13.10.2010 | 09:21
Gegn þrenningunni
Í síðustu færslu fjallaði ég um skortinn á textum í biblíunni sem kenna þrenningarkenninguna, og þá staðreynd að ein fölsun sýnir fram á að það hefði verið auðvelt fyrir guð að kenna hana. En núna ætla ég að benda á vers sem að virðast benda til þess að hinir fyrstu kristnu menn hafi ekki trúað á þrenningarkenninguna, að hún sé beinlínist andstæð biblíunni. Páll postuli skrifaði þetta:
En hvað varðar neyslu kjöts, sem fórnað hefur verið skurðgoðum, þá vitum vér, að skurðgoð er ekkert í heiminum og að enginn er guð nema einn. Því að enda þótt til séu svo nefndir guðir, hvort heldur er á himni eða á jörðu, enda eru margir guðir og margir herrar, þá höfum vér ekki nema einn guð, föðurinn, sem allir hlutir eru frá og líf vort stefnir til, og einn drottin, Jesú Krist, sem allir hlutir eru til orðnir fyrir og vér fyrir hann. ( 1Kor 8.4-6)
Vandamálið fyrir þrenningarsinna er að þarna segir Páll hreint út að faðirinn einn er guð. Samkvæmt þrenningarkenningunni er Jesús líka guð og heilagur andi líka guð. Jesús er settur í annan flokk, hann er ekki guð, enda er bara faðirinn guð.
Það er ekki undarlegt að mikið af fólki sem skoðar biblíuna vandlega (t.d. stofnandi Votta Jehóva) komist að þeirri niðurstöðu að þrenningin sé ekki í samræmi við biblíuna. Það sem er hins vegar undarlegt, er að flestir trúmenn (þar með talið líklega allir prestar ríkiskirkjunnar) samþykki þessa kenningu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Mikið hefur hann vafið liðinu um fingur sér, þessi Jesús Kristur. Hann hlýtur að hafa verið ansi geðugur og sannfærandi náungi.
Kristinn Theódórsson, 13.10.2010 kl. 15:38
Newton komst að sömu niðurstöðu
Sveinn Þórhallsson, 13.10.2010 kl. 15:59
Hér ferðu enn og aftur með villur Hjalti, hér er Páll að ítreka að það sé bara einn alvöru Guð og það er Guð faðir okkar. En Guð er ekki svo lítill að þú eða ég eða einhver annar hér á jörð geti skilið hann til fullnustu. Hann er þríeinn Guð. Faðirinn, Sonurinn og Heilagur andi.
Þú talar um hér í fyrri þræði þínum að þú getir bara fundið "tvenndar" kenningunni stað og villt þar með taka Heilagan anda í burtu úr myndinni en þú verður að athuga að samkvæmt hugmyndum kristinna manna þá steig Jesús upp til himna og varð himnesk vera (Heilagur andi). Þú getur fundið þá staði í Biblíunni sem lýsa því að Heilagur andi sé staðgengill Jesú eftir upprisuna. Heilagur andi er hjálpari, huggari og læknari ekki ósvipað því sem Jesús var í sínu jarðneska lífi. Í þeim skilningi er um þrenningu að ræða, Guð faðirinn á himnum, Jesús sonurinn á himnum og Heilagur andi sem er staðgengill Jesú hér á jörðinni.
Við erum öll andans verur og Heilagur andi er andi Drottins. Það væri hægt að skrifa heila ritgerð um þetta málefni með biblíutilvitnunum. Ég læt hér nægja texta af vefnum www.gotquestion.org :
Ég hvet þig til þess að lesa þetta yfir Hjalti minn. Þú, í skrifum þínum, ert að gera ráð fyrir því að maður með vitsmuni á borð við þína vitsmuni hafi fundið Guð upp og svo hafi einhverjir aðrir komið og breytt þessari ýmind sem hafi svo valdið ósamræmi. Þetta er náttúrulega bara þvæla, lærifaðir þinn hefur hins vegar kennt þér vel og mun sjálfsagt umbuna þér en sá guðfræðingur er ekki guðfræðingur gæskunnar, eigi skalt þú lengi hjá honum dvelja.
Ég endurtek: Ef Guð væri svo lítill að skilningur á honum myndi rúmast fyrir í mannsvitsmunum þá væri það lítill guð og ekki sá eini rétti.
Athugaðu líka að í gamla testamentinu þá er talað um Guð í fleirtölu, ekki tvítölu eða eintölu. (Hebreska textanum)
Valur Arnarson, 13.10.2010 kl. 20:56
Valur
Vertu ekki svona hrikalega hrokafullur, Valur. Hjalti er ekkert einn um að skilja þetta svona.
Hugsanlega veður þú í villu og svima, en aðrir trúmenn og/eða Hjalti ekki.
Þín trú og þín túlkun er bara það: þín trú og þín túlkun.
Aðrir hafa jafn mikla sannfæringu, jafn mikla þekkingu, en eru á öndverðu meiði. Þeir eru síðan e.t.v. lítillátari og auðmýkri að auki, og þannig mun nær því að lifa eftir boðskapnum en þú.
Kristinn Theódórsson, 13.10.2010 kl. 21:23
Já, hann segir að faðirinn einn sé guð og hann setur Jesú ekki í þann flokk.
Í staðinn fyrir að koma með eitthvað c-p, viltu ekki reyna að útskýra fyrir okkur almennilega hvers vegna Páll er ekki klárlega að segja þarna að Jesús sé ekki hinn eini sanni guð?
Ha?
Lærifaðir minn?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.10.2010 kl. 21:36
Satan? ;-)
Matthías Ásgeirsson, 14.10.2010 kl. 00:39
Nei, hann er drottinn minn og herra, ekki lærimeistari
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.10.2010 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.