22.12.2010 | 21:16
Feimnir prestar
Mér finnst merkilegt hvað það er stundum erfitt að fá ríkiskirkjupresta til að segja hreint út hverju þeir trúa.
Undanfarna daga hef ég verið að ræða við Þórhall Heimisson í athugasemdum við grein eftir hann á trú.is og hann virðist bara alls ekki vilja segja hvort hann trúi á meyfæðinguna eða ekki.
Mér sýnist hann ekki trúa á hana, og það er skiljanlegt að hann vilji ekki viðurkenna það, enda játar hann reglulega að Jesús hafi verið "getinn af heilögum anda og fæddur af Maríu mey". Það væri svolítil hræsni að trúa því ekki.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Þórhallur minnir mig stundum á þennan prest á Fox; Algerlega út sambandi við raunveruleikann... :)
http://www.youtube.com/watch?v=Prglk8wSoMk
doctore (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 08:50
Farðu nú að hætta að hamast í prestum og kristnu fólki yfir jólin, Hjalti minn. Þetta má ekki verða þvílíkt hjá þér, að nálgist einelti.
Jón Valur Jensson, 23.12.2010 kl. 12:47
Ekki létu kristnir menn vera í friði með sínar hátíðir.. hreinlega stálu hátíð og plögguðu handbrúðunni Sússa yfir aðrar hátíðir.
Þannig að það er bara rugl að láta krissa sleppa undan gagnrýni á jólum.
doctore (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 13:13
En hvað segirðu eru prestar stikk-frí í desember? Ef þeir vilja ekki fá gagnrýni á málflutning sinn í desember þá geta þeir bara sleppt því að tjá sig opinberlega um trúmál í desember.
En neu, ég er að leggja greyið prestana í einelti
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.12.2010 kl. 17:00
Gagnrýni= einelti svo líta kristnir á þetta.
Gleðilega vetrahátið.
Arnar (IP-tala skráð) 23.12.2010 kl. 18:06
Hóhóhó... gleðileg jól Arnar!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 23.12.2010 kl. 18:21
Skrýtið, að geta trúað á almáttugan Guð en ekki á meyfæðingu, sem er tæknilega möguleg, jafnvel með aðferðum okkar frumstæðu læknisfræði.
Hörður Þórðarson, 23.12.2010 kl. 18:32
Jón Valur, viltu ekki senda þeim prestum sem gagnrýndu trúleysi og/eða mannréttindaráð Reykjavíkur og benda þeim á að það hafi verið bannað um jólin?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.12.2010 kl. 16:44
Mig minnir endilega að Þórhallur hafi tjáð sig hjá Vantrú að meyfæðingin hlyti að vera sönn vegna þess hversu ótrúleg sagan væri. Sem - ef við höldum sömu "rökhugsun" - þýðir að allar ótrúlegar sögur eru sannar, meðal annars allar aðrar sögur af meyfæðingum. Sem aftur þýðir að meyfæðing Jesú er ekki svo sérstök.
Valgarður Guðjónsson, 1.1.2011 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.