir þá hvort einhver lifir í fjögur ár eða hundrað og fjögur?

Ef "eftirlífið" er svona miklu betra er morð ekki glæpur heldur góðverk.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.3.2011 kl. 18:57

130 Smámynd: Mofi

Hjalti
Þá sem vilja ekki sannfærast? Hvað áttu við með þessu? Eins og ég hef fullyrt hérna áður, og geri aftur, þá vill örugglega yfirgnæfandi meirihluti mannkyns fá að vita af því frá guði að hann sé til, ef hann er til.

Og ég tel að allir hafa nóg í höndunum til að láta sannfærast ef þeir hafa áhuga á því.

Tinna
Mofi: Þú myndir sumsé myrða manneskju ef þú teldir að Guð hefði skipað þér það?

Mjög erfitt að vita svör við slíkum spurningum fyrr en á hólminn væri komið.

Tinna
Fyrrnefndur predikari, hvers nafn ég man ekki, til dæmis. Þú getur líka skoðað þennan lista: http://en.wikipedia.org/wiki/Miracle#Individuals

Ég trúi alveg að það hafa gerst kraftaverk víðsvegar um heiminn. Ef að einhver gerir kraftaverk og segist geta gert kraftaverk í eigin mætti þá sannarlega er það mjög sannfærandi fyrir því sem hann er að segja.  Ef hann samt talar á móti Biblíunni þá þarf ég að minnsta kosti að vega og meta hvort að þetta er meira sannfærandi en Biblían.

Tinna
Svo geturðu rennt yfir þennan lista í leiðinni, hann er nokkuð áhugaverður: http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_people_who_have_claimed_to_be_Jesus

Já, þetta er magnað. Jesú varaði við þessu og enginn á þessum lista hefur gert neitt sem mér hefur þótt sannfærandi.

Mofi, 24.3.2011 kl. 13:27

131 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mér finnst þetta merkileg efnisgrein. Guð myrðir aldrei neinn? Hvað með öll morðin í Gamla testamentinu? Eða viltu bara kalla þetta "dráp"?

Eins og ég sagði, frá sjónarhóli Guðs þá sofnar fólk tímabundið og síðan vaknar það aftur.

Hjalti
Svo væri annað alveg kærleiksríkt, t.d. hef ég minnst á að ég væri alveg til í að fá "holodeck" (eins og í Star Trek) með sögu heimsins í minninu sem líf eftir dauðann. Væri miklu kærleiksríkara að drepa mig bara?

Það má alveg segja að Guð gæti búið til heim með synd og eymd og leyft fólki sem vill þannig að lifa þar að eilífu. Guð virðist ekki hafa áhuga á því og ég skil alveg af hverju Hann vill ekki gera það þar sem að Hann yrði að vera þáttakandi í slíku.

Tinna
Er réttlátt að fangelsa mann ævilangt fyrir að stela fimmtíukalli? Er réttlátt að svipta mann eilífðinni fyrir glæp sem tók ekki nema örskotsstund og var, samkvæmt þér, ekki það merkilegur, því lífið hér á jörðinni er jú ekki "aðalmálið". Hvaða máli skiptir þá hvort einhver lifir í fjögur ár eða hundrað og fjögur?

Mér finnst miklu eðlilegra að sjá eilíft líf sem mjög dýrmæta gjöf og þeir sem myndu misnota þá gjöf og valda öðrum þjáningum og óhamingju eiga ekki skilið þessa gjöf. Jafnvel þessi stutti tími sem við höfum hérna er dýrmæt gjöf sem við eigum ekki rétt á, að mínu mati.

Tinna
Ef "eftirlífið" er svona miklu betra er morð ekki glæpur heldur góðverk.

Ef að Guð lætur einhvern deyja þá getur Hann verið að tryggja eilíft líf en við mennirnir gætum verið að kosta einhvern eilíft líf og jafnvel aðra sem viðkomandi gæti leitt til Guðs ef hann fengi að lifa lengur.

Mofi, 24.3.2011 kl. 13:34

132 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og ég tel að allir hafa nóg í höndunum til að láta sannfærast ef þeir hafa áhuga á því.

En Mofi, þú svaraðir ekki spurningunni, hvað áttu við þegar þú talar um að það sé fólk sem "vill ekki látast sannfærast"? Heldurðu virkilega að yfirgnæfandi meirihluti mannkynsins vilji ekki vita sannleikann? Heldurðu virkilega að trúleysingjar, múslímar, búddistar og allt fólk sem er ekki "sannkristið" vilji bara ekki vita sannleikann?

Það má alveg segja að Guð gæti búið til heim með synd og eymd og leyft fólki sem vill þannig að lifa þar að eilífu. Guð virðist ekki hafa áhuga á því og ég skil alveg af hverju Hann vill ekki gera það þar sem að Hann yrði að vera þáttakandi í slíku.

Ha? Yrði guð að vera þátttakandi í "holodeck"-inu míinu? Hann hefur bara ekki áhuga á því?

Nú sést virkilega að þú ert bara að búa til léleg svör.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.3.2011 kl. 15:54

133 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ég held að Mofi viti alveg að það eru Haredi Gyðingar sem hafa höndlað sannleikann. Hann bara vill ekki þurfa að fylgja reglum Guðs.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 27.3.2011 kl. 13:18

134 Smámynd: Mofi

Hjalti
En Mofi, þú svaraðir ekki spurningunni, hvað áttu við þegar þú talar um að það sé fólk sem "vill ekki látast sannfærast"? Heldurðu virkilega að yfirgnæfandi meirihluti mannkynsins vilji ekki vita sannleikann?

Megnið af mannkyninu telur sig vita hvort Guð er til svo...

Ef að spurningin er af hverju er yfirgnæfandi ekki sammála um lífið og tilveruna þá hlýtur það að vera spurning sem ég og þú stöndum frammi fyrir.

Hjalti
Ha? Yrði guð að vera þátttakandi í "holodeck"-inu míinu? Hann hefur bara ekki áhuga á því?

Nú sést virkilega að þú ert bara að búa til léleg svör.

Guð yrði að hanna þetta og viðhalda þessu. Að því leitinu til þá yrði Hann þáttakandi. Ég er hérna bara að glíma við spurningu sem ég hef aðeins séð frá þér svo ég hef aðeins mitt ímyndunarafl til að aðstoða mig í að reyna að svara :/

Tinna
Ég held að Mofi viti alveg að það eru Haredi Gyðingar sem hafa höndlað sannleikann. Hann bara vill ekki þurfa að fylgja reglum Guðs

Nei, ég gæti vel rökrætt það ýtarlega af hverju ég trúi að þeir eru að missa af mjög miklu þegar kemur að sannleikanum þó þeir hafa ágætan grunn til að byggja á.

Mofi, 28.3.2011 kl. 09:56

135 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef að spurningin er af hverju er yfirgnæfandi ekki sammála um lífið og tilveruna þá hlýtur það að vera spurning sem ég og þú stöndum frammi fyrir.

Nei Mofi, spurningin er hvað áttu við með að um sé að ræða "fólk sem ekki vill sannfærast"? Punkturinn minn er sá að yfirgnæfandi meirihluti mannkyns vill örugglega vita sannleikann. Og því væri guðinn þinn að veita því fólki ósk sína ef hann birtist þeim og sýndi þeim að hann væri til (og það þyrfti að trúa á Jesú til að komast til himnaríkis).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.3.2011 kl. 13:35

136 Smámynd: Mofi

Hjalti, það er þín forsenda en ég er ekki svo viss um að hún sé sönn. Síðan forvitnilegt að vita hve margir eru þegar sannfærðir um að þeir viti sannleikann og síðan forvitnilegt hve margir nenna ekkert að hugsa um þetta því að skemmtanir dagsins í dag eru miklu forvitnilegri að þeirra mati. Þetta er samt mjög áhugaverð pæling og ég sé ekki betur en hún er það líka fyrir þig.

Mofi, 28.3.2011 kl. 14:14

137 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ertu ekki svo viss um að flest fólk í heiminum vilji vita hvað sé satt?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.3.2011 kl. 18:44

138 Smámynd: Mofi

Kannastu við setningu "You can't handle the truth"? :)

Þegar kemur að því "hvað er satt" varðandi tilvist Guðs þá er mikill meirihluti mannkyns á því að Guð er til, fyrir mitt leiti er það satt. Svo, um hvað ertu að tala? Ertu að tala um magn sannleika?

Mofi, 29.3.2011 kl. 09:13

139 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þegar kemur að því "hvað er satt" varðandi tilvist Guðs þá er mikill meirihluti mannkyns á því að Guð er til

En það er pínuponsuoggulítill minnihluti sem trúir því að Guð sé eins og þú vilt halda fram að hann sé.

Nei, ég gæti vel rökrætt það ýtarlega af hverju ég trúi að þeir eru að missa af mjög miklu þegar kemur að sannleikanum þó þeir hafa ágætan grunn til að byggja á.

Þú hefur alveg nóg í höndunum til að sannfærast um sannleiksgildi Haredi-gyðingdóms, þú vilt bara halda áfram að syndga. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.3.2011 kl. 11:56

140 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Kannastu við setningu "You can't handle the truth"? :)

Jú, ég man eftir atriði í bíómynd þar sem þessi setning kom fram. Hverju viltu koma á framfæri með því að benda á hana?

Þegar kemur að því "hvað er satt" varðandi tilvist Guðs þá er mikill meirihluti mannkyns á því að Guð er til, fyrir mitt leiti er það satt. Svo, um hvað ertu að tala? Ertu að tala um magn sannleika?

Mofi, ég er að tala um það magn sannleika sem þarf til þess að geta frelsast, því það er víst það sem guðinn þinni vill, að frelsa sem flesta. Þú trúir því líklega að fólk sem að heldur ekki að Jesús sé guð komist ekki til himna, þá væri þetta eitt af því sem að guð gæti upplýst fólk um.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.3.2011 kl. 15:24

141 Smámynd: Mofi

Tinna
En það er pínuponsuoggulítill minnihluti sem trúir því að Guð sé eins og þú vilt halda fram að hann sé.

Og lítill minnihluti mannkyns sem eru sömu skoðunar og þú varðandi tilvist Guðs. Hvað getur maður gert?

Tinna
Þú hefur alveg nóg í höndunum til að sannfærast um sannleiksgildi
Haredi-gyðingdóms, þú vilt bara halda áfram að syndga.

:)

Í fyrsta lagi veit ég ekki um neinar ástæður til að halda að Haredi-gyðingdómurinn sé sannur og í öðru lagi veit ég ekki hvað syndir það er sem samkvæmt þeim ég er að drýgja. Þetta er ekki sambærilegt við...hvað það er sem þú ert að bera þetta saman við :)

Mofi, 30.3.2011 kl. 17:11

142 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Í dag þá geta menn ákveðið að hegða sér eins og þeir vilja og reynt að telja sér trú um að það verði enginn dómur, svona eins og þú gerir.
Í dag getur þú ákveðið að brjóta eins mörg af boðunum 613 og þú vilt, vegna þess að þú neitar að trúa því að Haredi-gyðingar hafi rétt fyrir sér. Ég held að þú viljir bara halda áfram að syndga. Þú skrifar t.d. Guð en ekki G-ð, ég hef ekki séð þig bera tzitzit eða tefillin, og alveg er ég viss um að þú hefur einhverntímann blikkað, faðmað eða kysst kvenkyns ættingja.

Finnst þér þetta ekki sambærilegt? Þú vilt meina að við afneitum Guði til þess að geta "hegðað okkur eins og við viljum", get ég þá ekki eins haldið því fram að þú afneitir vilja G-ðs Haredi-gyðinga til að þurfa ekki að fylgja þeirra reglum?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.3.2011 kl. 17:46

143 Smámynd: Mofi

Hjalti, mér finnst eins og þetta er komið í hringavitleysu. Finnst þér að Guð ætti að birtast öllum og útskýra allt fyrir þeim svo að þeir myndu trúa rétt?  Við höfum farið í gegnum það að ein heimsókn sem færi á móti því sem maður vill eða þegar telur að sé rétt væri í mörgum tilfellum ekki nóg svo allir hérna eru nokkuð sammála um að meira þarf til. Ég trúi því að Guð er alveg sáttur við þá opinberun sem Hann hefur gefið og tilgangurinn er ekki að allir trúi eins heldur iðrist og setji traust sitt og von á Guð.

Mofi, 31.3.2011 kl. 09:08

144 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Finnst þér að Guð ætti að birtast öllum og útskýra allt fyrir þeim svo að þeir myndu trúa rétt? 

Já, af hverju ekki? Hann á jú að vilja að sem flestir "frelsist" samkvæmt þér. Þú hlýtur að viðurkenna það að stór ástæða fyrir því að stór hluti mannkyns hefur ekki "frelsast" er sú að þetta fólk sér enga ástæðu til að trúa því að það sem þú boðar sé satt og rétt.

Við höfum farið í gegnum það að ein heimsókn sem færi á móti því sem maður vill eða þegar telur að sé rétt væri í mörgum tilfellum ekki nóg svo allir hérna eru nokkuð sammála um að meira þarf til.

Ég efast nú um að heimsóknir frá guði myndu ekki sannfæra flesta. Og hvað með það að þetta væri ekki nóg í mörgum tilfellum? Er þetta of mikil vinna í huga guðs til þess að frelsa einhverja?

 Ég trúi því að Guð er alveg sáttur við þá opinberun sem Hann hefur gefið og tilgangurinn er ekki að allir trúi eins heldur iðrist og setji traust sitt og von á Guð.

Þannig að múslímar sem gera einmitt þetta munu enda í himnaríki?

Svo veit ég ekki hvernig guðinn þinn ætlast til þess að fólk setji traust sitt á hann ef það heldur ekki að hann sé yfir höfuð til.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.3.2011 kl. 23:29

145 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef ekki haft neinn tíma til að fylgjast með umræðunni hér eftir síðasta innlegg mitt, er jafnvel fyrst núna að sjá svar Hjalta þar strax á eftir. Gef mér ekki tíma til að skoða þar neitt nema þettra til andsvars (og á eftir að lesa allar aðrar viðbætur á siðunni): "Eða þá bara að sleppa því að skapa dýr sem ráðast á menn (eða önnur dýr)." – M.ö.o.: Þetta vill Hjalti, að Guð geri. Vill hann þá, að ljón gerist t.d. eplaætur? Þá vill hann sennilega þann heim, sem til var fyrir syndafallið.

"Gerir hann það ekki?" spyr Hjalti (þ.e.a.s. að láta undan þrábeiðni Hjalta að kippa vélgengi tilverunnar úr sambandi), og hann bætir við: "Þannig að guðinn þinn framkvæmir engin kraftaverk? Ertu deisti?"

Svarið er vitaskuld NEI, ég er ekki deisti, og JÚ, Guð gerir kraftaverk. En þau heyra til undantekninga, eru ekki reglan. Ef þau væru reglan, værum við naumast komin upp á miðaldastig í vísindum. Og Guð gerir kraftaverk sennilega fyrst og fremst fyrir tilstuðlan bæna og (sbr. konuna sem snerti klæðafald Jesú) óska um hjálp Guðs; þau hafa ennfremur meiri sess í hjálpræðissögu Ísraelsþjóðarinnar að fornu – þeirrar samferðarsögu Guðs og manna, sem varð uppistaðan í trúarbókum Gyðinga og kristinna – heldur en í nútímanum, því að hjálpræðisverk Guðs í Biblíunni örva til trúar á öllum öldum síðan og glæða þakklætiskennd og ást á honum.

Jón Valur Jensson, 1.4.2011 kl. 02:47

146 Smámynd: Mofi

Hjalti
Já, af hverju ekki? Hann á jú að vilja að sem flestir "frelsist" samkvæmt þér. Þú hlýtur að viðurkenna það að stór ástæða fyrir því að stór hluti mannkyns hefur ekki "frelsast" er sú að þetta fólk sér enga ástæðu til að trúa því að það sem þú boðar sé satt og rétt.

Frelsun felst ekki í því að trúa sem réttast og ég trúi að þessi heimurinn er þannig hannaður að sem flestir fái tækifæri til að frelsast af fúsum og frjálsum vilja.

Páll talaði um þetta:

Postulasagan 17
 26Hann skóp og af einum allar þjóðir manna og lét þær byggja allt yfirborð jarðar er hann hafði ákveðið setta tíma og mörk bólstaða þeirra.
27Hann vildi að þær leituðu Guðs ef verða mætti þær þreifuðu sig til hans og fyndu hann. En eigi er hann langt frá neinum af okkur. 28Í honum lifum, hrærumst og erum við. Svo hafa og sum skáld ykkar sagt: Því að við erum líka hans ættar

Hjalti
Þannig að múslímar sem gera einmitt þetta munu enda í himnaríki?

Mín trú er sú að allir sem ganga inn í himnaríki munu gera það vegna Jesú, hvort sem þeir þekktu nafn Hans eða ekki. Ég trúi að Guð dæmi hjartað en ekki hvort að viðkomandi hafði akkúrat rétta þekkingu. Samt vil ég taka fram að lygar eða röng trú er skaðleg og getur leitt fólk á ranga braut.

Mofi, 1.4.2011 kl. 10:42

147 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

M.ö.o.: Þetta vill Hjalti, að Guð geri. Vill hann þá, að ljón gerist t.d. eplaætur? Þá vill hann sennilega þann heim, sem til var fyrir syndafallið.

Jón Valur, ég vona að þú áttir þig á því að löngu áður en manneskjan kom fra má sjónarsviðið voru til rándýr, sjúkdómar og hamfarir. Adam og Eva voru ekki til.

Eru þetta einu rökin sem þú hefur til að útskýra af hverju guðinn þinn skapaði svona lélegan heim?

Svarið er vitaskuld NEI, ég er ekki deisti, og JÚ, Guð gerir kraftaverk.

Allt í lagi. Þannig að guðinum þínum fannst hamfarirnar í Japan ekki nógu merkilegar til að grípa inn í, kannski voru ekki nógu margir að biðja? En honum fannst það miklu mikilvægara að senda pestir og hjálpa Ísraelsmönnum að framkvæma þjóðarmorð, það var nógu mikilvægt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.4.2011 kl. 12:00

148 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Frelsun felst ekki í því að trúa sem réttast...

Ha? Hefur frelsun ekkert með það að gera að trúa því að Jesús hafi dáið fyrir syndir manns og fleira í þeim dúr?

....og ég trúi að þessi heimurinn er þannig hannaður að sem flestir fái tækifæri til að frelsast af fúsum og frjálsum vilja.

Sem er alveg ótrúleg trú. Heldurðu virkilega að fleiri myndu ekki "frelsast af fúsum og frjálsum vilja" ef guð myndi birtast fólki?

Mín trú er sú að allir sem ganga inn í himnaríki munu gera það vegna Jesú, hvort sem þeir þekktu nafn Hans eða ekki. Ég trúi að Guð dæmi hjartað en ekki hvort að viðkomandi hafði akkúrat rétta þekkingu. Samt vil ég taka fram að lygar eða röng trú er skaðleg og getur leitt fólk á ranga braut.

Hvað áttu við með því að guðinn þinn dæmi hjartað? Kemst maður til himna ef maður er nógu góður?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.4.2011 kl. 12:02

149 Smámynd: Mofi

Hjalti
Ha? Hefur frelsun ekkert með það að gera að trúa því að Jesús hafi dáið fyrir syndir manns og fleira í þeim dúr?

Ekki ef þú heyrðir það aldrei. Það sem allir menn hafa haft er samviska og vitneskjuna um skapara og þetta er nóg til að iðrast og leita skaparans.

Hjalti
Sem er alveg ótrúleg trú. Heldurðu virkilega að fleiri myndu ekki "frelsast af fúsum og frjálsum vilja" ef guð myndi birtast fólki?

Engin leið fyrir mig að vita það eða vita hvort að það væri þá raunverulegt val því að valið er líka lög Guðs og ríki Guðs, hvernig líf Guð býður upp á. Þú þarft að velja það hérna eftir bestu vitund, ekki bara að trúa.

Hjalti
Hvað áttu við með því að guðinn þinn dæmi hjartað? Kemst maður til himna ef maður er nógu góður?

Ég aðeins trúi því að Guð er réttlátari og kærleiksríkari en ég og þú þegar kemur að því að dæma. Sá sem leitar Guðs og gerir sitt besta að gera það sem samviska hans segir til um, ég trúi að slíkur einstaklingur mun öðlast eilíft líf en ég er auðvitað ekki dómari yfir einum eða neinum.

Mofi, 1.4.2011 kl. 13:11

150 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ekki ef þú heyrðir það aldrei. Það sem allir menn hafa haft er samviska og vitneskjuna um skapara og þetta er nóg til að iðrast og leita skaparans.

Allir menn hafa vitneskju um skapara?

En allt í lagi, ef að múslími hefur heyrt "fagnaðarerindið", þarf hann þá ekki að trúa því að Jesús hafi dáið fyrir syndir hans til að geta komist til himnaríkis?

 Sá sem leitar Guðs og gerir sitt besta að gera það sem samviska hans segir til um, ég trúi að slíkur einstaklingur mun öðlast eilíft líf en ég er auðvitað ekki dómari yfir einum eða neinum.

Frábært. Ég held að enginn guð sé til, það er mín einlæga skoðun. Sjáumst í himnaríki!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.4.2011 kl. 13:25

151 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ljótt er svarið þitt, Hjalti, sérstaklega í annan endann. Svo skaltu EKKERT gefa þér um, að Guð hafi ekkert gert fyrir Japani í þessum hamförum, þótt hann hafi ekki upphafið náttúrulögmálin. Hann mun sjást sem réttlátur að lokum, sannaðu til. Svo tala ég út frá kristnum forsendum, ekki Darwins. Miðað við hinar kristnu forsendur í heild sinni átt þú ekkert haldbært árásarefni á kristindóminn.

Jón Valur Jensson, 1.4.2011 kl. 14:19

152 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svo þú talir út frá kristnum forsendum, ekki Darwins? Ekki ertu að neita því að maðurinn kom fram á sjónarsviðið langt á eftir sjúkdómum, rándýrum og náttúruhamförum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.4.2011 kl. 14:28

153 Smámynd: Mofi

Hjalti
Allir menn hafa vitneskju um skapara?

Óh já, í gegnum mannkynssöguna þá hefur það alltaf verið mjög skýrt hjá miklum meirihluta. Fyrir mitt leiti eru þeir sem afneita að það sé til skapara í mjög skrítinni afneitun á raunveruleikanum.

Hjalti
En allt í lagi, ef að múslími hefur heyrt "fagnaðarerindið", þarf hann þá ekki að trúa því að Jesús hafi dáið fyrir syndir hans til að geta komist til himnaríkis?

Jú, rödd Guðs mun tala til hans um sannleika fagnaðarerindisins og eins og Kristur segir að Hans sauðir þekkja Hans rödd.

Hjalti
Frábært. Ég held að enginn guð sé til, það er mín einlæga skoðun. Sjáumst í himnaríki!

Ég vona það :)  ég er samt í rauninni búinn að svara þessu því hið sama gildir um þig og um múslímann.

Mofi, 1.4.2011 kl. 14:36

154 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Óh já, í gegnum mannkynssöguna þá hefur það alltaf verið mjög skýrt hjá miklum meirihluta. Fyrir mitt leiti eru þeir sem afneita að það sé til skapara í mjög skrítinni afneitun á raunveruleikanum.

Mofi, ég held að þetta sé bara rangt. Til að byrja með er auðvitað "allir" ekki það sama og "mikill meirihluti".

Svo hefur einhvers konar eingyðistrú með einhverjum skapara ekki verið algeng í heiminum nema í ~500-1000 ár. Ég held að nú til dags sé það ekki nema eitthvað í kringum 50%.

Jú, rödd Guðs mun tala til hans um sannleika fagnaðarerindisins og eins og Kristur segir að Hans sauðir þekkja Hans rödd.

Ha? Nú ertu farinn að hljóma eins og kalvínisti. Ok, kristinn maður segir múslíma að Jesús hafi dáið fyrir syndirnar hans. Múslíminn íhugar málið og sér enga ástæðu til að trúa því að það sé satt. Varla segirðu að það sé "augljóst". Heldurðu ekki að múslíminn myndi trúa þessu ef að guð sjálfur myndi segja honum það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.4.2011 kl. 16:35

155 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Fæ ég ekkert svar?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 1.4.2011 kl. 17:43

156 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég neita því ekki, að maðurinn kom fram á sjónarsviðið á eftir (öðrum!) rándýrum, en hann birtist þó alveg örugglega á undan mannasjúkdómum!

Jón Valur Jensson, 2.4.2011 kl. 22:25

157 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón Valur, hvar svo sem maður vill staðsetja hinn fyrsta eiginlega mann, þá held ég að það sé nokkuð ljóst að þeir sjúkdómar sem gátu lagst á forvera þeirra, lögðust líka á hann.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.4.2011 kl. 12:51

158 Smámynd: Mofi

Hjalti, einn guð, margir guðir, nokkvurn veginn það sama og ástæðan var oftast sköpunarverkið.

Hjalti
Ha? Nú ertu farinn að hljóma eins og kalvínisti. Ok, kristinn maður segir múslíma að Jesús hafi dáið fyrir syndirnar hans. Múslíminn íhugar málið og sér enga ástæðu til að trúa því að það sé satt. Varla segirðu að það sé "augljóst". Heldurðu ekki að múslíminn myndi trúa þessu ef að guð sjálfur myndi segja honum það?

Kalvín var klár :)   en ég á við bæði fagnaðarerindið og síðan orð Jesú í guðspjöllunum. Viðkomandi þarf að kynnast hver Jesú er út frá þeim og ég trúi að  í þeim efnum þá eigi eftirfarandi vers við "Mínir sauðir heyra raust mína og ég þekki þá og þeir fylgja mér" ( Jóhannesarguðspjall 10:27 )

Ef við tökum t.d. trúboða sem fer til einhverja frumbyggja og boðar Jesú en gerir það á kolrangan hátt þannig að fólkið fái mjög ranga mynd af Jesú þá að mínu mati hefur Jesú ekki verið boðaður og þetta fólk engu nær að kynnast Honum og engan veginn hægt að ásaka það um að hafna Kristi.

Tinna, ertu að tala við mig?

Mofi, 4.4.2011 kl. 12:43

159 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Mofi: Já.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.4.2011 kl. 13:03

160 Smámynd: Mofi

Tinna, ég var búinn að svara en netið heima er orðið alveg handónýtt eftir að ég fékk með adsl sjónvarpið.

Málið með gyðinga og rabbína er að þegar kemur að lögum frá Guði þá vil ég eftir bestu getu fylgja þeim en síðan eru reglur sem koma frá rabbínum og að ég best veit er ekki ágreiningur um að þessar reglur koma frá mönnum en ekki Guði.

Mannstu síðan eftir auglýsingaherferð guðleysingja í Bretlandi um daginn þar sem fólk var hvatt til að hafa ekki áhyggjur af dauðanum því að Guð er ekki til og þegar við deyjum þá er allt búið. Út frá því er nokkuð ljóst að fyrir marga guðleysingja þá er ákveðin löngun að Guð er ekki til svo að þeir geta hegðað sér eins og þeir vilja og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinum dómi.

Þetta á síðan bara við suma, fólk er auðvitað mismunandi.

Mofi, 4.4.2011 kl. 16:33

161 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Málið með gyðinga og rabbína er að þegar kemur að lögum frá Guði þá vil ég eftir bestu getu fylgja þeim en síðan eru reglur sem koma frá rabbínum og að ég best veit er ekki ágreiningur um að þessar reglur koma frá mönnum en ekki Guði.
According to the teachings of Judaism, all moral laws are, or are derived from, divine commandments.

Eftir því sem ég best veit er allnokkur ágreiningur um hvaðan innihald trúarrita kemur, hvort sem það er Tóran eða framhaldið.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 4.4.2011 kl. 22:06

162 Smámynd: Mofi

Tinna, ekki í þessu tilfelli að ég best veit. Þessar reglur eru ýmist uppfinning manna eða það sem mönnum finnst rökrétt út frá Mósebókunum.

Mofi, 5.4.2011 kl. 10:01

163 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, einn guð, margir guðir, nokkvurn veginn það sama og ástæðan var oftast sköpunarverkið.

Nokkurn veginn það sama? Svo er það mjög ólíklegt að fólk hafi trúað á máttugar andaverur (guði) út af einhvers konar hönnunarrökum, þar sem að flestir guðir hafa ekkert með sköpun heimsins að gera.

Kalvín var klár :)   en ég á við bæði fagnaðarerindið og síðan orð Jesú í guðspjöllunum. Viðkomandi þarf að kynnast hver Jesú er út frá þeim og ég trúi að  í þeim efnum þá eigi eftirfarandi vers við "Mínir sauðir heyra raust mína og ég þekki þá og þeir fylgja mér" ( Jóhannesarguðspjall 10:27 )

Ég skil ekki af hverju þú vitnar í þessi orð, ég myndi halda að þér væri illa við þau. Þú sérð kannski ekki (eg sá það ekki fyrr en mér var bent á það) að þú heyrir í rödd Jesú af því að þú ert sauðurinn hans. Þetta vers boðar það að sumu fólki sé ætlað að frelsast öðru ekki. Klári kallinn hann Kalvín benti á þetta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.4.2011 kl. 11:20

164 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef við tökum t.d. trúboða sem fer til einhverja frumbyggja og boðar Jesú en gerir það á kolrangan hátt þannig að fólkið fái mjög ranga mynd af Jesú þá að mínu mati hefur Jesú ekki verið boðaður og þetta fólk engu nær að kynnast Honum og engan veginn hægt að ásaka það um að hafna Kristi.

Mofi, allt í lagi, múslími heyrir rétta útgáfu af "fagnaðarerindinu". Grundvallaratirði í því er líklega það að Jesús hafi dáið fyrir syndirnar hans. Múslíminn sér enga ástæðu til þess að trúa því að þetta sé satt, hann telur að það sé ekki staðreynd að Jesús hafi dáið fyrir syndir fólks. Mun þessi vantrú hans ekki valda því að hann endar í helvíti?

Heldurðu ekki að múslíminn myndi trúa staðreyndunum sjálfum ef að guð sjálfur myndi segja honum frá þeim?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.4.2011 kl. 11:22

165 Smámynd: Mofi

Hjalti
Nokkurn veginn það sama? Svo er það mjög ólíklegt að fólk hafi trúað á máttugar andaverur (guði) út af einhvers konar hönnunarrökum, þar sem að flestir guðir hafa ekkert með sköpun heimsins að gera

Hvað hvaða samfélag trúði og af hverju er flókið mál og við höfum mjög lítil gögn um það. Við vitum að grikkir voru að rökræða þessa hluti og Aristótelis var að halda því fram að Guð væri til vegna sköpunarinnar. Svo þessi umræða er mjög gömul og tilvísun í sköpun er mjög algeng.

Hindúar t.d. trúa á marga guði en samt trúa líka á skapara.

Hjalti
Ég skil ekki af hverju þú vitnar í þessi orð, ég myndi halda að þér væri illa við þau. Þú sérð kannski ekki (eg sá það ekki fyrr en mér var bent á það) að þú heyrir í rödd Jesú af því að þú ert sauðurinn hans. Þetta vers boðar það að sumu fólki sé ætlað að frelsast öðru ekki. Klári kallinn hann Kalvín benti á þetta

Ég sé ekki að maður þarf að lesa það í þetta. Þú getur verið fylgjandi af því að þú vilt vera fylgjandi. 

Hjalti
Mofi, allt í lagi, múslími heyrir rétta útgáfu af "fagnaðarerindinu". Grundvallaratirði í því er líklega það að Jesús hafi dáið fyrir syndirnar hans. Múslíminn sér enga ástæðu til þess að trúa því að þetta sé satt, hann telur að það sé ekki staðreynd að Jesús hafi dáið fyrir syndir fólks. Mun þessi vantrú hans ekki valda því að hann endar í helvíti?

Og heyrir eða lesir orð Krists svo að hann kynnist Jesú Biblíunnar og út frá því velji eða hafni. Hans syndir gætu valdið því að hann glatist, deyi að eilífu. Ég vil að minnsta kosti hafa á hreinu að iðrun og trú forði manni frá réttlætinu sem er dauði vegna glæpa gegn Guði og mönnum.

Hjalti
Heldurðu ekki að múslíminn myndi trúa staðreyndunum sjálfum ef að guð sjálfur myndi segja honum frá þeim?

Út frá því að guðspjöllin segja rétt frá þá var þar á ferðinni fólk sem Guð sjálfur talaði til þeirra og staðfesti það með kraftaverkum en það valdi að hafna því. Fyrir mig er hérna á ferðinni mikil ráðgáta, jafn mikil ráðgáta og af hverju þú ert guðleysingi og aðhyllist þróunarkenninguna.

Þú ættir að geta gert grein af hverju þú aðhyllist þessa kenningu, virðist vera flestum ofviða en þú hlýtur að geta þetta.

Mofi, 5.4.2011 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband