31.10.2010 | 17:17
Að vera lútherskur
Í dag er víst siðbótardagur hjá ríkiskirkjunni og nú hafa líklega margir prestar dásamað Lúther í predikunum víðsvegar um landið. Mér persónulega finnst það afskaplega ógeðfellt að þetta fólk skuli enn kenna sig við Lúther. Maðurinn var nefnilega ótrúlegur gyðingahatari.
Það má auðvitað segja að þeir kenna sig ekki við Lúther vegna gyðingahatursins. Ég myndi til dæmis ekki hætta að nota bréfaklemmur ef það kæmi í ljós að sá sem uppgötvaði þær væri gyðingahatari. En ég myndi ekki kalla mig eftir nafninu hans.
Og þegar það kemur að Lúther, þá boðaði hann skipulagðar ofsóknir gegn gyðingum í guðfræðilegum ritum sínum. Í bók sinni Um gyðingana og lyga þeirra leggur Lúther þetta til sem lausn á gyðingavandanum:
1. Að brenna samkunduhús og skóla gyðinga.
2. Að eyðileggja hús gyðinga.
3. Taka bænabækur og trúarbækur (Talmúdinn) frá þeim.
4. Banna rabbíum að boða/kenna trú (refsingin er líflát).
5. Afnám ferðafrelsis handa gyðingum.
6. Banna gyðingum að stunda lánastarfsemi.
7. Setja gyðinga í nauðungarvinnu.
Hvernig dettur fólki í hug að vera að dásama þennan mann og kalla sig lútherska?
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:20 | Facebook
Athugasemdir
Ógeðfelldur karl hann Lúther, og ef ég vissi ekki betur, það teldi ég augljóst að hann hafi líka verið vinstri maður og nasisti í ofanálag.
Fornleifafræðingar hafa rannsakað hús eitt sem hann bjó í, og kom í ljós stífluð salernisrenna frá húsinu, einmitt frá tímum Lúthers. Í ljós kom að hann hefur verið með slæmar ristilbólgur og harðlífi. Linnulausir verkir hans hafa líklega blásið vandamálið með gyðinga upp, því alkunna var á 16. öld að hægt væri að leysa öll vandamál með því að drepa einn gyðing á dag og kenna hinum um ófarir sínar.
Reyndar er þessi allrameinabót enn notuð í miklu uppáhaldi hjá siðbótarmönnum í Miðausturlöndum og stuðningsfólki þeirra á Vesturlöndum.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.10.2010 kl. 17:31
Mikið er þetta ljótt skegg sem þú ert með... hef sagt það áður.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 31.10.2010 kl. 17:32
Já þetta er ekki álitlegt, hvorki pistillinn né skeggið kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 31.10.2010 kl. 17:40
Yfirskriftin yfir sumum pistlunum þínum ætti að vera "Sparka í geitungabú" miðað við viðbrögðin sem þú færð
Styrmir Reynisson, 31.10.2010 kl. 17:55
Hver skrifaðu þetta:
"We believe as much in the purity of race as we think they do, only we believe that they would best serve these interests, which are as dear to us as to them, by advocating the purity of all races, and not one alone. We believe also that the white race of South Africa should be the predominating race."
Jú, Gandhi.
Ban Ki-moon sagði eftirfarandi:
“Mahatma Gandhi trúði alltaf á aðgerðir. Eins og hann sagði: “örlitlar aðgerðir eru meira virði en endalausar prédikanir.” Við hin getum einungis fylgt í fótspor Gandhis með því að tileinka okkur ofbeldisleysi, réttlæti og frið.”
Eigum við þá að segja: Nei, að far í fótspor Gandhis er að fara í fótspor rascisma?
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 18:41
Og hvernig var það nú með Karl Marx? Var hann ekki vondur við "the housekeeper", börninn o.s.frv (jf, t.d. Wikipedia)? Eigum við þá að afgreiða Marx svona? Er það ekki barnalegt? Jú.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 18:48
Eða afgreiða Hjalti út af skegginu?
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 18:49
Jakob, ég er ekki að segja eitthvað í líkingu við "Allt sem Lúther sagði var bull, af því að hann var vildi skipulagðar ofsóknir gegn gyðingum.", heldur: "Fólk ætti ekki að lofa Lúther og kenna sig við hann, af því að hann vildi skipulagðar ofsóknir gegn gyðingum."
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.10.2010 kl. 19:21
Og Ghandi fékk jú friðarverðlaun. Það fengu líka Arfat og Kissinger auk fleiri vafasamra friðarpostula. Kannski Lúter hefði fengið þau líka ef þannig hefði staðið á í tíma.
Annars sýnist mér Þórhallur vera orðinn Kaþólskur. Heldur upp á aAll Saints og allt. Líklega á hann svona helgiagatal. Þar eru nánast allir dagar kristnir partýdagar.
Leo x bannfærði raunar Lútertrú og lýsti villutrú þarna um 1520 og gott ef hannútnefndi Lúter ekki sem antikrist II. Sá úrskurður stendur enn að því er ég best veit.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2010 kl. 19:49
Lúter átti þó eitthvað sameiginlegt með Kaþólskunni. Gyðingahatur hefur jú mörgum verið sameiningartákn. Nefnd bókarkrudda var jú í uppáhaldi ákveðins aðals í þýkalandi. Menn sem töldu sig ganga með Guði. (Got mit uns)
Merkilegt þegar Jesú mun hafa talið sig alfarið kominn til að frelsa fólk af Ísraelsætt.
Jón Steinar Ragnarsson, 31.10.2010 kl. 19:58
Æ, Hjalti...
Þú segir að fólk ætti ekki að lofa Lúther og kenna sig við af því hann vildi skupulagðar ofsóknir gegn gyðingum. Ég geng út frá því að menn kenna sig við Lúther vegna þess að í huga þeirra segir Lúther eitthvað sem er ekki bull.
Þú ert einmitt að segja að við eigum ekki að taka mark á Lúther vegna gyðingarhatur hans. Dæmigerð ad hominum rök. Ekki mun ég afgriða Gandhi vegna eitthvað sem hann sagði um "svertinga" þegar hann bjó í Suður Afríka þegar hann var ungur.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 20:58
Nei, ég er einmitt ekki að segja það. Þú segir sjálfur rétt á undan nákvæmlega það sem ég er að segja: "Þú segir að fólk ætti ekki að lofa Lúther og kenna sig við af því hann vildi skupulagðar ofsóknir gegn gyðingum. "
Nei. Ég segi hvergi eitthvað eins og "Lúther hafði rangt fyrir sér af því að hann var gyðingahatari."
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.10.2010 kl. 21:46
Ok, Hjalti
Þú skrifaður:
"Hvernig dettur fólki í hug að vera að dásama þennan mann og kalla sig „lútherska“?
Að kalla sig "lutherska" þýður að athyllast luthersk trú. Þarf maður að stafa það fyrir þig? l-u-t-h-e-r-s-k-a.
En ok, þú ert svo mikið efnishyggjamaður að það er bara ekkert á milli línuna hjá þér. Allt eftir bókstafarnir. Bókstafartrúarmaður. Í andi og gjörðum.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 22:36
Ég las thetta. Lútti var svo sannarlega ekki júda-fan. Hef tekid eftir thví ad Gydingar eru oft skeggjadir og baeta thannig upp hárlítil höfud thví their verda flestir sköllóttir eftir thrítugt. Áteiknad hár er lausnin!
Límdu augnabrýrnar hans Hjalta eru skemmtilegar. Hann kemur spánskur fyrir sjónir.
Tússskegg (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 23:00
Já, og lúthersk trú er kennd við Lúther, L-ú-t-h-e-r.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.10.2010 kl. 23:19
Ok, Hjalti
Svo erum við sammála um að þú segir að Lúther hafði rangt fyrir sér af því að hann var gyðingahatari. Var það svo erfitt?
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 23:29
Nei, ég sagði það ekki.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.10.2010 kl. 23:33
Eða Hjalti,
Við erum sammála um að Lúther var gyðingarhatari en kennisetininga hans eru - nauðsynlega - ekki rangar. Hvernig list þér á það?
Of flókinn?
PS: og svo skilst mér að fjölda af gyðingum taka ekki "áras" Lúthers sem nið á þeim. Þeir gera skil á milli teologi og rasisma.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 23:40
Og trúmpið "gyðingana og lyga þeirra" er spilað svo oft að maður verður bara óglatt. Það er eins og: bittu við, hvað geti ég gert núna, jú, "gyðingana og lyga þeirra". Reynum það.
Það er bara svo ófrumlegt...
Nei, biddu við, ég sagði það ekki...
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 23:51
Ég skil ekki punktinn í þessum pistli hjá þér Hjalti. Viltu meina að lutherskir séu þar með að leggja blessun sína yfir gyðingahatur og ofsóknir gegn gyðingum?
Skil ekki? (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 00:02
Auðvitað eru kennisetningar hans ekki nauðsynlega rangar af því að hann var gyðingahatari.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2010 kl. 00:03
"Skil ekki?", punkturinn er þessi: Það er ótrúlegt/ógeðslegt að fólk skuli kenna sig við mann sem boðaði skipulagðar ofsóknir gegn gyðingum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2010 kl. 00:04
Hjalti
eiga fólk þá t.d. að segja: ég trúa á kennisetninga Lúthers en ég vill ekki kenna mig við Lúther sem boðaði skipulagðar ofsóknir gegn gyðingum?
Þú ert að bulla. Viðurkenna það bara.
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 00:16
Jakob minn. Ein tillaga. Hvað um að kalla sig Kristinnar trúar og sleppa öllum dilkadrætti og tengingum við misvitra menn eins og Calvin, Lúter og fleiri? Er þetta trú á þessa einstaklinga eða á Krist? Er eitthvað í "kennisetningum" Lúters sem trompar Krist? T.D. rit það sem Hjalti vísar til? (Það er í raun ekki það versta sem eftir þessum kalli er haft.)
Íslenska þjóðkirkjan kennir sig við þennan mann. Trúboðskirkja hans.
Einhentu þér nú í að lesa um hann og eftir hann og komdu svo ferskur og fróður og verðu "kennisetningarnar".
Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2010 kl. 00:54
Sæll Hjalti og aðrir hér sem tjá sig um Martein Lúther. Ég veit ekki alveg hvort eða þá hvernig þið skiljið hugtakið "gyðingahatur" í tengslum við skrif og meiningar Lúthers. Í afstöðu hans til gyðinga var það ekki kynþáttur þeirra eða slíkt sem máli skipti heldur afstaða þeirra til Jesú sem við höfum nefnt Krist alllengi. Það væri ekki úr vegi að nefna að afstaða hans til múslima var ekki ósvipuð. Það er eitt að vera eindreginn andstæðingur tiltekinna kenninga manna í trúarefnum og sýna af sér óvild vegna slíks, - annað að gera ætterni þeirra á jörðu að tilefni til slíks eins og t.d. Hitler taldi sig gera. Lúther var heldur ekki "pjattaður" í yfirlýsingum um kristna menn og vildi þá ýmsa norður og niður vegna þess sem þeir kenndu fólki í trúarefnum. En hvað um það?
Lúther var ekki fullkominn og enginn kristinn maður kennir sig við hann, heldur nefnast þeir lútherskir með litlum staf vegna þess að það voru fyrst og síðast kenningar hans í efnum kristinnar trúar sem þeir studdust við þegar oki páfakirkjunnar var létt af herðum evrópumanna. Þrautum gyðinga var ekki þar með lokið eins og við vitum. Rit Lúthers eru ekki trúarrit lútherskra kirkna.
Á dögum Lúthers og allt fram á þennan dag hafa menn, eins og löngum fyrr, vegið hver annan og metið út frá trúarskoðunum, rétt eins og viðhorfum í stjórnmálum. Afleiðingarnar er að finna á skalanum frá sinnuleysi til manndrápa. Reynum að sía pólitískan rétttrúnað 21. aldarinnar frá þegar við berum kvarða okkar að persónum fyrri tíða og því sem þeir höfðu fram að færa. Það er afar auðvelt að afflytja slíkt sé vilji til. Kær kveðja, ÞJÞ
Þórir Jökull Þorsteinsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 01:01
"...og svo skilst mér að fjölda af gyðingum taka ekki "áras" Lúthers sem nið á þeim. Þeir gera skil á milli teologi og rasisma."
Eru einhver takmörk fyrir dellunni sem þú getur látið út úr þér kallinn minn?
Fordæming, þjóðernishreinsanir, morð, ofsóknir og rán. Til þessa hvatti hann og með skelfilegum afleiðingu þá og síðar fyrir Gyðinga. (guð útvalda NB) Ekkert af þessu sækir hann a.m.k. í Guðsorði. ( nema að þú getir bent okkur á það. )
Og þú villt kalla þetta guðfræði og réttlæta viðbjóðinn með því?
Það er svo sem ekkert nýtt að trúaðir telji sig hafa einhvern diplómatapassa þegar kemur að ofríki, ofsóknum og óhæfuverkum.
Afskaplega áttu bágt minn kæri.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2010 kl. 01:06
...að Gyðingar líti á þetta sem Gu'ðfræði og sjái þessvegna í gegnum fingur sér með þetta! Helsti innblástur Nasista í helförinni.
Hér með gerðir þú þig endnalega ómarktækann.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2010 kl. 01:08
Var þetta réttlæting Þórir Jökull? Það skiptir semsagt höfuð máli af hverju hann hataðist við Gyðinga? (byggir það vafalaust á Jóhannesarguðspjalli og gömlum skipunum úr Kaþólsku). Gyðingar höfðu sig ekki í frammi gegn kristnum.
Já! og svo var þetta nú ekki svo slæmt af því að hann hataðist við múlima og fleir trúhópa líka. Það þynnir þetta sannarlega. Dreifir þessu, svo það verður ekki eins svakalegt gagnvart gyðingum.
Takk fyrir að leiðrétta þennan misskilning. Guðfræðimenntaður og talar af vali og visku. Pöbullinn hefur ekki lesið þetta rétt. Er hann ekki meira og minna ólæs?
Þú ert sannarlega haukur í horni!
Yfir og út....
Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2010 kl. 01:17
Ert þú að skrifa mér Jón Steinar? Eða einhverjum öðrum?
Þórir Jökull Þorsteinsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 01:17
Afsakið fáfræði mína ... en er það sem hér er kallað "lutherska" og "lutherskir" ekki venjulega kallað mótmælendatrú og mótmælendur á íslensku, eða protestants á ensku?
Eru lutherskir og mótmælendur því ekki nákvæmlega sami hópurinn eða er einhver munur þar á?
Skil ekki? (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 01:19
"Á dögum Lúthers og allt fram á þennan dag hafa menn, eins og löngum fyrr, vegið hver annan og metið út frá trúarskoðunum, rétt eins og viðhorfum í stjórnmálum."
??, er þetta innlegg í umræðuna?
Áttu kannski við að menn hafi vegið hver annan í merkingunni að drepa? Áttu eitthvað sambærilegt við kirkjusöguna úr stjórnmálum? Eru alltaf skörp skil á milli? Enilega sendu annan fræðandi stíl um það.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2010 kl. 01:31
"Ert þú að skrifa mér Jón Steinar? Eða einhverjum öðrum?"
Hvað sýnist þér Þórir Jökull? Ég nefni þig.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2010 kl. 01:34
Jakob Andersen sálfræðingur, din stakkel, svo ég noti þinn fína tiltalanda við fólk sem þú þekkir ekki: Gyðingahatur, fordómar gegn öðrum, útrýmingarkennd á öðruvísi þenkjandi eru rasismi, sama hvort það er á 16. öld eða á þeirri 20. Det er skæbnens ironi, hr. Andersen, að orðið rasismi var ekki til á tímum Lúthers. En það skilja norrænar, lútherskar þjóðir ekki - íbúunum vantar alveg íróníuna og blanda henni iðulega saman við kaldhæðnina.
Lútherska gæti ef til vill skýrt út af hverju það eru svo margir gyðingahatarar á Íslandi og af hverju RÚV flytur árlega rugl sem kallað eru Passíusálmar og fjalla meira um illsku gyðinga en pínu Krists.
Amen
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.11.2010 kl. 06:56
Smá naflakuskstíning hjá mér...
Íslenskar réttritunarreglur eru ástæða þess að "lútherskur" er skrifað með litlum staf, rétt eins og íslenskur, reykvískur, skagfirskur, o.s.frv. Þess vegna finnst mér að þeir sem kalli sig lútherska greinilega vera að kenna sig við nafnið Lúther.
Hins vegar er ég ekki sammála Hjalta um að það sé endilega ógeðslegt að kalla sig lútherskan. Þrátt fyrir að Lúther hafi víst verið hræðilegur gyðingahatari, þá er hann samt sem áður mun þekktari fyrir að hafa stofnað sína kirkju og andmælt kaþólskunni. Það er þetta síðarnefnda sem fólk kennir sig við.
Svipað dæmi er t.d. Isaac Newton. Newton skrifaði í raun meira um biblíutúlkanir og gullgerðarlist heldur en um þau náttúruvísindi sem hann er þekktur fyrir. Þrátt fyrir þetta þá er oft talað um "Newtonian laws" og til er m.a.s. mælieining nefnd eftir honum. Samt fjallar þessi mælieining ("Newton") ekkert um hvernig á að búa til gull eða túlka Biblíuna, heldur er þetta mælieining krafts.
Lögmál Newtons eru oft dregin inn í umræðu um guð eða yfirnáttúru, og þá notuð til að afsanna (réttilega) ýmislegt bull í bókstafstrúuðum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að Newton sjálfur var mjög trúaður (og væri kannski ekkert mjög hress með að lögmál hans væru notuð á þennan nútímalega hátt).
Hinn ofurtrúaði gullgerðarmaður Isaac Newton er núna flestum gleymdur og aðeins vísindamaðurinn Isaac Newton stendur eftir í þeim fyrirbærum sem bera nafn hans. Á sama hátt aðskilja lútherskir sig frá öðrum kristnum með því að kenna sig við kirkjustofnandann og mótmælandann Lúther, ekki gyðingahatarann Lúther.
Rebekka, 1.11.2010 kl. 07:06
Rebekka, mótmælandinn Martin Lúther var sami maðurinn og gyðingahatarinn Lúther. Ekki bara "víst", heldur alveg örugglega. Lúther var reyndar vinveittur gyðingum framan af ævi sinni, en þegar þessum trúarlega tækifærissinna var ljóst að þeir vildu ekki og ætluðu sér ekki að dansa eftir pípu hans, braust þetta miðaldagyðingahatur fram hjá honum, og var það ekkert minna en það sem þekkt var í þeirri kirkju sem Lúther mótmælti. Rétt: Lúther var ekki fullkominn. Kirkjan er ekki fullkominn, maðurinn er ekki fullkominn, gyðingurinn er ekki fullkominn.
Enginn er fullkominn! (nema kannski þessi Andri, sem Egill Helgason hampar svo mikið í ESB spámennskunni).
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.11.2010 kl. 07:38
Nei, ekki einu sinni hann Andri
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.11.2010 kl. 07:41
Það er skemmtilegt til þess að vita að glerið sem notað er sem altaristafla í Akureyrarkirkju skuli vera þýfi, þýfi sem kirkjan VILDI ekki SKILA. Það hlýtur að vera gaman að krjúpa fyrir framan altarið og lofa guð
Valsól (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 10:19
Jakob: Þeir ættu a.m.k. að taka undir síðari hluta þessarar setningar. Hvað þeir ættu að kalla sig veit ég ekki, mér dettur í hug ásborgartrúar (í höfuðuð á aðaljátningu þeirra).
Þórir: Allt í lagi, Lúther vildi skipulagðar ofsóknir (jafnvel drepa) gyðinga, ekki vegna kynþáttar, heldur vegna trúar þeirra. Er það ekki nógu slæmt?
Svo get ég ekki tekið undir þetta:
Það er ekki hægt að afsaka Lúther með því að hann hafa verið "barn síns tíma", hann var harðari í afstöðu sinni til gyðinga en margir samtímamenn hans og það er honum að kenna að gyðingar voru hraktir úr einhverjum þýskum smáríkjum.
Skil ekki?: Þetta er ekki alveg rétt hjá þér, það eru ekki allir mótmælendur lútherskir, t.d. eru líka til kalvínistar.
Rebekka, ég skil hvað þú átt við, en það var mótmælandinn og kirkjustofnandinn Lúther sem var gyðingahatarinn. Um gyðingana og lyga þeirra er guðfræðirit, hann hataði gyðinga af trúarlegum ástæðum.
Svo finnst mér smá munur á því að kenna lögmál við Newton og að kalla sjálfan sig "Newtonista".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2010 kl. 13:39
Hjalti þú talar um Lúther sem gyðingahatara, það má vel vera ég þekkti manninn ekkert. og kenni mig ekki við hann á nokkurn hátt.
En langar að spyrja þig, -hvers konar hatari ert þú? ...
Þessi síða þín virðist ganga út á það að úthrópa kristna.... svo ég velti því fyrir mér... hvort þú sért kristinna-hatari...?
Adeline (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 13:54
Adeline, nei, ég hata ekki kristið fólk og ég "úthrópa" kristna ekki hérna. Hins vegar gagnrýni ég kristna trú hérna.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2010 kl. 14:08
Ég vorkenni þér Hjalti... en aðallega vegna þess hve rökin á móti greininni þinni eru svo afspyrnu léleg. Þórir var líklegast með besta andsvarið. Ef þú kynnir þér æfi Lúthers þá get ég ekki ímyndað mér að þín niðurstaða verði að hann var þetta illmenni sem þú málar upp hérna. Lúther var ekki fullkominni og alveg eins og Páll sagði að enginn ætti að kenna sig við hann, þá ættu heldur ekki kristnir að kenna sig við Lúther.
Mofi, 1.11.2010 kl. 21:07
Ég ber virdingu fyrir Hjalta og öllum trúlausum sem upplýsa og reyna ad fyrirbyggja ad fólk detti í trúarpyttinn.
Thad er gott fyrir alla trúlausa ad geta átt samskipti vid fólk, sem ekki er med hausinn fullan af RUSLI. Thví sá sem gleypir kreddurnar er med höfudid fullt af DRASLI. Audvitad eru menn undir misjafnlega miklum áhrifum....en er haegt ad ná alvöru sambandi vid trúarskadada manneskju? Ég held ad samband vid thá sem hrellast af miklum gudsótta náist ekki almennilega.
Tússskegg (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 22:35
Lúther var bara maðurinn Lúther og ekkert sérstakur fyrir okkur í dag. Hann var menntamaður. Vera kann að hann hafi gert góða hluti á sinni tíð eins og kaþólskir viðurkenna í dag en það er alldeilis fráleitt að vera að velta sér upp úr manni sem telst ekki til heilagra manna og hefur td. ekki gert kraftaverk.
Nú drattast meira eða minna trúlausir norðurálfubúar með Lúther í eftirdragi bara vegna þess að hann setti kaþólsku kirkjunni stólinn fyrir dyrnar. Mér finnst frekar undarlegt að lesa íslenska klerka mæra Lúther á tuttugustu og fyrstu öld en ignorera sjálfan meginstraum kristninnar í heiminum sem er hin heilaga kaþólska kirkja. Það er kirkjan sem verndar mesta leyndardóm allra alda, sjálfan kjarna kristninnar. Sem menn geta reyndar skoðað ef þeir þora og vilja.
Guðmundur Pálsson, 1.11.2010 kl. 23:09
Takk Mofi :)
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.11.2010 kl. 00:13
Guðmundur. Fyrirgefðu að ég bötti svona inn, en hvernig getur eitthvað verið leyndardómur, ef allir geta skoðað hann?
Fyrst hann er nú ekki huldari en svo, getur þú gefið okkur einhver hint um hver hann er? Þú veist hann væntanlega, er það ekki?
Vissulega hef ég haft á tilfinningunni að einhver leyndardómur hafi verið á ferðinni, því ég hef ekki grænan grun um það hvað þetta snýst, þrátt fyrir áratuga eftirgrennslan, nema þá um að þetta er einhveskonar loddaraleikur, valdsýki og peningaplokk.
Vona að þú getir hjálpað og eytt þessum efasemdum í eitt skipti fyrir öll.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2010 kl. 18:08
Òskapar gremja kraumar ì thèr Hjalti minn. Ertu ekki bara andsetinn? Ì gudanna bænum rakadu thetta hörmulega skegg af thèr og làttu snyrta augabrùnirnar. Thù yrdir a.m.k. eitthvad trùverdugri vi thad.
Steini (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.