Áróðursritið

Um daginn heyrði ég kostulegt viðtal við ríkiskirkjuprestinn Maríu Ágústsdóttur á Útvarpi sögu. Þar sagði hún meðal annars þetta:

Nú er til dæmis Nýja testamentið ekki áróðursrit, það er heimild, það er heimild sem greinir frá ákveðinni sýn til lífsins, og nú ætla ég ekkert að fara út í samtalið um trú og vísindi það kemur því ekkert við, það er heimild sem greinir frá ákveðinni lífssýn, ákveðinni sýn á lífið. Og þá spyr maður sig af hverju er það svona hættulegt að mega kynna sér þetta? Og hvers vegna er þetta yfir höfuð hættulegt að syngja um að Jesús sé besti vinur barnanna?

Til að byrja með fer þessi ágæti prestur að tala gegn því að þetta sé „hættulegt“, en eins og hún ætti að vita, þá er ekki aðalatriðið að þetta sé hættulegt, heldur einfaldlega óviðeigandi. Til dæmis væri ekki hættulegt að fá Sjálfstæðisflokkinn í reglulegar heimsóknir í skólana, og syngja „Friedman er beti vinur barnanna“, en það er klárlega óviðeigandi.

Svo er auðvitað athyglisvert að presturinn virðist telja það vera viðeigandi að syngja „Jesús er besti vinur barnanna“ í skólum. 

En það sem vekur mestu athygli mína er fullyrðing prestsins að Nýja testamentið sé ekki áróðursrit, það sé bara heimild.

Lesum hvað höfundur  Jóhannesarguðspjalls hefur að segja um það:

En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni. (Jh 20.31)

Tilgangur ritsins er að fá fólk til að gerast kristið. Er þá ekki klárlega um áróðursrit?

Og þó svo að hin guðspjöllin segi það ekki berum orðum, þá er það auðvitað tilgangurinn, að sannfæra lesandann um kristnu trúarskoðanir höfundarins.  Hvers vegna heldur María að þar sé verið að segja frá því hvað Jesús var klár í að lækna fólk, ráða yfir illum öndum, að kraftaverk hafi fylgt fæðingu hans og ég veit ekki hvað? Heldur hún virkilega að höfundurinn hafi ekki verið að reyna að sannfæra lesandann um að Jesús væri guðlegur?

Annað hvort veit hún svona lítið um Nýja testamentið eða þá að hún er svo gjörsamlega blinduð á meint ágæti eigin trúarrits að hún sér bara ekki að þetta er áróðursrit, eða vill bara ekki viðurkenna það.

Ég er ekki að segja að það sé eitthvað slæmt við það að vera áróðursrit, ég myndi til dæmis flokka þann ágæta vef Vantrú.is sem áróður. En stór hluti Nýja testamentisins er einnig áróður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vildi benda þér á enn einn frasabúðinginn í þessu fáránlega máli. http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/1110192/

Ekki frá þeim mest traustvekjanddi, en hann finnur hjá sér þörf til að sveipa sig skinhelgisáru.  Kannski til að breiða yfir eitthvað. Allavega er þar einn af málsvarnarmönnum  Ólafs Skúlasonar á ferð.  Félegt próspekt fyrir blessuð börnin.

Móðursýkin er að sækja í sig veðrið og þess meir sem hún verður í þessum búðum hræsni, sjálfhverfu, afneiturnnar, frummennsku og þekkingaleysis, þess betra.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 02:39

2 identicon

Heyrðu Hjalti þú ættir kannski að breyta nafninu á blogginu þínu í "Áróðursbloggið"...

nú eða: "Kristni-fóbía"  

Adeline (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 13:06

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afsakið að ég blandi mér inn í...en Adeline, Kristnin er grundvölluð á fóbíu. Án hennar hefði hún aldrei náð fótfestu. Þ.e. Guðsótta. Akkúrat fóbían sem knýr fram þessa athugasemd þína.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2010 kl. 15:56

4 identicon

Jón Steinar; ert þú líka heilaþveginn af heilögum Matthíasi? og búinn að vera í talþjálfun hjá honum líka? :)

Adeline (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 11:54

5 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Nei, Hjalti Rúnar, NT er ekki áróðursrit. það flytur góðu fréttirnar af Kristi, tilgangurinn er vissulega að flytja þær fréttir og að menn meðtaki þær – sem verður aðeins gert í trú – en það er EKKI áróður og beitir ekki ósvífnum aðferðum áróðursmanna, m.a. með því að flytja hálfsannleika eða láta tilganginn helga vond meðul. – Í flýti; b.kv. – JVJ.

Kristin stjórnmálasamtök, 31.10.2010 kl. 18:00

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jú, Jón Valur, Nýja testamentið er áróðursrit og beitir "ósvífnum aðferðum áróðursmanna".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2010 kl. 13:30

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orð, orð innantóm, Hjalti minn.

Ertu ekki maður rökstuðnings og raka? Hvar eru þau?!

Jón Valur Jensson, 1.11.2010 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband