Fallegur gleðiboðskapur dagsins

Guðspjall dagsins er einkar ljótur texti úr Matteusarguðspjalli. Þetta er dæmisaga í heimsendaræðu Jesú. Ég spái því að prestar hafi í morgun ekki einbeint á þennan hluta textans:

Síðan mun [mannssonurinn] segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er djöflinum og árum hans. (Mt 25.41)

Seinna er þetta líka kallað "eilíf refsing". Þarna er Jesús að reka fólk í helvíti. Þetta er auðvitað einn af fjölmörgu textum sem að fólk sem aðhyllist "diet-helvíti" þarf að afneita. Fólk eins og ríkiskirkjuprestarnir Gunnar Jóhannesson og Þórhallur Heimisson sem segja að fólk endi í helvíti af því að það vill sjálft fara þangað, Jesús/guð myndi gjarnan vilja fá fólkið í himnaríki.

En sjáum hvað Jesús á að segja við þetta fólk á dómsdegi: "Farið frá mér". Hljómar ekki eins og að Jesús vilji fá þetta fólk í himnaríki.

Mér finnst það algerlega augljóst að fólk sem aðhyllist "diet-helvíti" gerir það í algerri andstöðu við mörg ummæli Jesú í guðspjöllunum (svo ekki sé minnst á játningar ríkiskirkjunnar!), það er á þessari skoðun af því að þeim finnst "klassískt" helvíti svo ótrúlega ógeðsleg hugmynd að þeir geta ekki ímyndað sér að góður guð myndi gera þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Hjalti helvíti er geymslustaður endanlegur staður er eldsdíkið, sjáðu til ef þú ferð til helvítis þá getur þú hugsað sem svo að það er eitthvað ennþá verra til sem er eldsdíkið. Hverja vill Jesú ekki fá inn í himnaríkið? Djöfulinn og ára hans samt þá sem fylgja þeim. Að endingu hafðu það sem best og Guð blessi þig.

Aðalbjörn Leifsson, 21.11.2010 kl. 15:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Aðalbjörn, það er erfitt að átta sig á þessum vistarverum.  Geturðu bent á einhvern uppdrátt af þessu?  Enn betra væri að fá ferðabæklinginn með myndum og öllu, svo ekki sé minnst á verðlistann.

Það væri kannski gott að vita líka hvenær von er á næstu ferð. Það er alltaf verið að breyta áætlun og fella þær niður, svo maður gerir ekkert annað en að pakka ofan í töskur og taka upp úr þeim aftur. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2010 kl. 15:51

3 identicon

Jón, þú þarft ekkert að pakka niður, bara skilja textann og um hvað hann er.

Hjalti. Svo sakar þú aðra um að vera óheiðarlegir í málflutningi? Þú ættir að líta þér nær drengur.

Guðspjall: Matt 25.31-46

Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu.

Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum og hann mun skilja þær að eins og hirðir skilur sauði frá höfrum.

Sauðunum skipar hann sér til hægri handar en höfrunum til vinstri. Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri:

Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.

Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?

Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.

Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er djöflinum og árum hans. Því hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér mín.

Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki?

Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Og þeir munu fara til eilífrar refsingar en hinir réttlátu til eilífs lífs.“

Ég (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 17:17

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti. Svo sakar þú aðra um að vera óheiðarlegir í málflutningi? Þú ættir að líta þér nær drengur.

Og hvað er svona óheiðarlegt í málflutningi mínum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.11.2010 kl. 17:48

5 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld sem búinn er djöflinum og árum hans. Því hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér mín.

Þá munu þeir svara: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi og hjálpuðum þér ekki?

Hann mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér. Og þeir munu fara til eilífrar refsingar en hinir réttlátu til eilífs lífs.“

Það er ekki annað að sjá en að Jesús sé að reka frá sér til loga helvítis vesalingana sem auðnaðist ekki á meðan þeir lifðu að veita öðrum hjálp af ýmsu tagi.

Hann virðist ekki hafa hjarta í sér til að fyrirgefa þeim eitt né neitt þegar þarna kemur við sögu.

Vonandi nennir einhver biblíufróður að skýra þetta fyrir okkur.

Kristinn Theódórsson, 21.11.2010 kl. 19:01

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, Jesús er augljóslega að gera það. Og það er auðvitað viðbúið að trúmenn sætti sig ekki við það og komi með ásakanir um að við séum að snúa út úr textanum og séum óheiðarlegir (eins og þessi "Ég" virðist gera).

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.11.2010 kl. 19:29

7 identicon

Voðalega eruð þið miklir með ykkur og stærilátir. Þetta er dæmisaga. Verið ekki að hræsna með hana ef þið viljið ekki verða ykkur til skammar.

Ég (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:05

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Ég" þú verður að koma með eitthvað bitastæðara en þetta.

Alveg óháð því hvort þetta sé dæmisaga eða ekki (mér finnst rangt að flokka þetta sem dæmisögu) þá er umfjöllunarefnið lokadómurinn. Jesús er þarna klárlega að segja að við dóminn mun "konungurinn" senda suma til helvítis.

Ef ekki, hvað er hann þá að segja?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.11.2010 kl. 20:23

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Og ég var að taka eftir því að "Ég" notar sömu IP-tölu og Grefillinn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.11.2010 kl. 20:27

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og getur þú sagt mér hver Mannssonurinn er í þessari dæmisögu og hverju hún er að koma til skila?

Ef helvíti er ekki meint sem staður í eftirlífinu þar sem sumar sálir þjást í eftirlífinu, hvað þá með himnaríki? Er það bara myndlíking? (raunar eru fáar og óljósar  lýsingar á því í bókinni, þótt prestar gefi ansi sterkar lýsingar og lifandi á því.

Ég vil einnig spyrja: Fjalla þessar sögur ekki um eftirlífið og fyrirheit um meðferð þar eftir endurkomuna. Þ.e. þegar Jesús kemur með heimsendi?

Eru þetta ekki fyrirheit? Eða er þessi gulrót/vöndur Kristins áróðurs bara einhver metafór um eitthvað annað?  Allt í plati rassagati?

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2010 kl. 20:37

11 identicon

Já, Jón Steinar, þetta eru allt saman metapórar. Hve oft þarf að segja ykkur trúleysisnötturum og liggaligaláum að Biblían er mannanna verk, samtímatúlkun þeirra á því "guðlega" og viðbætur frá eigin hendi?

Þessi tiltekna dæmisaga er að koma því til skila að tilgangur lífs á jörð sé að vera öðrum til góðs. Helvístis-sagan er bara tilbúningur. Reynið að troða þessu inn í hausinn á ykkur. Refurinn sagði aldrei í alvörunni að vínberin væru súr. Það var líka dæmisaga.

Hvers vegna viljið þið trúleysis hræsnararnir endilega halda ykkur við að það skuli allt taka bókstaflega sem stendur í Biblíunni?

ps. Hjalti: Ég sagði að þetta væri Ég.

Ég (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:48

12 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Guðbergur, hvaða sturlun er þetta að koma sífellt fram undir nýju nafni?

Matthías Ásgeirsson, 21.11.2010 kl. 20:53

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Helvístis-sagan er bara tilbúningur. Reynið að troða þessu inn í hausinn á ykkur.

Auðvitað er helvíti ekki til. En höfundur Mt trúir klárlega á tilvist helvítis og þarna er verið að boða það að sumt fólk muni enda þar. 

Þessi tiltekna dæmisaga er að koma því til skila að tilgangur lífs á jörð sé að vera öðrum til góðs.

Allt í lagi. En þú horfir ekki í augu við boðskapinn um aðskilnað við heimsendi (þetta er jú í heimsendaæðunni í Mt). Skoðaðu t.d. upphafsorðin:

Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum og hann mun skilja þær að eins og hirðir skilur sauði frá höfrum.

Þarna er Jesús að tala um að við heimsendi mun einhver aðskilnaður á fólki eiga sér stað.  

Hvers vegna viljið þið trúleysis hræsnararnir endilega halda ykkur við að það skuli allt taka bókstaflega sem stendur í Biblíunni?

Og við gerum það einmitt alls ekki! 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.11.2010 kl. 21:03

14 identicon

Vegna þess Matti minn, að um leið og ég sýni mig þá farið þið trúleysisnöttarnir allir með tölu beint á stalker-mode - eins og þú núna. Og bráðum kemur Þórður Ingvars.

Ég (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 21:04

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

ps. Hjalti: Ég sagði að þetta væri Ég.

Ekki koma með svona rosalega barnaleg svör Grefill. 

Merktu athugasemdir frá þér, það er lágmarkskurteisi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.11.2010 kl. 21:04

16 identicon

Hjalti: "En höfundur Mt trúir klárlega á tilvist helvítis og þarna er verið að boða það að sumt fólk muni enda þar."

Í fyrsta lagi þá eru margir höfundar að MT og helvíti er myndlíking/ævintýri. Þú getur ekkert fullyrt að höfundarnir hafi trúað þessu frekar en þú getur fullyrt að Tolkien hafi trúað að Miðgarður væri til.

"Þarna er Jesús að tala um að við heimsendi mun einhver aðskilnaður á fólki eiga sér stað."

Já, auðvitað. Aðskilnaðurinn er fólginn í því að þeir sem eru góðir og láta gott af sér leiða deyja glaðir og sáttir. Það erþeirra himnaríki. Þeir sem eru illir og hafa notað líf sitt til að gera vonda hluti og öðrum illt deyja óánægðir og ósáttir. Það er þeirra helvíti. Rauðu loogarnir eru bara myndlíking og áhersluauki.

"Og við gerum það einmitt alls ekki!"

Af hverju eruð þið þá alltaf að gagnrýna það sem stendur í Biblíunni út frá þeirri forsendu að allt sem í henni stendur hljóti að vera sannleikur?

Ég, Grefillinn sjálfur. (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 21:17

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Í fyrsta lagi þá eru margir höfundar að MT og helvíti er myndlíking/ævintýri. Þú getur ekkert fullyrt að höfundarnir hafi trúað þessu frekar en þú getur fullyrt að Tolkien hafi trúað að Miðgarður væri til.

Guðbergur, hvað svo sem helvíti er, þá er það ekki "ævintýri". Ótrúlegt en satt, kristið fólk á þessum tíma trúði á raunverulegt líf eftir dauðann. Ég efast um að þú getir komið með góðar ástæður til að halda það að höfundurinn (eða höfundarnir) hafi ekki trúað þeim hugmyndum sem hann boðar í Mt.

Já, auðvitað. Aðskilnaðurinn er fólginn í því að þeir sem eru góðir og láta gott af sér leiða deyja glaðir og sáttir. Það erþeirra himnaríki. Þeir sem eru illir og hafa notað líf sitt til að gera vonda hluti og öðrum illt deyja óánægðir og ósáttir. Það er þeirra helvíti. Rauðu loogarnir eru bara myndlíking og áhersluauki.

Á hverju byggirðu þessa túlkun? Það hljómar eins og þú vilt segja að helvíti sé það að vera "óánægður og ósáttur". Svona sálfræðitúlkun passar bara ekki við þáverandi heimsmynd.

Af hverju eruð þið þá alltaf að gagnrýna það sem stendur í Biblíunni út frá þeirri forsendu að allt sem í henni stendur hljóti að vera sannleikur?

Ég geri það auðvitað ekki.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.11.2010 kl. 22:09

18 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Halló! Biblían segir okkur að það verði heimsendir. Sá tími mun koma þegar Jesús kemur aftur til að sækja það fólk sem hefur valið að trúa á hann. Allir sem lifa hér hafa tækifæri til að kynna sér það sem Guð segir okkur í orði sínu. Frelsi til að velja að trúa á Guð eða ekki er algjörlega okkar. Guð þvingar engan til trúar á sig en óskar samt sem áður að allir taki trú sbr. Jóh. 3:16 "Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf." Í framhaldi af þessu stendur svo í 17 og 18 versi: "Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn heldur til þess að frelsa hann.  Sá sem trúir á son Guðs dæmist ekki. Sá sem trúir ekki er þegar dæmdur því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina." Við höfum þetta líf hérna til að taka afstöðu með eða á móti Guði og taka við þeirri gjöf sem Guð óskar að gefa okkur þ.e. fyrirgefning syndanna og eilíft líf á nýrri jörð þar sem engin synd og ekkert illt verður til framar. Við dæmum okkur sjálf með okkar ákvörðun. Við endurkomu Jesú verður of seint að iðrast og þar sem Guð þvingar engan til fylgdar við sig þá kemur hann heldur ekki til með að þvinga þá til að koma með í sæluna sem hafa valið að hafna honum hér í þessu lífi. Frjálst val fyrir alla, fyrirgefning og eilíft líf fyrir þá sem hafa valið að trúa fagnaðarerindinu og taka við Guði, eða helvíti sem er í raun eilífur aðskilnaður frá Guði, endastöð fyrir vantrúaða, syndurum og synd verður eytt fyrir fullt og allt. Skil ekki að þetta val skuli þvælast fyrir fólki!

Edda Karlsdóttir, 21.11.2010 kl. 22:51

19 identicon

Ég tek allt til baka, þetta var rugl í mér.

Ég (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 23:06

20 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Gott að heyra Guðbergur, batnandi fer manni best að lifa.

Matthías Ásgeirsson, 21.11.2010 kl. 23:07

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Halló Edda!

Við dæmum okkur sjálf með okkar ákvörðun.

Þetta heitir að kenna fórnarlambinu um. Ef við ímyndum okkur að á morgun myndi koma heimsendir, og það kæmi í ljós að múslímar höfðu rétt fyrir sér. Hefðir þú þá "dæmt sjálfa þig" til að kveljast að eilífu í helvíti af því að þú gerðist ekki múslími?

Nei, þessi hugmynd um að fólk dæmi sjálft sig er bara tilraun til að sefa samviskuna þegar það sér að trúin er ljót.

Við endurkomu Jesú verður of seint að iðrast...

Af hverju?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.11.2010 kl. 23:10

22 identicon

Ég skrifaði ekki þessa athugasemd Matti! Vinsamlegast hunsið allar athugasemdir sem eru merktar mér í framtíðinni, það er greinilega einhver að skrifa athugasemdir í mínu nafni.

En ég verð að viðurkenna að Hjalti hefur rétt fyrir sér hér eins og venjulega, enda er hann andlegt ofurmenni.

Ég, Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 23:14

23 identicon

Hlustið ekki á þennan loddara sem þykist vera ég. Víst skrifaði ég þessa athugasemd. Ég er ég.

Ég (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 23:34

24 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Af hverju verður of seint að iðrast við endurkomu Jesú? Guð hefur gefið okkur tíma og hann ákveður...Guð hefur sagt okkur að svo verði...lesa Biblíuna vel og vandlega...enda væri það ekki trú ef við biðum þar til Jesú kemur! Ef þú stendur uppi á 25 hæð á húsi og ert að spá í að henda þér niður og þú færð ráðleggingu um að gera það ekki því þú munir mjög sennilega deyja en þú velur að henda þér niður samt, ert þú ekki að dæma sjálfan þig til dauða þá? Er hægt að kenna nokkrum öðrum um þessa ákvörðun þína? Guð hefur sagt okkur hvernig framtíðin verði, endurkoma Jesú, dómur fyrir þá sem ekki trúa og eilíft líf fyrir þá sem trúa...dæmum við okkur ekki sjálf ef við veljum dóminn?  Held það!

Edda Karlsdóttir, 21.11.2010 kl. 23:39

25 Smámynd: Grefill

Hjalti: "Guðbergur, hvað svo sem helvíti er, þá er það ekki "ævintýri"."

Nú? Hvað er það þá? Skáldsaga?

Helvíti er alla vega tilbúningur og myndlíking, ertu sammála því?

Hjalti: "Ótrúlegt en satt, kristið fólk á þessum tíma trúði á raunverulegt líf eftir dauðann."

Margt kristið fólk trúir því enn þann dag í dag að það sélíf eftir dauðann og ekki bara kristið fólk heldur margir fleiri.

Hjalti: "Ég efast um að þú getir komið með góðar ástæður til að halda það að höfundurinn (eða höfundarnir) hafi ekki trúað þeim hugmyndum sem hann boðar í Mt."

Auðvitað get ég ekkert sannað í þessum efnum frekar en aðrir en en mér finnst ansi langsótt að ætla að höfundurinn eða höfundarnir hafi trúað því að það væri raunverulegt sem þeir voru að skálda.

Hjalti: "Á hverju byggirðu þessa túlkun? Það hljómar eins og þú vilt segja að helvíti sé það að vera "óánægður og ósáttur". Svona sálfræðitúlkun passar bara ekki við þáverandi heimsmynd."

Helvíti og himnaríki eru í öllum tilfellum notað sem myndlíkingar til að túlka hið góða/rétta/bjarta og hið slæma/ranga/dimma. Þetta er engin sálfræðitúlkun, heldur eðlileg leið til að fá fólk til að gera skýran greinarmun á hinu góða og hinu vonda.

Hjalti: "Ég geri það auðvitað ekki."

Jú, Hjalti þú gerir það í hvert skipti sem þú óskar eftir því að fólk sem trúir bókstaflega öllu í Biblíunni standi fyrir henni og útskýri sögur hennar.

Ef þú gengur út frá því að Biblían sé skáldskapur, af hverju ertu þá að ætlast til að bókstafstrúaðir skýri hluti sem þú veist að gerðust ekki? What's the point?

Grefill, 21.11.2010 kl. 23:49

26 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Af hverju verður of seint að iðrast við endurkomu Jesú? Guð hefur gefið okkur tíma og hann ákveður...Guð hefur sagt okkur að svo verði...

Edda, en spurningin er sú: Af hverju myndi guð ákveða það? Af hverju er það of seint?

Guð hefur sagt okkur hvernig framtíðin verði, endurkoma Jesú, dómur fyrir þá sem ekki trúa og eilíft líf fyrir þá sem trúa...dæmum við okkur ekki sjálf ef við veljum dóminn?  Held það!

Nei. Þú gætir alveg eins sagt að glæpamenn dæmi sjálfa sig til þess að fara í fangelsi.

Mig langar ekkert sérstaklega að fara í einhvern stað þar sem ég kvelst að eilífu, en samkvæmt kristinni trú mun guðinn þinn senda mig þangað. Ég er ekki að "dæma mig" til að fara þangað.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 21.11.2010 kl. 23:51

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nú? Hvað er það þá? Skáldsaga?

Helvíti er alla vega tilbúningur og myndlíking, ertu sammála því?

Grefill, ævintýri fjallar um eitthvað sem bæði höfundurinn og lesandinn vita að sé ekki til. Þegar það kemur að helvíti, þá trúði (og trúir enn) helling af fólki á tilvist helvítis.

Helvíti er auðvitað tilbúningur (ekki til), en helvíti er ekki myndlíking.

Auðvitað get ég ekkert sannað í þessum efnum frekar en aðrir en en mér finnst ansi langsótt að ætla að höfundurinn eða höfundarnir hafi trúað því að það væri raunverulegt sem þeir voru að skálda.

Sem þeir voru að skálda? Það er ekki eins og höfundur Mt hafi fundið upp á helvíti? Helvíti var mjög útbreidd hugmynd á þessum tíma, og kristnir menn trúðu á tilvist helvítis.

Helvíti og himnaríki eru í öllum tilfellum notað sem myndlíkingar til að túlka hið góða/rétta/bjarta og hið slæma/ranga/dimma. Þetta er engin sálfræðitúlkun, heldur eðlileg leið til að fá fólk til að gera skýran greinarmun á hinu góða og hinu vonda.

Þetta er bara ekki rétt Grefill. Helvíti var staður þar sem fólk (og illar verur) enduðu. Hvaðan færðu þá hugdettu að þetta hafi bara verið myndlíking fyrir hið slæma?

Svo virkar þetta alls ekki, t.d. er talað um að englar muni henda fólki við heimsendi í "eldsofninn". Englar að henda fólki í "að líða illa"?

Jú, Hjalti þú gerir það í hvert skipti sem þú óskar eftir því að fólk sem trúir bókstaflega öllu í Biblíunni standi fyrir henni og útskýri sögur hennar.

Ef þú gengur út frá því að Biblían sé skáldskapur, af hverju ertu þá að ætlast til að bókstafstrúaðir skýri hluti sem þú veist að gerðust ekki? What's the point?

Guðbergur, hérna er ég t.d. ekki að gera ráð fyrir því að nokkur skapaður hlutur hafi gerst. Í þessari færslu er ég að spyrja um boðskapinn.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.11.2010 kl. 00:05

28 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Hjalti! Já ég er sammála því að glæpamenn dæmi sig sjálfa til þess að fara í fangelsi. Allir vita að ef maður brýtur lög þá eru viðurlög við því, fangelsisvist eða sektir.  Þú spyrð hvers vegna Guð ákveði tímann, það er spurning sem erfitt er að svara en hann hefur sagt okkur allt sem við þurfum að vita. Hann hefur sagt okkur að þessi heimur muni líða undir lok og þegar við deyjum þá er okkar lífi hér lokið og enginn möguleiki á að taka ákvarðanir lengur. Jesú sagði okkur einnig að hann muni koma aftur til að sækja sitt fólk. Við höfum þetta líf til að taka ákvörðun um hvort við viljum trúa og fylgja Guði eða ekki. Ég skil mæta vel að þú hafir ekki áhuga á að fara á stað þar sem þú kvelst. Reyndar verður það ekki að eilífu því að þeim sem ekki trúa verður eytt með eldi og eldurinn varir ekki að eilífu. En það er nógu slæmt samt. Guð dæmir þig ekki og sendir þig ekki í glötun því hann hefur boðið þér eilíft líf. Hann elskar alla og vill ekki að neinn velji eilífan dauða fram fyrir eilíft líf. Jesús dó fyrir alla. Hann skapar nýja jörð þar sem engin synd verður til lengur, þar sem kærleikur Guðs verður alsráðandi. Ef þú vilt ekki taka við því þá dæmir þú þig sjálfur.

Edda Karlsdóttir, 22.11.2010 kl. 00:08

29 Smámynd: Grefill

Þú talar í kross Hjalti.

Þú segir að Helvíti sé tilbúningur. Skömmu síðar segir þú að helvíti hafi verið "staður þar sem fólk (og illar verur) enduðu". Helvíti getur ekki verið bæði tilbúningur og þessi staður. Hvort er það?

Hjalti: "Í þessari færslu er ég að spyrja um boðskapinn."

Já, og ég er búinn að útskýra fyrir þér boðskapinn. Hann er sá að ef þú gerir góða hluti þá ferðu til himna en ef þú gerir vonda hluti þá ferðu til helvítis. Flóknara er það ekki og hefur aldrei verið.

Grefill, 22.11.2010 kl. 00:20

30 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þú talar í kross Hjalti.

Þú segir að Helvíti sé tilbúningur. Skömmu síðar segir þú að helvíti hafi verið "staður þar sem fólk (og illar verur) enduðu". Helvíti getur ekki verið bæði tilbúningur og þessi staður. Hvort er það?

Grefill, helvíti er tilbúningur að því leytinu til að það er ekki til. Fólk hélt (og heldur enn) að helvíti væri raunverulegur staður.

Já, og ég er búinn að útskýra fyrir þér boðskapinn. Hann er sá að ef þú gerir góða hluti þá ferðu til himna en ef þú gerir vonda hluti þá ferðu til helvítis. Flóknara er það ekki og hefur aldrei verið.

Einmitt, fólk endar í helvíti! Nákvæmlega það sem ég var að segja um þennan texta.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.11.2010 kl. 00:29

31 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti! Já ég er sammála því að glæpamenn dæmi sig sjálfa til þess að fara í fangelsi. Allir vita að ef maður brýtur lög þá eru viðurlög við því, fangelsisvist eða sektir.

Já, en Edda, það eru dómararnir ekki glæpamennirnir sjálfir sem dæma þá. Glæpamennirnir sjálfir vilja helst ekki vera dæmdir.

Þú spyrð hvers vegna Guð ákveði tímann, það er spurning sem erfitt er að svara en hann hefur sagt okkur allt sem við þurfum að vita. Hann hefur sagt okkur að þessi heimur muni líða undir lok og þegar við deyjum þá er okkar lífi hér lokið og enginn möguleiki á að taka ákvarðanir lengur.

Ah...þannig að guðinn þinn hefur einhverja mjög dularfulla ástæðu fyrir því að vilja frekar henda fólki í helvíti heldur en að leyfa því að skipta um skoðun! En elskulegt af honum.

En ég get sagt þér ástæðuna ef þú vilt vita hana.

Guð dæmir þig ekki og sendir þig ekki í glötun því hann hefur boðið þér eilíft líf.

Ha?

Ef þú vilt ekki taka við því þá dæmir þú þig sjálfur.

Nei. Ekki frekar en þú dæmir sjálfa þig til að kveljast að eilífu með því að gerast ekki múslími.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.11.2010 kl. 00:35

32 Smámynd: Grefill

Já, en helvíti er ekki til, sjáðu, þannig að það er algjör óþarfi að velta því meira fyrir sér, til dæmis hvernig það lítur út. Það lítur bara út eins og þú vilt ímynda þér að það líti út.

Og það sem mér sýnist Edda vera að benda þér á er að þú hefur val um að gera góða/rétta hluti eða vonda/ranga hluti. Þess vegna dæmir þú þig sannarlega sjálfur til hinnar ímynduðu vistar í helvíti eða himnaríki.

Grefill, 22.11.2010 kl. 00:39

33 Smámynd: Grefill

Hjalti: Einmitt, fólk endar í helvíti!

Nei, Hjalti, fólk endar EKKI í helvíti því helvíti er ekki til.

Grefill, 22.11.2010 kl. 00:42

34 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Hjalti! Ertu að segja að glæpamaður sem fremur morð hafi ekki hugmynd um að hans bíði fangelsisvist fyrr en dómarinn hefur kveðið upp sinn dóm? Glæpamaðurinn veit ósköp vel að hann á ekki að myrða, hann veit að þegar hann fremur glæpinn þá heldur lífið ekki áfram sinn vanagang. Hann verður á flótta þar til hann verður tekinn og tekur út sína refsingu.

Það er aldeilis ekki neitt dularfullt við að Guð hafi sagt okkur að þessi tími sem við höfum hér á jörðinni sé takmarkaður. Allt hefur sinn tíma í þessu lífi og allir vita að þeir munu deyja. Þegar tími okkar er liðinn hér höfum við ekki möguleika á að velja meir. Ósköp einfalt mál.

Varðandi helvíti þá er það ekki staður, það er ástand. Við lifum öll undir náð Guðs núna þar sem Guð bíður eftir hverjum einasta einstakling. Þegar fólk hefur vísvitandi hafnað Guði allt lífið og við endurkomu Jesú þá verða tveir hópar fólks, þeir sem hafa tekið við Guði og hinir sem hafa hafnað honum. Að lifa án náðar Guðs verður helvíti fyrir þá sem hafa hafnað honum.

Við frelsumst ekki fyrir góð verk, við frelsumst einungis fyrir trú á Guð og náð hans. Við verðum síðan dæmd eftir því hvort við höfum lifað með honum og gert það sem hann hefur boðið okkur í orði sínu eða hafnað honum og gert það sem er gagnstætt vilja hans.

Edda Karlsdóttir, 22.11.2010 kl. 06:55

35 Smámynd: Rebekka

Edda, þú ert tvisvar búin að skauta fram hjá punktinum hans Hjalta um að þú hafir dæmt sjálfa þig til eilífðarkvala með því að hafa valið að gerast ekki múslimi.  Allah mun að öllum líkindum ekki þyrma þér, nema þú snúist til réttrar trúar.

Guð er ekki að gefa neitt val!  Þetta með að "veldu Jesú, eða þú verður dæmdur" er ekkert val, heldur þvingun.  Hér sjáum við Guð/Jesú, almáttugan og alvitran og allt það, sem segir við fólk;  "ef þið trúið ekki á mig, þá dæmi ég ykkur þegar heimsendir verður".  Ég sé þetta svipað og að segja "ef þú tekur ekki í hendina á mér, þá hrindi ég þér fyrir björg".  Viðmælandinn gæti allt eins bara viljað lifa sínu lífi og velja hvorugan kostinn:  Ekki taka í neinar hendur/trúa á neitt, og ekki kasta sér fyrir björg/verða dæmdur.  Er það eitthvað lögbrot að vilja ekki trúa á guð?

Við frelsumst ekki fyrir góð verk, við frelsumst einungis fyrir trú á Guð og náð hans.

Þetta finnst mér eitt af ljótustu og ógeðfelldustu viðhorfum trúaðra.  Glæsilegt Edda, þú ert að segja hér að allir þeir sem lifðu góðu og réttlátu lífi, en höfðu aldrei tækifæri til að heyra um guð/jesú þinnar trúar, verða dæmdir og komast aldrei til himna.  Aftur á móti fá syndaselirnir sem iðrast á dánarbeðinu frían passa.

Og svo maður tali aðeins um pistilinn hans Hjalta...   þá finnst mér hann góð ábending á hvernig nútímaprestar fela ljótu kaflana í Biblíunni, og segja samtímis að hún sé fullkomið orð guðs (og jafnvel siðferðilegt vegaljós!). 

Rebekka, 22.11.2010 kl. 08:41

36 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Edda segir Jesús ekki dæma neinn.  Flettu upp á eftirfarandi:

Jóh: 5:22 - 5:26-27 - 9:39  og 2. Kor. 5:10, svona til að byrja með.

Hún hefur greinilega samið eigin biblíu.  Hvernig væri svo að kíkja á Lúk. 14:26 og Matt. 10:34-37.

Jesú ítrekar raunar það sem Hjalti bendir á í greininni.  Í Matt: 13:49-50  og þar er þetta sagt beinum orðum eftir dæmisögu um net og fiskimenn útskýrir hann fyrir tregáfuðum lærissveinum, hvað hann á við.

"Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. "

Í 13:51 Spyr hann svo: Hafið þið skilið þetta? (helvítins bjánarnir ykkkar)

Og þeir svara: Já.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 09:58

37 identicon

Meira að segja Jesú vissi að hann var klikkaður, hann fattaði það á krossinum og sagði: Faðir hví hefur þú yfirgefið mig; Já það rofaði aðeins til í geðklofanum.

"Við frelsumst ekki fyrir góð verk, heldur fyrir trú á Gudda" <-- Hversu steikt er þetta ha

doctore (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 10:04

38 Smámynd: Edda Karlsdóttir

Jón Steinar! Ef þér er boðið í flotta veislu en "velur" að þiggja ekki það góða boð ertu þá ekki að "dæma" sjálfan þig frá veisluhöldunum? Kannski er það orðið að "dæma" sem þvælist fyrir fólki. Afleiðingar af þínu vali að hafa ekki þegið gott boð halda þér fyrir utan veisluhöldin og þá varla hægt að klína þeim afleiðingum á veisluhaldarann er það?  Það sama á um þann dag þegar Jesú kemur aftur og skilur vantrúaða eftir en tekur trúaða með í eilífðina. Það eru afleiðingar af okkar vali sem bitna á okkur sjálfum og varla hægt að kenna Guði um það.

Edda Karlsdóttir, 22.11.2010 kl. 10:49

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð eru innlegg þín, Edda Karlsdóttir! mjög góð (99,2%!).

Hjalti, kristnir menn trúa á upprisuna &#150; og upprisu okkar. No doubt!

Í 2. lagi: Telur þú illa menn og guðlausa eiga heimtingu á því að fá að lifa frammi fyrir ásjónu Guðs um eilífð?

Jón Valur Jensson, 22.11.2010 kl. 12:33

40 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er einn galli á þessari rökleiðslu ykkar Edda og Jón Valur. Þið gefið ykkur að guðð sé til án þess að hafa hugmynd um það. Ekki bara það heldur haldið þið að ykkar ákveðna óskhyggja sé hin eina rétta hér í heimi svo yfirlætið er alveg að slyga ykkur. 

Eda þú ert föst í einhverju, sem kallast hringhugsun. Ég er ekki viss um hvort það eru til lyf við því. Hvað finnst þér um réttina á veisluborðinu þinu, sem ég bendi þér á?  Ætlarðu ekki að reyna að útskýra burt hatrið og fyrirlitninguna, fordæminguna, hrokann og grimdina?

Í mínum augum eru þið aumkunarvert fólk. En ef þetta veitir ykkur fró að teljja ykkur í einhverjum þröngum sérréttindahóp í kosmísku samhengi, þá þið um það, en sýnið þó þá tillitsemi að halda órum ykkar og mikilmennskubrjálæði innan höfuðbeinanna. Blóðug sga trúarbragðanna ætti að hafa kennt ykkur það. Líklega hafið þið samt aldrei opnað aðra bók en þessa einu, svo það er kannski til full mikils ætlast að stóla á þekkinguna.

Mér er jafnvel til efs um að þú hafir lesið þessa "einu sönnu" Edda mín. Þú forðst allavega algerlega að tala um innihaldið. 

Mér finnst þó eins að þið hafið tileinkað ykkur Lúkas 14:26. Alla vega er mannfyrirlitningin massíf og sjálfsfyrirlitningin mitt í öllum hrokanum mun verða mér eilíf ráðgáta.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 12:50

41 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og Jón Valur það trúa ekki allir Kristnir menn á upprisuna né eilífa lífið.  Ég held meira að segja að pastor Þ&#39;orhallur geri það ekki ef dæma má af aðdáun hans og kynningum á "guðfræði" Gardells, sem Hjalti imprar á í blogginu á undan.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.11.2010 kl. 12:54

42 identicon

Edda, hvar er eilífðin og hvað þýðir það að vera tekin inn í eilífðina?

óskar (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 13:01

43 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti! Ertu að segja að glæpamaður sem fremur morð hafi ekki hugmynd um að hans bíði fangelsisvist fyrr en dómarinn hefur kveðið upp sinn dóm? Glæpamaðurinn veit ósköp vel að hann á ekki að myrða, hann veit að þegar hann fremur glæpinn þá heldur lífið ekki áfram sinn vanagang. Hann verður á flótta þar til hann verður tekinn og tekur út sína refsingu.

Edda, jú glæpamaðurinn veit vel að hann mu enda í fangelsi ef það kemst upp um hann og dómarinn dæmir hann í fangelsi. En þetta þýðir ekki að glæpamaðurinn dæmi sjálfan sig.

Það sem þú virðist vera að reyna að tjá er að glæpamaðurinn eigi skilið að enda í fangelsi og ætti að vita það.

Varðandi það að morðinginn hafi ekki hugmynd um að hans bíði fangelsisvist fyrr en að dómarinn hafi kveðið upp dóm sinn, þá passar það ekki við hugmyndir trúmanna um helvíti. Svo að ég komi enn einu sinni með múhameðstrúardæmið: Ef heimsendir kæmi á morgun, og það kæmi í ljós að múslímar höfðu rétt fyrir sér, myndi það vera rétt ef sagt yrði við þig: "Þú vissir vel að þú ættir skilið að enda í helvíti ef þú gerðist ekki múslími, það stendur í Kóraninum!"

Þegar tími okkar er liðinn hér höfum við ekki möguleika á að velja meir. Ósköp einfalt mál.

Nei, þetta er ekki einfalt mál. Hvað væri svona slæmt við það að taka tillit til þess að fólk skipti um skoðun eftir dauðann?

Varðandi helvíti þá er það ekki staður, það er ástand.

Í biblíunni er talað um helvíti sem stað, ekki ástand.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.11.2010 kl. 13:32

44 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Það vantar eitt "ð" í fyrirsögn.

Kristinn Theódórsson, 22.11.2010 kl. 13:37

45 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Hvað er illur maður Jón Valur? Er það maður sem framkvæmir illvirki eða bara maður sem iðrast ekki illvirkja sinna? Skiptir magn eða umfang illvirkjanna engu máli? Hvað teljast illvirki?

Edda, þú skautar ítrekað fram hjá punktinum hans Hjalta. Málið er ekki eins einfalt og þú setur það upp. Þetta er ekki bara spurning um að þiggja boð í veislu. Þetta er ekki einu sinni spurning um val milli þess að þiggja boð í veislu eða að kveljast.

Þetta er spurning um að þú færð ótal veisluboð en aðeins ein veislan er raunveruleg veisla. Þú verður nefnnilega kvalin ef þú ferð í hinar og þú verður kvalin ef þú ferð í enga. Jafnframt veistu ekki og geturðu ekki vitað hvaða veisla er sú rétta.

Grefillinn sjálfur, þú fattar annað hvort ekki punktinn hans Hjalta eða þú ert að reyna að skapa leiðindi. Ég ætla að gera ráð fyrir að hið fyrra eigi við og reyna að útskýra stuttlega:

Við erum sammála um að helvíti sé ekki til í bókstaflegri merkingu. Það sé í þeim skilningi orðsins tilbúningur eða ranghugmynd. Þú virðist hins vegar vera á þeirri skoðun að það hafi alltaf verið gefið, þ.e.a.s. að höfundar hugmyndarinnar um helvíti hafi vísvitandi búið hana til - að þeir hafi vitað að hún væri röng; ranghugmynd.

Ef þetta er rétt skilið hjá mér þá verð ég að leiðrétta þetta. Eðli ranghugmynda er einmitt það að fólk heldur að þær séu réttar. Flóknar og ítarlegar ranghugmyndir sem ekki byggja á reynslu eins og hugmyndin um helvíti verða heldur ekki til á einu bretti heldur þróast þær smám saman.

Þú hefur þegar viðurkennt að fólk á Biblíulegum tímum trúði á líf eftir dauðan. Þú mátt ekki gleyma hvaða hugmyndir fólk hafði um þetta líf, en þær voru ákveðnar; himnaríki eða helvíti - í bókstaflegri merkingu.

Höfundar Mt. hafa þar af leiðandi skrifað guðspjallið út frá þeirri hugmynd, en ekki út frá þínum hugmyndum um helvíti.

Þ.a.l. er boðskapur textans einmitt sá sem bæði þú og Hjalti hafið þegar sagt - algjörlega óháð því hvað þú sjálfur trúir eða trúir ekki um helvíti, og það er þessi boðskapur sem Hjalti er að fjalla um - ekki hvort helvíti sé alvöru staður eða ekki.

Sveinn Þórhallsson, 22.11.2010 kl. 13:37

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sveinn, það þarf naumast að skýra fyrir neinum, hvað illur maður er. En sá, sem framið hefur ill verk, en iðrazt þeirra og virkilega lagt stund á að gera gott, er ekki lengur illur. &#150; Jú, magn eða umfang illvirkjanna skiptir máli, en að kristnum skilningi verður maðurinn einfaldlega að hafa rétta grundvallarafstöðu til að vera hæfur til Guðríkis: að elska Guð og hata syndina og kasta syndunum að baki sér. En meiri illvirki merkja líka, að maðurinn hefur herzt meira í illsku sinni og lífsstefnu frá hinu góða til hins illa og á erfiðara með að breytast. Raunar er það kristin trú, að enginn megni það af sjálfum sér að snúa sér frá illsku til kærleika; til þess þarf náðarkraft Guðs.

Annars hef ég lítinn sem engan tíma til að ræða þessi mál.

Jón Steinar, ég veit ekki hvert þú ert kominn í hugleiðingum þínum &#150; er ekki viss um, að aðrir fylgi þér eftir í skilningi, þegar þú talar hér um "hatrið og fyrirlitninguna, fordæminguna, hrokann og grimdina" og síðan, til að bæta um betur; um "mannfyrirlitninguna massífa og sjálfsfyrirlitninguna mitt í öllum hrokanum". Þarftu ekki aðeins að gíra þetta niður?

Hvað sem einstaklingum líður, trúa kristnir menn á upprisuna.

Jón Valur Jensson, 22.11.2010 kl. 15:30

47 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Jón Valur, það er góður siður að hafa sameiginlegan skilning á orðunum sem verið er að ræða hverju sinni - mörg argument sem maður sér hér á vefnum stafa af mismunandi skilningi á orðum og hugtökum sem maður hélt að flestir gætu sammælst um.

En þakka þér fyrir skýr svör, það eru nefnilega ekki nærri allir svona bermæltir um þetta atriði kristindómsins, ekki sammála eða hafa einfaldlega ekki velt þessu fyrir sér. Þeir sömu vilja oft meina að nauðgurum, morðingjum o.fl. verði sjálfkrafa refsað af gvuði eftir dauðann, sem er alls ekki tilfellið eins og þú lýsir réttilega.

Ég spurði annars bara til að svara forvitni minni.

Sveinn Þórhallsson, 22.11.2010 kl. 15:43

48 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hvað sem einstaklingum líður, trúa kristnir menn á upprisuna.

Nokkrir þjóðkirkjuprestar tala um að trúa á "orðræðu kristninnar", en virðast hálfpartinn vera að segja að þeir trúi aðeins á upprisuna í einhverjum óljósum skilningi.

Eru það þá ekki kristnir menn?

Kristinn Theódórsson, 22.11.2010 kl. 15:45

49 Smámynd: Mofi

Má segja að það sem Guð býður öllum fyrirgefningu, þeir sem hafna henni verða þá dæmdir eftir verkum sínum og deyja. Þarf enga trú til að sjá að seinni parturinn er sannur, menn vita hver sín verk eru og þeir hafa samvisku sem segja þeim hvort þeir hafa einhvern tíman brotið gegn henni. Menn vita líka að þeir munu deyja, það liggur alveg ljóst fyrir.

Hérna kemur boðskapur Krists inn í myndina, að andspænis sekt og dauða er möguleiki á fyrirgefningu og lífi. Þeir sem vilja þetta ekki, það er bara sorglegt og þeir verða að fá að horfast í augu við afleiðingarnar af því vali. Sumir trúa ekki að þetta boð sé satt og það er jafn sorglegt en ég hef ekki séð þá færa góð rök fyrir þeirri trú.

Mofi, 23.11.2010 kl. 16:15

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kristinn, ég efast stórlega um kristindóm Bultmanns og Braithwaites, D.Z. Phillips og Dons Cupitt (að ég tali nú ekki um hann, minn gamla supervisor) og annarra þvílíkra. &#150; Verð ég að hafa dr. Gunnar á Reynivöllum með í þessu? &#150; Hann verður að svara því sjálfur! &#150; En seint trúi ég því, að séra Þórhallur, sonur þess mæta skálds, séra Heimis, sé ekki upprisutrúar.

Jón Valur Jensson, 24.11.2010 kl. 02:30

51 Smámynd: Valur Arnarson

Hjalti Rúnar Ómarsson

Kristinn Theódórsson

Jón Steinar Ragnarsson

Sveinn Þórhallsson

doctore

Trúið þið á Guð?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 12:55

52 Smámynd: Egill

alltaf finnst mér áhugavert hvernig trúað fólk veit hvaða hlutar biblíunnar eru réttir, hvaða hlutar eru rangir, hvaða hlutar eru bara dæmisögur, hvaða hlutar eru sögulegur sannleikur o.s.frv.

var einhver aukabók gefin út sem heitir Biblían útskýrð, og hún einungis fyrir þá sem nú þegar trúa á þessa hluti?

eða komu þessar upplýsingar til ykkar í draumi eða talaði guð kannski beint til ykkar þar sem hann útskýrir allar rangfærslur, siðleysið, morðin, ofbeldið og þversagnirnar?

Egill, 24.11.2010 kl. 13:46

53 Smámynd: Valur Arnarson

Egill,

Ég gæti spurt þig sömu spurningar og hina, trúir þú á Guð?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 13:51

54 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Valur, af hverju spyrðu spurninga sem þú veist svarið við?

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2010 kl. 14:05

55 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Trúið þið á Guð?

Það fer eftir því hvað orðið þýðir. Það virðast engir tveir menn vera sammála hvað það þýðir svo það er dálítið snúið að lýsa yfir trú á guð og meina eitthvað með því.

Það er t.d. undantekningalaust þannig að ef ég lýsi þeim guði sem ég trúi ekki á, segir trúmaðurinn að ég sé ekki að lýsa hans guði. Augljóslega er ég þá bara alls ekki að skilja hvað trúmaðurinn meinar með orðinu og ég því ófær um að trúa eða trúa ekki á það sem ég fæ ekki skilið hvað er.

Ég er því trúlaus hvað guð snertir.

Kristinn Theódórsson, 24.11.2010 kl. 14:07

56 Smámynd: Valur Arnarson

að ef ég lýsi þeim guði sem ég trúi ekki á

Hvernig getur þú lýst guði sem þú trúir ekki á?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 14:12

57 identicon

Værir þú til í að lýsa guðinum sem þú, Valur, trúir á?

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 14:18

58 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Hvernig getur þú lýst guði sem þú trúir ekki á?

Come on. Leggðu þig nú aðeins fram, Valur.

Ég trúi ekki á spaghettí skrímslið eða einhyrninga, samt get ég lýst skilgreiningum annarra á þessum hugmyndum. Ekki satt?

Það er margt sagt um guð um allar trissur. Þegar ég tek það saman og segi að þetta þyki mér undarlegt og ólíklegt er mér alltaf tjáð að ég skilji það ekki rétt og það sé svona eða hinsegin. Ef ég reyni þá að taka það saman og segja að það sé ólíklegt, er mér aftur tjáð að ég svoleiðis sé guð ekki heldur.

Trúfólk hörfar bara alltaf með guð sinn út fyrir umræðuna. Það er því ekki hægt að taka vitræna afstöðu til hans.

Kristinn Theódórsson, 24.11.2010 kl. 14:21

59 Smámynd: Valur Arnarson

Skal gert Þórður Ingvarsson,

Fyrirbæn Móse

12Móse sagði við Drottin: "Sjá, þú segir við mig: ,Far með fólk þetta.&#39; En þú hefir ekki látið mig vita, hvern þú ætlar að senda með mér. Og þó hefir þú sagt: ,Ég þekki þig með nafni, og þú hefir einnig fundið náð í augum mínum.&#39; 13Hafi ég nú fundið náð í augum þínum, þá bið ég: Gjör mér kunna þína vegu, að ég megi þekkja þig, svo að ég finni náð í augum þínum, og gæt þess, að þjóð þessi er þinn lýður."

14Drottinn sagði: "Auglit mitt mun fara með og búa þér hvíld."

15Móse sagði við hann: "Fari auglit þitt eigi með, þá lát oss eigi fara héðan. 16Af hverju mega menn ella vita, að ég og lýður þinn hafi fundið náð í augum þínum? Hvort eigi af því, að þú farir með oss, og ég og þinn lýður verðum ágættir framar öllum þjóðum, sem á jörðu búa?"

17Þá sagði Drottinn við Móse: "Einnig þetta, er þú nú mæltir, vil ég gjöra, því að þú hefir fundið náð í augum mínum, og ég þekki þig með nafni." 18En Móse sagði: "Lát mig þá sjá dýrð þína!" 19Hann svaraði: "Ég vil láta allan minn ljóma líða fram hjá þér, og ég vil kalla nafnið Drottinn frammi fyrir þér. Og ég vil líkna þeim, sem ég vil líkna, og miskunna þeim, sem ég vil miskunna." 20Og enn sagði hann: "Þú getur eigi séð auglit mitt, því að enginn maður fær séð mig og lífi haldið."

21Drottinn sagði: "Sjá, hér er staður hjá mér, og skalt þú standa uppi á berginu. 22En þegar dýrð mín fer fram hjá, vil ég láta þig standa í bergskorunni, og mun ég byrgja þig með hendi minni, uns ég er kominn fram hjá. 23En þegar ég tek hönd mína frá, munt þú sjá á bak mér. En auglit mitt fær enginn maður séð."

Og meira hér:

Þjónar nýs sáttmála

3
1Erum vér nú aftur teknir að mæla með sjálfum oss? Eða mundum vér þurfa, eins og sumir, meðmælabréf til yðar eða frá yður? 2Þér eruð vort bréf, ritað á hjörtu vor, þekkt og lesið af öllum mönnum. 3Þér sýnið ljóslega, að þér eruð bréf Krists, sem vér höfum unnið að, ekki skrifað með bleki, heldur með anda lifanda Guðs, ekki á steinspjöld, heldur á hjartaspjöld úr holdi.

4En þetta traust höfum vér til Guðs fyrir Krist. 5Ekki svo, að vér séum sjálfir hæfir og eitthvað komi frá oss sjálfum, heldur er hæfileiki vor frá Guði, 6sem hefur gjört oss hæfa til að vera þjóna nýs sáttmála, ekki bókstafs, heldur anda. Því að bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar.

7En ef þjónusta dauðans, sem letruð var og höggvin á steina, kom fram í dýrð, svo að Ísraelsmenn gátu ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans, sem þó varð að engu, 8hversu miklu fremur mun þá þjónusta andans koma fram í dýrð? 9Ef þjónustan, sem sakfellir, var dýrleg, þá er þjónustan, sem réttlætir, enn þá miklu auðugri að dýrð. 10Í þessu efni verður jafnvel það, sem áður var dýrlegt, ekki dýrlegt í samanburði við hina yfirgnæfandi dýrð. 11Því að ef það, sem að engu verður, kom fram með dýrð, þá hlýtur miklu fremur hið varanlega að koma fram í dýrð.

12Þar eð vér nú höfum slíka von, þá komum vér fram með mikilli djörfung 13og gjörum ekki eins og Móse, sem setti skýlu fyrir andlit sér, til þess að Ísraelsmenn skyldu ekki horfa á endalok ljóma þess, sem var að hverfa. 14En hugur þeirra varð forhertur. Því allt til þessa dags hvílir sama skýlan yfir upplestri hins gamla sáttmála og henni hefur ekki verið svipt burt, því að aðeins í Kristi hverfur hún. 15Já, allt til þessa dags hvílir skýla yfir hjörtum þeirra, hvenær sem Móse er lesinn. 16En "þegar einhver snýr sér til Drottins, verður skýlan burtu tekin." 17Drottinn er andinn, og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi. 18En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.

Ég bað Guð um að kynna sig fyrir mér og þetta er það sem hann hafði að segja.  Ég dró tvö mannakorn fyrir tilviljun, það fyrra var úr annari Mósebók og það síðara úr síðara Korintubréfi.  Mannakornin voru styttri en ég las í kringum textann sem er innblásinn af anda Drottins.

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 14:26

60 Smámynd: Valur Arnarson

Ég trúi ekki á spaghettí skrímslið eða einhyrninga, samt get ég lýst skilgreiningum annarra á þessum hugmyndum. Ekki satt?

Þú getur reynt það, en það er ekki lýsing frá þér sjálfum kominn og því ávalt gervi.  Svo er líka skrítið að lýsa einhverju sem maður trúir ekki að sé til.

Þú spyrð sjálfan þig, er Guð til? Eða er til guð?  Ef svarið er nei, þá hlýtur hugsunin að stoppa þarna, ekki satt?

Ef ég færi að reyna að lýsa guðum Hindúa þá kæmu fram ósanngjarnar myndir, getum við ekki verið sammála um það?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 14:29

61 Smámynd: Valur Arnarson

Er að fara að rækta líkamann,

Kveð að sinni

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 14:53

62 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Þú getur reynt það, en það er ekki lýsing frá þér sjálfum kominn og því ávalt gervi.  Svo er líka skrítið að lýsa einhverju sem maður trúir ekki að sé til.

Froðan.

Ég get lýst Andrési önd í þaula, Andabæ, Rip, Rap og Rup, Hábeini frænda og bílnum hans Andrésar. Sagt af þeim margar sögur og útskýrt hvernig Andrés er fremur klaufalegur gaur, óheppinn og svona, nema þegar sögurnar eru á hinn veginn.

Ég trúi samt ekki á Andrés Önd.

Hvernig gat ég þá lýst honum? Voðalega er þetta skrýtið og mikið gervi!!

Kristinn Theódórsson, 24.11.2010 kl. 15:01

63 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Valur, ég skal segja þér hvað ég trúi ekki á. Ég trúi ekki á tilvist andavera. Álfar, guðir, draugar, illir andar og svo framvegis.

Svo er líka skrítið að lýsa einhverju sem maður trúir ekki að sé til.

Svo ég haldi áfram eins og Kristinn, þá er Jean-Luc Picard skipstjóri geimskipsins Enterprise. Hann fæddist í Marsaille í Frakklandi og er með gervihjarta og er sköllóttur. Fornleifafræði er eitt aðaláhugamál hans.

Ég trúi ekki á tilvist Jean-Luc Picard. Skrýtið!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 16:37

64 Smámynd: Valur Arnarson

Segðu mér eitt Hjalti,

Hvernig náungi er Jean-Luc Picard? Hefurðu hitt hann? Er hann fljótur að reiðast? Er hann yfirvegaður á erfiðum tímum? Er hann ljúfur við þá sem minna mega sín? Verður hann montinn við velgengni?  Haldast stærilætin lengi eftir sætan sigur? Er hann þolinmóður? Hvernig virkar hann undir pressu? Hverjir eru hans helstu gallar? Og, hverjir eru hans helstu kostir?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 16:46

65 Smámynd: Valur Arnarson

Kristinn,

Ég get lýst Andrési önd í þaula klaufalegur gaur, óheppinn og svona, nema þegar sögurnar eru á hinn veginn.

Myndir þú segja að þetta væri nákvæm lýsing og dæmi um það að þú þekktir Andrés Önd vel?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 16:48

66 Smámynd: Valur Arnarson

Kristinn og Hjalti,

Ég hef talað við ykkur báða hér á netinu.  Ég er samt sem áður ekki sá besti í að lýsa ykkur.  Matthías væri t.d. betri til þess enda hefur hann hitt ykkur oft en ég aldrei.  Eftir því sem Matthías hittir ykkur oftar þá verður hann hæfari til verksins (að lýsa ykkur), getum við ekki verið sammála um þetta atriði?

Það gildir það nákvæmlega sama um Guð, ef þú kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki til þá getur þú ekki hitt hann, því þú munt ekki leita hans með þannig afstöðu í farteskinu.  Ef þú hittir hann ekki þá ertu ófær um að lýsa honum eða segja til um hvert eðli hans er.

Þið takið hér sem dæmi persónur í Andrés blöðum og úr Star-Trek.  Ég get tekið dæmi um persónu úr Star Wars.  Segjum t.d. Obi-Wan-Kenobi, ég er algjörlega uppá hugarheim George Lucas komin varðandi þennan character, hann reynir eftir fremsta megni að koma honum til skila til okkar áhorfendanna en við getum aldrei náð sömu dýpt í characterinn og hann sjálfur hefur gert (George Lucas).  Vegna þess að Obi-Wan er úr hugarheimi George Lucas.

Hins vegar eru Obi-Wan, Andrés Önd eða þessi Picard (sem heitir eins og stærðfræðingurinn) ekki menn eða andar sem við leitum til og því getum við ekki kynnst þeim nema í gegnum þá sem sköpuðu þá.

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:00

67 Smámynd: Valur Arnarson

En hvers vegna gengur kristnum mönnum illa að lýsa Guði og gera það jafnvel á mjög mismunandi hátt?

Það er jú vegna þess að við erum öll misjöfn og við upplifum hlutina mismunandi.  Ég tók hér dæmi um það hvernig ég kynntist Guði það getur annar kristinn maður verið með allt öðruvísi upplifanir en ég.  Svo er þetta spurning um hvernig okkur tekst að lýsa því sem við upplifum það er líka mjög mismunandi.  T.d. ef ég og doctore myndum hitta Matthías þá myndum við trúlega lýsa honum á gjörólíkan hátt vegna þess að upplifanir okkar af honum eru mismunandi.  Þarna eru margar breytur inni.  Hvernig er ég, hvernig er doctore, í hvernig skapi eða stemmningu vorum við þegar við hittum Matta, í hvernig stemmningu var Matti.  Við hvaða aðstæður hittum við hann.  Upplifanir okkar tveggja af atburðinum eru því eðlilega gjörólíkar.

Að ræða eðli einhvers sem ekki ert til

Þið segist vel geta rætt eðli einhvers sem ekki er til og nefnið máli ykkar til stuðnings Andrés Önd og Picard.  Gott og vel, hvað eru margir sem skrifa um Andrés Önd og Picard nánast daglega?  Örugglega fleiri sem skrifa um Picard daglega á blogg-síðum um Star-Trek. En getum við sagt að þær færslur séu líkar færslum Hjalta um Biblíuna?

Hérna erum við komin með athyglisverðar spurningar og kannski að kjarna málsins.  Hjalti trúir því ekki að Picard sé til og skrifar kannski um hann á Star-Trek bloggsíðum og hann trúir því ekki heldur að Guð sé til og skrifar um hann á mogga-blogginu.  En hvers vegna er Hjalti að skrifa um Biblíuna, Guð, Jesú og Picard.  Hvað er það sem hann skrifar mest um?  Nú veit ég ekki svarið við þessu en ég er nokkuð viss um að hann skrifar meira um Biblíuna hér á blogginu heldur en ég.  Hann hugsar örugglega meira um hana og innihald hennar heldur en ég.  En hvers vegna er það?  Er Hjalti að reyna að fylla inní eitthvað tómarúm sem hefur myndast hjá honum vegna trúleysis?

Að gefa ómálga börnum Biblíuna eða önnur trúarrit

Við vitum að notagildi trúarrita getur verið mismunandi.  T.d. getum við notað Biblíuna til þess að leita Guðs og það eru margir sem hafa gert það í gegnum tíðina og fundið Guð og orðið það sem við köllum að vera kristinn.  En eru allir sem nota t.d. Biblíuna á þennan hátt? Hér sjáum við höfund þessa bloggs sem notar Biblíuna á allt annan hátt, hann notar hana til þess að rífa og tæta blaðsíðu fyrir blaðsíðu.  Hver er tilgangurinn með því?  Eins og ég kom inná í síðasta kafla þá gæti verið um uppfyllingu tómarúms að ræða en fyrir mér virkar þetta á sama hátt og að gefa ómálga barni Biblíuna eða aðrar bækur.  Barnið hefur engan skilning á mikilvægi ritsins og gerir því bara eins og Hjalti gerir enda höfum við séð Hjalta líkja Biblíunni við Séð og Heyrt.

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:21

68 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Valur, ég get alveg lýst persónunni Jean-Luc Picard betur. En ég veit ekki hver tilgangurinn væri.

Ef þú hittir hann ekki þá ertu ófær um að lýsa honum eða segja til um hvert eðli hans er.

Rangt. Ég hef aldrei hitt Jean-Luc Picard en samt lýsti ég honum og ég get alveg sagt þér til um "eðli hans". 

En hvert ertu eiginlega að fara með þessu? Viltu ekki bara koma þér beint að efninu og segja hreint út hvað þú vilt segja í staðinn fyrir að koma með þessar spurningar?

Hins vegar eru Obi-Wan, Andrés Önd eða þessi Picard (sem heitir eins og stærðfræðingurinn) ekki menn eða andar sem við leitum til og því getum við ekki kynnst þeim nema í gegnum þá sem sköpuðu þá.

Veistu hvað, það sama á við um guðinn þinn!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 17:22

69 Smámynd: Valur Arnarson

Ein spurning til ykkar strákar.

Mynduð þið segja að þörf ykkar til þess að lýsa eðli Guðs og pæla í Biblíunni og stútera Biblíunna væri sams konar þörf og skapast hjá ykkur þegar þið skrifið um Andrés Önd eða Star Trek á þar til gerðum blogg-síðum?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:23

70 Smámynd: Valur Arnarson

Veistu hvað, það sama á við um guðinn þinn!

Nei, ég kom til Jesú Krists án milligöngu nokkurs.

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:27

71 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég hef ósköp litla þörf til að lýsa eðli Guðs. Aftur á móti kemur fyrir að trúmenn tala um einhverja gvuði og þá hef ég áhuga á því sem þeir halda fram.

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2010 kl. 17:27

72 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nei, ég kom til Jesú Krists án milligöngu nokkurs.
Hvernig veistu þá að það var Jesú Kristur?

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2010 kl. 17:28

73 Smámynd: Valur Arnarson

Hjalti,

Lestu svör mín frá því kl. 17:00 og 17:21

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:28

74 Smámynd: Valur Arnarson

Hvernig veistu þá að það var Jesú Kristur?

Vegna þess að ég hitti hann.

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:29

75 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Og sagðist hann vera Jesú Kristur? Sannaði hann það með einhverjum hætti?

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2010 kl. 17:30

76 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Valur, ég er búinn að lesa þau yfir. Ég sé engan merkilegan punkt. Þú virðist aðallega vera að velta því fyrir þér hvers vegna ég sé að skrifa um biblíuna. Er þetta punkturinn þinn: "Ég velti því fyrir mér hvers vegna Hjalti skrifar um biblíuna." 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 17:30

77 Smámynd: Valur Arnarson

Ég hef ósköp litla þörf til að lýsa eðli Guðs.

Ertu viss um að þetta sé satt Matti?

Spáið í hverslags drullusokkur þessi náungi er!

Þetta segir þú um Jesús í færslu á síðunni þinni sem heitir "Hefnigjarni Jesús".  Ekki ljúga Matthías það fer þér illa.

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:35

78 Smámynd: Valur Arnarson

Getur þú svarað þeirri spurningu, Hjalti?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:36

79 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Valur, það telst til góðra netsiða að vísa á síður sem þú vitnar í: Hefnigjarni Jesús

Þarna er Matti að lýsa hvernig persóna í sögu kemur honum fyrir sjónir.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 17:37

80 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Getur þú svarað þeirri spurningu, Hjalti?

Mér finnst það gaman.

Ertu með einhvern alvöru punkt Valur? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 17:38

81 Smámynd: Valur Arnarson

Þarna er Matti að lýsa hvernig persóna í sögu kemur honum fyrir sjónir.

Hann er að lýsa eðli hans, er það ekki? Hann gerir honum að vera hefnigjarn. Ef ég væri hefnigjarn (sem ég er að vissu leiti) þá væri það lýsing á mínu eðli, ekki satt?

En hvað með spurninguna, Hjalti?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:39

82 Smámynd: Valur Arnarson

Akverju skrifar þú miklu meira um Biblíuna og kristna trú (lífsskoðanir annara) heldur en þína eigin lífsskoðun sem er trúleysi?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:40

83 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hann er að lýsa eðli hans, er það ekki? Hann gerir honum að vera hefnigjarn. Ef ég væri hefnigjarn (sem ég er að vissu leiti) þá væri það lýsing á mínu eðli, ekki satt?

Jú, og "Gul Dukat er drullusokkur." er lýsing á eðli Gul Dukats úr Star Trek. Ég fullvissa þig um að Matti telur Jesú ekki vera andaveru sem er til í dag. 

En hvað með spurninguna, Hjalti?

Ég svaraði henni: Mér finnst þetta gaman. 

Gætir þú nú svara minni spurningu: Hefurðu eitthvað merkilegt að segja? 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 17:43

84 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Akverju skrifar þú miklu meira um Biblíuna og kristna trú (lífsskoðanir annara) heldur en þína eigin lífsskoðun sem er trúleysi?

Valur, ég nenni ekki að svara endalaust svona spurningum. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 17:46

85 Smámynd: Valur Arnarson

Jú, og "Gul Dukat er drullusokkur." er lýsing á eðli Gul Dukats úr Star Trek. Ég fullvissa þig um að Matti telur Jesú ekki vera andaveru sem er til í dag.

En hann er að lýsa eðli Guðs hvort sem hann telur hann vera andaveru eða ekki.

Gætir þú nú svara minni spurningu: Hefurðu eitthvað merkilegt að segja? 

Ég var að segja að miðað við allt sem hefur komið fram hér þá reynið þið að fylla uppí trúleysis tómarúm með því að rakka niður lífsskoðanir annara.  Finnst ykkur það ekki pínulítið aumkunarvert?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:48

86 Smámynd: Valur Arnarson

Valur, ég nenni ekki að svara endalaust svona spurningum. 

Þú hefur aldrei svarað þessari:

Akverju skrifar þú miklu meira um Biblíuna og kristna trú (lífsskoðanir annara) heldur en þína eigin lífsskoðun sem er trúleysi?

Er það mjög óþægilegt fyrir þig?

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 17:49

87 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

En hann er að lýsa eðli Guðs hvort sem hann telur hann vera andaveru eða ekki.

Ha? Ég fullvissa þig um að Matti telur Jesús guðspjallanna ekki vera guð.

Ég var að segja að miðað við allt sem hefur komið fram hér þá reynið þið að fylla uppí trúleysis tómarúm með því að rakka niður lífsskoðanir annara.  Finnst ykkur það ekki pínulítið aumkunarvert?

Mér finnst þessi málflutningur þinn aumkunarverður.

Er það mjög óþægilegt fyrir þig?

Nei, ég bara nenni ekki að svara einhverjum handahófskenndum spurningum frá þér sem eru ekki að fara neitt.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 17:56

88 Smámynd: Valur Arnarson

Nei, ég bara nenni ekki að svara einhverjum handahófskenndum spurningum frá þér sem eru ekki að fara neitt.

Nei, nei, Hjalti minn, þú þarft náttúrulega ekki að svara þessu hér, enda vitum við báðir svarið en þú gætir velt þessu fyrir þér.

Þið eruð ágætis strákar allir og ég ber hlýhug til ykkar og skal biðja fyrir ykkur í kvöld.  Ég hef samt einhvernvegin á tilfinningunni að þessi hlýhugur sé ekki gagnkvæmur.

Kveð að sinni, er farinn að reikna út "Slopes".  Lifið heilir.

Valur Arnarson, 24.11.2010 kl. 18:00

89 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Valur, ég var að vitna á ákveðinn texta og fjalla um hvernig sú persóna sem skrifað var um í þeim texta kemur mér fyrir sjónir. Þannig að ég laug engu frekar en fyrri daginn.

Af hverju svaraðir þú ekki spurningu minni?

Og sagðist hann vera Jesú Kristur? Sannaði hann það með einhverjum hætti?

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2010 kl. 18:04

90 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég hef samt einhvernvegin á tilfinningunni að þessi hlýhugur sé ekki gagnkvæmur.
Vertu ekki svona falskur Valur og komdu hreint til dyra. Þú hefur ítrekað drulla yfir mig, dregið mig inn í umræður sem ég hef ekkert með að gera og gert mér upp skoðanir sem ég hef ekki.

Ef þú kemur þannig fram við fólk sem þú berð "hlýhug" til hefði ég gaman að því að heyra hvernig þú kemur fram við fólk sem þér er illa við.

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2010 kl. 18:06

91 Smámynd: Grefill

Það er búið að vera virkilega lærdómsríkt að lesa yfir þessa kennslustund þína hér í dag Valur. Auðvitað viðurkenna þeir Knoll og Tott ekkert frekar en fyrri daginn og setja upp gamla skilnings- og "ha-hvað" sakleysissvipinn, en ég þori að fullyrða að í dag hittirðu þá beint í sálina. Virkilega vel gert.

Ég vona að þeir félagar og aðrir "trúlausir" læri af þessari lexíu.

Grefill, 24.11.2010 kl. 19:47

92 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Æi Grefill, það þarf nú ekki mikið til að gleðja þig 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 19:54

93 Smámynd: Grefill

Satt er það, Hjalti. Ég gleðst yfir hverju því smáskrefi sem hægt er að þoka ykkur "trúleyingjunum" í áttina að meiri skilningi, betra siðferði og fyllra lífi.

Grefill, 24.11.2010 kl. 20:55

94 identicon

"Satt er það, Hjalti. Ég gleðst yfir hverju því smáskrefi sem hægt er að þoka ykkur "trúleyingjunum" í áttina að meiri skilningi, betra siðferði og fyllra lífi."

 Akkúrat það. Uppskriftin af lausnum á þessum vandamálum sem hrjá stóran hluta mannkyns, hvort sem þeir trúa eða trúa ekki á ímyndaða drauga, felast í að lesa troll-like-spam vitleysu frá manni sem virðist ekki eiga sér mikið annað líf en að kommenta á Moggablogginu með samhengislausri vitleysu.

Mikið andskoti eru Hádegismóamenn tillitslausir gagnvart þeim sem eru í krísu; að hafa ítrekað lokað bloggum frá þessum sjálfskipaða lausnara mannkynsins. Snillingar eru því miður sjaldnast metnir af verðleikum fyrr en eftir þeirra síðasta dag.

Hafðu þakkir fyrir þitt óeigingjarna verk Guðbergur. Tími þinn á naríunum við tölvuna, kvöld eftir kvöld, dag eftir dag, klukkustund eftir klukkustund; verður vonandi metin að verðleikum e-n daginn.

Einar K. (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 21:39

95 Smámynd: Grefill

Þakka þér fyrir Einar minn K. Alltaf gaman að heyra frá aðdendum en passaðu þig samt á að lesa ekki allt sem ég skrifa því jafnvel þú gætir orðið að örlítið betri manni fyrir vikið.

Yrði það ekki agalegt?

Grefill, 24.11.2010 kl. 21:57

96 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Guðbergi (Grefli) virðist fyrirmunað að skilja að hann er sjálfur svívirðilega ósanngjarn skaphundur sem hefur ekkert að kenna neinum hvað góða siði snertir, eins og lygilegt magn lokaðra blogga hans staðfestir svo eftirminnilega. Maður sem gengur svo fram af blog.is að lokað er á hann trekk í trekk getur ekki kunnað mikið fyrir sér í hófsemi og stillingu.

Kristinn Theódórsson, 24.11.2010 kl. 22:25

97 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég faldi dónalega athugasemd frá ónenfdum aðila.  Og loka bara þessum umræðum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.11.2010 kl. 23:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband