28.7.2010 | 22:50
Bókstafstrúarmaður kirkjunnar
Fyrir tveimur árum síðan kom breski guðfræðingurinn Alister McGrath til landsins. Hann hélt fyrirlestur hjá guðfræðideild Háskóla Íslands og auk þess trúvarnarnámskeið í Skálholti. Tilefnið var það að var búið að þýða bók sem hann skrifaði gegn Dawkins á íslensku.
Þeir prestar þjóðkirkjunnar sem minntust á McGrath lofuðu hann háfstöfum. Kristján Björnsson kallaði hann magnaðan trúvarnarmann og sagði að skelegg trúvarnarbarátta hans hafi haft gríðarleg áhrif víða um heim #. Netpresturinn Árni Svanur Daníelsson sagði að hann væri vandaður fræðimaður sem talar af mikilli yfirsýn og þekkingu og vonaði að heimsóknin myndi hvetja íslenska guðfræðinga til að kynna sér guðfræði McGraths #.
Ég persónulega skil engan veginn af hverju, í fyrsta lagi þjóðkirkjufólk myndi vilja fá hann, og í annan stað af hverju þeim líkar svona frábærlega við hann. Bókin hans sem var þýdd var hræðileg, það er svo sem fyrirgefanlegt. En hvernig getur þessu fólki líkað við og hrósað manni sem segir að það sé erfitt að svara því hvort að guð hafi fyrirskipað þjóðarmorð í Gamla testamentinu. Það er nefnilega ákveðin tegund af trúmönnum sem segja svona hluti, bókstafstrúarfólk. Og McGrath er svo sannarlega bókstafstrúarmaður. McGrath skrifar:
I fully respect the motives and concerns of those who feel that the word 'inerrancy' is the most appropriate; my own preference is for a phrase such as 'the total reliability and trustworthiness' of Scripture, which states the same insight in a positive manner. #
In common with all evangelicals, I affirm the total trustworthiness and reliability of Scripture in all that it teaches. I believe that words penned by James I. Packer, affirming this unique authority of Scripture back in 1962, remain as relevant as they have ever been: 'Infallible' means 'not liable to be mistaken, or to mislead'; 'inerrant' means 'free from all falsehood'. Both words express negatively the positive idea that the Bible is entirely reliable and trustworthy in all that it asserts. To profess faith in the infallibility and inerrancy of Scripture is therefore to express the intention of believing all that it is found to teach, on the grounds that it is true. #
Það eru auðvitað til bókstafstrúaðir þjóðkirkjuprestar, en flestir þeirra eru það ekki. Eina ástæðan sem mér dettur í hug fyrir því að frjálslyndu prestunum líki vel við svona bókstafstrúarmann er sú að hann er að tala gegn vondu trúleysingjunum. Ef einhver þarna úti finnur aðra ástæðu fyrir því hvers vegna þeir oflofa mann sem finnst það erfið spurning hvort að guðinn þeirra fyrirskipi þjóðarmorð, þá má hann endilega benda mér á hana.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Alister McGrath Grefill.
Dingli, 29.7.2010 kl. 02:00
Góð grein hjá þér. Mér finnst sérkennilegt að þjóðarbókhlaða geymir enga bók eftir Dawkins, Hitchens eða Sam Harris. Er ekki búinn að athuga Dennett. Ég tók hins vegar eftir því að þessi útúrnúninga meistari var þýddur um leið og hann gaf út og kominn undir eins með hillupláss á bókasafni allra landsmanna.
Sérkennilegt. Reyndar er guðfræðihluti safnsins fullur af bulli verra en hans.
Styrmir Reynisson, 29.7.2010 kl. 07:35
Sæll, ég dreg síðasta komment mitt til baka. Ég hafði ekki leitað að Dawkins á Íslensku. Sem er til.
Styrmir Reynisson, 29.7.2010 kl. 08:00
ég neyðist til að leiðrétta mig aftur. síðasta komment er rangt.
Styrmir Reynisson, 29.7.2010 kl. 08:02
Íslensk þýðing á THE GOD DELUSION fer í prentun í næstu viku.
Kemur út hjá Ormstungu 1. september undir heitinu RANGHUGMYNDIN UM GUÐ.
Gísli Már Gíslason (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:06
Frábært. Takk Gísli. Hvar er hægt að fá originallinn á Íslandi?
Styrmir Reynisson, 29.7.2010 kl. 12:21
Alister McGrath er hlægilega ömurlegur... að nokkur maður geti hlustað á hann án þess að fá heimskuhroll.
Þið vitið vel hvernig er hægt að ná til trúaðra... bara segja það sem þeir vilja heyra.. BANG Hallelújah
doctore (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 12:48
Styrmir, ég keypti kiljuútgáfuna í Bóksölu stúdenta í fyrra.
Gísli Már Gíslason (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 13:09
þetta er ekki annað en léleg ad hominum (persónníð) Hjalti. Hef ekki lesið McGrath nema úrdráttur. En ég get alveg tekið undir sumu af rökum hans, þó ég er ekki með guðskomplex. Og svo finnst mér títillinn RANGHUGMYNDIN UM GUÐ stórkostlegur. Gefur það ekki tilkynna að það sé rétt hugmyndir um Guð? (Ef maður segir að Guð sé ekki til, þá getur maður ekki hafið hugmyndir um guð. Það er lógík). Er Mofi búinn að þýða bokina?
Jakob Andersen (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 22:58
Nei, Jakob, þetta er hvorki ad hominem rökvillan né persónuníð.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.8.2010 kl. 14:18
> Hef ekki lesið McGrath nema úrdráttur. En ég get alveg tekið undir sumu af rökum hans, þó ég er ekki með guðskomplex.
Hvaða rök hans getur þú tekið undir?
Matthías Ásgeirsson, 2.8.2010 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.