Bjarni Karlsson og hótanir

Ég furða mig oft á því hvernig trúmenn meðhöndla biblíuna. Frjálslyndir prestar virðast þó vera sérstaklega slæmir. Stundum eru fullyrðingarnar þeirra svo augljóslega rangar að mig grunar að þeir séu bara vísvitandi að fara með rangt mál, til að fegra biblíuna. Frábært dæmi er nýleg bloggfærsla eftir ríkiskirkjuprestinn Bjarna Karlsson?*, þar segir hann:

  

Eina samhengið þar sem Guðspjöllin varðveita hótandi orðalag haft eftir frelsaranum er þegar hann tekur sér stöðu við hlið barna sem ekki geta borið hönd yfir höfuð sér. Þá ræðu má lesa í 18. kafla Matteusarguðspjalls en niðurlagsorð hennar eru þessi: „Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður að englar þeirra á himnum njóta jafnan návistar míns himneska föður."  #

 Nú þarf maður ekki að lesa lengi í til dæmis Matteusarguðspjalli til þess að rekast á „hótandi orðalag",  guðspjöllin eru uppfull af því að Jesús sé að hóta fólki, hérna er mjög skemmtilegt dæmi: 

 

Og taki einhver ekki við yður né hlýði á orð yðar, farið þá úr því húsi eða þeirri borg og hristið dustið af fótum yðar. Sannlega segi ég yður: Bærilegra mun landi Sódómu og Gómorru á dómsdegi en þeirri borg. (Matt 10.14-15)

Ef þið takið ekki við lærisveinunum mínum, þá munuð þið brenna. Frekar hótandi orðalag. Og guðspjöllin eru full af þessu.

 *Bloggið er reyndar merkt bæði Bjarna og konunni hans, ríkiskirkjurestinum Jónu Hrönn, en ég er nokkuð viss um að þetta er eftir Bjarna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo er ágætur broddur í Lúkas 14:26 og Matt 20:36-37.  Sem augljóslega er í miklu uppáhaldi hjá mér.

Eitthvað talar hann svo um Farísea og fleiri, sem hafa "tekið út laun sínþ" Allt undir rós ef svo má segja, en ekki hægt að misskilja.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.8.2010 kl. 20:59

2 identicon



Submit or burn eru helstu skilaboðin.

DoctorE (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 21:14

3 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Ha ha ha þið munuð brenna í helvíti og stikna í eldsdíkinu, ha ha ha, þið eruð hræddir. Ha ha ha ha.

Aðalbjörn Leifsson, 27.8.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband