20.12.2010 | 16:05
Óheiðarlegir prestar
Ég orðinn frekar þreyttur á prestum ríkiskirkjunnar. Mér finnst þeir svo rosalega óheiðarlegir.
Ég skrifaði nýlega um óheiðarlegan málflutning Arnar Bárðar. Í umræðunum um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hafa prestarnir líka verið duglegir við að segja að þeir vilji alls ekki trúboð í skólum og að kirkjan stundi það bara alls ekki. En á Vantrú í dag er grein þar sem foreldri segir frá kirkjuheimsókn dóttur sinnar með skólanum:
Presturinn byrjaði samkomuna á því að láta börnin teikna kross með fingrunum, og lét þau síðan signa sig, og sagði þeim að þau væru að merkja sig börn guðs. Einnig leiddi presturinn börnin áfram í látbragðsleik sem endaði þannig að þau bönkuðu á lófann á sér. Hver var að banka? Jú það var enginn annar en Jesús kristur, bankandi á hjarta þeirra. Presturinn spurði hvort það væri ekki örugglega pláss fyrir Jesú þar, því hann væri besti vinur þeirra. Svo hélt hún áfram og sagði að það væri rosalega gott að tala við vin sinn og í framhaldinu lét hún öll börnin spenna greipar og þau fóru saman með Faðir Vor.
Þegar presta stunda þetta um leið og þeir segjast alls ekki vilja trúboð í skólum, þá er erfitt að neita því að þeir eru bara óheiðarlegir. Ljúga til þess að geta stundað það að ná til ungra barna sem svo "heppilega vill til að eru trúgjörn" (svo að ég noti orðalag eins prests).
Lesið greinina á Vantrú og hafið þetta í huga næst þegar prestur tjáir sig um ásókn kirkjunnar í skóla.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Örn Bárður Jónsson er ekki óheiðarlegur prestur. Þvert á móti er hann góður og vandaður maður. Það þekki ég ágætlega.
Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 21:54
Björn, ef þú lest greinina sem ég vísa á þá geturðu séð rökstuðning fyrir því hvers vegna málflutningur Arnar Bárðar er óheiðarlegur.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.12.2010 kl. 22:24
Búinn að lesa. Örn Bárður er góður maður.
Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 22:45
Hann getur vel verið "góður maður", en þegar hann ræðir um kirkjuna sína, þá stundar hann óheiðarlegan málflutning.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.12.2010 kl. 23:07
Nei.
Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 23:34
Jú, sjá grein.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.12.2010 kl. 23:39
Björn, væri þetta óheiðarlegt:
Ráðherra er spurður hvort að ráðuneytið hans stundi það að hjálpa fyrirtæki X. Ráðherran segir í fjölmiðli: "Þetta mál er byggt á svo miklum misskilningi, ég hef aldrei hjálpað fyrirtækinu persónulega." En á sama tíma veit hann að ráðuneytisstjórinn hans er á fullu að hjálpa fyrirtækinu.
Væri þetta heiðarlegt svar hjá ráðherranum?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.12.2010 kl. 23:43
Nei, alls ekki.
Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 23:53
Þegar Örn Bárður tekur fram að hann persónulega sé ekki að stunda það að fara í skóla, á meðan að starfsmaður (eða starfsmenn) Neskirkju fara í reglulegar heimsóknir í leikskóla hverfsisins, þá er hann nefnilega að gera nákvæmlega það sama og ráðherrann.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 20.12.2010 kl. 23:56
Örn Bárður vinnur vel og samviskusamlega og er vinsæll og virtur prestur. Mér vitanlega lætur hann ekkert annað en gott af sér leiða. Er góður huggari syrgjenda og leggur æskunni gott eitt til.
Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 00:07
Björn, og hann er óheiðarlegur þegar hann fjallar um kirkjuna sína, á nákvæmlega sama hátt og ráðherrann í dæminu mínu er óheiðarlegur.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.12.2010 kl. 00:27
Nei, hann er þvert á móti heiðarlegur og góður maður, sem gengur gott eitt til og hefur hefur gefið mörgu fólki nauðsynlega aðstoð í huggun harmi gegn og lagt æskunni gott eitt til.
Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 01:27
Björn: Það er vel hægt að vera góður huggari gagnvart einum hópi fólks, en á sama tíma sagt ósatt gagnvart öðrum hópi.
Guðmundur D. Haraldsson, 21.12.2010 kl. 02:59
Góðir og vandaðir menn geta vel verið að plögga algerri vitleysu; Líkur eru á að téður prestur sé einmitt einnig fórnarlamb trúarinnar... að hann sjálfur hafi einmitt lent í öðrum presti sem prentaði þessu inn í hann á barnsaldri.
Það gengur ekki upp að meina vel en plögga svo algerri steypu ofan í börn, og landslýð allan; Oftar en ekki með milljón á mánuði.
Að vera huggari syrgjenda; Það er líka partur af trúarinnrætingu; Já barnið þitt er núna hjá Sússa, konan þín er hjá Gudda, maðurinn þinn er að spila golf með lyklapétri.
Þetta er ekkert nema það að nota sorg fólks til að selja galdrakarlinn... markaðsfræði dauðans
doctore (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 09:59
Mér leiðist yfirleitt að þurfa að reka orð ofan í menn sem eðli málsins samkvæmt hafa ekki kynnt sér málið fyllilega til þess að taka upplýsta afstöðu til málsins en þess í stað vaða fram á ritvöllinn með glórulausum ásökunum sem þegar betur er að gáð standast ekki.
Hinsvegar get ég ekki annað en bent á viðmið varðandi samstarf skóla og kirkju frá árinu 2008 þar sem m.a. þetta kemur fram:
"Ef óskað er eftir skólaguðsþjónustu í tengslum við jól eða aðrar hátíðir er það á forsendum kirkjunnar. Það er skólans að setja reglur um hvernig með það skuli fara ef foreldrar óska ekki að börn þeirra taki þátt í slíkum athöfnum."
Þessi heimsókn sem þessi grein vísar í er einmitt heimsókn skóla í kirkju en ekki öfugt. Það væri óeðlilegt af hálfu kirkjunnar að vatna út boðun sína, í sinni eigin kirkju. Hvað sem öllu líður, þá hljótum við að vera sammála um að við reynum að vera samkvæmir sjálfum okkar þegar það kemur að því sem við trúum.
Magnús V. Skúlason, 21.12.2010 kl. 13:35
Það er mjög óeðlilegt ástand að kirkja og skóli hafi samstarf að nokkru leiti... rétt eins og það væri óeðlilegt að spámiðlar og aðrir húmbúgistar fái aðgengi inn í menntakerfið til þess að gera börn að þrælum hjátrúar og heimsku.
Trú er andstæða menntunar, trú er anti-menntun.
Strákurinn minn var tekinn núna og farið með hann í kirkju.. enn og aftur; Þetta er glæpsamlegt athæfi barna og foreldraníð
doctore (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 14:46
Björn, að hvaða leyti er málflutningur Arnar Bárðar öðruvísi en málflutningur ráðherrans í dæminu mínu?
Magnús, þetta er bara frábært dæmi um tvískinnung kirkjunnar. Þeir segjast alveg átta sig á því að skólinn eigi ekki að vera vettvangur trúboðs, en þeir sjá ekkkert athugavert við "skólaguðþjónustur". Þarna er auðvitað aðalsökin hjá leikskólastjóranum, en miðað við hvað prestarnir segjast vera andstæðir því að trúboð fari fram í skólum, þá er þetta svakaleg mótsögn í málflutingi þeirra.
En ef að skólinn setur það skilyrði að það eigi ekki að fara fram trúboð, en kirkjan segir að hún muni stunda trúboð í ef skólinn heimsækir kirkjurnar, ertu þá ekki sammála því að skólinn ætti ekki að fara í heimsóknir til kirknanna?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.12.2010 kl. 14:58
"Ég orðinn frekar þreyttur á prestum ríkiskirkjunnar. "
Já Hjalti ég held við vitum það öll að þú þolir ekki presta... ég er þreytt á að "heyra" þig tönnlast á því...
"En á Vantrú í dag er grein"
-Og hvað ?-er Vantrú orðinn einhver fréttamiðill þarsem allt kemur rétt og satt fram?
Þú mátt alveg stroka út þessa athugasemd mína ef þú þolir ekki að fá gagnrýni -svona eins og þú eyddir fyrri ath.semd minni í dag...
En það sýnir þá bara og sannar fyrir mér að þú hefur lítið fram að færa annað en þá þráhyggju sem þessi prestablogg eru orðin.
Adeline (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 22:26
Þetta er bara fyndið Adeline. Var athugasemd þín sem ég eyddi út "gagnrýni"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.12.2010 kl. 22:35
Tja ekki var hún hrós...
Adeline (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 14:02
Já, og hún var ekki "gagnrýni". Ég nenni ekki að hafa opið fyrir fólk sem ræðst bara á persónu mína en hefur ekki áhuga á málefnalegum umræðum. Bless Adeline.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.12.2010 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.