26.10.2010 | 15:29
Að berja börn
Hvað myndi fólk segja ef ég myndi biðja um að dreifa meðal grunnskólabarna miða sem á stæði: Ef foreldrar þínir berja þig ekki, þá elska þau þig ekki. Ég held að fáir væru sáttir með það, en það eru víst mannréttindi að fá að dreifa svona miði, svo lengi sem að hann fastur við trúarrit kristinna manna:
Sá sem sparar vöndinn hatar son sinn en sá sem elskar hann agar hann snemma. (Orðskviðirnir 13.24)
Á blogginu hans Matta sést að Gídeonfélagið er búið að bæta Orðskviðunum við Nýja testamentið sitt.
Er þetta ekki fallegur boðskapur? Það er auðvitað rangt í sjálfu sér að vera að dreifa áróðursriti kristinna manna í grunnskólum, en það bætir ekki beint úr skák að þetta rit er jákvætt í garð líkamlegra refsinga gegn börnum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 27.10.2010 kl. 16:46 | Facebook
Athugasemdir
Alveg hreina satt og rétt hjá thér ágaeti ungi madur.
Thessi dreyfing áródursrits kristinna manna í grunnskólunum er ekkert annad en lidur í ad heilathvo börnin.
Ég tel thad beinlínis haettulegt andlegri heilsu barna ad thau séu mötud af fullordnu fólki á botnlausu kjaftaedi og rugli sem er gersamlega ósamraemanlegt raunveruleikanum.
Stödvar tharf trúarfíflin strax (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 16:19
Kannski væri í lagi að dreifa svona miða, ef þú felur skilaboðin innan um fullt af öðru jákvæðu dóti líka.
"Drottinn elskar þig, þú kemst til himnaríkis ef þú hagar þér vel. Ef foreldrar þínir berja þig ekki, þá elska þau þig ekki. Þú munt hljóta eilífa hamingju ef þú fylgir lögmáli Drottins og tilbiður hann. Himnaríki bíður þess er fylgir Drottni..." o.s.frv. o.s.frv.
Rebekka, 26.10.2010 kl. 16:30
Er þessi boðskapur ekki í andstöðu við landlög?
Björn I (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 16:47
Þetta er úrvals góð ábending.
Svo er 1. Mósebók auðvitað klassísk, kafli 22, þar sem pabbinn, Abraham, er ekki í alvörunni trúaður nema hann sé tilbúinn til að fórna syni sínum. Hann var víst búinn að bregða hnífnum að hálsi drengsins þegar Guð taldi víst að Abraham elskaði sig nóg.
Óli Jón, 26.10.2010 kl. 17:12
Alltaf þegar maður telur að þið trúleysingjarnir geti ekki sokkið neðar náið þið nýjum lægðum.
Theódór Norðkvist, 26.10.2010 kl. 18:36
Jamm...orðskiðirnir. Brandarasafn biblíunnar. Nauðsynllegt að leyfa börnunum að hlæja smá.
Maður minnst spakmæla eins og:" Þrasgjörn kona er eins og sífelldur þakleki." Eða: Betra er að húka einn úti á þakbrún um nótt en að búa með þrasgjarnri konu."
Er ekki nauðsynlegt að börnin "fræðist" um mikilleik guðsorðsins. Hvað er meira viðeigandi en orðskviðirnir?
Gaman væri að vita hvað ofbýður honum Tedda mínum hér að ofan. Getur hann skýrt mál sitt?
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2010 kl. 18:48
Annars er ég að lesa bók Úlfars Þormóðssonar "Þú sem ert á hinum" og skemmti mér dáyndisvel við lesturinn. Snilldarverk.
Mér datt í hug, hvort ekki væri ráð að gefa þetta rit grunnskólabörnum svona sem móteitur.
Theodór...by the way...ég skora á þig að verða þér út um hana og lesa. Tvímælalaust Jólabókin í ár
Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2010 kl. 18:53
Theódór, hefur þú eittvað efnislegt við færsluna að segja?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.10.2010 kl. 18:53
Teddi, ....Teddi ....TEDDI TEDDI TEDDI!!! vid hrópum á thig. TEDDI!
Stödva tharf trúarfíflin strax! (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 20:30
Slappaðu af "Stödva tharf".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.10.2010 kl. 21:03
...Þið látið eins og kennarar og leikskólakennarar - séu að lesa uppúr biblíunni allan liðlangan daginn.
Þetta eru eintómir útúrsnúningar á málefninu. Orðskviðirnir eru ágætislesning, -getur ekki þrasgjörn kona verið eins og sífelldur þakleki? er ekki einhver sannleikur í þessu? í þá tíma notuðu menn vöndinn til að aga, nú á tímum tíðkast það vonandi ekki - enda er kannski pointið hjá Salómon(sem skrifaði Orðskviðina) að maður á að aga barnið ef maður elskar það. Að aga er hægt að gera á mjög margann hátt en með vendi ...og ég held að flestir viti það ...:)
Adeline (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 21:21
Við getum líka litið á þessa tilvitnun sem allegóríu ef við svo kjósum. Vöndurinn getur verið margbreytilegur.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 21:31
Adeline, það þýðir ekkert að benda Hjalta á þetta. Það er búið að gera það örugglega þúsund sinnum, en alltaf sprettur upp þessi della um að Salómon hafi verið sadisti og hvatt til þess.
Sæll Jón Steinar, mikið er ég feginn að það varst ekki þú sem varðst fyrir í sprengingunni á Siglufirði. Nei takk, vill ekki þessa bók, á nógu erfitt með að sofa á nóttunni.
Hjalti, Adeline segir allt sem segja þarf. Skortur á aga í samfélaginu, sem á að byrja hjá börnum, er stórt vandamál og á eflaust stóran þátt í hruninu.
Frjálslyndisliðinu hefur tekist að skemma mikið fyrir öguðu uppeldi og ég óska fulltrúum þeirra til hamingju með þann árangur. Njóti þeir vel, því agaleysið kostar miklar þjáningar (og peninga) fyrir þjóðfélagið.
Theódór Norðkvist, 26.10.2010 kl. 21:33
Ha?
Svo er hérna önnur góð tilvitnun:
Ágætislesning? "Foreldrar, muniði að misþyrma börnunum ykkar ekki það mikið að þau deyi!"
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.10.2010 kl. 21:35
Theódór, styður þú barsmíðar á börnum til þess að aga þau? (samanber síðustu tilvitnun mína)
Mér finnst undarlegt að þú kallir þetta "dellu um að Salómin hafi verið sadisti og hvatt til þess". Þetta stendur svart á hvítu þarna!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.10.2010 kl. 21:37
Hjalti, ég held að allir séu sammála um að öfgar, hvort sem þær séu í þessa eða hina áttina.... séu slæmar.
Málið snýst um trúboð í skólum- las einhver orðskviðina fyrir þig í skólastofunni? þetta eru útúrsnúningar hjá þér, ég er nú þegar búin að segja það sem mér finnst í fyrra kommenti, orðskviðirnir sem og annað í biblíunni er ágætislesning, þó svo að þú finnir vers sem passa engan vegin við nútímasamfélagið ... það er að sjálfsögðu hægt að hætta að lesa Íslendingasögurnar í íslensku - því það er svo mikið ofbeldi og slæm innræting í þeim? það er hægt að snúa útúr og uppá allt. og ég held að þú sért viljandi að því:)
Mætti ég spyrja þig hvort þú sért meðlimur í Vantrú? mér þætti það afskaplega upplýsandi....
Adeline (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 22:00
Nei, veistu hvað. Ég ætla ekki að taka undir þetta. Aðallega vegna þess að ég held að þú og fleiri noti orðið "öfgar" bara í staðinn fyrir "slæm skoðun".
Adeline, eins og ég segi sjálfur í greininni minni: "Það er auðvitað rangt í sjálfu sér að vera að dreyfa áróðursriti kristinna manna í grunnskólum..."
Þó svo að það væri ekki þessi ljóti boðskapur í þessu riti, þá væri það samt rangt að dreyfa þessu. Þettae eru ekki útúrsnúningur hjá mér, þetta er bónus.
En ég er ekki að snúa út úr neinu hérna.
Já, ég er í Vantrú. Held meira að segja að ég hafi verið sjötti eða sjöundi meðlimurinn! Hvað er svona upplýsandi við það?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.10.2010 kl. 22:08
Teddi...eins og Kalli biskup talar í innihaldslausum frösum. Rökstudningur er eitthvad sem their hafa ekki í sínum verkfaerakassa....einfaldlega vegna thess ad their hafa EKKERT til thess ad byggja rökstudning á.
Their gaetu alveg eins aetlast til thess ad fólk hegdadi sér í samraemi vid texta Andrésar Andar bladanna. Sannleiksgildid í theim ágaetu blödum er ekki sídra en sannleiksgildi Biblíunnar.
Mun heidarlegra vaeri ef Gídeonfélagid gaefi börnunum thau blöd. A.m.k. skemmtilegri lesning fyrir börnin.
Stödva tharf trúarfíflin strax! (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 22:13
Stöðva, ég gæti tekið undir með þér ef þessar leiðinlegu Mikka Mús sögur væru ekki í Andrésar Andar blöðunum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.10.2010 kl. 22:18
Það er hugsanlegt að ef hjalti hefði verið laminn sem barn þá hefði hann vaxið til manns en ekki skynlausrar skepnu sem nýtur þess að traðka á val einstaklinga á trúarbrögðum
Demon (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 22:28
Orðskviðirnir eru frábærir, þessi gagnrýni á þá er frekar slöpp.
Mofi, 26.10.2010 kl. 22:36
Demon, ég tel mig nú bara hafa fengið mjög gott og ofbeldislaust uppeldi. Og ef ég er að "traðka á val einstalkinga á trúarbrögðum" með þessum skrifum mínum, þá hlýtur Kalli biskup að hafa verið lúbarinn í æsku.... oft.
Mofi, ég held að sú staðreynd að Orðskviðirnir séu í biblíunni hafi meiri áhrif á álit þitt á þeim heldur en innihaldið sjálft. Svo skil ég ekki af hverju þú segir að þetta sé slöðpp gagnrýni. Orðskviðirnir hafa jákvætt viðhorf til líkamlegra refsinga á börnum.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 26.10.2010 kl. 22:44
Gamla góða rassskellingin virkaði vel hér áður fyrr, þó hún hafi því miður verið iðkuð á rangan hátt af fyrrverandi biskup landsins, eða hann hefur misskilið fyrirbærið.
Eftir að hún var að mestu lögð af hafa agavandamál aukist að því ég held með e-veldisvísi. Ég læt það liggja á milli hluta hvort það sé tilviljun.
Theódór Norðkvist, 26.10.2010 kl. 23:47
Dimmalaetting:
Gott hjá Helenu Dam!
Stödva tharf trúarfíflin strax! (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 00:20
Throskalaus ertu Hjalti Rúnar. Skilur lítid. Heldur thú ad thetta sé merking ordanna: Sá sem sparar vöndinn hatar son sinn en sá sem elskar hann agar hann snemma. (Orðskviðirnir 13.24) "Vöndurinn" thýdir annad minn kaeri og hefur vídari skírskotun.
Salomon (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 06:24
Voðalegt er þetta, ef svona mikið af orðum í Biblíunni þýða eitthvað annað en upprunaleg merking þeirra gefur í skyn. Hvar er útskýringabókin sem ætti að fylgja með?
Vöndur/agi = hrós? "Sá sem sparar hrósið, hatar son sinn, en sá sem elskar hann hrósar honum snemma". Jaaá, nú skil ég! Prufum hina tilvitnunina.
Deyða hann= gerir hann montinn. "Hrósa þú syni þínum því enn er von, en farðu eigi svo langt, að þú gerir hann montinn".
Er þetta ekki annars rétt hjá mér? Hvaða víðari skírskotun hefur annars vöndur? Getur "deyða" raunverulega þýtt eitthvað jákvætt?
Er annars mjög erfitt að sætta sig við að í gamla daga, jafnvel á dögum Orðskviðanna, voru barsmíðar ásættanlegar til ögunar á börnum? Það er meira að segja til svipað orðatiltæki í íslensku (kannski fengið upprunalega úr Orðskviðunum?): "Vöndurinn gjörir gott barn".
Theódór virðist allavega skilja þessi orðatiltök úr Orðskviðunum bókstaflega, og telur þau hafa verið til góðs því skortur á rassskellingum valda agaleysi nútímans. Þetta finnst mér heiðarlegasta skoðunin hingað til, þó ég sé ekki sammála henni.
Rebekka, 27.10.2010 kl. 07:24
Hjalti,
það að þú sért í Vantrú, segir allt sem segja þarf- fyrir mig. Ég veit að markmið Vantrúarmanna er ekki að gera alla trúlausa og hamingju sama, heldur - að afkristna alla -og gera sjálfa sig hamingjusama;)
þú ert nú líka að sneiða framhjá mjög góðum ráðum eða versum í Orðskviðunum, -auðvitað velurðu bara það sem þér hentar í þínum málflutningi. En ég las mikið orðskv.þegar ég var unglingur og geri enn.
Hér eru nokkrir góðir:
"Hve lengi ætlið þér, fávísu menn, að elska fávísina
og hinir háðgjörnu að hafa yndi af háði
og heimskingjar að amast við þekkingu? "Orðskv.1:22
Þú vilt vera láta sem Orðskv.hvetji til ofbeldis:
"Öfundaðu ekki ofbeldismanninn
og sækstu ekki eftir neinum verkum hans. "
"Hatur vekur illdeilur
en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti."
"Komi hroki kemur og smán
en hjá hinum hógværu er viska"
Svo ætla ég að láta þennan duga og svo þegja: ...
"Óvitur maður sýnir náunga sínum fyrirlitningu
en vitur maður þegir."
Adeline (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 09:17
Þetta heitir "cherry picking" Hjalti, sama og Vottarnir stunda. Þetta er ekki gagnrýni fyrir fimm aura.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2010 kl. 10:05
Mofi, 27.10.2010 kl. 10:13
Halldór, ertu að segja að ofbeldi sé góð aðferð til að ala upp börn?
Theódór er á þeirri skoðun, þú líka?
Hvað með þig Guðsteinn Haukur? Á að berja börnin ef þau óhlýðnast og sýna ekki virðingu?
Matthías Ásgeirsson, 27.10.2010 kl. 10:27
Adeline, ég er að benda á einkar ógeðlseg vers þarna. Ég veit ekki af hverju þér finnst það ekki í lagi að benda á ógeðið. Ef ég er á veitingastað og sé myglu í brauðinu mínu, þá bendi ég á það og bið um nýtt brauð. Og ég læt starfsfólkið ekki vita að ómyglaði hluti brauðsins hafi verið fínn.
Guðsteinn, ímyndum okkur að ég væri að skoða kennslubók í sagnfræði fyrir grunnskóla. Í miðri umfjöllun um Helförina stæði eitthvað eins og: "En eins og alvitað er þá eru gyðingar ekki manneskjur. " Ef ég myndi vekja athygli á því, og segja að það ætti ekki að nota þessa bók, myndir þú líklega segja:
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 10:45
Matthías, ég trúi því að börn geti haft gott af því að vera rasskellt ef þau fara yfir strikið. Það á ekki að sýna börnum virðingu þegar þau eru óþæg, þá á að aga þau til. Þ.e.a.s. það á að sýna að óvirðing og óhlýðni sé ekki liðin.
Mofi, 27.10.2010 kl. 10:47
Já, svo lengi sem maður drepur þau ekki, þá er í lagi að berja þau.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 10:58
Ég geri það ekki.
Hvernig þá? Á þetta að vera það sem foreldranir eiga að reyna að berja í börnin?Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 11:00
Hjalti,
Það er enginn að biðja þig eða nokkurn annan, um að taka allt bókstaflega sem stendur í Biblíunni. Og þú þarft ekki að óttast -að kennarar -lesi þetta upp í skólastofunni og fari svo að aga börnin eftir þessu eina versi. Salomón og Davíð og fleiri biblíumenn- höfðu sína bresti, gerðu mistök og sögðu alveg ábyggilega hluti sem voru misgóðir.
hættu að argast og snúa útúr- já mér finnst þú vera að snúa útúr- sérstaklega þegar ég veit að þú ert í Vantrú... það er enginn hér að reyna að kristna þig ... þetta er svona hálfgerð "kristni-fóbía" sem þið hjá Vantrú eruð haldnir,... eins og sumir virðast haldnir "hommafóbíu" og geta ekki þolað samkynhneigða. ... er ekki best að halda sig utan allra öfga. ekki öfga kristinn eða ofga trúaður- og ekki heldur öfga -vantrúaður? :)
Adeline (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 11:14
Hjalti, nei, dæmin sem gagnrýna ofbeldi. Foreldri sem elskar barnið sitt vill ekki hýða það en hérna segir Salómon að það er barninu sjálfu fyrir bestu ef það er óþekkt. Það er auðvitað matsmál hvenær óþegðin er orðin svo mikil að það þarf að grípa til hýðinga og þá er gott að hafa í huga vers eins og
Eða að elska náungan eins og sjálfan sig ( 3. Mósebók 19:18 ).
Mér finnst þú hreinlega hérna vera að reyna að finna höggstað á Biblíunni en mér finnst þetta bara vera ódýrt skot. Ert þú alveg sannfærður um að það geta ekki komið upp tilfelli þar sem barn sem óhlýðnist hefur ekki gott af því að vera rasskellt?
Ég er að minnsta kosti sannfærður að ég hefði haft gott af því þegar ég var yngri en mamma mín, þó kristin sé, fór ekki eftir þessum leiðbeiningum.
Mofi, 27.10.2010 kl. 11:18
Matti
Ofbeldi er aldrei lausn. Og er ég ósammála honum Mofi að þessu sinni.
Hjalti:
Það er ekkert mál fyrir hvern sem er sem les biblíuna að finna sér vondan Guð, og það er heldur ekkert mál að finna góðan Guð fyrir þann sem hefur það hugarfar, og veltur þetta alfarið á hugarfarinu. Bæði trúaðir og guðleysingjar ástunda "cherry picking" í sitt hvora áttina, og er ég alveg sekur um það sjálfur en hef séð villuna hjá mér og hættur slíku.
En það sem veldur vonbrigðum er rökleysan á bak við þessa svo kölluðu grein þína Hjalti. Ég hef frekar viljað sjá betri röksemdarfærslu og fleiri tilvitnanir í biblíuna sem styðja eða ýta yndir þennan boðskap. Að vitna í eitt vers er "cherry picking", komdu með fleiri dæmi þar sem bókstaflega er sagt að megi berja börnin sín. Ég get alveg leitað að einhverjum einum eða orðum mismælum frá Dawkins og snúið útúr því fram og tilbaka, en ég kæri mig ekki um slík vinnubrögð.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2010 kl. 11:21
Hvernig kemur þetta umræðunni við?
Ég hef ekki áhyggjur af því. Í skólastofum er einungis lesnir kaflar sem láta biblíuna líta vel út.
Hvar finnst þér ég vera að snúa út úr?
Allt í lagi. Það er enginn að reyna að kristna mig (ég veit ekki með mofa reyndar). Hvernig tengist það eiginlega umræðunni? Ef "kristni-fóbía" er það að þola ekki kristni, þá er ég haldinn "kristni-fóbíu".
Eins og ég útskýrði fyrr á þessum þræði þá tek ég ekki undir þetta, af því að mér finnst fólk nota orðið "öfgar" bara í merkingunni "vond skoðun".
En mig langar að fá þig til að lesa þessa grein: Öfgafullir trúleysingjar?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 11:23
Mofi, er það ekki augljóst að fólk var ekki talið vera "ofbeldismenn" ef það lúbarði barnið sitt? Á sama hátt og við teljum lögreglur sem handtaka fólk ekki vera "ofbeldismenn". Versin sem gagnrýna ofbeldi eru ekki að gagnrýna ofbeldi gegn börnum
Mofi, ég bara veit ekki neitt um uppeldisaðferðir. En ég efast um að líkamlegar refsingar séu besta lausnin. Sérstaklega þegar þær eru það harðar að það þurfi að taka fram að maður eigi að passa sig á að drepa ekki barnið.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 11:26
Guðsteinn:
1. Skortur á dæmum: Ég skil ekki hvers vegna þér finnst þetta eina vers (svo benti ég á annað í athugasemd hérna) ekki duga? Svo ég haldi áfram með kennslubókina, myndi þér finnast það alvöru vörn að segja: "En ertu með fleiri dæmi úr bókinni þar sem er sagt að gyðingar séu ekki manneskjur?"
2. Þú talar um að ná í "mismæli" frá Dawkins og "snúa útúr því fram og til baka". Eru þetta mismæli í Orðskviðunum? Og þú vilt halda því fram að þetta séu útúrsnúningar, þá skaltu gjöra svo vel að rökstyðja það. Mér finnst nokkuð augljóst að þarna sé jákvætt viðhorf til líkamlegra refsinga.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 11:30
Sæll Hjalti, ég ætla ekki að blanda mér í þessa umræðu, nema að benda nokkrum sem hér skrifa ,,trúarvörn" að gera það með kurteisi og e.t.v. notast við biblíu skíringar. Bréf Péturs hafa oft talað inn í aðstæður okkar og ég ætla hér með tilliti til umræðunnar, og til þeirra sem trúa setja inn hluta úr einum kafla Péturs bréfsins. (Hjalti þakka þér fyrir að taka ekki undir orð þeirra sem nota ljótuyrði)
Að lokum, verið öll samhuga, hluttekningarsöm og elskið hvert annað, verið miskunnsöm, auðmjúk. 9Gjaldið ekki illt með illu eða illmæli fyrir illmæli heldur þvert á móti blessið því að þið eruð til þess kölluð að öðlast blessunina. 10Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá svikatali. 11Hann sneiði hjá illu og geri gott, ástundi frið og keppi eftir honum. 12Því að augu Drottins hvíla á réttlátum og eyru hans hneigjast að bænum þeirra. En auglit Drottins er gegn þeim sem illt gera. 13Hver er sá er mun gera ykkur illt ef þið kappkostið það sem er gott? 14En þótt þið skylduð líða illt fyrir að gera það sem er rétt, þá eruð þið sæl. Hræðist eigi og skelfist eigi fyrir neinum. 15En helgið Krist sem Drottin í hjörtum ykkar. Verið ætíð reiðubúin að svara hverjum manni sem krefst raka fyrir voninni sem þið eigið. 16En gerið það með hógværð og virðingu og hafið góða samvisku til þess að þeir sem níða góða hegðun ykkar sem kristinna manna verði sér til skammar vegna þess sem þeir mæla gegn ykkur. 17Ef það er vilji Guðs að þið líðið þá er það betra að þið líðið fyrir að breyta vel en fyrir að breyta illa.
Hafið það sem allra best og Hjalti, reyndu líka að sjá það fallegu og góðu visku sem er að finna í orðskv.
bk.
Linda, 27.10.2010 kl. 11:32
Það vers getur virkað skrítið en í grunninn er það bara að segja að þú átt ekki að skaða barnið.
Þú ert ekki beint ósammála mér, þú ert ósammála Biblíunni. Treystir þínu eigin hyggjuviti betur en Guði; ekki sniðugt að mínu mati.
Mofi, 27.10.2010 kl. 11:37
Linda - vel mælt!
Hjalti - ég held að þú sért ekki það illa gefinn að þú þurfir að snúa útúr hverju einasta orði sem mælt er við þig. Lestu betur yfir það sem ég skrifaði. Auk þess eru spurningar þínar, tilgangslausar og tel ég mig hafa svarað þeim hér ofar.
Dóri
Mér er alveg sama hvað biblían segir, ég legg ekki hendur á börnin mín, alveg sama hvað! Ef það er óhlýðni, þá verður að hafa það. Ef það er vita af þessu versi og fara ekki eftir því, er það önnur saga. Ekki gera fólki upp skoðanir Dóri minn, það fer þér ekki.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2010 kl. 11:46
Haukur, hvaða skoðun var ég að gera þér upp?
Mofi, 27.10.2010 kl. 11:55
Mér finnst þetta undarleg túlkun Mofi. Ef ég heyrði einhvern segja: "Já, það er allt í lagi að beita börnunum ykkar líkamlegri refsingu, en passið ykkur bara á því að drepa þau ekki." Þá myndi ég telja ljóst að hann teldi verulegar líkamlegar refsingar vera í lagi.
Guðsteinn: Ég er í alvörunni ekki að reyna að snúa út úr því sem þú segir. Ég skil ekki hvað þér finnst svona slæmt við það sem ég skrifaði. Eins og Mofi segir þá er það tiltölulega nýkomið að telja það rangt að beita börnum líkamlegum refsingum. Þess vegna er ekki furða að finna staði í biblíunni sem hafa jákvætt viðhorf til þess.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 12:00
Að ég sé ósammála Biblúnni Dóri. Ég tel bara sum vers þurfa staðfesta hvort annað annarsstaðar í biblíunni, þess vegna bað ég Hjalta um fleiri dæmi. Við getum hreinlega ekki tekið eitt vers og trúað einblínt á það þegar ekkert annað mælir með því. Þetta vers er skrifað á bronsöld og til bronsaldarmanna, og var annar háttur hafður á þeim árum. Þess vegna fer ég ekki eftir þessu og lem ekki börnin mín ef þau eru óþæg.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2010 kl. 12:01
Hjalti
Gott og vel, en ég held að við séum allir á sömu blaðsíðunni núna. :)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.10.2010 kl. 12:03
Prov 13:24: Sá sem sparar vöndinn, hatar son sinn, en sá sem elskar hann, agar hann snemma.
Prov 19:18 Aga þú son þinn, því að enn er von, en farðu eigi svo langt, að þú deyðir hann
Prov 22:15: Ef fíflska situr föst í hjarta sveinsins, þá mun vöndur agans koma henni burt þaðan.
Prov 23:13-14 Spara eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum. Þú slær hann að sönnu með vendinum, en þú frelsar líf hans frá Helju.
Prov 29:15: Vöndur og umvöndun veita speki, en agalaus sveinn gjörir móður sinni skömm.
Fengið héðan.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 12:14
Svo má auðvitað minnast á þessi vers, og það væri gaman að fá álit kristna fólksins á þessu:
En líklega þýðir þetta bara að það eigi ekki að skaða soninn.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 12:17
Langar bara að koma með tvo ritningastaði í NÝJA TESTAMENNTINU sem gefur ljós inn í þetta umræðu efni.
Úr Efasus:
21Feður, verið ekki höstugir við börn ykkar, það gerir þau ístöðulaus.
Hér er manni mælt, svörin er hægt að finna, við eigum að ala börnin okkar upp með kærleika, aga, án þess að gera þau hrædd eða reita þau til reiði (ekkert ofbeldi)
Næstum því alveg viss um að ég sé farin núna
Linda, 27.10.2010 kl. 12:55
Heyrðu, "stöðva" persóna,
Hvað á þetta að þýða? einhver öfgamaniac í Usa (þeir eru nú ekki fáir) hefur doldið spes túlkun á Biblíunni- hvað með það?
Hvað er pointið hjá þér? heldurðu að allir sem trúa- séu eins?
Adeline (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 13:38
Hæ Adeline, þetta sem þessi ,,Stöðva" persóna er einfaldlega að gera, er að trölla yfir umræðuna, og það er langt best að láta þá vera í friði :). Hafðu það sem allra best.
Linda, 27.10.2010 kl. 13:47
Linda,
Já það er greinilegt, og rétt að leyfa honum að mála sig útí horn bara...:)
Adeline (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 14:06
Markúsarguðspjall 7:5-13
5Farísearnir og fræðimennirnir spyrja hann: "Hvers vegna fylgja lærisveinar þínir ekki erfðavenju forfeðranna, heldur neyta matar með vanhelgum höndum?"
6Jesús svarar þeim: "Sannspár var Jesaja um yður hræsnara, þar sem ritað er: Þessi lýður heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt frá mér.
7Til einskis dýrka þeir mig, er þeir kenna þá lærdóma, sem eru mannasetningar einar.
8Þér hafnið boðum Guðs, en haldið erfikenning manna."
9Enn sagði hann við þá: "Listavel gjörið þér að engu boð Guðs, svo þér getið rækt erfikenning yðar.
10Móse sagði: ,Heiðra föður þinn og móður þína.` og ,Hver sem formælir föður eða móður, skal dauða deyja.`
11En þér segið: Ef maður segir við föður sinn eða móður: ,Það, sem þér hefði getað orðið til styrktar frá mér, er korban,` það er musterisfé,
12þá leyfið þér honum ekki framar að gjöra neitt fyrir föður sinn eða móður.
13Þannig látið þér erfikenning yðar, sem þér fylgið fram, ógilda orð Guðs. Og margt annað gjörið þér þessu líkt."
Stödva tharf trúarfíflin strax! (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 14:16
"Stödva", ég faldi athugasemdina þína. Vinsamlegast ekki henda inn heilum greinum hérna. Einföld vísun dugar, svona: Grín frá Landoverbaptist
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 14:28
Linda, ég held að það sé rangt að túlka þetta sem bann við ofbeldi, eins og Mofi sagði þá er þetta frekar nýleg hugmynd og ekkert í textanum sem bendir beint til þess að líkamlegar refsingar séu taldar slæmar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 14:30
Thad er í gódu lagi, Hjalti. Athugasemd mín kl. 14:16 dugar.
Stödva tharf trúarfíflin strax (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 14:37
Mofi: "Matthías, ég trúi því að börn geti haft gott af því að vera rasskellt ef þau fara yfir strikið. Það á ekki að sýna börnum virðingu þegar þau eru óþæg, þá á að aga þau til. Þ.e.a.s. það á að sýna að óvirðing og óhlýðni sé ekki liðin."
Mofi - ég vona að þú eigir ekki börn, ég hélt að svona rassskellingar heyrðu til liðinni tíð. Rassskellingar eru ekki uppeldi, þær eru andstæðan sem er ofbeldi.
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.10.2010 kl. 14:52
Jóhanna, þannig að Biblían og ótal kynslóðir sem á undan okkur fóru höfðu rangt fyrir sér? Horfðir þú einhvern tíman á "Húsið á slétunni"? Fannst þér faðirinn í þeim þáttum vera vondur faðir sem misþyrmdi börnunum sínum?
Mitt mat síðan skiptir hérna engu máli. Og fyrir mig skiptir ykkar skiptir heldur engu máli, þið eruð ekki Guð og vitið ekki betur en hann, sama hve sannfærð þið eruð.
Mofi, 27.10.2010 kl. 15:05
Sæll Hjalti, ég er bara ekki sammála ykkur í þessu, því við verðum að muna að fara eftir kenningum Krists, hann einmitt skammaði faríseana vegna mannasetninga í orðinu, sem hafði spillt hinum hreina boðskap. Því er þær ritningar svo mikilvægar sem ég benti á, þær gefa ekkert eftir, það á ekki að nota ofbeldi í uppeldi á barni, eða beita því óréttlæti, ranglæti. Agi er ekki það sama og ofbeldi ég er nokkuð viss um að við getum verið alveg sammála því.
Jesú sagði líka þegar það var verið að ræða um lögmálið:
- 38Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina.
Það er greinilegt að Jesú er á móti ofbeldi, því er það mjög skírt að það sem ég vitnaði í hér fyrir ofan er bein afleiðing af orðum hans. Fyrirgefningin, kærleikurinn er settur yfir okkur öll, og það á líka við í barnauppeldi.Linda, 27.10.2010 kl. 15:31
> "Ofbeldi er aldrei lausn. Og er ég ósammála honum Mofi að þessu sinni."
Gott að heyra Guðsteinn. Viðhorf Mofa og Theódórs þykir mér afar óhugnalegt.
Matthías Ásgeirsson, 27.10.2010 kl. 15:32
Nú ertu byrjaður að fara niður hálu brekkuna. Gildir það ekki sama um Pál?(nema hann var örugglega á járnöld, eins og Orðskviðirnir, smámunasemi ;) )
Mér finnst þetta mjög vafasöm aðferðafræði. Þú ert að byrja með afskaplega almennar og óljósar reglur og heldur síðan að Jesús hefði dregið sömu ályktanir af þeim og þú.
Eins og Mofi bendir réttilega á, og þetta er mjög góður punktur hjá honum, þá er viðhorf okkar til líkamlegra refsinga gegn börnum afskaplega nýlegt fyrirbæri, og kristið fólk hefur í gegnum aldirnar ekki séð neitt ósamræmi á milli þessara almennu ummæla Jesú og þess að berja börnin sín.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 15:38
Mofi:
"Jóhanna, þannig að Biblían og ótal kynslóðir sem á undan okkur fóru höfðu rangt fyrir sér?"
Ég tek undir med Hjalta....thessi spurning Mofa er fyllilega réttmaet.
Annars er stadan thannig núna: Hjalti 63 - Mofi 61
Stödva tharf trúarfíflin strax! (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 16:11
Sá sem sparar vöndinn hatar son sinn en sá sem elskar hann agar hann snemma. (Orðskviðirnir 13.24)
Vöndurinn er tákn ögunnar. Sá sem elskar barn sitt hlýtur að aga það til að halda því frá glapstigum. Það er ekki réttlætanlegt að beita börn ofbeldi en ögun er mikilvæg, börn þurfað að læra að hlýða til þess að þeim vegni vel á fullorðinsárum. Þeir sem gagnrýna Biblíuna ættu að lesa orðskviðina með hlutlausum huga. Orðskviðirnir eru frábærir.
Svo að öðru vinsælu efni. Mannréttindi er ekki hægt að slíta frá kristni því kristni er grundvöllur mannréttinda.
Elías Theódórsson, 27.10.2010 kl. 16:13
Sæll Hjalti, takk fyrir ágæta punkta, hinsvegar er ég enn og aftur ekki sammála. Ég gæti beitt sömu rökum og Mófster (vinur minn) með því að benda á að Kristið fólk í aldanna rás, brenndi konur fyrir að vera nornir og þurfti ekkert meira til enn að vera með fæðingarblett. Auk þess voru þeir margir Kaþólikkarnir (prestar)sem stunduðu það að berja sjálfa sig með vendi, til að sýna Drottni auðmýkt í bæn, hvergi í ritningunni er gerð karfa um þessa framkomu. Fólk á það til að oftúlka orðið og setja síðan sinn eginn skilning við það án þess að geta fært rök fyrir því að slíkt væri líklegra enn ekki óásættlegt fyrir Jesú, sem boðaði, mannkærleika, fyrirgefningu, umburðalyndi vona mætti endalaust telja.
Linda, 27.10.2010 kl. 16:36
Jóhanna, þannig að Biblían og ótal kynslóðir sem á undan okkur fóru höfðu rangt fyrir sér?"
Mofi: Já, MENNIRNIR sem skrifuðu Biblíuna notuðu aðrar uppeldisaðferðir en tíðkast í dag. Við erum sem betur fer alltaf að læra og þroskast.
Hvað varðar ótal kynslóðir á undan, þá já - þær höfðu líka rangt fyrir sér. Það eru ekki nema ca. 30 ár síðan að ég bað fólk um að reykja ekki inni hjá mér, vegna þess að þá eignaðist ég fyrsta barnið mitt og vildi gefa því reyklaust heimili.
Ég var talin mjög frek að biðja fólk um að reykja ekki. Í dag vitum við betur - og þetta sama fólk sem hneykslaðist á mér - leyfir ekki reykingar í sínum húsum.
Ef að það stæði i Biblíunni að reykingar væru hollar fyrir börn, myndir þú trúa því Mofi?
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.10.2010 kl. 16:37
Hjalti,
Hvers vegna ættir þú að vilja berja börnin þín?
Valur Arnarson, 27.10.2010 kl. 16:38
Viltu plííííííís hætta að skrifa dreifa með ufsiloni. Það er ágæt þumalfingursregla að skrifa bara venjulegt i þegar maður er í vafa.
Spelling Nazi (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 16:44
Sem sagt þá er Biblían ekki innblásin frá Guði?
Málið er að ég myndi þá hafna henni allri ef ég kæmist að því að hún væri ekki orð Guðs; hún væri þá í rauninni samansafn lyga og ætti þá best heima á ruslahaugunum. Að minnsta kosti myndi ég hætta að taka mark á henni og hafna kristni.
Mofi, 27.10.2010 kl. 16:44
Spelling Nazi, ég veit ekki um hvað þú ert að tala. Ég skrifaði dreifa með venjulegu i.
En annars var ég hérna ekki í vafa, þegar ég geri það fletti ég því upp.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 16:47
Valur, af því að biblían segir okkur að berja óþekk börn?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 16:48
Sorrý Hjalti, það eru enn tvö dæmi í viðbót hérna á síðunni :)
Mofi, 27.10.2010 kl. 16:57
Sá sem sparar vöndinn hatar son sinn en sá sem elskar hann agar hann snemma. (Orðskviðirnir 13.24)
Vöndurinn er tákn ögunnar. Sá sem elskar barn sitt hlýtur að aga það til að halda því frá glapstigum. Það er ekki réttlætanlegt að beita börn ofbeldi en ögun er mikilvæg, börn þurfað að læra að hlýða til þess að þeim vegni vel á fullorðinsárum. Þeir sem gagnrýna Biblíuna ættu að lesa orðskviðina með hlutlausum huga. Orðskviðirnir eru frábærir.
Svo að öðru vinsælu efni. Mannréttindi er ekki hægt að slíta frá kristni því kristni er grundvöllur mannréttinda.
Elías Theódórsson, 27.10.2010 kl. 16:57
Elías, það er greinilega verið að tala um líkamlegar refsingar:
Þetta er ekki bara tákn ögunar, það er verið að tala um að aga barn með því að berja það.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 17:04
Ég veit ekki hvort þú gerir þér grein fyrir því Mofi en rannsóknir á því hvaða uppeldisaðferðir raunverulega virka fóru ekki á flug fyrr mjög nýlega.
Ef að Biblían og þessar ótal kynslóðir á undan hvetja til líkamlegra refsinga, sama hvort það eru rassskellingar eða eitthvað annað, þá hefur hún/þær rangt fyrir sér. Og já, meira að segja Húsið á sléttunni líka!
Börn sem hljóta líkamlegar refsingar hlýða ekkert frekar en önnur börn. Ef eitthvað er þá leiða of harðar refsingar til þess að börn sýni slæma hegðun oftar, þau verða undirförulli til að forðast refsingar og, það sem verst er, þau eru líklegri en önnur börn til þess að tileinka sér sjálf ofbeldi.
Egill Óskarsson, 27.10.2010 kl. 17:16
Spurning Mofa:
"Sem sagt þá er Biblían ekki innblásin frá Guði?"
Mofi - í allri þinni leit, þá hlýtur þú að vita hvernig ritið Biblía er samsett?
Í fyrsta lagi eru þetta mörg ólík rit, ljóð, mýtur, ættartölur, guðspjöll o.s.frv. þetta er allt skrifað af mönnum. Í öðru lagi eru þessi rit valin saman til að vera í einni bók, svipað og smásagnasafn. Sumar sögurnar fengu ekki að vera með vegna þess að þær pössuðu ekki við hugmyndafræði þeirra manna sem söfnuðu. Biblían er því mannanna verk frá a-ö.
Ég get aðeins sagt hvernig ég trúi - er ekki að lýsa skoðun annarra.
Ég trúi því að það sé hægt að fylla hjartað af Guði, (auðvitað er þetta lýking) og skrifa eitthvað fallegt. Sumt í Biblíunni er það stórkostlegt að maður fær gæsahúð við að lesa það, - eins og fallegt ljóð eða frásögn. Sumt er bara ljótt og annað leiðinlegt. Ættartölur eru t.d. varla mjög andlegar? ..
Bók verður ekki innblásin af Guði, en ég trúi á innblástur Guðs til góðra verka.
Mér finnst það að þurfa að halda á Biblíunni til að trúa - vera eins og sá sem er ósyndur og treystir sér ekki til að synda sjálfur og notar Biblíuna sem kút til að fleyta sér. Eða armhringi - Nt á hægri og Gt á vinstri.
Ef þú hefur fullkomið traust til Guðs og trúir að hann sé til - þá getur þú sleppt kútunum og synt sjálfur. Guð mun bera þig uppi.
Ég verð eflaust sökuð um grænsápuguðfræði af vantrúarfólki og að vera ekki kristin eða eitthvað álíka af þeim sem halda fast í Biblíuna.
En vittu til - ég sekk ekki við það - flýt alltaf því að ég er óttalaus við að tala út því ég treysti Guði.
Eitt af því dásamlegasta i Biblíunni er einmitt 23. sálmur - og:
"Þótt að ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því þú ert hjá mér" ...
Endalaust trúnaðartraust sem er í þessum sálmi.
Ég held að ef við horfum á trú sem hring - þá sé hinn bókstafstrúaði mjög nálægt hinum vantrúaða, og stutt að hoppa yfir, því að um leið og Biblíunni sleppir þá týnir hann Guði.
Jóhanna Magnúsdóttir, 27.10.2010 kl. 17:17
Spelling nazi hefur rétt fyrir sér. Hjalti thú skrifadir dreifa med ufsiloni....thess vegna skrifa ég dreifa med ufsiloni í minni fyrstu athugasemd vegna thess ad ég hélt ad thín stafsetning vaeri rétt.
Thú hefur greinilega breytt thví núna í dreifa. Rétt skal vera rétt.
Thegar ég er óöruggur um stafsetninguna thá skoda ég thessa sídu:
http://bin.arnastofnun.is/
Stödva tharf trúarfíflin strax! (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:17
Mér finnst svar Jóhönnu vid spurningu Mofa vera til fyrirmyndar. Virkilega vel rökstutt og gott svar.
Stödva tharf trúarfíflin strax! (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:19
Egill Óskarsson, 27.10.2010 kl. 17:19
Hjalti,
Það er slæmt mál ef þú ert farin að nota Biblíuna sem afsökun til þess að þú getir beitt börnin þín ofbeldi, spurning hvort þú ættir ekki að leita þér hjálpar. Ef börnin eru óþæg, það óþæg, að það er farið að trufla líf ykkar hjónanna verulega þá myndi ég mæla með SOS námskeiðinu. Algjör snilld kennir manni hvernig maður getur agað jákvætt. T.d. þetta með að grípa börnin góð, hrósa þeim fyrir góða hegðun, ekki gleyma því Hjalti, hrósa fyrir góða hegðun. Ef þau gera eitthvað verulega slæmt þá er það hléið. 1 mínúta fyrir hvert ár, ekki hafa þau á stað sem er skemmtilegur meðan þau eru í hléi, það má ekki vera jákvætt áreiti meðan á hléinu stendur. Það má ekki taka meira en 10 sekúndur að koma þeim í hlé. Fyrirmælin verða að vera skýr, t.d. "nú ertu að fara í hlé vegna þess að þú pissaðir í blómapottinn!" svo beint í hlé.
Ef þú hefur barið börnin þín lengi ættir þú að hugleiða að setja sjálfan þig fyrst í hlé, hvað ertu annars gamall? Ég spyr útaf mínútufjöldanum.
Valur Arnarson, 27.10.2010 kl. 17:31
Valur, "Spara eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum."
Trúir þú því ekki að biblían sé innblásið af guðinum þínum?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 17:37
Kann Valur ekki að lesa eða er hann að vera með stæla?
Egill Óskarsson, 27.10.2010 kl. 17:41
Ég mótmæli harðlega dylgjum Matthíasar (ekki þeim fyrstu) um að ég aðhyllist ofbeldi. Hjalti og Egill ganga ekki eins langt þó þeir ljúgi því að Biblían hveti til ofbeldis gagnvart börnum, en meðan umræðan er á svona skólpræsisstigi hef ég ákveðið að taka ekki meiri þátt.
Theódór Norðkvist, 27.10.2010 kl. 19:36
Hahahahahahaha!
Hvar geri ég það Theódór? Lestu nú betur Theódór.
Egill Óskarsson, 27.10.2010 kl. 20:22
Það er þá þín trú og ég er þér ósammála.
Mofi, 27.10.2010 kl. 20:35
Nei Mofi, það er ekki mín 'trú'. Ég rökstyð þessa fullyrðingu mína. Þú mátt endilega útlista fyrir mér hvaða gagnsemi þú telur líkamlegar refsingar bera með sér.
Egill Óskarsson, 27.10.2010 kl. 21:05
Það var ekki viðhorf gyðinga á Gamla Testamentið og það var ekki viðhorf Jesú eins og það birtist í Nýja Testamentinu. Auðvitað ekki ósammála um að menn skrifuðu handrit Biblíunnar og söfnuðu þeim saman.
Ég hef hlustað á nokkrar góðar ræður sem byggðust á því að skilja ættartölurnar. Sumt sem mér hefur þótt ljótt öðlaðist nýtt líf á öðrum tíma lífs míns og sumt er þannig að sjálfinu líkar það ekki enda ætti það ekki að koma á óvart þar sem að aðeins Guð er góður en ekki við. Það kunna fáir að meta ögun og láta benda sér á hvað maður ætti að gera sem oft er sömuleiðis óþægilegt að gera.
Allir trúa einhverju, sumir einfaldlega trúa því að Biblían segi satt frá á meðan þú greinilega trúir að hún geri það ekki; ég sé að minnsta kosti ekki betur af orðum þínum.
Eina sem mun gerast er að þú sjálfur sest í hásæti Guðs og byrjar að ákveða hvað er rétt og hvað er rangt. Afbrigði af því var það sem gerðist í Þýskalandi þar sem það var orðið hið góða fyrir þjóðina að láta ekki ákveðna einstaklinga eignast börn og láta bara suma einstaklinga deyja drottni sínum. Guð mun ekkert bera neinn uppi sem hafnar þeim boðskapi sem Hann hefur gefið viðkomandi. Sá hinn sami hefur þá valið að fara sínar eigin leiðir og vill ekkert með Guð hafa.
Hvaða guði eiginlega? Hefur þessi guð þinn opinberað vilja sinn fyrir þér? Fyrst að Biblían er ekki frá þessum guði þínum, er það þá bókin frá Dale Carnegie? Ef þú hefur keypt þessa hugmynd með að Guð býr innra með þér þá hefur þú að mínu mati keypt köttinn í sekknum. Það sem býr innra með okkur erum við sjálf ásamt því sem við höfum sett inn í okkur og fyrir mjög marga þá eru það bara endalausar glæpamyndir og sápuóperur.
Þetta er nú ljóta bókstafstrúin sem þú hefur! :)
Mofi, 27.10.2010 kl. 21:09
Mofi, 27.10.2010 kl. 21:12
Jámm, það þarf einmitt skýr skilaboð. En hvaða skilaboð ertu að gefa með því að rasskella eða hýða (ertu samt ekki að djóka með það að hýða börn?)? Hvernig ætlarðu t.d. að vera samkvæmur sjálfum þér þegar þú ert að kenna barninu þínu að ofbeldi borgi sig ekki ef þú beitir því sjálfur?
Eins og ég sagði áðan, líkamlegar refsingar skila ekki meiri hlýðni og rannsóknir hafa sýnt að þær gera meira ógagn en gagn.
Egill Óskarsson, 27.10.2010 kl. 21:23
Kl. 17:16 og núna í síðustu athugasemd, þegar þú segir að þeir sem hýða börn séu að beita ofbeldi. Þú segir að Biblían hafi rangt fyrir sér að boða líkamlegar refsingar gagnvart börnum, þær skili sér ekki í meiri hlýðni og börn sem séu beitt þeim séu líklegri til að beita ofbeldi sjálf.
Ég get ekki skilið þig öðruvísi en að börnin muni túlka líkamlegar refsingar í anda Biblíunnar sem ofbeldi. Þar með ertu að gefa í skyn að þær séu ofbeldi.
Theódór Norðkvist, 27.10.2010 kl. 21:40
Varðandi rannsóknir í uppeldisfræði og meintar framfarir í þeim, hvernig stendur á því að agabrot barna og unglinga eru margfalt meiri en fyrr á öldum? Börn óhlýðnast og fara sínu fram. Stór hluti unglinga drekkur áfengi eða neytir eiturlyfja. Boð, bönn og yfirvöld eru virt að vettugi. Reynt er að fela vandann með því að kalla hann ofvirkni.
Theódór Norðkvist, 27.10.2010 kl. 21:43
Theódór hvað hefuru fyrir þér í því að agabrot unglinga séu meiri fyrr á öldum en nú? Það er ógerningur að fá nákvæman samanburð á því auk þess sem viðmiðin um það hvað teljast agabrot eru allt önnur í dag.
Í dag er persónufrelsi miklu meira svo það telst eðlilegt að börn fái að gera ýmislegt sem þau fengu ekki áður. Það er ekkert sérstaklega langt síðan almennir borgarar fengu ekki að gera margt annað en að þræla á ökrum fyrir einhverja lénsherra.
Kommentarinn, 27.10.2010 kl. 23:36
Þegar biblían talar um að maður eigi að passa sig á því að drepa ekki börnin sín þegar maður ber vitið í þau, og að maður eigi að berja vitið í börnin sín, þá er biblían að hvetja til ofbeldis gagnvart börnum. Sættu þig við það.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2010 kl. 23:59
"Reynt er að fela vandann með því að kalla hann ofvirkni." ...
Jahérnajá! ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 28.10.2010 kl. 00:01
Religion was invented when the first con man met the first fool." - Mark Twain, American writer (1835 - 1910)
Arnar (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 00:58
Theódór, þú ferð nú alveg villtur vega þegar þú segir að agabrot barna og unglinga séu margfalt meiri nú en á fyrri öldum.
Hegðun almennt (barna og fullorðinna) er miklu margfalt betri núna en hefur verið á öðrum skeiðum sögunnar. Ungt fólk, sérstaklega ungir karlmenn, hafa alltaf verið fremstir í flokki þar sem ofbeldi og ólæti hafa ríkt, það liggur í eðli þeirra.
Glæpir og ofbeldi hefur minnkað gríðarlega síðustu nokkur hundruð árin frá því sem áður var, og fer hratt minnkandi. Dauðsföll vegna ofbeldis fara minnkandi alls staðar í heiminum, en óþol okkar gagnvart ofbeldi lækkar hraðar - þess vegna finnst okkur ekkert batna!
Sem kennari í gegnum aldarfjórðung sé ég mjög vel hversu stilltari og meðfærilegri börn eru í dag miðað við fyrri tíma. Eldri heimildir um hegðun unglinga, t.d. á sveitaböllum, sýna að blóðug slagsmál, óstjórnlegt fyllerí og almenn uppivöðslusemi var miklu meira vandamál þegar afar okkar voru upp á sitt besta en það er í dag.
Hið rétta, Theódór, er að almenn hegðun fullorðinna og barna fer mjög batnandi, og sérstaklega börn og unglingar í dag eru miklu hlýðnari og stilltari en þau voru hér áður fyrr. En þau eru líka miklu sjálfstæðari, þau taka ekki hvaða vitleysu sem er þegjandi eins og tíðkaðist þegar við gengum í skóla.
Akkúrat núna starfa ég á heimavistarskóla og agabrot hér eru hlægileg miðað við það sem maður hefur þekkt í gegnum tíðina. Auðvitað eru alltaf svartir sauðir, en jafnvel þeir eru farnir að upplitast.
O tempora, o mores, hafa geðvond gamalmenni sagt reglulega síðustu fleiri þúsund árin (kannski ekki alltaf á latínu)! en alla vega í okkar nútíma er ljóst að almenn hegðun hefur aldrei verið betri.
Brynjólfur Þorvarðsson, 28.10.2010 kl. 07:49
Þetta er einfaldlega kennsla í orsök og afleiðingu og hefur virkað í þúsundir ára og er aðal ástæðan fyrir dómstólum og fengelsum.
Sumir segja að hegðun unglinga hefur batnað á meðan öðrum finnst hún hafa versnað... Líklegast mjög erfitt að meta hvort sé rétt.
Mofi, 28.10.2010 kl. 10:03
Þessi umræða hér er löngu dottin fyrir neðan allar hellur...
en mig langar að spyrja Mofa hvort hann eigi börn?
Adeline (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 10:56
Adeline, nei...
Mofi, 28.10.2010 kl. 11:09
Mofi, það er auðvelt að sjá hvort hegðun unglinga hefur batnað eða versnað. Lestu t.d. "Íslenskur aðall" til að sjá hvernig unglingar hegðuðu sér við upphaf 20. aldarinnar, ekki mikill munur á þá og nú.
Unglingadrykkja, notkun eiturlyfja, glæpatíðni - allt er þetta á stöðugri niðurleið. Það sýna tölur bæði frá skoðanakönnunum en einnig t.d. frá lögreglunni.
Sem kennari sé ég í dag börn og unglinga sem eru sjálfstæð og mun þroskaðri í "heimssýn" en þegar ég var ungur. Þau eru einnig meðfærilegri, stilltari, enda fylgir kannski góð hegðun auknu frjálsræði.
Brynjólfur Þorvarðsson, 28.10.2010 kl. 11:12
> þegar þú segir að þeir sem hýða börn séu að beita ofbeldi.
Að sjálfsögðu er það ofbeldi. Við höfum meira að segja nýlegan dóm um að svo sé.
Matthías Ásgeirsson, 28.10.2010 kl. 11:45
Ég skildi bara Hjalta þannig að hann myndi berja börnin sín vegna þess að hann er alltaf að lesa Biblíuna:
Svo segir hann hér:
Ég get ekki skilið þetta öðruvísi. Ég hef hins vegar farið á SOS námskeið, það var ekkert grín eða hæðni í þeim texta hjá mér. SOS námskeiðið hjálpaði mér og það hefur ekki verið neitt vandamál með mín börn eftir það. Ég var bara að rétta Hjalta hjálparhönd í þessum vandræðum hans. Er eitthvað að því? Mér hefur aldrei dottið í hug að berja börnin mín, það er kannski bara að því að ég er svo heppin með börn, veit ekki.
Valur Arnarson, 28.10.2010 kl. 11:54
Valur, þar sem að ég tek ekkert mark á biblíunni væri það mjög undarlegt. (svo á ég engin börn, amk ekki svo ég viti )
En ef fólk tekur mark á biblíunni (eins og t.d. Mofi) þá sér það að þar er hvatt til þess að "berja vit í börn". Og þess vegna er ekki undarlegt ef fólk sem að tekur mark á biblíunni berji börnin sín.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 12:03
Sæll aftur Hjalti.
Að berja er frekar sterkt til orða tekið, finnst mér og eins og þú veist þá hef sagt mína skoðun á ofbeldi/vendinum gegn börnum.
Ég vildi samt fá að segja nokkur orð í viðbót. Hver hefur ekki verið sleginn á kynn, óvart eða viljandi, þá er ég vitanlega að tala um að vera slegin með opinni hönd ekki lokuðum hnefa (það er að berja), svo ég haldi nú áfram, slíkt er afar sár, getur skilið eftir sig rautt far í smátíma, en það skilur engu að síður eftir þá minningu að slíkt er sárt.
Færum þetta núna yfir á bera bossana á yndislegum saklausum börnum, hversu oft þau eru rass-skelt og þá sér maður að slíkt er sárt, mjög sárt og hver vill gera slíkt
Jesú, sá yndislegi maður sagði leyfið börnunum að koma til mín, hann elskaði þau svo mikið, hann talaði líka um að við ættum að vera eins börn þegar það kemur að Guði (er ekki að skrifa þetta orðrétt upp úr ritningunni, enn þeir sem stúdera hana vita hvað um er að ræða)Svo, sama hvað hver og einn segir um að slíkt sé leyfilegt innan vissra marka að rassskella börn, þarf einfaldlega að muna hversu sárt það er að vera sleginn á kynn. Ég vil ekki leggja Drottni mínum orð í mun, en Guð hjálpi mér, ég get ekki ímyndað mér að slíkt væri honum þóknanlegt.
bk.
Linda
Linda, 28.10.2010 kl. 12:39
Linda, þú ert augljóslega bara að yfirfæra þínar eigin skoðanir á Jesú. Jesús talar ekkert um hvort hann sé með eða á móti líkamlegum refsingu í uppeldi í guðspjöllunum. Að þykjast sjá að hann myndi vera á móti þeim vegna þess að hann á að hafa sagt hluti eins og "Leyfið börnunum að koma til mín" er óskhyggja.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 12:51
Æi Hjalti minn, ekki segja svona, trú mín er sterk, í því fellst að reyna finna hug Drottins, slíkt er ekki rangt, heldur er það hluti að því að trúa. Reyndu að ekki sjá allt í svona svart hvítu, drengur góður, heldur skoða hlutina með það í huga að heimurinn er ekki svo einfaldur og þess þá heldur trú einstaklingsins. Kærleikurinn er ekki einskorðaður við þá sem trúa, eins og þú hefur oft sagt. Ég bið þig að sýna mér þann kærleika að virða mína trúarskoðun. Rétt eins og ég virði þinn rétt til þess að trúa ekki, þrátt fyrir að ég skilji ekki þá hugsjón, þá er það þinn réttur.
Hafðu það sem allra best.
kv.
Linda, 28.10.2010 kl. 13:06
Hjalti,
Þetta er rangt hjá þér, það er hvergi í Biblíunni hvatt til barsmíða gegn börnum. Þú tókst þarna dæmi úr Orðskviðunum, það er búið að útskýra fyrir þér innihald textans þannig að ég þarf ekki að leiðrétta þig hér.
Ég veit reyndar ekki hvað þú ert að fara með þessu, ertu að tala um ögun, nú ef svo er þá eru uppeldisaðferðir SOS fræðinnar mjög henntug.
Ef þú ert að tala um tilefnislausar barsmíðar, þá ættir þú að kanna eigin þankagang.
Valur Arnarson, 28.10.2010 kl. 13:23
Linda mín, voðalega eru þetta undarleg viðbrögð hjá þér.
Ert þú ekki ein af þeim sem telur biblíuna vera innblásið orð guðs?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 13:23
Ha? Það er sagt að maður eigi að passa sig á því að drepa ekki barnið þegar maður "agar" það og "slá það með vendinum". Þetta eru barsmíðar gegn börnum.
Það er enginn að tala um tilefnislausar barsmíðar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 13:28
"Foreldrar, berjið börnin ykkar með stafi, en passið ykkur á því að drepa þau ekki þegar þið gerið það." <- Ekki hvatning til barsmíða gegn börnum!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 13:34
Hjalti,
Þú hlýtur að sjá að vandamálið er hjá þér en ekki kristnu fólki. Það ert þú sem lest þetta með þessum hætti og semur um það bloggfærslu í þeim tilgangi að fá viðbrögð. Þetta er sett fram af þér og þínum þankagangi sem virkar á þennan hátt.
Ögun barna hefur ekkert með Biblíuna, vilja Guðs eða Guðs orð að gera og hefur aldrei átt við. Hins vegar hvetur Biblían okkur til þess að beina börnum okkar á réttar brautir. Þú finnur hverki í Biblíunni leiðbeiningartexta hvernig þessu skuli vera háttað á nákvæman hátt.
Ögun barna er vandasöm athöfn, þú átt eftir að skilja þetta þegar þú eignast börn sjálfur. Þetta er eitthvað sem er ekki sjálflært og engin skömm af því að biðja um hjálp hjá fagfólki. Við hjónin tókum strax þá afstöðu áður en óþekktin kæmi hjá ungviðinu, við sjáum ekki eftir því í dag. Ég hef aldrei leitað í hið Biblíulega orð í þessu samhengi en hins vegar gefur lestur á hinu Biblíulega orði mér yfirvegun sem hjálpar mér sjálfsagt svo í barnauppeldinu.
Ég vona að þetta rói þig Hjalti og gefi þér aukið traust á tilverunni í kringum þig.
Valur Arnarson, 28.10.2010 kl. 13:41
Allt í lagi, það eru ekki nákvæmar leiðbeiningar í biblíunni. En þae eru almennar leiðbeiningar, eins og að það sé gott að berja vit í börnin.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 13:54
Sæll Hjalti minn, ég trúi því að orðið sé inblásið af Guði, ég geri mér líka grein fyrir því að hægt er að finna viðbætur sem kallast mannasettangar eins og Jesú benti, það mætti segja að Farísearnir hafi verið fyrstu öfgamennirnir sakir túlkun þeirra á mannasetningum, og þeirra byrgða sem þeir lögðu á Gyðinga á þessum tímum. Rauði þráður ritninganna, er Jesú Kristur og hann er túlkunar lykil orðsins. Þar með, þó ég trúi að orðið sé innblásið af Guði, þá er ég ekki ,,Farísei"(öfgamaður) heldur trúi ég á þá hreinu trú sem Jesú boðaði.
kv.
Linda, 28.10.2010 kl. 14:08
Valur, hefur þú aldrei leitað til Biblíunnar varðandi leiðbeiningar varðandi hvernig þú átt að lifa lífinu og ala upp börn?
Mofi, 28.10.2010 kl. 14:08
Linda, það voru aldrei nein vafa atriði varðandi hvað voru mannasetningar og hvað var orð Guðs. Ennþá í dag eru gyðingar með sínar hefðir og mannasetningar og þeir gera alveg greinar mun á milli þeirra og síðan Gamla Testamentisins.
Mofi, 28.10.2010 kl. 14:11
Sorry en þetta er ekki svar við spurningunni sem þú vitnar í. Hún var um hvernig þú ætlar að vera samkvæmur sjálfum þér með því að beita ofbeldi til þess að refsa fyrir ofbeldi. Sem þú getur einfaldlega ekki.
Orsök og afleiðing segirðu. Nákvæmlega. Þú ert að kenna barninu það að ofbeldi sé stundum rökrétt afleiðing hegðunnar.
Og nei Mofi, þetta hefur einmitt ekki 'virkað' í þúsundir ára þó að menn hafi ekki áttað sig á því hversu vitlausar líkamlegar refsingar eru sem uppeldistæki fyrr en núna nýlega.
Þið Theódór eruð svo algjörlega úti að aka varðandi það að hegðun barna hafi versnað eins og Brynjólfur hefur sýnt fram á.
Við Brynjólfur erum með menntun á þessu sviði (ég reyndar klára í vor). Ég held í fullri alvöru að þið getið alveg treyst því að við höfum reynslu og þekkingu þegar kemur að hugmyndafræði uppeldis og hvort að hegðun barna hafi breyst mikið í gegnum tíðina.
Egill Óskarsson, 28.10.2010 kl. 14:18
Þetta eru í rauninni tvær spurningar, en önnur þeirra er hluti af hinni svo ég skal svara þeirri sem er stærri og nær yfir hina.
Ég hef aldrei leitað til Biblíunnar t.d. þegar ég hef verið í andnauð varðandi framkomu mína gagnvart konunni minni. Eins og þú veist þá getum við karlmennirnir verið svolitlir þumbar og átt það til að virða ekki hitt kynið eins og það á skilið. Biblían kennir mér hins vegar að ég þurfi að rækta matjurtargarðinn og ekki hleypa yrðlingunum inn sem róta og tæta í öllu.
Sem sagt: Vertu góður við konuna þína, segðu hlýleg orð við hana og sáðu þar með fræjum ástarinnar í sambandið, þau munu vaxa og dafna og reynast báðum aðilum vel þegar erfiðleikar steðja að. Reiði og ofsafengin framkoma hleypir hins vegar yrðlingunum að, þeir róta og tæta allt upp sem var búið að byggja upp og sá.
Skilurðu mig hérna Mofi?
Hins vegar eru engar leiðbeiningar í Biblíunni hvernig ég skuli nákvæmlega vera konunni minni góður, ég á bara að elska hana og virða (rækta matjurtargarðinn).
Valur Arnarson, 28.10.2010 kl. 14:26
Egill, ef þú lítur á rasskellingu sem ofbeldi þá get ég það sannarlega ekki en ég einfaldlega sé þetta ekki þannig. Ég lenti í því að vera barinn þegar ég yngri og það á ekkert skylt við rasskellingu, ég þekki muninn á eigin skinni. Ég held ég velji að treysta Biblíunni frekar en þér í þessu sem og öllu öðru.
Ég vil ekkert fullyrða um breytingu á hegðun barna, tel það mál vera dáldið flókið. Fer allt eftir á hvaða tímum og stöðum miðað er við. Án efa þá hegðuðu börn sem ólust upp í Sódómu mjög illa á okkar mælikvarða þegar menn höfðu t.d. þræla og að það þótti ekki merkilegt að drepa þræl.
Mofi, 28.10.2010 kl. 14:27
Mofi, 28.10.2010 kl. 14:29
Egill Óskarsson, 28.10.2010 kl. 15:30
Hjalti,
Í færslunni þinni þá vísar þú í bloggsíðuna hans Matta. Þar sem Matti er fyrrverandi formaður Vantrúar þá væri hægt að segja að hann sé ákveðin fyrirmynd fyrir félagsskapinn.
Við lestur á bloggsíðu Matta kemur fram að hann sé mikill aðdáandi Jennu Jameson, klámmyndastjörnu. Á sambærilegan hátt og þú ætlar kristnu fólki að berja börnin sín vegna misskilins texta úr Orðskviðunum væri hægt að segja að Vantrúarmenn kenni allir börnum sínum um Rocco Sifredi og Jennu Jameson, jafnvel með sýnikennslu. Svo væri hægt að spyrja sig hvort væri betra siðferði.
Valur Arnarson, 28.10.2010 kl. 15:33
Valur:
1. Ég lít ekki á formann (eða fyrrverandi formann) Vantrúar sem nokkurs konar kennivald. Lítur þú ekki á biblíuna sem kennivald? Ertu ekki hvítasunnumaður? Þetta er engan veginn sambærilegt.
2. Þú talar um "misskilins texta úr Orðskviðunum". En textinn talar um að: a. berja krakka með staf/vendi. b. passa sig að drepa þá ekki. Þarna er klárlega jákvætt viðhorf til líkamlegra refsinga í uppeldisskyni.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 16:38
Þetta er rosalega einfalt. Rassskellingar og hýðingar ERU ofbeldi. Almenn skynsemi hlýtur að nægja til þess að átta sig á því en ég ætla líka einfaldlega að vísa til þess að þetta er bundið í lög á Íslandi.
Dómurinn sem Matti vísar í leiddi reyndar í ljós að þágildandi lög voru ekki nægilegar afdráttarlaus og var því brugðist við með breytingu á 1. grein barnaverndarlaga. Í nefndaráliti félags- og tryggingamálanefndar, sem lagði til og flutti breytingartillöguna, kom skýrt fram að með undir ofbeldi féllu „allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum. Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru.“
Svo má ekki gleyma því, og það gerði nefndin ekki, að Ísland er skuldbundið til þess að virða og uppfylla ákveði Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og það er alveg skýrt og engum dylst neitt um að hann bannar líkamlegar refsingar eins og rassskellingar.
Þið félagaarnir eruð á algjörum villigötum í þessari umræðu og ættuð alvarlega að hugsa ykkar gang varðandi barnauppeldi.
Egill Óskarsson, 28.10.2010 kl. 16:46
Hjalti,
Þetta er algjörlega sambærilegt. Þið eigið ykkur enga ritningu og því ekkert til þess að fara eftir og eftir því sem ég fæ séð þá gerið þið lítið annað en að hlusta á hvorn annan. Svo bloggsíða Matta er Biblían þín og bloggsíðan þín er Biblían hans Matta.
Sem sagt: Siðferði Vantrúar = Klámkennsla handa börnum.
Líka merkilegt að þegar maður rennir yfir stefnuskrá t.d. siðmenntar þá stendur hvergi þar að það sé mikilvægt að berjast gegn klámi og klámvæðingu. Telst það kannski til góðs siðferðis hjá þeim félagshópi. Ekki hef ég séð Siðmennt eða Vantrú berjast fyrir því að 14 ára börn geti farið í bíó til þess að horfa á jafnaldra sína stunda kynlíf og nota fíkniefni en þau mega alls ekki fá Nýja Testamenntið gefins í skólum.
Valur Arnarson, 28.10.2010 kl. 18:53
Hvað koma börn eiginlega málinu við? Er fjallað um börn í færslunni? Fjalla ég um börn og klám á síðunni minni? Svarið er nei.
Eru virkilega engin takmörk fyrir því hvernig ykkur trúmönnum dettur í hug að skrifa um trúleysingja? Hefur þú enga sómakennd?
Ha!Bloggsíðan mín er ekki einu sinni Biblían mín! Þetta gengur ekki upp, líkingin er heimskuleg.
Matthías Ásgeirsson, 28.10.2010 kl. 20:54
Manni fallast hendur við að lesa athugasemdir Vals Arnarsonar hér fyrir ofan.
Þvílíkt og annað eins.
Er þetta sú hegðun (kristilega siðgæðið?) sem þið eruð svo æstir í að kenna börnunum ?
Einar (IP-tala skráð) 28.10.2010 kl. 21:04
Valur, þetta gengur ekki upp. Ég lít ekki á biblíuna sem kennivald, af því leiðir ekki að ég telji skrif Matta vera kennivald. Ég hef enga bók eða skrif sem að ég tel að ég verði að hlýða.
Svo svaraðirðu síðari punktinum ekki:
Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.10.2010 kl. 22:59
Sé að umræðurnar hafa dregist á langinn, þó þær hafi ekki skilað miklum árangri.
Egill segir að rassskellingar og hýðingar séu ofbeldi og lögbrot, vísar því til stuðnings í Hæstaréttardóm og barnaverndarlög.
Ég vil fyrst segja að þessar tvær (meintu) ofbeldisaðgerðir eru ekki það eina sem hægt er að gera til að aga börn, t.d. er hægt að tuska þau til sem getur reyndar orðið til að föt skerist inn í húðina og valdið smá sársauka. Umræðan hefur bara snúist allt of mikið um þetta tvennt.
Það sem ég er á móti eru öfgar. Ég er á móti því að börn séu beitt ofbeldi, en ég er líka á móti því að þau séu meðhöndluð eins og postulínsdúkkur. Það er hægt að fara milliveg.
Ég hefði gagn af því að kíkja á þennan dóm og mun gera ef hentugleikar leyfa, en mig langar að tala um hvað er ofbeldi.
Hvenær verður valdbeiting ofbeldi sem brýtur gegn lögum? Er það t.d. ofbeldi ef víkingasveitin ræðst inn á heimili þar sem eiginmaðurinn er undir áhrifum eiturlyfja og með riffil í hendi, hótandi að skjóta konuna og nágranna sína? Gerðist að mig minnir fyrir vestan einhvers staðar fyrir ekki löngu síðan.
Ef víkingasveitin nær manninum, yfirbugar hann, afvopnar og hendir inn í lögreglubíl handjárnuðum er það ofbeldi? Á misyndismaðurinn þá kannski skaðabótakröfu á lögregluna?
Valdbeiting og ofbeldi er ekki það sama. Hið fyrra getur orðið að hinu síðara vissulega, en það gerist alls ekki alltaf.
Hófleg ögun hefur engan drepið, en skortur á aga mjög marga.
Theódór Norðkvist, 28.10.2010 kl. 23:52
Hjalti segir:
Ég hef enga bók eða skrif sem að ég tel að ég verði að hlýða.
Ekki veit ég til að Hjalti hafi verið uppvís að einhverju misjöfnu, öðru en þrjósku til að viðurkenna ákveðna hluti, en það gerist fyrir okkur öll.
Hinsvegar er þetta mjög hættuleg afstaða að líta á sjálfan sig sem sinn eigin Guð og telja sig ekki þurfa að svara til saka gagnvart neinum. Það er alvarleiki guðleysisins, sést best í einum mest áberandi ávexti þess, kommúnismanum og hörmungum þeim sem fylgdu í kjölfarið.
Theódór Norðkvist, 28.10.2010 kl. 23:58
Hjalti,
Það er marg búið að svara atriði nr. 2 hjá þér þú neitar bara að hlusta eins og vanalega.
Ég stend á mínu, þessir hlutir eru fullkomnlega sambærilegir. Ef að kristnir eru skyldugir til þess að berja börnin sín vegna ykkar skilnings á texta úr Orðskviðunum. Þá eru Vantrúarmenn skyldugir til þess að sýna börnum sínum klám og kenna þeim um nauðsyn lauslætis vegna slæms siðferðis ykkar félaganna.
Ég minni á orð þín hér Hjalti þegar ég spurði þig hvort þú ættir börn. Þá sagðist þú ekki eiga börn sem þú vissir um. Sem sagt þitt siðferði er lauslæti, siðferði Matta er klæmvæðing.
Ef kristnir menn verða dæmdir til ofbeldis gegn börnum sínum vegna ykkar skilnings á Orðskviðunum, þá verða Vantrúarmenn dæmdir til klámkennslu og lauslætiskennslu handa sínum börnum.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 09:26
Theódór, við erum að tala um ofbeldi gagnvart börnum, ekki starfssemi Víkingasveitarinnar.
Ef Víkingasveitin beitir barn ofbeldi er það vissulega gagnrýnisvert.
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 09:26
Valur, hættu þessum óhróðri.
> " Ef að kristnir eru skyldugir til þess að berja börnin sín "
Hver segir að kristnir séu skyldugir til þess? Það er verið að benda á að þetta er boðað í Biblíunni. Rökræddu þetta við mofa, ekki okkur.
> Sem sagt þitt siðferði er lauslæti, siðferði Matta er klæmvæðing.
Er siðferði mitt "klæmvæðing". Á hverju í ósköpunum byggir þú það?
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 09:27
Matti,
Gallinn við ykkur félagana er sá að þið eruð fastir í því að leika ykkur sem fórnarlömb hins vonda trúaða heims. Þið aumingja minnihluta Vantrúarhópurinn sem allir eiga að vera svo góðir við.
Ef þið viljið að ykkur sé sýnd virðing þá skulið þið reyna að temja ykkur þannig hegðun sjálfir.
Þið stundið það stöðugt að ráðast að kristinni trú, kristnum og trúarsannfæringu þeirra með útúrsnúningi úr þeirri bók sem er kristnu fólki dýrmæt. Þið ráðist að fólki með offorsi en verðir svo voða litlir og aumir þegar það er bent á slæma hluti í ykkar lífi.
Þú ert aðdáandi Jennu Jameson, Matti, ég þarf ekki að byggja það á neinu öðru en nákvæmlega því.
Hórkarlar og lauslætisseggir.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 09:56
> Þú ert aðdáandi Jennu Jameson, Matti, ég þarf ekki að byggja það á neinu öðru en nákvæmlega því.
Er ég það virkilega?
> Hórkarlar og lauslætisseggir.
Valur, hef ég skrifað eitthvað í þessum dúr um þig?
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 10:32
Ég vitna bara aftur í nefndina: „allar þær refsingar þar sem beitt er líkamlegu valdi með það að markmiði að valda einhverjum sársauka eða óþægindum, sama hversu smávægilegum. Undir það falli meðal annars að slá barn, þ.m.t. löðrunga, lemja og rassskella, ýmist með hendi eða öðru.“
Svo segirðu að rassskellingar og hýðingar sé ekki það eina sem hægt er að gera til þess að aga börn og nefnir svo að hægt sé að 'tuska börn til'. Ég verð að viðurkenna að með hverju innleggi þínu hérna, og að einhverju leyti gildir þetta um Mofa líka, verð ég meira hugsi um hvað ykkur félögunum gangi nú eiginlega til. Dettur þér ekkert í hug annað til þess að aga börn en líkamlegar refsingar? Svona í alvörunni?
Þetta víkingasveitardæmi þitt ber þess svo ekki merki að þú skiljir umræðuna. Við erum að tala um uppeldisfræði. Það er orðið of seint að ætla að fara að beita þeim á uppdópaða ofbeldisfulla eiginmenn, eins og ég hélt að væri augljóst.
Egill Óskarsson, 29.10.2010 kl. 10:49
"Þetta heitir "cherry picking" Hjalti, sama og Vottarnir stunda. Þetta er ekki gagnrýni fyrir fimm aura."
"Þú skalt ekki morð fremja."
þetta er líka cherry picking, og dregið úr samhengi, á þessum tíma þýddi morð ekki það sama og í dag, þetta var annað samfélag með önnur gildi, svona vitleysa á ekki við í dag auðvitað.
ég má líka vita hvað á og hvað á ekki að taka bókstaflega er það ekki?
Egill, 29.10.2010 kl. 10:54
Mofi, 29.10.2010 kl. 10:57
Matti minn,
Þessi færsla sem er kokkuð upp af ykkur Hjalta er náttúrulega bara árásir á kristið fólk og ekkert annað. Ég tók bloggsíðuna þína sem dæmi vegna þess að það er vitnað í hana í færslunni.
Hverju er verið að ýja að hér? Þegar ég spyr Hjalta að því hvers vegna hann ætti að berja börnin sín þá svarar hann því til að það sé vegna þess að það standi í Biblíunni. Þegar að hann er leiðréttur og fyrir honum er útskýrt að um líkingamál sé að ræða og að kristið fólk berji ekki börnin sín upp til hópa, þá segir hann þetta:
Og þetta:
Þetta eru náttúrulega bara stælalæti og ekkert annað. Að ætla okkur sem erum kristinn að vera líklegri til þess að berja börnin okkar vegna texta í Orðskviðunum er náttúrulega bara fáránlegt. Það hefur fjöldi manns komið hérna, kristið fólk, og útskýrt sinn skilning á textanum og útskýrt fyrir ykkur að það berji ekki börnin sín en þið haldið bara vitleysunni áfram, hér er verið að ræða um ögun, ekki barsmíðar.
Mér finnst þessi barátta ykkar gegn kristnum vera fáránleg í alla staði, ekki eru kristnir að berjast gegn ykkur. Með þessari hegðun ykkar eruð þið að staðfesta að það sé rétt sem Séra Karl Biskup hefur sagt um ykkur og ykkar félagsskap.
Svo þetta Siðmenntarconcept allt saman þar sem úir og grúir af fólki sem er hatursfullt útí kristna trú og er með allskonar complexa varðandi skólamál en að félagsskapur sem kennir sig við Siðmennt skuli ekki standa upp á afturlappirnar þegar 14 ára krakkar geta farið í bíó og séð jafnaldra sína stunda kynlíf og nota fíkniefni en brjálast yfir því að Nýja Testamenntið skuli vera gefið í skólum er náttúrulega bara vísbending á eitt. Hér eru andkristinn öfgasamtök á ferð, siðmennt ykkar felst í árásum á kristið fólk og kristni, eingöngu.
Þvílík fásinna, í stefnuskránni stendur:
Sem sagt, siðmennt styður við frelsi einstaklingsins til þess að búa til falið klám sem sé aðgengilegt fyrir skólakrakka í bíóhúsum en amast yfir "valdfrekum" forréttindahópum sem vilja "gefa" Nýja Testamenntið. Þvílík valdfrekja að vilja gefa hluti, vá.
Höldum áfram:
Alltí lagi gott og blessað, trúfrelsi, allir mega trúa. Flott mál en hvað kemur svo hér:
Ok, trú, en ekki blind trú. Siðmennt styður sem sagt trú ef hún er á forsendum Siðmenntar. Siðmenntarmeðlimir hljóta þá að hafa skilgreint hugtakið "blind trú".
Þetta er svo alveg kostulegt:
Flokkast þessi hatursvinna ykkar Hjalta undir hugtakið "að yfirstíga skiptingu manna í fjandsamlega hópa"?
Ætlið þið að yfirstíga skiptinguna með því að ráðast að ritningu kristinna manna á opinberum vettvangi?
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 13:22
> Ég tók bloggsíðuna þína sem dæmi vegna þess að það er vitnað í hana í færslunni.
Já og hvað er vitnað í á bloggsíðu minni? Jú, bloggfærsla sem ég skrifaði með tíu ára dóttur minni um heimsókn Gídeon í skóla hennar fyrir stuttu. Hjalti er ekki að vitna í þetta eins og Biblíuna, hann er að benda á þetta sem heimild um það sem gerðist í alvörunni, fyrir skömmu, í raunveruleikanum hér á Íslandi. Ég er ekki að boða honum nokkuð í þessari færslu.
Svo kemur þú hér og ferð að tala um að ég ali börn upp við klám!
Kannstu ekki að skammast þín? Ertu gjörsamlega siðblindur?
Fyrirgefðu, ertu búinn að lesa athugasemdir mofa og Theódórs hér fyrir ofan?Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 13:47
Auk þess:
Ég hafði nákvæmlega ekkert með þessa færslu að gera. Hjalti á allan heiður af henni alveg sjálfur.
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 13:49
Ef ég er siðblindur þá ert þú og þínir félagar siðleysið sjálft í allri sinni mynd. Ótrúlegt hvað þú verður sár yfir þessu greiið mitt miðað við hvað þér finnst alltí lagi að væna kristið fólk um að vera barna-ofbeldisfólk.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 13:54
Valur, það er að minnsta kosti gott að þú ert hættur að koma með þann fáránlega punkt að ég verði að fara eftir því sem Matti skrifar á bloggið sitt.
Þú hefur greinilega ekki tekið eftir því að hingað hefur komið kristið fólk (Mofi og Theódór) sem virðast einmitt viðurkenna að hér sé verið að ræða um líkamlegar refsingar.
Svo gengur það ekki upp að segja að það sé ekki að ræða um það, heldur bara "ögun". Fólk á þessum tíma beitti börn líkamlegum refsingum, ef þú skoðar bara 5Mós 21.18-21 (sem ég vísaði á fyrr hérna) þá átti að grýta þá sem voru mjög óhlýðnir föður sínum.
Og hvernig útskýrirðu þetta sem einungis "ögun":
Hvers vegna þarf að taka fram að maður eigi ekki að "fara svo langt að maður deyði son sinn" ef það er ekki í alvörunni verið að tala um líkamlegar refsingar?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.10.2010 kl. 13:57
> Ótrúlegt hvað þú verður sár yfir þessu greiið mitt miðað við hvað þér finnst alltí lagi að væna kristið fólk um að vera barna-ofbeldisfólk.
Hvern hef ég vænt um að vera "barna-ofbeldisfólk"? Theódór hefur sjálfur sagt að hann telji ekkert að því að slá börn - sem er ofbeldi samkvæmt öllum skilgreiningum á því. Mofi hefur tekið undir með honum.
Þú aftur á móti hefur enga sómakennd.
Sjáumst í VR-II
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 14:09
Okey, þetta er þá bara díll hjá okkur Hjalti minn.
1. Ég er að óhlýðnast Guði með því að berja ekki son minn og þú þínir félagar eruð skyldugir við húmansimann til þess að kenna börnum ykkar lauslæti og sýna þeim klám.
Eða eigum við frekar að hafa þetta svona:
2. Ég er ekki skyldugur til þess að berja son minn þó svo að ég sé Kristinn og þið eruð ekki skyldugir til þess að bera klám að börnunum ykkar.
Hvort líkar þér betur við, Hjalti, 1 eða 2?
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:13
Matti minn,
Slappaðu nú af og lestu betur það sem ég hef skrifað. Ég var að setja upp sambærileg dæmi við færsluna hans Hjalta. Ég var að segja að ef ég er skyldugur til þess að berja börnin mín vegna trúar minnar þá væri alveg eins hægt að setja þetta svona upp varðandi ykkur. Ég er ekki að væna þig um eitt eða neitt meira en þið eruð að væna mig.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:17
Hvar hef ég haldið því fram að þú sért skyldugur til að berja son þinn?
Hvar hefur Hjalti haldið því fram?
Hann hefur einungis bent á að þetta stendur í Biblíunni. Við tökum ekki mark á öllu sem stendur í Biblíunni. Heilbrigt fólk gerir sér grein fyrir því að Biblían inniheldur fullt af bulli.
Til er fólk sem heldur því fram að maður eigi að trúa öllu sem í henni stendur.
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 14:18
Og hvað?
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:19
Valur, ég slaka ekki á þegar þú ert farin að draga börn mín eða uppeldishæfni mína inn í umræðu sem hefur ekkert með þau að gera. Ég hef lítið sem ekkert tekið þátt í þessari umræðu hér. Það að þú sjáir ástæðu til að draga mig inn í hana á þessum forsendum og skammist þín ekkert fyrir hana sýnir mér einfaldlega að þú hefur enga sómakennd.
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 14:20
og hvað hvað?
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 14:20
Málið er bara þannig vaxið Matti minn að Biblían er samansafn af mörgu, sögum, lífskennslu, fróðleik og opinberunum.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:20
Ætlaðirðu að spjalla við mig, eða? Viltu að ég komi uppí VR-II og hitti þig?
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:21
Börnin mín og börn kristinna hafa líka verið dregin inn í þessa umræðu á ósanngjarnan hátt.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:22
Gerði ég það?
Hvernig hafa börn þín verið dregin inn í þessa umræðu á ósanngjarnan hátt. Komdu með dæmi.
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 14:23
Nú með því að ætla mér að ég þurfi að berja þau svo ég verði ekki sekur um óhlýðni við Guð
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:25
Hvar sagði ég það?
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 14:26
Þú sagðir það ekki beint en mér sýnist þú vera sammála færslunni hans Hjalta, eða ert þú á öðru máli? Ef svo er þá kæmi mér það verulega á óvart.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:27
Þetta stendur ekki í færslunni hans Hjalta.
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 14:29
Þú veist það Matti minn að þetta er meininginn, enda innti ég Halta eftir þessu og hann tók undir en neitaði ekki. Ert sammála þessu eða ekki?
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:30
Hvað segirðu Matti minn, ég er farinn að hafa áhyggjur af þér. Ég sagði ekkert slæmt um börnin þín og auðvitað er þetta umræða á gríðalega lágu plani og það er náttúrulega vegna upphafsfærslunnar.
Best væri náttúrulega að við hættum að gagnrýna hvorn annan og færum að einbeita okkur að okkur sjálfum. Ég sé t.d. engan tilgang í þessum Biblíuskrifum hans Hjalta vegna þess að þetta skilar nákvæmlega engu.
Kristnir eru ekki að fara að breyta trúarsannfæringu sinni og þið eruð ekki að fara að frelsast til trúar.
Ég setti upp dæmi Matti minn, ég sagði að ef ég þetta ..... þá þú þetta ..... . Ég fullyrti ekkert um þig.
Ef þú hefur skilið þetta sem svo að ég væri að fullyrða um þig þá bið ég þig afsökunnar, það var ekki ætlunin að særa þig. Tilgangur minn með þessari umræðu var að sýna fram á fáránleika upphafsfærslunnar.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:42
Valur, nei vonandi ferðu ekki að berja börnin þín. En punkturinn er þessi:
Biblían inniheldur texta sem mæla með líkamlegum refsingum í uppeldisskyni ("berja vit í börn").
Ef fólk telur biblíuna virkilega vera óskeikult orð guðs (þú ert í Hvítasunnukirkjunni, er það ekki?), þá sé ég ekki að það fólk geti verið samkvæmt sjálfu sér ef það er algerlega á móti líkamlegum refsingum í uppeldisskyni.
En ég vil ekki að kristið fólk segi: "Já, það er rétt hjá þér, ég ætti að berja börnin mín.". Ég vil að kristna fólkið segi: "Já, það er rétt hjá þér, biblían er að bulla hérna."
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.10.2010 kl. 14:45
Þessi Valur er nú ekki í lagi.
Einar (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 14:45
Egill kl. 10:49, þetta er afskaplega ómerkilegur málflutningur hjá þér. Við erum að ræða um réttmæti þess hvort einhver snerting sé leyfileg í barnauppeldi (lítur ekki út fyrir það samkvæmt ykkar málflutningi og þessum hæstaréttardómi.) Við erum ekki að ræða um allar þær aðferðir sem koma til greina.
Auðvitað er hægt að beita fortölum, stundum duga þær bara ekki til. Líkamleg ögun á alltaf að vera síðasta hálmstráið, ef ekkert annað dugir.
Það er reyndar mjög teygjanlegt hvað er beiting líkamlegs valds með það að markmiði að valda sársauka eða óþægindum, eins og það er orðað.
Segjum að foreldrar grípi til þess ráðs að fella niður vasapeninga barnsins síns á laugardögum. Ég sé ekki betur en það valdi barninu mjög miklum líkamlegum sársauka og óþægindum að horfa á vini sína úða í sig sælgæti og engjast af sykurþrá. Eru þessi foreldri að brjóta barnaverndarlög?
Theódór Norðkvist, 29.10.2010 kl. 14:48
Það hefur mistekist. Svo til eini marktæki punktur þinn í þessari umræðu var sá " að um líkingamál sé að ræða" og að það væri ekki að tala um líkamlegar refsingar, heldur "ögun".
Þessu hef ég svarað með því að benda á að:
1. Á þessum tíma voru líkamlegar refsingar almennar. Það var ekki talið rangt að beita börnunum sínum líkamlegar refsingar. Þannig að þegar talað er um að "slá með staf", þá er engin ástæða til að halda að það sé ekki verið að tala um það.
2. Það hlýtur að vera um líkamlegar refsingar að ræða, því hvers vegna væri annars talað um að maður ætti ekki að ganga svo langt að maður drepi son sinn?
Þessu hefur þú ekki svarað.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.10.2010 kl. 14:48
Hjalti minn,
Hver er tilgangur þinn með þessum skrifum? Hversu bættari ert þú ef þér tækist að sýna fram á bull í Biblíunni?
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:54
Valur, vonandi mun þetta hjálpa til þess að fá fólk til þess að hætta að taka mark á biblíunni.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.10.2010 kl. 14:55
Og hvernig hjálpar það þér?
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 14:56
Þú segir það sjálfur, Hjalti, að líkamlegar refsingar hafi verið almennar á þessum tímum, nú, ef það var ögun þess tíma þá var það ögun þess tíma. Það gildir annars konar ögun í dag, eins og SOS aðferðirnar sem ég hef útskýrt fyrir þér. Við hljótum að grípa þau bestu úrræði sem bjóðast.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 15:02
Líkamlegar refsingar eru bara ný hættar að vera almennar. Þegar ég segi ný hættar þá er ég að tala um á svona síðustu 20-30 árum. Það er vegna þess að það hafa ekki verið nein úrræði fyrir þann tíma. Sálfræðin, sem fræðigrein, hefur hins vegar hjálpað okkur að öðlast þekkingu sem færir okkur betri leiðir. Við þurfum ekki að afneita fræðisamfélaginu þó svo að við séum kristinn, ég vona að þú sért ekki að halda því fram.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 15:05
Uhh nei, við erum ekki að ræða réttmæti snertingar í uppeldi. Við erum að ræða hvort líkamlegar refsingar eru réttlætanlegar eða leyfilegar. Sem er uppeldisfræði. En áttarðu þig s.s. á því hversu vitlaus þessi víkingasveitarsamanburður þinn er?
1. Líkamlegar refsingar eru ólöglegar. 2. Líkamlegar refsingar skila engum árangri og gera illt verra.
Þær eru því ekki síðasta hálmstráið, þeir eiga bara ekki að þekkjast í dag.
Ertu ekki að grínast? Meinar þú þetta sem þú segir hérna í alvöru, og skilur þannig ekki umræðuna, eða ertu að reyna að hleypa þess upp í vitleysu?
Egill Óskarsson, 29.10.2010 kl. 15:12
Líkamlegar refsingar eru ekki valkostur í barnauppeldi hjá upplýstu fólki í dag.
Egill Óskarsson, 29.10.2010 kl. 15:13
Ég held að samfélagið væri betra ef fólk myndi taka minna mark á biblíunni.
Já, og þetta er "ögunin" sem biblían mælir með!
Valur, nú trúir þú því líklega að biblían sé innblási af guði.
Vissi guð ekki að líkamlegar refsingar væri slæm uppeldisaðferð þegar Orðskviðurnar voru ritaðar?
Hvað áttu við með því að það hafi ekki verið nein úrræði fyrir þann tíma? Var til dæmis ekki hægt að beita þessari SOS-aðferð sem þú ert svo hrifinn af?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.10.2010 kl. 15:14
Hjalti,
SOS aðferðirnar eru bara glænýjar, er ekki með neitt ártal en þetta er ekki eldra en svona 20-30 ára gamalt.
Biblían er opinberun frá Guði, sem þýðir að menn fengu opinberanir. Líkamlegar refsingar sem ögun var það eina sem var til á þessum tímum en ögun er nauðsynleg. Við sem erum kristin trúum því að það sé allt frá Guði komið, líka sálfræðin svo hann hjálpaði okkur að hjálpa okkur sjálf hvað þetta varðar.
Ef þú sem venjulegur mannlegur maður árið þrjúþúsund og eitthvað fyrir Krist færð opinberun frá Guði um að ögun barna sé nauðsynleg og það eina sem þú þekkir er líkamleg refsing þá er það einnig þín opinberun.
Ögun er nauðsynleg - aðferðirnar, fyrir okkur að finna útúr.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 15:22
Á hvaða hátt? Hvernir nákvæmlega hjálpar það þér sem einstaklingi?
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 15:23
Til er fólk sem hefur fordóma gagnvart samkynhneigðum vegna þess sem stendur í Biblíunni.
Ef þetta fólk tæki minna mark á Biblíunni myndu fordómar gagnvart samkynhneigðum minnka.
Það myndi bæta samfélagið.
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 15:35
Hjalti,
Þessi leið þín til þess að gera Biblíuna tortryggilega er náttúrulega bara fáránleg, en þú verður að átta þig á því að í leiðinni ertu líka að særa fólk sem finnst vænt um Biblíuna. Færslan þín er bara til þess fallinn að vera með útúrsnúninga, eins og varðandi öll mál sem koma frá þér þessu tengdu. Þið viljið ekki láta særa ykkur og þá eigið þið líka að haga ykkur gagnvart öðrum. Mínar ráðleggingar til þín eru að hætta að skrifa þessar útúrsnúningafærslur um Biblíuna á bloggið þitt. Ég gæti skrifað heillanga texta um vantrú og hvað hún sé manninum slæm á blogginu mínu en ég kýs að gera það ekki einmitt af virðingu við ykkur.
1. Þú veist að líkamlegar refsingar voru við lýði á þeim tíma sem Biblían var skrifuð.
2. Núna er nútíminn og það eru önnur ráð handa foreldrum.
Ef þessi kafli úr Orðskviðunum hefði verið skrifaðu árið 1990 eftir Krist þá hefði þetta verið orðað öðruvísi en lykillinn, ögun, hefði samt sem áður verið megin inntak textans.
Samkvæmt SOS fræðunum þá getur þurft að beita örlitlu ofbeldi en það er bara í neyðartilfellum. T.d. ef barnið vill ekki fara í hlé þá þarf að neyða það í hléstólinn og halda höndum þess aftur fyrir bak á ef það streitist á móti. Þetta þarf yfirleitt ekki að gera oftar en einu sinni. Þannig að það má segja að ofbeldi geti verið nauðsynlegt á einhverjum tímapunkti.
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 15:36
Matti,
Biblían kennir okkur að við eigum að elska samkynhneigða eins og okkur sjálf. Á hvaða hátt ýtir það undir fordóma gegn samkynhneigðum?
Valur Arnarson, 29.10.2010 kl. 15:38
Valur, - það er gott þú tekur þennan pól í hæðina, að boðið um elsku til náungans trompi annað sem fram kemur í Biblíunni, þ.m.t. bann við samlífi tveggja karlmanna. Good for you! ;-)
Það eru ekki allir sem hugsa svona, spurðu Jón Val Jensson - sem áttar sig ekki á hvað eru aðal -og hvað aukaatriði.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.10.2010 kl. 15:54
Valur, hættu þessum útúrsnúningum, ég sagði: "Til er fólk sem hefur fordóma gagnvart samkynhneigðum vegna þess sem stendur í Biblíunni." Ertu að rengja það hjá mér? Í alvöru?
Matthías Ásgeirsson, 29.10.2010 kl. 16:10
Egill, ég var bara að benda á að sársauki sem afleiðing líkamlegar valdbeitingar er mjög teygjanlegt hugtak. Sumir segja að sársauki í kjölfar andlegrar valdbeitingar sé enn verri.
Þó ég sé að sjálfsögðu hlynntur því að foreldrar komist ekki upp með skepnuskap eða ofbeldi gegn börnum sínum (eða annarra.)
Eins og t.d. þá líkamlegu valdbeitingu að synja þeim um aðgang að Nýja testamentinu.
Theódór Norðkvist, 29.10.2010 kl. 16:13
Ég held að þú skiljir ekki alveg hvað átt er við með líkamlegri refsingu, og seinasta setning hjá þér ýtir enn frekar undir þá tilgátu mína, nema að hún sé sett fram í gríni. Það er ekki líkamleg refsing að gefa barni ekki sælgæti. Það er eiginlega algjör andstæða þess.
Svo er þetta ekkert flókið. Ekki beita líkamlegum refsingum sem gætu valdið sársauka eða óþægindum.
Egill Óskarsson, 29.10.2010 kl. 16:37
Valur, málið er að þú segir að þegar Orðskviðirnir voru skrifaðir hafi ekki verið nein önnur úrræði heldur en líkamlegar refsingar. Gætirðu útskýrt fyrir mér hvers vegna þessi SOS-aðferð hefði ekki getað verið beitt á þeim tíma?
En Valur, það stendur ekki bara að "ögun barna sé nauðsynleg", það er talað um að það eigi að berja þau með staf/vendi!
Veistu hvað, ég veit ekki hvort það myndi hjálpa mér eitthvað "sem einstaklingi" (t.d. munu biðraðir í búðum ekki minnka eða eitthvað álíka), en Matti kemur með fínt dæmi um skaðsemi á samfélagið. Álit fólks á biblíunni ýtir undir neikvæðu áliti á samkynhneigða.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.10.2010 kl. 16:56
Valur, ég er ekki með neina útúrsnúninga, ég bara fellst ekki á þessar undarlegu túlkanir þínar á þessum versum.
Ef að fólki sárnar það að ég bendi á raunverulegt innihald biblíunnar, þá verður bara að hafa það.
Hvað með lýsingu biblíunnar á samkynhneigð sem óeðli?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.10.2010 kl. 16:59
Þessi SOS aðferð sem Valur er að tala um er í rauninni bara ný útgáfa af klassískri skilyrðingu, og því í sjálfu sér ekkert sérstaklega nýstárleg. En í samanburði við biblíulega uppeldisfræði Mofa og Theódórs er hún reyndar mjög framúrstefnuleg og skilar ólíkt betri árangri.
Egill Óskarsson, 30.10.2010 kl. 04:28
Matti og Jóhanna,
Engnir útúrsnúningar hér af minni hálfu:
Valur Arnarson, 1.11.2010 kl. 08:39
Hjalti, vegna þess að þessar aðferðir voru ekki kunnugar mönnum á þeim tíma. Áttu erfitt með að skilja þetta? Þessi aðferð er upprunnin frá sálfræði rannsóknum eins og Egill bendir hér á. Þessar rannsóknir höfðu ekki farið fram á þeim tíma þegar Orðskviðirnir voru skrifaðir. Otrúlegt að sjá skrif ykkar vantrúargosa hér, svo er það alltí einu orðið mikilvægt hvort þessar aðferðir séu gamlar eða nýjar. Málið er að þær eru nýjar sem uppeldisaðferðir! Vilji ykkar til þess að misskilja og snúa útúr er ótrúlegur. Hvað er langt síðan Íslendingar hættu að rassskella börnin sín? Hvað hefur það með trú að gera? Fyrst börn voru rassskellt eftir árið 1980 hérna á Íslandi er þá skrítið að það hafi verið við lýði þegar bækur gamla testamenntisins voru ritaðar? Reyniði nú að koma með trúverðuleg mótrök en ekki tala eins og börn.
Svo er alltaf verið að blanda Mofa og Theódór inní þetta, þeir eiga ekki börn og skilja þetta því ekki!
Áður en ég átti mitt fyrsta barn þá var ég hlynntur rassskellingum algjörlega vegna þess að ég vissi ekki að það væri til neitt annað. Ég var algjörlega trúlaus þá, kannski var það vegna þess. Eruð þið tilbúnir til þess að fallast á það, að ég hafi verið hlynntur rassskellingum vegna þess að ég var trúlaus?
Innihald texans er ögun, gamla sauðnaut!
Viltu kannski að ég finni þig í fjöru? Ég gat nú ekki skilið Matta öðruvísi en svo að honum væri svo mikið um það að börnum hans væri blandað ósanngjarnt inní umræðuna að hann ætlaði að finna mig í fjöru. Er það þá ekki það sem kristið fólk ætti að gera gagnvart þér?
Nenni ekki að svara öðru hér.
Þið eruð gjörsamlega vonlausir með öllu. Ef þið væruð raunverulegir húmanistar þá væruð þið að boða fegurðina í húmanismanum en ekki að rakka aðrar lífskoðanir niður. Málið er það bara að þið eruð engnir húmanistar þið eruð hatursfullir andkristnir öfgamenn. Omar Run Hjaltladen!
Valur Arnarson, 1.11.2010 kl. 09:16
En Valur, þú trúir því að biblían sé innblásin af guði. Hve erfitt hefði það fyrir guð að láta höfund Orðskviðanna ekki tala um að berja börn með vendi/staf, heldur setja það í skammarkrókinn?
Innihald textans eru líka líkamlegar refsingar (sbr það að passa sig á að drepa ekki barnið með barsmíðum).
Hef ég einhvers staðar sagst vera húmanisti? Ég er vissulega andkristinn í þeirri merkingunni að ég sé á móti kristni. En ég veit ekki með hatrið og ég sé ekki "öfgana". Ég skrifa gagnrýni á netinu, þvílíkir öfgar!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2010 kl. 13:27
Til þess að spara okkur tíma þá skal ég tala fyrir þig,
Valur: Hjalti hefur þú fengið opinberun frá Guði?
Hjalti: Nei
Valur: Þá veistu ekki um hvað þú ert að tala, farðu að einbeita þér að einhverju öðru, eins og t.d. blómarækt.
http://www.gardyrkja.is/a_dofinni/?ew_news_onlyarea=content1&ew_news_onlyposition=999&cat_id=32763&ew_999_a_id=263053
Ef þú ert ekki húmanist, hvað ertu þá? Eru það ekki einmitt húmanistar sem eru með manngildið í fyrirrúmi? Þú hafnar allri yfirnáttúru (það eru að vísu til trúaðir húmanistar), þú ert fylgjandi sannleiksleit og ert á móti kirkjunni vegna þess að hún hindraði sannleiks leit hérna einhvertíman á miðöldum.
Hvað ertu Hjalti minn ef þú ert ekki húmanisti? Bara lítill krakki með alltof mikinn frítíma?
Valur Arnarson, 1.11.2010 kl. 13:48
Ég sé ekki hvernig það er nauðsynlegt að fá opinberun frá guði til að benda á að skortur á mannlegri þekkingu er ekki afsökun þegar við erum að ræða um bók sem á að vera innblásin af guði.
Til dæmis trúleysingi.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.11.2010 kl. 13:54
Gallinn við þig, Hjalti, eins og aðra Vantrúargosa er sá að þið takmarkið allt við eigin skilning og þekkingu. Ef Guð væri til (samkvæmt ykkur) þá hlýtur hann að vera þannig að þið skiljið hann á fullkominn hátt. Hann verður sem sagt að rúmast í ykkar takmarkaða heila. Ég get sagt þér það, Hjalti Rúnar Ómarsson, að það er lítill guð sem myndi rúmast í þínum heila. Hann hefði t.d. fullkominn skilning á skák en myndi ekki vita neitt um sinn eigin æðri mátt. Það væri lítill guð Hjalti og mjög svo óraunverulegur.
Æðri máttur, skilur þú hugtakið?
Þú segist vera bara trúleysingi Hjalti, við hvaða siðferðisvimið miðar þú? Þér virðist t.d. finnast alltí lagi að sofa hjá fjölda kellinga án þess að þekkja þær nokkuð. Myndir þú segja að það væri gott siðferði? Eða ætlar þú bara að vera siðlaus svona þangað til þú verður fullorðin og verða þá húmanisti?
Valur Arnarson, 1.11.2010 kl. 17:17
Skilyrðingar eins og SOS-kerfið byggir á eru ekki upphaf og endir nútíma uppeldisfræði Valur.
Og ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg af hverju menn innblásnir af guði báru þau skilaboð frá honum í gegnum Biblíuna að það væri í lagi að beita líkamlegum refsingum. Er guð ekki alvitur Valur? Hvernig gat honum dottið í hug að þetta væri í lagi, miðað við hvað við vitum í dag?
Egill Óskarsson, 1.11.2010 kl. 19:27
Svo finnst mér þú mættir alveg róa þig aðeins niður Valur. Framkoma þín hér er ekki siðmenntuðum manni sæmandi.
Egill Óskarsson, 1.11.2010 kl. 19:28
Sæll Egill,
Ég sé að þú ert kominn með hjálparsvein Hjalti, ekki veitir af.
Hvenær sagði ég það? Þetta er bara eitthvað sem virkar mjög vel og þess vegna er þetta notað.
Nei, þú skilur ekki alveg, frekar en hann Hjalti, og það er vandamálið með ykkur. Þið skiljið ekki hugtakið æðri máttur. Hvernig heldur þú að Orðskviðirnir myndu hljóma ef þú ætlaðir að koma með nákvæma lýsingu á því hvernig hlé ætti að virka? "Já, þú bara notar ekki meira en 10 sekúndur til þess að koma skýrum skilaboðum til barnsins áður en það fer í hlé stólinn og svo er þetta bara ein mínúta fyrir hvert ár." "En hrósið fyrir góðu hegðunina er það mikilvægasta í þessu öllu, það útrýmir slæmri hegðun".
Opinberanir Guðs eru oft takmarkaðar við þann sem tekur við þeim. Opinberun er ekki alltaf þannig að sá sem fær opinberunina situr bara og hlustar á nákvæmar leiðbeiningar. Samband manns og Guðs hefur líka dofnað með tímanum vegna syndarinnar sem hefur fjarlægt manninn frá Guði. Þið sjáið bara hvað þið eruð algjörlega sambandslausir. Sambandið styrktist svo aftur við komu sonarins (Jesú Krists) og því er Nýja Testamenntið megin kennsla okkar kristinna manna.
Ég fagna því Egill ef þið Vantrúarmenn ætlið að fara að haga ykkur á siðsamlegan hátt, það væri þá eitthvað nýtt. Hér er ýjað að því að trúað fólk sé líklegra til þess að berja börnin sín vegna texta úr Orðskviðunum en í samhenginu er t.d. ekkert talað um orð frelsarans þar sem hann tekur sérstaklega fram að það sem þið gerið mínum minnsta bróður það gerið þið og mér. Megin inntak kristninnar er Jesús Kristur, en þið sleppið honum ALLTAF í ykkar umræðu. Þvílík hræsni!
Þú skalt frekar reyna að róa niður þína skósveina í stað þess að eyða púðri í mig, þú sást hvernig Matti brást við hérna þegar þessu var snúið uppá hann. Hann kallaði mig "algjörlega siðblindan" "Siðlausan með öllu" "Með enga sómakennd" áður enn hann kvaðst skyldi finna mig í fjöru. Er líkamlegt ofbeldi málið í þessu öllu, við ættum kannski að hittast í street fight?
Ég veit ekki hvort ég ætti að vera að nefna bloggsíðu Matta hér, ef ég skyldi hitta hann á förnum vegi. En þú ættir að skoða færslu hans frá 1 október þessa árs undir liðnum "klám" og taka svo afstöðu um það hver sé siðsamlegur og hver ekki.
Valur Arnarson, 2.11.2010 kl. 09:49
Valur, ég skil ekki hvað þú ert að tala um í sambandi við það að guð sé æðri máttur. Ég er ekki að biðja um nákvæmar leiðbeiningar, bara ekki boða vitleysu, t.d. að berja börnin sín.
Tjah, Mofi og Theódór virðast styðja þá tilgátu.
Jesús talaði hvergi gegn því að "berja vit í börn"
Nei, ég ræði oft um Jesú eins og hann birtist í guðspjöllunum. Hérna er fínt, nýlegt dæmi.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.11.2010 kl. 15:41
Nei það er alveg rétt Valur að ég greinilega skil ekki æðri mátt. Ég t.d. skil ekki af hverju hann mælir með ofbeldi sem uppeldisaðferð þegar augljóst er að það er léleg uppeldisfræði. Hann hefði ekkert þurft að lista upp SOS-aðferðina frekar en aðrar uppeldisaðferðir, almenn tilmæli hefðu verið nóg, en ekkert svoleiðis er í Biblíunni heldur bara hvatning til ofbeldis.
Það finnst mér benda til þess að annað hvort hefur guð bara ekki hundsvit á uppeldisfræði (sem bendir nú ekki til þess að hann sé æðri máttur) eða þá að honum finnst ofbeldi bara í lagi. Þ.e. ef við yfirhöfuð lítum á Biblíuna sem orð Guðs sem ég geri auðvitað ekki.
Ég á enga skósveina né er ég hjálparsveinn Hjalta. Ég hef nokkrum sinnum leikið jólasvein, keppt í sveinaflokki í frjálsum og svo var ég auðvitað hreinn sveinn fyrir einhverjum árum líka. Að öðru leyti kannast ég ekki við neina sveinsnafnbót.
Matti notaði þessi orð EFTIR að þú fórst langt yfir strikið í rangfærslum og hermdir upp á hann og aðra hluti sem ég hélt (en virðist hafa haft rangt fyrir mér um) að væru fyrir neðan þína virðingu í umræðum á netinu.
Egill Óskarsson, 2.11.2010 kl. 17:33
Nákvæmlega það sem ég hef bent á þú skilur ekki.
Víst
Mikið rétt hjá þér Egill, þú átt við sama vandamál að stríða og Hjalti, þú skilur ekki.
Nei
Biblían er trúarrit en ekki uppeldisrit og ekki sálfræðirit.
Þessi færsla er langt yfir strikið, ég notaði bara viðsnúning á Matta sem sannaði mál mitt. Þér finnst náttúrulega alltí lagi að ýja að því að kristið fólk berji börnin sín en það má ekki bera klámkennslu uppá vantrúaða, sérstaklega þegar þeir hafa sér catagoriu á blogginu sínu undir klám sem nota bene er öllum aðgengilegt, líka börnum. Ef barni verður á að skoða það klám sem er á umræddri síðu þá er það á ábyrgð síðuhöfunda. Reyndu svo ekki að gera þig og þinn félagsskap siðmenntaðan og réttlátan því slíkt er fjarri sannleikanum.
Valur Arnarson, 2.11.2010 kl. 21:49
Trúir þú því að Biblían sé innblásið Guðs orð, já eða nei?
Nei, það finnst mér ekki og hefði einhver í raun gert það hér þá myndi ég andmæla því. Þú átt í raun miklu frekar eitthvað vantalað við Mofa og Theódór varðandi þetta.
Svo finnst mér þú frekar ómerkilegur að ljúga svona upp á mig. Ef ég væri kristin þá myndi ég benda þér á að þú ert að brjóta boðorð.
Svo hef ég ekkert kvartað yfir því að þú sért að bera eitthvað klám upp á vantrúaða, enda hefurðu nákvæmlega ekkert fyrir þér í því. Það er einfaldlega ekkert eiginlegt klám á síðunni hans Matta.
Ef það sem þú ert að gera hérna er siðmenntað og réttlátt þá vil ég ekki teljast hafa þá eiginleika.
Egill Óskarsson, 2.11.2010 kl. 22:24
Annað Egill, ég bað Matta afsökunar á orðum mínum, en hef ekki uppskorið afsökunarbeiðni hjá Hjalta, hann hefur ekki séð sóma sinn í því að biðja mig eða aðra kristna afsökunar á dylgjum sínum og óhróðir í okkar garð.
Ykkur finnst bara í lagi að níðast á kristnu fólki og ykkur finnst það jafnvel bara svona pínulítið þægilegt því það svarar yfirleitt ekki í sömu mynt. Þið eruð svona eins og stóra hrekkjusvínið í bekknum sem níðist alltaf á þeim sem svara síður fyrir sig, en þetta gerið þið vegna eigin vanmáttar.
Biblían:
Heimild: Wikipedia
Eins og þú sérð Hjalti þá er Jesús Kristur megininntak Nýja testamenntisins. Ekki reyna að neita því.
Og þarna sérðu þetta svart á hvítu Egill minn, Biblían er ekki sálfræðirit eins og þú hélst að hún væri.
Valur Arnarson, 2.11.2010 kl. 22:27
Ég trúi því að Biblían sé skrifuð af mönnum sem voru innblásnir af Heilögum anda Drottins. En Biblían er trúarrit sem er ætluð þeim sem leita Guðs. Ekki þeim sem vegna einhvers konar undarlegs haturs vilja tæta hana í sundur og hæðast að fólki með trúarsannfæringu.
Reyndu ekki að segja mér að færslan innihaldi eitthvað annað! Hún ber heitið "Að berja börn" hver er það sem lemur börn samkvæmt færslunni?
Þú hefur ekki gagnrýnt þær aðfarir Hjalta gegn kristnum sem hafa tíðkast hér, því dreg ég þá ályktun að þú sért þessu fylgjandi. Svo ekki er það ég sem lýg.
Ekkert eiginlegt klám, þetta er nú það fáránlegasta sem ég hef lesið frá ykkur. Hvernig er óeiginlegt klám, er það sem sagt ekki skaðlegt börnum? Og kannski svona aðeins siðlegra en eiginlegt klám, ótrúlegt komment.
Það sem ég er að gera hér er að leiðrétta rangfærslur, dylgjur og óhróður frá ósiðlegum einstaklingum.
Valur Arnarson, 2.11.2010 kl. 22:39
Sælir snúllarnir mínir,
Síðasta innleggið mitt hér, svo er ég farinn í verkefnavinnu fram yfir helgi.
Ef þú skyldir ekki hafa áttað þig á samhenginu Hjalti, þá vildi ég benda þér á fleiri atriði varðandi kristnina. Ég er núna á þessum tímapunkti búin að útskýra fyrir þér að Jesús Kristur er aðalmálið í Nýja Testamenntinu. Núna ætla ég að benda þér á almenna skilgreiningu á kristni:
Er þetta nógu skýrt fyrir þig kúturinn minn? Þetta er megininntak kristninnar, alveg sama hvernig þú reynir að snúa þessu á hvolf og velta. Þegar þú ræðst að ritningu kristinna manna þá ræðstu að þeim. Það er siðleysið sem ég hef verið að benda á hér.
Þið eruð að ýta undir fordóma gegn kristnum í samfélaginu og börnum kristinna og eruð því hættulegir.
Fyrir þig Egill minn þá hef ég þetta:
Reyndu svo að halda því fram að efnið sem er inná síðunni hans Matta falli ekki undir þessa skilgreiningu!
Nú er ég farinn í verkefnavinnu, verið þið sælir og megið þið eiga góðan dag.
Valur Arnarson, 3.11.2010 kl. 08:20
Ég vona Valur að þér gangi betur í verkefnavinnunni en þér gengur hérna.
Þú þarft ekkert að segja mér hvað Biblían er og hvað hún er ekki og ég skil eiginlega ekki af hvern þú ert að reyna að sannfæra í þeim málum. Hún er trúarrit og fjölmargir, þ.á.m. Mofi og Theódór og ég hélt þú líka, nota hana sem viðmið í siðferðismálum. Hvað er þá að því að benda á að hún hvetur til hluta sem eru a) siðferðislega rangir og b) mögulega skaðlegir fyrir þá sem hún fjallar um?
Engin. Upphaflega færslan fjallar um hvað stendur í Biblíunni, ekki hvað kristið fólk eða aðrir gerir virkilega.
Hjalti hefur einfaldlega ekkert sagt um það hvort kristnir séu líklegri en aðrir til að beita börn ofbeldi svo ég geti séð. Allavega gerir hann það ekki í upprunalegu færslunni. Svo að þú einfaldlega lýgur.
Og athugaðu það að jafnvel þó það væri eitthvað þessu líkt að finna hjá Hjalta þá værirðu samt að ljúga því að þú værir að gefa þér að ég væri sammála honum án þess að ég hefði sagt neitt þar um.
Þú ert s.s. að brjóta níunda boðorðið snúllinn minn.
Ef þú ert að meina þetta eina myndband á síðunni hans Matta þá finnst mér það ekki vera klám, þó að ég skilji að einhverjum gæti fundist það vera á mörkunum. Það fengi þó aldrei skilgreiningu sem klám fyrir dómstólum, því get ég lofað þér, og miklu grófara efni er að fá á hverri einustu bensínstöð og bókabúð á landinu án þess að athugasemdir séu gerðar við.
Þér hefur svo tekist að grafa upp einhvern texta frá Femínistafélagi Íslands og álítur hann sanna fyrir þig að eitthvað hjá Matta sé klám. Þú afsakar en FÍ er ekki sá aðili sem skilgreinir hvað klám er gagnvart lögum, enda er með þeirra skilgreiningu hægt að skilgreina nánast hvaða bók sem inniheldur lýsingu á fallegum kven/karlmanni sem klám.
Jafnvel þó að hér væri um að ræða rangfærslur, dylgjur og óhróður þá ert þú sjálfur búinn að ganga svo miklu, miklu lengra en allir aðrir í nákvæmlega því sama og bæta við allskonar ásökunum um siðleysi og annað að þú ert orðin hlægilegur.
Egill Óskarsson, 3.11.2010 kl. 14:20
Ég hef ekkert til að biðjast afsökunar á.
Þannig að það er "siðleysi" að "ráðast að" biblíunni? Mikið er þetta undarlegur hugsunarháttur. Nei, ég er ekki að "ráðast á" fólk þegar ég bendi á vitleysur og rugl í einhverju trúarriti. Fólk sem að er með ranghugmyndir um eðli þessarar bókar ætti að vera ánægt með að losna við þessar ranghugmyndir.
Einmitt það já.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.11.2010 kl. 14:37
Óskaplega er Valur ódrengilegur í þessum umræðum. Er þetta kristilegt?
Af hverju er hann með klám og mig á heilanum? Ég veit ekki til þess að það sé nokkuð klám á bloggsíðu minni.
Matthías Ásgeirsson, 3.11.2010 kl. 23:35
Já, ég var að vonast eftir því að einhverjir trúbræður hans myndu skerast í leikinn og benda honum á að framkoma hans væri ekki til fyrirmyndar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.11.2010 kl. 14:47
Var ekki alveg viss hvort að það væri heppilegt inn í þessa viðkvæmu umræðu. Að vísu þá tek ég undir með Vali að þið eruð að ýta undir fordóma gagnvart kristnum. Ég að minnsta kosti finn fyrir mikilli andúð á kristnum víðsvegar sem er auðvitað sorgleg upplifun fyrir mig.
Mofi, 4.11.2010 kl. 14:57
Hvar ýti ég undir fordóma gagnvart kristnum Mofi? Endilega finndu þessari ásökun þinni stoð í mínum orðum hér.
Egill Óskarsson, 4.11.2010 kl. 17:47
Egill, ég veit ekki til þess að ég var að tala um þig neitt sérstaklega. Ég er bara að tala um mína upplifun á samfélaginu víðsvegar og óneitanlega tengi það við málflutning þeirra sem eru ekki kristnir þar sem þeir rakka niður kristna trú.
Mofi, 5.11.2010 kl. 10:04
Og hvernig fordóma hefurðu í huga?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.11.2010 kl. 20:28
Egill Óskarsson, 5.11.2010 kl. 20:39
"Að vísu þá tek ég undir með Vali að þið eruð að ýta undir fordóma gagnvart kristnum. Ég að minnsta kosti finn fyrir mikilli andúð á kristnum víðsvegar sem er auðvitað sorgleg upplifun fyrir mig."
Heldur þú virkilega að andúð sem fólk hefur á kristnum eða kirkjunni stafi af því að vantrúaðir séu að ýta undir fordóma..
varla... skoðaðu störf kirkjunnar undanfarið. Þið náið að sjá um þetta alveg sjálf.
Einar (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 21:10
Hjalti, andúð sem er algeng, finnst að minnska kosti víða.
Einar, þjóðkirkjan er sannarlega dugleg að búa til ástæður til fordóma,eins og t.d. að biskupinn skuli hafa fáránleg ofurlaun er ágætt dæmi um það.
Mofi, 8.11.2010 kl. 10:05
Mofi: Andúð /= fordómar.
Og hvernig "andúð" er þetta? Er þetta eitthvað eins og: "Vá, þú ert kristinn, þú hlýtur að trúa undarlegum hlutum!"
Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.11.2010 kl. 10:22
Hjalti, kann ekki beint að lýsa því, bara tilfinning í gegnum árin að hlusta á fólk víðsvegar í samfélaginu; bloggið bara einn af þeim stöðum. Hef nú ekki lent í að fólk sýni mér fjandskap í andlitið á mér vegna minnar trúar en flestir mínir vinir vilja ekki láta uppi sína trú auðveldlega vegna þeirra andúðar/fordóma sem þeir finna.
Mofi, 8.11.2010 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.