Englafræði dagsins

Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson kvartar yfir því að „nokkrir guðleysingjar [fóru] háðulega“ um glórulaus englaskrif hans í gær, þetta finnst honum auðvitað sanna mál sitt:

Sem sýnir að eitthvað er til í þeirri fornu speki að menn sem þola ekki kristna trú geta ekki á heilum sér tekið ef talið berst að englafræðunum gömlu og fallegu - því falleg eru þau hvort sem menn trúa á engla eða ekki. #

 

Ég held að það sé lítið að bæta við fyrri skrif  mín um englaóra Þórhalls. Maðurinn virðist ekki átta sig á því að ástæðan fyrir þessi háði er ekki sú að ókristið fólk hati allt gott og falegt, heldur það hversu heimskuleg þessi englafræði eru.

En hérna er dæmi um hin gömlu og fallegu englafræði:

 

Á tilsettum degi klæddist Heródes konungsskrúða, settist í hásæti og flutti þeim ræðu. En lýðurinn kallaði: "Guðs rödd er þetta, en eigi manns." Jafnskjótt laust engill Drottins hann, sökum þess að hann gaf ekki Guði dýrðina. Hann varð ormétinn og dó. (Postulasagan 12.21-23)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann verður bara að kalla á þykjustu pabba sinn og biðja hann um að berja okkur fyrir að hrekkja útsendara Gudda;
Kannski eitthvað svipað og þegar Guddi lét birni tæta í sig smákrakka fyrir að stríða svona karli eins og þórhalli galdrameistara ríkisins.


doctore (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 10:46

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mér finnst það forkastanlegt og raunar algjörlega siðlaust að hafa atvinnu af svikastarfsemi tala nú ekki um ef svindlið er logið fram á vegum hins opinbera og skattgreiðenda eins og þetta trúarkjaftæði allt saman.

Því móttækilegri sem menn eru fyrir himneskum ævintýrum því trúgjarnari eru þeir hvað jarðnesku ævintýrin varðar og peningaveldið kostar því sitt pólitíska botnskrap  og lýgur það áfram og því heiladauðara sem þetta drasl er því meiri vandræðagangur þegar draslið rúllar loks á hausinn. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 30.9.2010 kl. 21:46

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Því móttækilegri sem menn eru fyrir himneskum ævintýrum því trúgjarnari eru þeir hvað jarðnesku ævintýrin varðar... 

Já, ef til vill. Það væri gaman að sjá hvort að það væri t.d. fylgni á milli trúar og ýmissa jarðbundnari vitleysu eins og tunglfararafneitun, helfararafneitun og 9/11-samsærisbullið sem dæmi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.10.2010 kl. 07:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband