Ein af „frumskyldum“ presta...

...er „að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum“.

 

Þetta sá ég ríkiskirkjuprest skrifa nýlega.  Þetta er ekki grín, presturinn skrifaði þetta í alvörunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Augljós frumskylda!

Kristinn Theódórsson, 8.11.2010 kl. 21:05

2 identicon

  Guð blessi Ísland.

  Ekki minni maður en Haarde sjálfur hagfræðingur.

Veitti nokkuð af? Hlaupum við ekki öll í skjól þegar í harðbakkann slær?

Villi (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 21:58

3 identicon

Ahahahaha!!! Fokk! Fór þetta fólk í eitthvað sérstakt evangelískt námskeið í suðurríkjum Bandaríkjana? Þvílík moðerfokking bilun!!!

Hvaða prestur er þetta sem ber að vara börnum við?

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 01:18

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maður veltir fyrir sér hvað myndi gerast ef presturinn gerði þetta ekki.  Einhverjar hugmynir?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 09:46

5 identicon

Hvers vegna að vera hissa, það er jú staðreynd að börn spegla tal og hegðun fullorðinna; Hvað ungur nemur, gamall temur.

Án aðgengis að börnum mun trúin hverfa á örfáum kynslóðum.
Ég veit ekki með ykkur en persónulega tel ég það vera eitt ógeðslegasta "starf" í heimi, að vinna við það að ljúga að litlum börnum; Já ljúga að látnir ástvinir séu í gíslingu hjá Gudda.

Já litli vinur minn, mamma þín er nú dáin og farin til Gudda; Ég er umboðsmaður Gudda, ég get skaffað þér miða til mömmu, og líka ömmu

Ógeðslegt

doctore (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 10:20

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hin óttalausa og óforskammaða leggur ótrauð orð í þennan belg :)

Góðar óskir - eða blessun í þessu tilviki - skaða engan.

Hitt getur skaðað, að segja litlum börnum sannleikann of snemma. Eða eins og í frásagnaranda doktore: "já litli vinur minn, mamma þín er nú dáin og farin niður í moldina þar sem ormarnir eru að éta hana"

De mortuis nihil nisi bonum.

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 16:15

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þó maður segi börnum sannleikann er ekki þar með sagt að maður þurfi að segja þeim að ormarnir éti hina látnu.

Það er til millivegur.

Matthías Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 16:31

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Aha, Matthías. Sannleikurinn hrár er "ógeðslegur" svo ég vitni aftur í doktore - og mín skoðun er að hann sé ekki við hæfi smábarna.

Hver er millivegurinn sem þú hefur í huga?

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 16:53

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nú er [hinn látni] ekki lengur með okkur. Við skulum minnast hans. Og svo framvegis.

Ég sé ekki ástæðu til að ræða meðferð á líki við börn enda algjört aukaatriði. Ef þau spyrja er hægt að ræða það út frá ýmsum flötum án þess þau að ganga fram af börnum eða hræða þau.

Ég sé engar ástæður til að segja draugasögur.

Matthías Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 17:07

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Matthías, en þú gleymir einu! Börnin spyrja alltaf; hvert fór mamma, pabbi, amma, afi? Þau heimta svör. Og ekkert múður.

Ef við viljum ekki segja þeim sannleikann - hvað þá?

Þar sem sannleikurinn hefur aðeins einn flöt, hljóta hinir ýmsu fletirnir að vera eftir kokkabók hvers og eins. Erum við þá ekki komin aftur í gömlu, góðu startholurnar: hver er trú og/eða vantrú þín?

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 17:24

11 Smámynd: Egill Óskarsson

Mér finnst Kolbrún ansi kræf að halda að hún sé að góma Matta og aðra trúleysingja í bólinu ef þeir fara ekki í mjög gróteskar náttúrufræðilegar lýsingar á því hvað verður um lík sem jörðuð eru (fyrir nú utan þann misskilning hennar að algengt sé að ormar éti lík). Það er vel hægt að hjálpa börnum í gegnum missi án þess þó að maður fari ekki að blanda guði, himnaríki og helvíti inn í málið. 

En mér þætti reyndar áhugavert að vita hvort að Kolbrún segi börnum sem hún ræðir við að hinn eða þessi sé núna í helvíti, sé um að ræða fólk sem hefur syndgað?

Ég var annars á ansi áhugaverðum fyrirlestri um daginn um kvíða- og sorgarviðbrögð hjá börnum. Þar kom fram í máli fyrirlesarans að það væri einmitt alls ekki gott sem trúað fólk á það til að segja börnunum sínum að nú sé sá sem dáin/n er hjá guði/á himnum og fylgist með okkur hinum. Það hreinlega getur gert illt verra að búa til þá ímynd fyrir börn og vakið upp hjá þeim óeðlilega sektarkennd sem engum hjálpar. 

Egill Óskarsson, 9.11.2010 kl. 17:32

12 Smámynd: Grefill

Egill, mælti fyrirlesarinn með einhverju sérstöku svari til barna sem spyrja hvert einhver sem er dáinn hafi farið?

Grefill, 9.11.2010 kl. 17:54

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Egill gefur sér ýmislegt varðandi mitt háttalag gagnvart látnum og lifendum, sem hann veit skiljanlega ekkert um.

Verri er þekkingarskortur hans á því líffræðilega ferli sem fer í gang strax eftir dauða lífvera.

En sá er háttur sumra að ráðast á persónuna en ekki umræðuna sem slíka ef rökin skortir.

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 18:14

14 Smámynd: Egill Óskarsson

Grefill: M.a. því sem Matti sagði. Að nú væri X ekki lengur hjá okkur en að við ættum alltaf minninguna um hann. Leggja áherslu á að það er allt í lagi að okkur líði illa þegar við missum einhvern sem okkur þyki vænt um. Annars hefur fyrirlesarinn, Gunnar Finnbogason, gefið út allavega eina bók um þetta efni sem ætti að nýtast fólki.

Kolbrún: Nú er ég alveg hættur að skilja. Hvað er ég að gefa mér? Hvar ræðst ég á þig? Ég bendi í upphafi kommentsins á að trúleysingjar geti vel rætt um dauða án þess að fara í grófar lýsingar á rotnun. Þar næst varpaði ég fram spurningu, sem var síst meiri árás en það sem þú hefur leyft þér. 

Ég þekki líffræðilega ferlið ágætlega. Það eru hins vegar fyrst og fremst bakteríur sem vinna á líkum manna sem grafin eru í kistum, ekki ormar. 

Ég réðst hvergi á persónu þína, en mér þykir hins vegar pínu kjánalegt að gera sér upp viðkvæmni þegar maður á engin svör.

Egill Óskarsson, 9.11.2010 kl. 18:29

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ef við viljum ekki segja þeim sannleikann - hvað þá?
Við viljum segja þeim sannleikann, en það er engin ástæða til að ræða um meðferð á líki.

"Langafi er dáinn" er ekkert svo skelfileg setning ef hún er sett fram af nærgætni. Egill hefur farið yfir þetta. Draugasögurnar bæta stöðuna ekkert.

Matthías Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 18:51

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einn hugsanafeill hjá þér Kolbrún mín.  Þótt kristnir ljúgi því að börnum að fólk fari til himna, þá breytir það engu um örlög líkamanns.  Lygin er ekki til að breiða yfir það að hann rotni eða sé brenndur.  Af hverju er það eini valkostur trúlausra að velta sér upp úr nákvæmlega sama gor og kristnir sitja uppi með í þessu samhengi.

Hér er verið að tala um persónu sem er horfin frá okkur en ekki hræið af henni. Okkar valkostur er að segja að viðkomandi sé dáinn, farinn....end of story.  Við getum líka með góðri samvisku sagt að viðkomandi njóti nú eilífs friðar, rétt eins og þið. 

Það er ekki nóg með að þið skapið einhvern fantasíuheim (raunar tvo valkosti) heldur viljið þið líka gera okkur upp einhvern nöturlegan valkost í þessum mjög svo óumflýjanlegu og eðlilegu kringumstæðum.

Er þessi óheiðarleiki, rætni og illkvittni eitthvað sem lærist með kristinni siðfræði?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 19:03

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars snýst þetta ekki um hvað segja skuli börnum þeim til huggunar í tilfelli ykkar. Þetta er ykkar prívat sjáfsefjun við óstjórnlegum ótta við forgengileikan og brjálæðislegum ranghugmynum um mikilvægi ykkar í kosmísku samhengi.

Þið vitið fullvel að þetta er lygi. Þið vitið fullvel að það er ekki flugufótur fyrir þessum fantasíum ykkar um sælu og endurfundi í eilífu VIP-i á himnum. Þessum fantasíum finnst ekki einu sinni staðfesting í biblíunni. Hvaðan hafið þið þetta? Úr ykkar eigin kolli?  Prestinum? Lýsir þetta heiðarleika?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 19:13

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er svo alltaf valkostur að segja við börn ef þau spyrja hvert hinn látni hafi farið að þú vitir það ekki.

Hefur þér kannski alrei komið til hugar að hægt sé að svara börnum án þess að ljúga? 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 19:17

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samkvæmt boðorðunum er þér annars ekki bannað að ljúga per se, helur einungis að bera ljúgvitni gegn náunganum, þ.e. að ljúga einhverju uppá einhvern. (Það gerir þú raunar hálft í hvoru, gagnvart trúlausum með að leggja þeim orð í munn)

Þú ert því frjáls samkvæmt trú þinni að ljúga eins og þú vilt og hafa það eins og þú vilt, en ekki viðhafa sladnur á samferðamenn þína...trúaða eða trúlausa.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 19:26

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Matthías, dauði langafa er ekki sambærilegur við dauða mömmu eða pabba frá sjónarhóli barns. En það vita aðeins þeir sem umgangast börn að staðaldri.

Samkvæmt Hagstofunni í ársbyrjun voru utan trúfélaga 10.336 einstaklingar - þar af 1853 börn. Eða um það bil 1 barn á hverja 5 fullorðna. Sá hópur tilheyrir ekki sjálfkrafa Vantrú - en af gefnu tilefni: Hversu mörg börn eru skráð í Vantrú?

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 19:31

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ekkert við mið að tala Kolla?

Annars er gaman að því að við jarðarfarir sitja börnin einatt í kirkjunni ef þegar náinn er kvadur.  Þar beljar presturinn yfir kistunni að lokum og eys hana drullu:

"Af moldu ertu komin(n), að moldu skaltu aftur verða!"

Er það ekki svolítið óvægið?




Jæja...ég sé enn aðra rökleysu hér í uppsiglingu. Best að fara að hlusta á Bible Geek.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 19:43

22 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Steinar, ætlar þú að afkristna mig eða á ég að kristna þig?

Hvernig væri að við (hvort um sig) værum bara sátt við okkar og létum hvort annað í friði - svona theologískt séð? Margt annað gætum við átt sameiginlegt og rætt í bróðerni yfir kaffibolla eða bjórkrús.

Ekki þar fyrir; ég er enn við það heygarðshorn að börnum skuli hlífa þangað til þau hafa aldur og þroska til þess að takast á við gráan veruleikann!

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 19:44

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars er nóg af hryllilegum lýsingum um hvað verður um líkamann um alla biblíu til að ræna hvern þann svefni í nokkrar nætur, sem les. Ormar, rotnun, rottur etc.

Það er raunar ekki það versta eins og allir vita, sem lesið hafa.

Hvenær telur þú börn nægilega styrk í biblíulestur? Ætti að vera alurstakmark á því.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 19:52

24 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þar hitti síðasta innegg vel sem spurning í framhaldi.

En þú svarar mér ekki af hverju þú þarft að ljúga að barni þegar þú getur sagt eins og er að þú vitir ekki?

Það er engin theológía í þessu Kolla mín, bara kommon sense. Viðurkenndu bara að þú ert gersamlega úti á túni með allar þessar ályktanir þínar og hefur greinilega ekki hugsað þær nógu vel.

Ég er að þessu í fyllstu friðsemd, engar áhyggjur.  Það varst þú sem komsthérna inn með fullyrðingar þínar og útleggingar.  Eigum við bara að þegja á meðan þú valsar um bloggið eins og vindurinn?

Vertu nú þæg og góð og virtu viðmælendur þína.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 19:58

25 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er svo ekki að afkristna þig. Dettur það ekki til hugar. Ég veit líka fullvel að þú ert ekki að reyna að kristna neinn hér, eins og allir sjá sem lesa.  Þú ert þó að hæðast og bulla og eins og ég hef margoft sagt að þá er bullshittþröskuldur minn hannaður fyrir hjólastóla, svo ég stenst illa mátið að verja ímyn okkar trúlausra, sem þú ert svo iðin við að reyna að klepra út með rangfærslum þínum.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 20:02

26 Smámynd: Egill Óskarsson

Ég veit að Kolbrún var að beina orðum sínum til Matta en þar sem hún virðist hætt að reyna að svara mér þá ætla ég bara að skipta mér af.

Kolbrún: Matthías, dauði langafa er ekki sambærilegur við dauða mömmu eða pabba frá sjónarhóli barns.

Auðvitað ekki. Þessi punktur þinn er út í hött. Þess utan tókst þú dæmi um afa og ömmu. Börn geta hins vegar upplifað mikla sorg þegar afi, amma, langafi eða langamma deyja. 

Kolbrún: En það vita aðeins þeir sem umgangast börn að staðaldri.

Þetta segir manneskja rétt rúmum klukkutíma eftir að hún skensaði mig fyrir persónuárásir og að hafa 'gefið mér' eitthvað um sína hagi og skoðanir. Legðu frá þér steinana Kolbrún, þú ert ekki í nógu hentugu húsi til þess að grýta þeim svona út í loftið. 

Kolbrún: Hversu mörg börn eru skráð í Vantrú?

Ekkert. Engin sem ekki hefur náð lögaldri getur skráð sig í Vantrú. 

Egill Óskarsson, 9.11.2010 kl. 20:16

27 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Kolbrún, voðalega þykir mér ónotalegur "tónn" í skrifum þínum.

Matthías, dauði langafa er ekki sambærilegur við dauða mömmu eða pabba frá sjónarhóli barns. En það vita aðeins þeir sem umgangast börn að staðaldri.
Ég á þrjú börn Kolbrún. Ég geri mér grein fyrir því að það er munur á þessu.

Hversu mörg börn eru skráð í Vantrú?
Það er ekkert barn skráð í Vantrú. Hvorki mín börn né annarra.

Matthías Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 20:16

28 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Steinar, hver er ímynd trúlausra?

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 20:18

29 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nú, t.d. halda margir að trúleysingjar séu siðleysingjar. Aðrir halda að þeir geti ekki rætt við börn um andlát vina eða ættingja nema með því að tala um möðkuð lík. Furðulegar ranghugmyndir í gangi.

Matthías Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 20:26

30 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Matthías, ég geri mitt besta til þess að forðast ónotalegan tón - og ég veit frá fyrri samskiptum að þú ert hinn indælasti maður og fjölskyldufaðir :)

Hins vegar játa ég mig seka um að ögra ykkur Vantrúar til þess að lokka fram viðbrögð. Þó ekki vegna þess að mér sé illa við ykkar trú/vantrú, heldur vegna þess að þið látið ykkur ekki nægja það sem er ykkar. Við hin eigum líka rétt á okkar!

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 20:30

31 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Mér þykir leitt að valda þér vonbrigðum með skorti á almennilegum viðbrögðum.

Því miður er ansi stór hluti tjáskipta minna við trúbræður þínar og systur af þessum toga.

Getur þú skilið að við verðum stundum dálítið leið á þessum "ögrunum"?

Matthías Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 20:32

32 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Matthías, ég blogga sjálf ALDREI um neitt trúarlegt. Það eruð ÞIÐ, Vantrúar, sem stofnið til ritdeiluvandræðanna!

Eins og á þessum þræði - það nennir enginn nema ég að reyna að rökræða við ykkur á "móti". Vonlaus ræðukeppni í hvaða menntaskóla sem er!

Gefðu mér að minnsta kosti hól fyrir að halda þræðinum lifandi svona lengi. Yrði smá smyrsl á marblettina...

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 21:03

33 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég gerði mitt besta við að svara þér málefnalega. Kannast ekki við að hafa ögrað þér, samt liggur þú helblá og marin! Furðulegt!

Matthías Ásgeirsson, 9.11.2010 kl. 21:17

34 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Matthías. Marin - ekki helblá! Og það ekki af þínum völdum nema örlítið. Líttu svo á þráðinn frá upphafi, og settu þig í mín spor.

Nú ætla ég ekki að segja orð um kynjajafnrétti - en þú mátt alveg skoða það hlutfall líka.

Svo veit ég auðvitað ekki hvað Hjalti ætlar að gera; auglýsa eftir fleiri konum, fleiri andmælendum eða loka umræðunni.

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 21:32

35 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Sæl Kolbrún, tvær örstuttar spurningar: 

Þó ekki vegna þess að mér sé illa við ykkar trú/vantrú, heldur vegna þess að þið látið ykkur ekki nægja það sem er ykkar.

Hvað áttu eiginlega við með þessu?

Við hin eigum líka rétt á okkar!

Og hvað áttu við með þessu?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2010 kl. 22:56

36 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Matthías, ég blogga sjálf ALDREI um neitt trúarlegt. Það eruð ÞIÐ, Vantrúar, sem stofnið til ritdeiluvandræðanna!

Kolbrún, ég hef sagt það áður og segi það enn: á meðan ríkið er að ausa milljónum í stjórnarskráverndað ríkistrúfélag og á meðan ríkiskirkjuprestar fá að stunda trúboð í skólum, þá finnst mér að kristin trú eigi bara meira en skilið að fá harðorða gagnrýni. Svona kemur þetta mér fyrir sjónum: "Ekki ráðast á trúna okkar, við viljum bara vera í friði á meðan ríkið borgar okkur milljarða og stundum trúboð í skólum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2010 kl. 23:00

37 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kolbrún mín, er þú ekki alveg í fókus?

"Jón Steinar, hver er ímynd trúlausra? "

Hversvegna spyrðu? Ég segi að ég sé að verja ímynd trúlausra sem þú ert af miklum móði að reyna að sverta.  Það skiptir engu hvort hún er góð fyrir eða slæm.  Það eru árásir þínar, sem ég er að svara fyrir.

Átti þetta að vera einhverskonar rökfræðilegur hælkrókur? Ég sé að þér finnst þú vera rosalega klár, huguð og "óttalaus" að koma hér inn, en því miður ertu að gera þig að algerum kjána hérna.  Mundu að það eru fleiri sem lesa þetta. Sýnu sjálfri þér nú smá sanngirni.  Hvað ætti fólk að óttast við að koma hér inn?  Erum við svona hættulegt fólk? 

Þú geltir hér hrækir, spýtir og snýrð út úr eins og smákrakki í frekjuflogi. Hvað gengur þér til?  Þolir þú ekki að það sé sett ofan í við þig? Ef það væri ekki fyrir myndina af þér, þá héli ég að þú værir 10 ára. Alveg satt. Lestu yfir þráðinn og þá sérðu hvað ég meina. 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 23:05

38 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú segir að þú sért hér til að ögra. Hverjum? Þér eða okkur? Svo viltu fá prik fyrir þetta fyrir að vera kona!  Hjálpi mér allir.... 

Seðu mér annars alveg eins og er:  Vildir þú að það yrði þaggað niður í okkur? Vildir þú að við hættum að tjá okkur nema að því leyti að samsinna þínum skoðunum?  Vildirðu kannski banna andkirkjuleg viðhorf?

Hvað er markmið þitt? Er stjórnsemi þín svo yfirgengileg að þú þolir engum að hafa andstæð sjónarmið? Svona rétt eins og yfirgangur kirkjunnar heimtar að allir séu skráðir í hana og að þeir eigi sjálfsagt skotleyfi á smábörn án tillits til réttar þeirra sem ekkert vilja með þetta hafa?

Hefur aðskilnaður ríkis og kirkju einhver áhrif á trú þína? Gerir þú engan greinarmun á þinni prívat sannfæringu og bákni kirkjunnar?  Helur þú að aðskilnaður og afnáms áreitis hennar í skólum jafnist á við það að banna þér að trúa, útrýma kristni úr landinu eða eyða kirkjunni? 

Margar spurningar ég veit, en þú og fólk af þínu tagi er mér alger ráðgáta. 

Hvað varð um öll gildin, sem þið dásamið svo og eignið ykkur? Eiga þau bara við suma? 

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2010 kl. 23:26

39 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Hjalti, þótt spurningar þínar séu örstuttar þá beinast þær að kjarna málsins og mér er skylt að svara vegna fyrri innleggja hér á þinni síðu. Reyndar get ég svarað þeim báðum sameiginlega:

Ég fer ekki í manngreinarálit hvað varðar trúarbrögð. Sennilega vantar mig bæði trúboðsgenið og líka þolinmæðina til þess að umbera trúboð af hálfu annarra.

Mannréttindayfirlýsing SÞ, 18. og 19. grein útskýrir ef til vill betur hvað ég á við?

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 23:42

40 Smámynd: Grefill

Vá, þetta eru engin smá viðbrögð. Fyndið að vera í stúkunni.

Grefill, 9.11.2010 kl. 23:44

41 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Kolbrún, hvernig tengist Mannréttindayfirlýsing SÞ þessu? :S Var setningin "Við hin eigum líka rétt á okkur!" vísun í það að "þið" (giska á að það eigi að vera "trúað fólk") hafið rétt að að vera trúuð?

Ef svo er: Allt í lagi. Og?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 9.11.2010 kl. 23:46

42 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Steinar - hættu þessu rövli. Fyrir nokkrum árum las ég handritið þitt, að þinni ósk, sem var eins konar föðurkveðja. Ég hef aldrei síðar haft innihald þess eftir, þrátt fyrir eftirgengni annarra. SVOLEIÐIS ER MITT GILDI!

Kolbrún Hilmars, 9.11.2010 kl. 23:51

43 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hjalti, málið er að ég má trúa á tröllin í fjöllunum eða álfafólkið í klettunum og sá sem vanvirðir þá trú mína brýtur á mér rétt. OK?

Kolbrún Hilmars, 10.11.2010 kl. 00:01

44 identicon

Sælir piltar, þetta er eins og að horfa á litla stelpu undir mörgum fallbyssuhlaupum sem hafa ekkert annað skotmark í andartakinu. Ekki ætla ég þó að fara að karpa um umræðuefnið. Er sammála Hjalta um skrýtna frumskyldu.

Skil ekki hvað Jón Steinar er rosalega argur þessa dagana. Hann má ekki fá eldspýtu í hausinn en þá koma heilu og hálfu girðingarstaurarnir fljúgandi til baka.

Það er algjör synd. Jón er einn besti penni bloggsins og snillingur á góðum stundum. Ferlega hefur þeim farið fækkandi.

Farðu vel með þig kallinn minn. Það skilja allir orðsnilli þína en reiðina fatta færri

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 00:04

45 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, málið er að ég má trúa á tröllin í fjöllunum eða álfafólkið í klettunum og sá sem vanvirðir þá trú mína brýtur á mér rétt. OK?

Ertu að segja að það séu mannréttindi þín að annað fólk "vanvirði" ekki trúarskoðanir þínar?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.11.2010 kl. 00:16

46 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt - þín mannréttindi líka. Hvort sem þú trúir á eitthvað eða ekkert. Allir jafnir. Engan má mógða. Algjört jafnrétti. Fyrir konur líka. Nema auðvitað sums staðar... :)

Kolbrún Hilmars, 10.11.2010 kl. 00:53

47 identicon

Persónulega finnst mér þetta snúast um ákveðinn línudans. Að gagnrýna án þess að láta viðkomandi finnist sem á rétt hans til trúar sé gengið.

Það er ákveðin snilld að geta það, sérstaklega undir álagi í stífum umræðum.

Það ætti að vera ákveðið keppikefli fyrir vandaða bloggara að nema þá list, hún aflar virðinga og virðing aflar málum fylgis. Það hlýtur alltaf að vera markmiðið að afla fylgis.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 01:52

48 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ansi er ég hrædd um að lífið yrði leiðinlegt ef engnn mætti móðga.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.11.2010 kl. 05:40

49 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Einmitt - þín mannréttindi líka. Hvort sem þú trúir á eitthvað eða ekkert. Allir jafnir. Engan má mógða. Algjört jafnrétti. Fyrir konur líka. Nema auðvitað sums staðar... :)

Kolbrún, og hvar fékkstu þá flugu í höfuðið að það væru einhvers konar mannréttindi að fólk "vanvirði" ekki trúarskoðanir þínar?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.11.2010 kl. 08:27

50 identicon

Ég er ekki svo viss Tinna.

Móðgun getur reyndar virkað sem ákveðið uppbrotsafl og tilvalin til að sprengja upp eitthvað tiltekið ástand sem hefur legið lengi óhreyft.

Stöðugar móðganir eru ekki jákvætt afl heldur niðurrif finnst mér. Þær vekja upp andstöðu gegn eigin málstað og vinna á móti manni til lengdar

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 11:32

51 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hver er eiginlega tilgangur þinn með þessari grein Hjalti? Ég átta mig ekki alveg á vælinu í þér að þessu sinni ... Síst af öllum eiga svona skrif eins og þú vísar í að koma þér á óvart, fróður eins og þú ert.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.11.2010 kl. 09:36

52 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hver er eiginlega tilgangur þinn með þessari grein Hjalti?

Tilgangurinn er að benda á hversu ruglaðar hugmyndir ríkiskirkjuprestar hafa um starf sitt. 

Ég átta mig ekki alveg á vælinu í þér að þessu sinni .

Guðsteinn, þetta er ekki "væl". 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.11.2010 kl. 11:58

53 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Tilgangurinn er að benda á hversu ruglaðar hugmyndir ríkiskirkjuprestar hafa um starf sitt. 

Ömmm ... samt hefur þetta viðgengist í áratugi hjá mörgum prestum, og þú setur þetta fram eins og einhver nýja uppgötvun. Þetta er ekkert nýtt af nálinni og ekki gera þér upp þekkingarleysi á störfum presta.

Ekki væl?

...er „að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum“.

Sérðu virkilega ekki villu þína? Þetta er væl vegna þess að þú veist vel að þeir stunda þetta, og á áhugamaður eins og þú að vita betur. Þetta er meira neðanbeltisskot en nokkuð annað, og er þér til skammar sem fræðimanninum sem ég taldi þig vera. Þú hlýtur að geta gert betur en þetta Hjalti.

Og ég spyr á móti, hver er raunverulegur skaði af bænum sem þessum? Endilega bentu mér á pottþétt dæmi sem sannar skaðsemi bænarinnar. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.11.2010 kl. 12:16

54 Smámynd: Billi bilaði

Að „stunda“ er ekki sama og „frumskylda“, Guðsteinn. Útúrsnúningur er þetta í þér.

Billi bilaði, 11.11.2010 kl. 12:24

55 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, rétt athugað hjá Billa bilaða. Ef hún hefði sagt: "Prestar stunda það að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum.", þá hefði ég lítið við það að athuga, nema auðvitað að bænahald eigi ekki heima í opinberum skólum.

En hún segir að það sé "frumskylda" hennar að biðja fyrir framan skólakrakka. Frekar undarlegt.

Og ég spyr á móti, hver er raunverulegur skaði af bænum sem þessum? Endilega bentu mér á pottþétt dæmi sem sannar skaðsemi bænarinnar.

Hvaða máli skiptir það hvort bænin sé skaðleg (hvað sem þú átt við með "skaðsemi") eða ekki?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.11.2010 kl. 12:34

56 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðsteinn biður um dæmi um skaðsemi bænastunda í skólum. Þau eru vafalítið til.

Á Íslandi eru fjölmargir sem hafa ánetjast öfgatrúar-sértrúarsöfnuðum sem stunda áróður og heilaþvott og boða umburðarleysi og ranghugmyndir. Hirða svo í þokkabót pening af fórnarlömbum/liðsmönnum sínum.

Margir af þeim sem sitja fastir í neti sértrúarsafnaða hafa vafalítið bragðað "fyrsta dropann" af Guðstrúnni í skólabænum, sunnudagaskóla Þjóðkirkjunnar og síðar fermingarfræðslu.

Svo vissulega geta bænastundir Þjóðkirkjupresta verið upphafið af óheillaþróun óþroskaðra sála. Leitt þær útí lokaðan heim sem er grundvallaður á kennivaldi sterkra einstaklinga sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn yfirnáttúrulegs valds sem dæmir réttláta og rangláta.. 

Skeggi Skaftason, 11.11.2010 kl. 12:40

57 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég sé að um smá misskilning er að ræða, ég verð að taka fram að ég er ekki hlynntur trúboði í skólum, og hef aldrei verið.

Það sem ég er að gagnrýna er að Hjalti setur upp bænina sem einhvern hræðilegann hlut sem fólk skaðast af. Og kalla ég eftir dæmum ekki fullyrðingum eins og Skeggi setur fram.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.11.2010 kl. 13:07

58 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það sem ég er að gagnrýna er að Hjalti setur upp bænina sem einhvern hræðilegann hlut sem fólk skaðast af.

Ha? Hvar geri ég það? Og hvað átt þú við með að fólk "skaðist" af henni?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.11.2010 kl. 13:17

59 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta sá ég ríkiskirkjuprest skrifa nýlega.  Þetta er ekki grín, presturinn skrifaði þetta í alvörunni.

Eina sem vantar við þessa setningu:

Þetta sá ég ríkiskirkjuprest skrifa nýlega.  Þetta er ekki grín, presturinn skrifaði þetta í alvörunni. Finnst ykkur þetta ekki alveg rosalegt hneyksli!

Ef þú skilur mig ekki núna Hjalti, þá ertu gjörsamlega blindur fyrir eigin skrifum!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.11.2010 kl. 13:27

60 identicon

Og hvar í þessu felst fullyrðing um að bæn sé hræðilegur og skaðlegur hlutur?

Sigurjón (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 13:39

61 Smámynd: Grefill

Segið mér, Hjalti og aðrir háttvirtir trúleysingjar.

Hvað er að því eða athugunarvert við að þótt einhver prestur telji það frumskyldu sína að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum?

Hvað er það í þessum orðum prestsins sem veldur svona mikill hneykslun ykkar á meðal?

Grefill, 11.11.2010 kl. 14:05

62 identicon

Tja, ég er fyrir mitt leyti ekkert sérstaklega hneykslaður, og finnst ekkert "að því" að einhver prestur telji þetta frumskylda sín.

En í alvöru... frumskylda? Að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum... FRUMskylda??

Sigurjón (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 14:22

63 Smámynd: Grefill

Já, só???? Hneykslunin verður ekkert skiljanlegri þótt þú endurtakir orðið frumskylda með áherslu á FRUM.

Hjalti setur bloggfærslu undir þetta, hann er svo hneykslaður á því að einhver prestur hafi sagt þetta..

En hvað er að því sem presturinn sagði? Hvað er svo agalegt við þetta að það kalli á bloggfærslu? Hjalti?

Grefill, 11.11.2010 kl. 14:37

64 Smámynd: Mofi

Kolbrún
Ef við viljum ekki segja þeim sannleikann - hvað þá?

Í þessu tilfelli veit enginn sannleikann. Hvað með að bara segja "ég trúi að..."?  Ég fell auðvitað líka í þessa gildru að segja eitthvað eins og ég viti það þegar það er mín trú en þegar maður hefur smá tíma til íhugunar þá á maður að geta greint á milli.

Hjalti, er vandamálið að þú telur heimskulegt að biðja fyrir þjóðinni eða að hann segir þetta vera frumskyldu?  Frumskylda hljómar dáldið eins og afsökun á leti, bænin er voðalega oft notuð til að afsaka það að vera of latur til að taka til hendinni.

Mofi, 11.11.2010 kl. 14:56

65 Smámynd: Egill Óskarsson

Í samhengi við umræðu um hlutverk trúarathafna í skólakerfinu þá er þetta augljóslega mjög sérstök fullyrðing hjá prestinum. Og setur málflutning presta í ákveðið samhengi ef þetta er útbreidd skoðun meðal þeirra. Eins og fólk ætti alveg að geta áttað sig á hjálparlaus.

Egill Óskarsson, 11.11.2010 kl. 15:11

66 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Grefill - þú segir:

Hvað er að því eða athugunarvert við að þótt einhver prestur telji það frumskyldu sína að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum?

Hvað er það í þessum orðum prestsins sem veldur svona mikill hneykslun ykkar á meðal?

Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa, og var meina allan tímann, þú kemur bara þessu bara betur frá þér. Kærar þakkir.

Sigurjón 

Og hvar í þessu felst fullyrðing um að bæn sé hræðilegur og skaðlegur hlutur?

Það sést bara á milli línanna, örgreinin hans er í sjálfu ein hneylsun á að þetta sé "frumskylda", og þarf engann Einstein til þess að átta sig á því að út frá þessari hneykslun hlýtur að fylgja einhver skaði, nema að Hjalti sé að tala út í loftið. Bæninni sem slíkri er stillt upp sem einskonar óvin, og ég vona að menn séu nógu vel læsir til þess að sjá það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.11.2010 kl. 15:17

67 identicon

Ég hefði haldið að þegar e-r segði e-ð vera frumskyldu sína þá teldi viðkomandi yfirleitt það vera eina af algjörum grundvallarskyldum sínum í starfi. Það „að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum“ er býsna sértækt, dálítið eins og kennari sem talar um að hann þurfi að kenna krökkum um íslenskar bókmenntir 20. aldar. Vissulega þarft verk og hluti af starfsskyldum kennara, en fæstir myndu telja það beinlínis frumskyldu sína í kennarastarfinu. Á sama hátt getur prestur vissulega talið það „að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum“ vera hluti af skyldum sínum, og þætti mér það bera vott um ákveðinn siðferðisbrest, sérstaklega í ljósi umræðunnar undanfarið, en að það sé beinlínis frumskylda viðkomandi í starfi finnst mér klikkað. Það þýðir að viðkomandi prestur telji þetta eitt af aðalhlutverkum sínum í starfi, að leiða skólabörn í bæn þar sem beðið er fyrir þjóðinni.

Nema auðvitað að þetta sé misskilningur og að presturinn hafi meint að hann telji það eina af >frumskyldum< sínum að standa fyrir framan hóp af skólakrökkum og láta þau horfa á sig á meðan hann biður bæn, svona til að kynna fyrir þeim helgiathafnir kristninnar og hvernig það allt saman gangi fyrir sig. Svona eins konar sýnikennsla þá.

Snæbjörn (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 15:28

68 Smámynd: Mofi

Að skólabörnum viðstöddum er náttúrulega mjög skrítið...

Mofi, 11.11.2010 kl. 16:03

69 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég sé að umræðan er enn í gangi og spurningum hefur verið beint tíl mín á meðan ég var fjarstödd til þess að dekstra við marblettina.  :)

Hjalti, vanvirðingin sem ég kalla svo, var óbein tilvísun í Mannréttindayfirlýsinguna, 29. grein/nr. 2:  "... virðingu fyrir réttindum og frelsi annarra..."

Mofi spyr mig um sannleikann á þeim forsendum að hann sé ekki þekktur.   Mín skoðun er sú að sannleikurinn - eða allur sannleikurinn, sé áreiðanlega ekki þekktur. En þangað til svo verður, höfum við ekkert val um annað en að treysta því sem þekkt er og látna trúna/vantrúna/óskhyggjuna um rest.

Svo að lokum, þá blandaði ég mér upphaflega  í þessa umræðu vegna innleggs doctore, en ekki á hvaða forsendum viðkomandi prestur tjáði sig.  Skólabörn koma víðar við  en í skólum, svo ég tengdi umræðuna ekki við neina skóla. 

Hjalti, þar á ég inni hjá þér eitt svar; átti presturinn við skólabörn innan skólans?

Kolbrún Hilmars, 11.11.2010 kl. 18:55

70 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kolbrún: Varstu ekki akkúrat að brjóta trúnað í viðleitni þinni til að sanna "gildi" þín?

Ég botna annars ekkert í samhenginu, en bið þig vel að lifa. Þú ert ekki í neinu jafnvægi til að ræða vitrænt við þig. Kannski kemur sá tími og við reynum aftur. Í millitíðinni bið ég þig að hugleiða það að skifta yfir í koffeinlaust.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 22:15

71 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef þú skilur mig ekki núna Hjalti, þá ertu gjörsamlega blindur fyrir eigin skrifum!

Guðsteinn, mér finnst líklegra að þú sért að lesa inn í skrif mín frekar en að ég viti og skilji ekki hvað ég sé að skrifa.

Snæbjörn er með þetta á hreinu. Það að presturinn telji það vera eitt af aðalatriðum í starfinu sínu að biðja fyrir þjóðinni í tengslum við skóla ("að skólabörnum viðstöddum") er afskaplega undarlegt. Bænahald og opinberir skólar eiga ekki samleið, en þessi prestur virðist telja það vera eitt af grunnstarfsskyldum sínum.

Hjalti, vanvirðingin sem ég kalla svo, var óbein tilvísun í Mannréttindayfirlýsinguna, 29. grein/nr. 2:  "... virðingu fyrir réttindum og frelsi annarra..."

Kolbrún, þú ert að bulla. 29. greinin fjallar ekkert um að það séu mannréttindi að annað fólk vanvirði ekki skoðanir þínar.

Skólabörn koma víðar við  en í skólum, svo ég tengdi umræðuna ekki við neina skóla. 

Hjalti, þar á ég inni hjá þér eitt svar; átti presturinn við skólabörn innan skólans?

Þessi ummæli tengjast auðvitað umræðunum um tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur, þannig að hún er ekki að tala um kirkjustarf almennt. Heldur tengist þetta skólanum.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 07:25

72 Smámynd: Grefill

Hjalti þú ert alveg kostulegur í skilningsleysinu og útúrsnúningunum. Kolbrún er að spyrja þig hvort presturinn sem viðhafði þessi orð sem "pistill" þinn gengur út á var að tala um að biðja fyrir þjóðinni með börnunum í skólanum eða utan skólans?

Geturðu ekki vísað í þessi ummæli svo maður geti séð samhengið. Hver sagði þetta og hvar?

Grefill, 12.11.2010 kl. 08:16

73 Smámynd: Grefill

Nú ertu vís með að koma með svona athugasemd:

Hjalti þú ert alveg kostulegur í skilningsleysinu og útúrsnúningunum.

Ha? Hvaða skilningleysi? Ha? Hvaða útúrsnúningum?

Grefill, 12.11.2010 kl. 08:20

74 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvaða skilningsleysi Grefill? Hvaða útúrsnúningum?

Þessu ummæli eru sögð í tengslum við umræðuna um tillögur mannréttindaráðsins, þannig að presturinn er að tala um skólabörn á skólatíma, hvar það á sér stað er ekki ljóst.

Hérna eru þessi ummæli.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 08:44

75 Smámynd: Grefill

Ekki get ég fundið þessi ummæli í því samtali sem þú vísar á Hjalti. Gætirðu sagt mér hreint út hver það var sem sagði þetta og vísað beint á þau ummæli?

Grefill, 12.11.2010 kl. 09:40

76 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þetta eru í sjöttu ummælunum þarna (merkt "04 November at 22:12"), þú ert líklega að klikka á því að leita áður en þú ýtir á "see more".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 09:46

77 Smámynd: Snæbjörn Guðmundsson

Þetta er nú þarna í kommentunum undir færslunni.

Lena Rós Matthíasdóttir, 4. nóvember kl. 22:12:

@ Gréta: Menn eru uggandi yfir því hvernig mannréttindin eru túlkuð af ráðinu. Samkvæmt ráðinu hafa kristnir trúarleiðtogar brotið mannréttindi ár hvert þegar jólin eru sungin inn með börnunum. Að sjálfsögðu fer prestur með bæn, þar sem beðið er fyrir innihaldsríkum jólum, friði, góðri heilsu og að fjölskyldur geti notið jóla saman. Skilji ég tillögur ráðsins rétt, megum við ekki lengur sinna þessum frumskyldum okkar, að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum. Skilja þessir menn ekki að níu af hverjum tíu eru KRISTNIR kjósendur sem treysta þeim fyrir velferð sinni? Alltof skrítið mál fyrir mig... verst að það er ekki í boði að stinga bara hausnum í sandinn.

Snæbjörn Guðmundsson, 12.11.2010 kl. 09:53

78 Smámynd: Grefill

Jamm, sé þetta.

En, vá ... hvað er svona ægilega hneykslanlegt í þessum orðum Lenu? Er þetta ekki kallað "sparðatínsla"?

Grefill, 12.11.2010 kl. 10:05

79 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Enn og aftur Grefill: Að fá prest til að biðja fyrir framan skólabörn er eitt og sér undarlegt. En að presturinn haldi að þetta sé eitt af aðalatriðunum í vinnunni hennar er enn undarlegra.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 10:14

80 Smámynd: Grefill

Já, jæja, ég hef að vísu ekki lesið starfslýsingu Lenu og sé ekkert undarlegt við þessi orð hennar. Hins vegar finnst mér undarlegt hvernig þú notar þessi ummæli hennar til að búa til hneykslun á meðal vantrúarbræðra þinna.

Eigum við að koma í keppni í sparðatínslu eins og þessari?

-------------------------------------

"Trúlausir" segja að allir nema þeir ...
séu "samdauna trúarlegum dylgjum og dónaskap sem tíðkast í þessu samfélagi."

Þetta sá ég trúlausan skrifa nýlega. Þetta er ekki grín. Sá trúlausi skrifaði þetta í alvörunni.

-------------------------------------

Grefill, 12.11.2010 kl. 10:29

81 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...og sé ekkert undarlegt við þessi orð hennar. 

Í sjálfu sér ekki undarlegt. 

Í dæminu sem þú kemur með er þetta klárlega rangt: ""Trúlausir" segja að allir nema þeir ...". Það sagði líklega bara einn einstaklingur þetta en ekki "trúlausir". 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 10:33

82 Smámynd: Grefill

Tilgangur kristinna ...
er að ... "troða sjálfsréttlætingu sinni ofan í kokið á öllum og helst með formerkjum hugmynafræðilegra heimsyfirráða."

Þetta sá ég trúlausan skrifa nýlega. Þetta er ekki grín. Sá trúlausi skrifaði þetta í alvörunni.

Grefill, 12.11.2010 kl. 10:37

83 Smámynd: Grefill

Trúlausir segja um kristið fólk ...

að ... "trúarnöttarar" geti ekki tekið "þátt í umræðunni öðruvísi en að hrækja brígslum og ad hominemum framan í fólk af annari sannfæringu."

Þetta sá ég trúlausan skrifa nýlega. Þetta er ekki grín. Sá trúlausi skrifaði þetta í alvörunni.

Grefill, 12.11.2010 kl. 10:43

84 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Grefill, mér finnst það alveg ásættanlegt að vekja athygli á undarlegum ummælum fólks. Trúleysingjar hérna á moggablogginu geta alveg látið vafasamar fullyrðingar flakka (ónefndur doktor er flott dæmi).  

En þú verður líka að passa þig á því að orða hlutina rétt: það er ekki rétt að segja að "trúlausir" segi eitthvað þegar þú ert að vitna í ummæli einhvers ákveðins trúleysingja.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 11:02

85 Smámynd: Grefill

Trúlausir segja um trúaða ...

að kristin trú sé "prívat sjáfsefjun við óstjórnlegum ótta við forgengileikan og brjálæðislegum ranghugmyndum um mikilvægi ykkar í kosmísku samhengi."

Þetta sá ég trúlausan skrifa nýlega til trúaðs einstaklings. Þetta er ekki grín. Sá trúlausi skrifaði þetta í alvörunni.

Grefill, 12.11.2010 kl. 11:03

86 Smámynd: Grefill

Hjalti þú vitnar í orð Lenu á þann hátt að það sé skoðun allra presta að þetta sem hún segir sé frumskylda þeirra.

Hún getur hins vegar bara talað fyrir sjálfa sig þannig að á nákvæmlega sama hátt og þú gerir athugasemd við að ég spyrði orð trúlauss einstaklings við alla trúaða þá ert þú spyrða orð hennar við alla presta.

Grefill, 12.11.2010 kl. 11:06

87 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti þú vitnar í orð Lenu á þann hátt að það sé skoðun allra presta að þetta sem hún segir sé frumskylda þeirra.

Nei, það geri ég einmitt ekki. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 11:08

88 Smámynd: Mofi

Hjalti, að kunna að hætta er algjör list sem þú þarft að læra... ég er alls ekki búinn að ná tökum á henni en ég er nokkuð viss um að það er fátt sniðugt við þetta stagl.

Mofi, 12.11.2010 kl. 11:12

89 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ef til vill Mofi.

En hérna er færslan mín í heild sinni Grefill:

Ein af "frumskyldum" presta er &#132;að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum&#147;.

Þetta sá ég ríkiskirkjuprest skrifa nýlega.  Þetta er ekki grín, presturinn skrifaði þetta í alvörunni.

Þarna segi ég hvergi að prestar séu á þessari skoðun, heldur tek ég sérstaklega fram að ég hafi séð ríkiskirkjuprest (einn!) skrifa þetta.
Ég vitna ekki í orð hennar á þann hátt að þetta sé skoðun allra presta. Þú ert eitthvað að ruglast Grefill.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 11:26

90 identicon

Karen (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 12:02

91 Smámynd: Grefill

Ég tók líka sérstaklega fram að ég hefði séð trúlausan skrifa þetta Hjalti þannig að ef ég er að ruglast þá ert þú sá sem ruglar.

En hvernig líst þér á þetta:

Trúlausir viðurkenna loksins að trúleysi sé trúarleg afstaða.

"Trúlausir viðurkenna vitaskuld að orðið trúleysi lýsir trúarlegri afstöðu."

Þetta sá ég trúlausan skrifa nýlega fyrir hönd trúlausra. Þetta er ekki grín. Sá trúlausi skrifaði þetta í alvörunni.

Grefill, 12.11.2010 kl. 12:23

92 identicon

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 12:32

93 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég tók líka sérstaklega fram að ég hefði séð trúlausan skrifa þetta Hjalti þannig að ef ég er að ruglast þá ert þú sá sem ruglar.

Já, Grefill, en þú skrifar líka: ""Trúlausir" segja að allir nema þeir ..." Fleirtala.  

Ég sagði ekkert eins og: "Prestar halda að frumskylda þeirra sé..." 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 12:39

94 Smámynd: Grefill

Æ, kommon, Hjalti, þú sagðir "frumskyldum presta" = líka fleirtala. Slepptu nú síðasta stráinu.

En hvernig lýst þér á þetta síðasta með að "trúlausir viðurkenni vitaskuld að trúleysi sé trúarleg afstaða".

Veistu hver sagði þetta?

Grefill, 12.11.2010 kl. 12:47

95 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Æ, kommon, Hjalti, þú sagðir "frumskyldum presta" = líka fleirtala. Slepptu nú síðasta stráinu.

Grefill, þarna er ég að vitna í það sem Lena sjálf segir. Svona:

"Lena segir að það sé frumskylda presta að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum."

Þetta er ekki það sama og:

"Prestar segja að það sé frumskylda presta að biðja fyrir þjóðinni að skólabörnum viðstöddum.

Slepptu nú síðasta stráinu.

Grefill, þú hefur bara rangt fyrir þér í þessu máli.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 12:52

96 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Veistu hver sagði þetta?

Ég myndi giska á að Kristinn hafi sagt þetta.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 12:53

97 Smámynd: Grefill

Rétt hjá þér. Kristinn sagði þetta.

Þar með má segja að nú þurfi aldrei aftur að deila um hvort trúleysi sé trú því nú liggur fyrir að hvort tveggja, trú og trúleysi, er trúarleg afstaða og því hlýtur trúleysi að vera trúarleg stefna, rétt eins og t.d. kristni.

... svona svipað og að þótt hægri og vinstri séu ekki sami hluturinn í pólitík þá er hvort tveggja pólitískar stefnur. Um það er ekki deilt.

Ertu ekki feginn að þetta skuli vera komið á hreint?

Grefill, 12.11.2010 kl. 13:11

98 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei, veistu hvað. Ég held að þú sért að misskilja Kristin (held að þetta hafi ekki verið mjög nákvæmt hjá honum). Ef hann er að lesa þetta getur hann eflaust leiðrétt mig, en ég held að það sem hann eigi við er að trúleysi geti verið afstaða í trúmálum. Ekki að þetta sé trú á sama hátt og kristni er trú. 

Og þó svo að Kristinn segði eitthvað eins og "Trúleysi er trú, alveg eins og kristni er trú", þá myndi það ekki útkljá málið.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 13:26

99 Smámynd: Grefill

Ég var ekkert að segja að Kristinn hefði sagt eitthvað annað en hann sagði:

"Trúlausir viðurkenna vitaskuld að orðið trúleysi lýsir trúarlegri afstöðu."

Þetta sagði hann orðrétt og algjör óþarfi að misskilja það eitthvað. "Trúleysi lýsir trúarlegri afstöðu" og hlýtur þar með að vera stefna, rétt eins og hægri og vinstri í pólitík lýsa pólitískri afstöðu og eru um leið pólitískar stefnur.

Þú bara getur ekki mótmælt þessu Hjalti. Ég hefði haldið að þú yrðir feginn því að þar með er einu deilumálinu færra á milli trúaðra og trúlausra.

Grefill, 12.11.2010 kl. 13:41

100 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Grefill, þessi ummæli Kristins eru þér greinilega mjög hugleikin. Viltu ekki bara blogga um þau á eigin síðu í staðinn fyrir að reyna að fá mig til að ræða þau hér?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 14:01

101 Smámynd: Grefill

Jamm, ég viðurkenni að ég er mjög ánægður með að þið trúleysingjarnir skuluð loksins vera búnir að viðurkenna að trúleysið sé þrátt fyrir allt trúarleg afstaða/stefna þótt það sé ekki sama trúarlega stefnan og önnur trúarbrögð kenna sig við.

Þar með hafa trúleysingjar loksins staðfest að kristni, islam, baháí-trú, ásatrú, trúleysi, voodoo, hindú og öll hin trúarbrögðin sé í raun sami grautur í svipuðum skálum í sama búrinu ... nema bara hver á sínu priki - nákvæmlega eins og ég hef alltaf sagt.

En, jú, jú ... ég skal ekki trufla þig meira með þessu að sinni.

Grefill, 12.11.2010 kl. 14:52

102 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Einmitt það já Grefill. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2010 kl. 15:10

103 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hugtakið Trú má túlka þröngt eða breitt. Þröng skilgreining er m.a að trúa án nokkurra sannanna eða þá að trúa á yfirnáttúru yfirleitt.  Breið afstaða er t.d. að trúa því að það lægi á morgun, Júlli sé lasinn að bók sé skálverk eða ekki.

Þegar trú kemur upp í umræðum um trúarbrögð, þá er stakkurinn þegar sniðinn fyrir hugtakið. Ef hugtakið er notað í þröngu samhengi þar, þá er átt við þröngan og afmarkaðan skilning, sem snertir þetta efni.

Ég trúi öllum fjandanum. Stundum reynist það plat eða misskilningur en stundum ekki.  Ég er þó ekki tilbúinn að flokka mig sem trúaðan í umræðum um afmarkað efni trúarbragða.

Grefill. Þú ert idíót.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2010 kl. 18:39

104 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Það sem Grefill vitnar í endar ekki á punkti heldur með kommu. Þetta þykir mér dæmi um að Grefill sé að blekkja vísvitandi.

Þetta er tekið héðan.

Það væri auðvitað hægt að sættast á eitt og annað. Prestarnir gera það bara ekki. Trúlausir viðurkenna vitaskuld að orðið trúleysi lýsir trúarlegri afstöðu, en prestarnir viðurkenna ekki að trú á kristni sé frábrugðin veraldarhyggju.

Síðan er snúið út úr og fjasað. Það er nú bara leikurinn.

Matthías Ásgeirsson, 12.11.2010 kl. 19:09

105 identicon

Mig rekur í rogastans yfir því hversu óheiðarlegur einstaklingur þessi Grefill er. Ég veit án alls gríns ekki hvað maður getur sagt við einhverju svona...

Ert þú ekki sami maðurinn og hefur ítrekað vænt þá sem eru guðlausir um það að vera siðblindir fyrir það eitt að leggja ekki einhvern átrúnað við æðri máttarvöld?

Mér verður bókstaflega flökurt af tvískinnungnum.

kv. Maynard

Maynard (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 19:14

106 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Varðandi útúrsnúninga Grefils.

Ég átti að sjálfsögðu við að trúleysi væri trúarafstaða í þeim skilningi að tekin er afstaða til trúar. Sú afstaða að trúa ekki er tekin. Sú afstaða að trúa á tilvistarleysi guðs sem ekki verður skilgreindur er hinsvegar ekki tekin nema það sé sérstaklega tekið fram.

Tökum dæmi.

A segir, Kobe Bryant er bestur í heimi í körfubolta. Hvað finnst þér?

B segir, ég veit ekki hver Kobe Bryant er og ég fylgist ekki með körfubolta, svo ég lýsi mig skoðanalausan á því hvort Bryant sé bestur.

Samkvæmt Guðbergi (Grefli) væri B þá trúaður á eitthvað sem viðkemur getu Bryants til að spila bolta.

Samkvæmt eðlilegu fólki væri B hinsvegar hreinlega laus við að trúa á getu Kobe Bryants til eða frá.

Kristinn Theódórsson, 12.11.2010 kl. 19:27

107 Smámynd: Grefill

Sorrí strákar ... froðufellið af lyst ykkar ... það breytir því ekki að Kristinn sagð&#39;i orðrétt: "trúlausir viðurkenna vitaskuld að trúleysi sé trúarleg afstaða ..."

Bæði höfundurinn, Kristinn, og þið hinir voffarnir megið reyna að snúa ykkur út úr þessu alveg eins og þið viljið, en það liggur alveg ljóst fyrir að með þessum orðum viðurkenndi Kristinn í eitt skipti fyrir öll að trúleysi væri trúarleg afstaða, rétt eins og kristni, islam og allt hitt dótið.

Voff, voff. Urrdann, bíttann!

Grefill, 12.11.2010 kl. 19:53

108 Smámynd: Grefill

Jón minn Steinar ... manstu þegar þú varst að skamma strákana, Hjalt og Matta, fyrir að láta mig draga sig endurtekið út í fenið.

Well (eins og doktorinn myndi segja) .... velkominn í hópinn.

Grefill, 12.11.2010 kl. 19:55

109 Smámynd: Grefill

Og ... Jón Steinar ... það var Kristinn sem sagði þetta. Ekki ég.

Þú meintir sem sagt að Kristinn væri idíótinn?

Grefill, 12.11.2010 kl. 20:08

110 identicon

Ég er nú ekki búin að lesa allar ath.semdirnar enda brjáluð langloka,

en Hjalti-

þarft þú ekki annað en að segjast hafa séð eitthvað -og allir hundarnir þínir fara að gelta í kór í samstöðu með þér?..   ...-þarftu ekki að koma með einhverjar sannanir? ekki það að ég trúi þessu ekki - mér finnst nú bara ekkert að því að prestur hafi sagt þetta, en doo tell, -hver var þessi prestur og hvar sagði hann þessi "hneykslanlegu" orð?

Adeline (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 20:52

111 Smámynd: Grefill

Adeline, skoðaðu athugasemd Hjalta frá kl. 08:44 í morgun og lestu svo næstu athugasemdir eftir það til að fá svarið við spurningu þinni.

Grefill, 12.11.2010 kl. 21:56

112 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hundarnir mínir?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.11.2010 kl. 01:53

113 Smámynd: Pétur Harðarson

Vá! Grefillinn er heldur betur að taka menn í bakaríið með frábærum rökfærslum. Það er gott að vita að börnin í landinu hafi svona færan verndarengil ;)

Það er gott að vera loksins búinn að fá það á hreint hér á moggablogginu að trúleysi sé trúarleg afstaða og sé sambærileg við kristni og islam. Það hlýtur þá einnig að þýða að ef prestar eiga að fá greiðann aðgang að börnunum okkar þá hljóta trúlausir að mega það líka. Þannig væri hægt að fræða börnin um raunveruleg gildi biblíunnar og að best sé að forðast hana alveg. Einnig væri hægt að dreifa Ranghugmyndinni um Guð eftir Richard Dawkins samhliða Nýja Testamentinu. Grefill, ég vænti þess að þú, sem verndari allra barna, munir berjast fyrir þessu í framtíðinni.

Pétur Harðarson, 13.11.2010 kl. 02:03

114 identicon

Grefill, jams nei ég er ekki með fésbók... svo ég veit ekki enn svarið.

Hjalti, já þú veist, -svona varðhundar....

Adeline (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 16:58

115 identicon

Grefill skrifaði: "Sorrí strákar ... froðufellið af lyst ykkar ... það breytir því ekki að Kristinn sagð&#39;i orðrétt: "trúlausir viðurkenna vitaskuld að trúleysi sé trúarleg afstaða ...""

Veistu hvað orðið "afstaða" þýðir? Það að segjast ekki aðhyllast neina ákveðna trú er afstaða til trúar, það er bara ekki trú. Auk þess er enginn að rengja það að Kristinn hafi sagt þetta, bara að samhengi hlutanna er annað en þú vilt vera að láta...

"Bæði höfundurinn, Kristinn, og þið hinir voffarnir megið reyna að snúa ykkur út úr þessu alveg eins og þið viljið, en það liggur alveg ljóst fyrir að með þessum orðum viðurkenndi Kristinn í eitt skipti fyrir öll að trúleysi væri trúarleg afstaða, rétt eins og kristni, islam og allt hitt dótið."

Gefum okkur það að Kristinn hafi meint þetta eins og þú ert að halda fram, hvaða máli skiptir það? Af hverju ættum við "voffarnir" að reyna að snúa út úr? Kristinn talar ekki fyrir alla trúleysingja, hann getur bara lagt fram skoðanir sem að hann sjálfur aðhyllist. Trúleysi verður ekki að trú þó að þú vinnir einhverjar ímyndaðar rökræður við hann Kristinn, því miður fyrir þig.

"Þar með hafa trúleysingjar loksins staðfest að kristni, islam, baháí-trú, ásatrú, trúleysi, voodoo, hindú og öll hin trúarbrögðin sé í raun sami grautur í svipuðum skálum í sama búrinu ... nema bara hver á sínu priki - nákvæmlega eins og ég hef alltaf sagt."

Nei.

Maynard (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 19:10

116 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég sé að Guðbergur heldur áfram að fullyrða um orð mín, en útskýrir ekkert og kemur ekki með rök frekar en fyrri daginn.

Það að fullyrða án rökstuðnings hlýtur að teljast fremur ómálefnalegt.

En til frekar skýringar á því í hvaða skilningi það er trúarafstaða að vera trúlaus legg ég til eftirfarandi:

Menn nota oft dæmið um kosningar. En það er algengt að fjasað sé um hvort það að kjósa ekki sé ekki samt kosning eða afstaða.

Í boði er D og S.

Ég kýs hvorki D né S. En ég hef samt tekið afstöðu í þessum kosningum. Mín afstaða er að skila auðu og kjósa þannig hvorugan flokkinn og það kalla sumir tegund af kosningu.

Það er þó ekki hægt að kalla mig stuðningsmann D eða S og maður er ekki stuðningsmaður þess að kjósa ekki.

Pólitísk afstaða hefur ekki verið tekin með neinni stefnu eða neinum flokki. En afstaða var tekin í kosningunum að því leytinu til að maður skilaði auðu sem lýsir ákveðinni hugsun.

Á sama hátt er það trúarafstaða að trúa ekki. En það er ekki sú afstaða að trúa eða trúa á andstæðu þess sem hinir trúa á.

Þetta er ekkert svo flókið, Guðbergur. Ef þú ert ósammála verður þú að segja okkur af hverju og nota rök en ekki upphrópanir.

Kristinn Theódórsson, 13.11.2010 kl. 21:12

117 Smámynd: Grefill

Sammála því að þetta sé ekkert flókið. Þetta er ósköp einfalt. Kem með mín rök í fyrramálið, nenni ekki núna, og vonandi verðum við orðnir sammála um málið á hádegi í síðasta lagi. Annars verðum við að vera sammála um að vera ósammála.

Grefill, 14.11.2010 kl. 00:05

118 Smámynd: Styrmir Reynisson

Umræður fara alltaf í vaskinn þegar Guðbergur mætir. Umræðuefnið er löngu hætt að snúast um færsluna hans Hjalta.

Ég skildi orð Kristins alltaf eins og hann meinti þau að eigin sögn. Grefill les náttúrulega orð kristins eins og allt annað. Hann leitar að því sem veitir honum einhverja fróun. 

Styrmir Reynisson, 14.11.2010 kl. 10:15

119 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Ég hef heldur aldrei, svo ég muni, séð Guðberg rökstyðja neitt. Hann talar bara alltaf í löngu máli um hvað honum finnst og hvernig honum líður og það virðist hann telja að séu rök.

Það hefur verið beðið í hálft ár orðið eftir rökum hans fyrir því að trúleysi sé trú og þau eru alltaf rétt handan við hornið.

Ég geri mér því hóflegar væntingar.

Sýndu okkur hvar Davíð keypti ölið, Guðbergur!

Kristinn Theódórsson, 14.11.2010 kl. 11:13

120 Smámynd: Grefill

Jæja ...

Eins og þú segir sjálfur Kristinn þá er þetta ofureinfalt og óflókið og ekki veit ég út af hverju þú eða aðrir eruð að æsa ykkur yfir þessu.

Málið snýst um deiluna um hvort trúleysi sé trú. Trúaðir hafa sagt að trúleysi sé trú en trúlausir hafa sagt að trúleysi sé ekki trú.

Jóhann bendir á það í þræði hjá þér að menn séu í raun að tala út frá mismunandi forsendum í þessari sérkennilegu deilu.

Hér er orðrétt það sem hann segir:

"Nú liggur það alveg fyrir að það er ekki bæði hægt að hafa eitthvað og hafa það ekki. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Þannig séð getur trúleysi ekki verið það sama og trú og því getur trúleysi ekki heldur verið trú. Það er ekki hægt að bæði trúa á eitthvað og trúa svo ekki á þetta sama eitthvað. Þetta hljóta trúaðir jafnt sem trúlausir að sjá að er rétt.

Hins vegar má spurja sig hvort bæði trú og trúleysi sé ekki eins að því leyti að hvort tveggja er ákveðin afstaða til trúar."

Síðan kemur hann með tillögu:

"Er ekki hægt að leysa þetta tiltekna spólfar svona:

Trúaðir viðurkenna að trúleysi sé ekki það sama og trú og að munurinn sé sá að trúaðir trúa á yfirskilvitlega hluti á meðan trúlausir gera það ekki.

Trúlausir viðurkenna að trúleysi sé trúarleg afstaða, rétt eins og trú.

Báðir aðilar leggja niður allar deilur um hvort trúleysi sé trú og skilgreina hér eftir báðir trú og trúleysi sem sama hlutinn, þ.e. sem trúarlega afstöðu.

Semsagt: Trú og trúleysi er ekki sami hluturinn en hvort tveggja er trúarleg afstaða."

Þessu svarar þú Kristinn og segir "Trúlausir viðurkenna vitaskuld að orðið trúleysi lýsir trúarlegri afstöðu ..."

Þar með er það komið á hreint:

Trúleysi er ekki trú en hvort tveggja lýsir trúarlegri afstöðu.

Svo við setjum þetta í samhengi við kosningalíkinguna þín hér fyrir ofan.

Í kosningu þar sem A og B eru í framboði hefur kjósandinn í raun um fernt að velja.

1. Hann getur kosið A og er þar með að segja að hann fylgi A að málum.

2. Hann getur kosið B og er þar með að segja að hann fylgi B að málum.

3. Hann getur skilað auðu eða gert ógilt og er þar með að segja að hann fylgi hvorki A né B að málum og myndi vilja annan eða fleiri flokka að kjósa úr. Hins vegar er hann um leið að segja að hann styði frekar þann flokk sem meirihluti A og B kjósenda muni kjósa.

4. Hann getur sleppt því að mæta á kjörstað og er þar með að segja að honum sé andskotans sama hverjir stjórna. Hins vegar er hann, alveg eins og 3) um leið að segja að hann styði frekar þann flokk sem meirihluti A og B kjósenda muni kjósa.

Allir fjórir kostirnir eru afstaða til stjórnmála, hver á sinn hátt.

Ef kosið væri um trúarbrögð eins og í pólitík þá mundi framboðslistinn líta svona út:

A) Kristni-flokkurinn fyrir þá sem kjósa kristni.

B) Islam-flokkurinn fyrir þá sem kjósa islamstrú.

C) Hindu-flokkurinn fyrir þá sem kjós hindu-trú.

D) Budda-flokkurinn fyrir þá sem kjósa buddatrú

E - Ö) Allir hinir trúarbragða-flokkarnir

Síðan yrði gengið til kosninga ... eh ... nei heyrðu! HALLÓ!

Það vantar einn kost, er það ekki?

Hvað eiga trúlausir að kjósa?

Eiga þeir ekki rétt á að vera með? Jú auðvitað eiga þeir rétt á því. Annað væri brot á mannréttindum.

Jú, það vantar Trúlausa-flokkinn fyrir þá sem kjósa trúleysi!

------------------

Feillinn í þinni röksemdarfærslu Kristinn er að ef kosið væri um trú eins og kosið er um pólitík þá myndu trúlausir aldrei sætta sig við annað en að trúleysi væri einn af kostunum í boði.

Í þínu dæmi þá er það sem sagt rangt hjá þér að flokka trúlausa í þann hóp sem kýs ekkert. Þeir myndu kjósa trúleysi.

Frá þessum sjónarhóli er trúleysi það sama og trú að því leyti að hvort tveggja er trúarleg afstaða og um leið trúarleg stefna.

Vissulega er trúleysi ekki það sama og trú frekar en A og B er það sama í pólitík, en alveg eins og bæði A og B eru pólitískar stefnur þá er trúleysi og trú hvort tveggja trúarlegar stefnur.

Pólitík A = Pólitísk afstaða og um leið pólitísk stefna.
Pólitík B = Pólitísk afstaða og um leið pólitísk stefna.

Kristni = Trúarleg afstaða og um leið trúarleg stefna.
Trúleysi = Trúarleg afstaða og um leið trúarleg stefna.

Og þar með þurfa trúlausir og trúaðir ekki lengur að deila um hvort trúleysi sé trú.

Grefill, 14.11.2010 kl. 12:37

121 Smámynd: Grefill

Niðurstaðan er semsagt:

Trúleysi er ekki trú en trúleysi er samt (eins og trú) trúarleg afstaða og þar með trúarleg stefna.

Einfalt.

Grefill, 14.11.2010 kl. 12:45

122 Smámynd: Grefill

Og svo ég fái að bæta einu við frá eigin brjósti.

Trúleysingjar sem kjósa trúleysi eru í raun alveg sömu trúar"nöttarnir" og trúaðir.

Eða eins og ég hef alltaf sagt:

Trú og trúleysi er svipaður grautur í svipaðri skál í sama búrinu ... bara sitt hvoru megin á sama prikinu.

Grefill, 14.11.2010 kl. 12:59

123 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Niðurstaðan er semsagt:

Trúleysi er ekki trú en trúleysi er samt (eins og trú) trúarleg afstaða og þar með trúarleg stefna.

Einfalt.

Einmitt, og þú segir það sem við höfum alltaf verið að segja, a.m.k. ég, að þótt trúleysi og trú eigi það sameiginlegt að vera trúarafstaða og jafnvel trúarstefna, þá er trúleysi ekki trú, en trú er trú.

Trú er ekki trú vegna þess að hún er trúarstefna eða trúarafstaða, heldur af því að trúað er á einhverja ósannanlega hluti.

Það að trúa ekki á ósannanlega hluti er því viss afstaða til þess sama, en ekki trú.

Þú ert bara búinn að styrkja mál andmælenda þinna, Guðbergur.

Kristinn Theódórsson, 14.11.2010 kl. 13:17

124 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Með "trú á ósannanlega hluti" á að sjálfsögðu við daglegan skilning út frá gefnum forsendum eins og við að við séum til og að eðlisfræðin sé nokkuð sannað módel, eða m.ö.o. þekking en ekki trú.

Ég er ekki að tala um fáránlegan útúrsnúning á börð við frumsenduefasemdir og slíkt.

-

En auðvitað er þessi notkun á orðunum trúarafstaða og trúarstefna fremur loðin. Það breytir því þó ekki að trúleysi er ekki trú, því með trúleysi er átt við það að trúa ekki á guði og anda og yfirnáttúru og kraftaverk og allskyns þess háttar trúarbragðatengdar pælingar og hindurvitni.

Kristinn Theódórsson, 14.11.2010 kl. 13:32

125 Smámynd: Grefill

Kristinn minn, ósköp ertu tregur í taumi greyið mitt.

Það hefur enginn trúaður neitað því nokkurn tíma að trú væri öðruvísi en trúleysi að því leyti að í trúnni felst að trúað er á yfirnáttúru en í trúleysi felst ekki trú á yfirnáttúru.

Þess vegna kallast þetta annars vegar trú og hins vegar trúleysi.

Hins vegar hafa trúaðir allaf vitað að trúleysi er trúarleg afstaða og trúarleg stefna alveg eins og trú. Það hafa trúlausir hins vegar ekki vilja viðurkenna fyrr en núna.

Þú segir: "Þú ert bara búinn að styrkja mál andmælenda þinna, Guðbergur."

Já, ég ætla rétt að vona það Kristinn minn að mér hafi loksins tekist að fá þig og aðra trúleysingja til að fatta um hvað málið snýst og að það muni styrkja málflutning ykkar í framtíðinni og fækka rangfærslunum.

ps. Og þar sem þú hraktir ekki niðurstöðuna:

Trúleysi er ekki trú en trúleysi er samt (eins og trú) trúarleg afstaða og þar með trúarleg stefna.

og sagðir meira að segja "einmitt" ... þá reikna ég með að þú hafir tekið rökum mínum og að við séum loksins sammála um þetta.

Grefill, 14.11.2010 kl. 14:08

126 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Talaðu fyrir sjálfan þig væni, það er einmitt allur gangur á í hvaða skilningi trúmenn vilja meina að trúleysis sé trú.

En þú segir:

Trúleysi er ekki trú en trúleysi er samt (eins og trú) trúarleg afstaða og þar með trúarleg stefna. 

Það sem þú gerir alltaf er að vaða um allar trissur og segja fólki að trúleysi sé ekki til.

Nú ertu hinsvegar búinn að segja að trúleysi sé vissulega ekki trú, en það sé trúarafstaða og gefur þér að það sé einnig trúarstefna - sem ég hugsa að ég vilji jafnvel neita eða a.m.k. skilgreina frekar, en það má bíða með það.

Þá ertu í raun að segja, Guðbergur, að trúarafstöðuleysi og trúarstefnuleysi sé ekki til, en trúleysi sé til, því trúleysi er ekki trú.

Þú ert sem sagt búinn að skjóta þig í fótinn með þá fullyrðingu að trúleysi sé trú og að trúleysi sé ekki til. Þú ert búinn að færa það sem trú og trúleysi eiga sameiginlegt yfir í orðin trúarafstaða og trúarstefna og skilja eftir orðið trúleysi sem ekki trú - sem er einmitt það sem við erum að segja og við því fnæstum fullkomlega sammála.

Með trúleysi er vissulega tekin einhver tegund afstöðu tilhugmynda sem trúað er á, og það má svo sem kalla það stefnu í loðnum skilningi, en það felst samt í því trúleysi, þ.e.a.s. að ekki er trúað (yfirleitt á hugmyndir umfram almenna þekkingu).

Þú ert sem sagt búinn að svara sjálfum þér ágætlega. Trúleysi er ekki trú og þeir sem eru trúlausir geta nú vonandi haldið áfram að segja að trúleysi sé ekki trú án þess að þú komir alltaf gjammandi með þá fullyrðingu að trúleysi sé ekki til. Á móti geturðu haldið því fram að trúarafstöðuleysi og trúarstefnuleysi sé ekki til - til hamingju með það.

Kristinn Theódórsson, 14.11.2010 kl. 15:07

127 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Grefill, ef þú vilt halda þessari umræðu áfram við Kristin, þá bið ég þig um það að gera það á eigin bloggsíðu. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.11.2010 kl. 15:28

128 Smámynd: Grefill

Kristinn minn.

Þú getur haldið áfram að gera mér upp þær skoðanir sem þú vilt eins og þú gerir alltaf gagnvart viðmælendum þínum um leið og þú geltir þig frá einhverjum ímynduðum vandræðum sem þú telur þig greinilega vera kominn í.

En ekkert sem þú segir breytir því að niðurstaða málsins er þessi:

Trúleysi er ekki trú en trúleysi er samt (eins og trú) trúarleg afstaða og þar með trúarleg stefna. 

Þetta má reyndar orða:

Trúleysi er ekki trú en hvort tveggja er samt trúarleg afstaða og þar með trúarleg stefna. 

Myndlíking:

Hægri flokkur er ekki vinstri flokkur en hvort tveggja er samt stjórnmálaleg afstaða og þar með stjórnmálaleg stefna.

Þar með er trúleysi trú frá því sjónarhorni að hvort tveggja er trúarleg afstaða og þar með stefna rétt eins og hægt væri að segja að hægri flokkur sé eins og vinstri flokkur frá því sjónarhorni að hvort tveggja er stjórnmálaleg afstaða og stefna.

Eini munurinn á trú og trúleysi er að í trú felst trú á yfirnáttúru en í trúleysi felst ekki trú á yfirnáttúru. Þess vegna kallast önnur stefnan "trú" en hin stefnan "trúleysi". Að öðru leyti er trú og trúleysi sami grautur í sömu skál

Skjóta mig í fótinn? Já, já allt í lagi Kristinn minn, höfum það bara svoleiðis.

Grefill, 14.11.2010 kl. 15:43

129 Smámynd: Grefill

Allt í lagi Hjalti. Þú biður þá Kristinn þess sama er það ekki?

Vinsamlega samt ekki stroka út það sem komið er hér. Þetta er merkileg heimild.

Grefill, 14.11.2010 kl. 15:45

130 Smámynd: Styrmir Reynisson

Ég er nokkuð viss um að "OWND" sé vel við hæfi

Styrmir Reynisson, 14.11.2010 kl. 18:04

131 Smámynd: Pétur Harðarson

Grefill, þetta er hundómerkileg heimild um nákvæmlega ekki neitt. Þetta eru orðaleikir sem skipta ekki nokkru máli. Ég trúi því af lífi og sál að guð sé ekki til. Þú mátt kalla mig trúaðan, öfgatrúaðan eða trúar nöttara. Málið er það skiptir nákvænlega engu máli vegna þess ég þarf ekki að skilgreina trú svona rosalega.

Sá sem trúir því að jörðin hafi verið sköpuð af guði fyrir um 5000 árum, að talandi snákur hafi platað Evu til að borða epli sem varð til að við erum öll syndug og að Jónas hafi dvalið í stórum fiski í 3 daga, hefur annað hvort búið í helli síðustu 100 ár eða hann þarfnast alvarlega geðhjálpar vegna raunveruleikafirru.

Pétur Harðarson, 15.11.2010 kl. 00:52

132 Smámynd: Grefill

Ekki sammála þér þar Pétur. Þetta er stórmerkileg heimild. Þínar skoðanir koma málinu nákvæmlega ekkert við. Þetta snýst ekkert um þig.

Grefill, 15.11.2010 kl. 19:53

133 Smámynd: Pétur Harðarson

Eins og góðum asna sæmir, Grefill, þá talar þú með rassagatinu. Mínar skoðanir koma málinu jafnmikið við og þínar eigin. Þessar bulltilraunir þínar til að leiða umræðuna út á tilgangslausar brautir eru jafn gegnsæjar og þær eru barnalegar.

Pétur Harðarson, 15.11.2010 kl. 22:46

134 Smámynd: Grefill

Nei, Pétur. Þetta kemur þér ekkert við. Þú ert bara að troða þér hér inn á bloggsíðuna þriðja aðila með æsing í minn garð sem kemur pistlinum hans Hjalta ekkert við. Ef þú hefur eitthvað við mig að segja, segðu það þá á þinni eigin bloggsíðu en ekki misnota síðu Hjalta til þess.

Grefill, 16.11.2010 kl. 00:26

135 Smámynd: Pétur Harðarson

Þetta er opin vefur Grefill og þú ættir asna síðastur gagnrýna aðra fyrir að koma með athugasemdir sem koma málinu ekki við. Þegar þú kemur með einhverja fáránlega orðaleiki um trú og trúleysi þá áskil ég mér alveg rétt til að svara fyrir mitt leyti sem trúlaus (og þá meina ég laus við heimskuleg trúarbrögð). Ef að Hjalti hins vegar sér eitthvað athugavert við mínar athugasemdir þá getur hann eytt þeim. Þú skalt bara halda þig á asna mottunni ;)

Pétur Harðarson, 16.11.2010 kl. 01:21

136 Smámynd: Grefill

Allt í lagi Pétur minn. Sofðu vel.

Grefill, 16.11.2010 kl. 01:29

137 identicon

Að innræta skólabörnum "galdrahugsunarhátt" eins og felst í bænum finnst mér óumdeilanlega skaðlegt.

Helgi Briem (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband