Kjánaleg birtingarmynd bahæ-trúar

Mér finnst merkilegt að Svanur Gísli, sami maður og varð af afskaplega móðgaður yfir því að það hafi birst mynd af óskeikulum boðbera guðs í athugasemd hérna, skuli láta svona orð falla um trúarskoðanir annarra:

Alltaf er það jafn fróðlegt að fylgjast með kjánalegum birtingarmyndum hjátrúar og fáfræði í samfélögum sem eiga að teljast siðmenntuð og uppfrædd. #

 

Svo að allir séu með það á hreinu, þá er það „kjánaleg birtingarmynd hjátrúar og fáfræði“ að telja að skapari heimsins sé að refsa fólki með náttúruhamförum, en það er ekki „kjánaleg birtingarmynd hjátrúar og fáfræði“ að telja konur vera annars flokks manneskjur af því að einhver 19. aldar Írani sem má ekki birta myndir af segir það.

Þetta er ótrúleg tvífelndi, annars vegar krefst Svanur þess að fólk tipli á tánum í kringum hans trú og taki þátt í persónudýrkun þeirra, en hins vegar er allt í lagi að kalla aðrar trúarskoðanir „kjánalegar birtingarmyndir hjátrúar og fáfræði.

Nú ætla ég að slá tvær flugur í einu höggi, benda á annað dæmi um tvískinnung Svans og benda á hvernig bahætrúin er hjátrú og fáfræði sem hefur kjánalegar birtingarmyndir. Á bloggsíðunni sinni er Svanur með borða frá Amnesty International  og er með fréttir frá Amnesty international (þar sem meðal annars er sagt frá ofsóknum gegn bahæjum í mið-Austurlöndum). Eitt af helstu baráttumálum Amnesty er afnám dauðarefsingar. Skoðum hvað óskeikull ljósmyndafælni boðberi guðs hafði að segja um það:

 

Should anyone intentionally destroy a house by fire, him also shall ye burn; should anyone deliberately take another's life, him also shall ye put to death.  #

Það er hægt að deila um réttmæti dauðarefsinga, en ég held að fáir nema allra refsiglöðustu sadistar og ofsatrúarmenn eins og þessi Írani vilji brenna fólk. Svo að ég vitni í heimasíðu Bahæja á Íslandi, þar sem þeir fjalla um aðra kennisetningu þessa Írana: „Bahá'u'lláh setti sjálfur þetta ákvæði, og það er því óbreytanlegt viðhorf í bahá'í trú,... # Bahætrúin er bæði kjánaleg og ógeðsleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef kynnt mér þessa bahæja-trú talsvert . Sé ekki mikið ljós í enni, eða mikla speki . ( En nokkur góð ljóð samt )

enok (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Enok, ert þú ekki kristinn? Það er nóg af villimannslegum aftökum í biblíunni ef þú ert að leita að "myrkri".

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.7.2010 kl. 13:44

3 identicon

Jú ég er Kristinn, og reyni því að fylgja Kristi jesú . Hann boðar hvergi villimannslegar aftökur er það nokkuð ?

enok (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 19:34

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

enok, þú gætir byrjað á því að lesa Gamla testamentið, það er nóg af villimannslegum aftökum þar, og Jesú virðist ekki hafa haft neitt við það að athuga (t.d. þegar hann talar um Sódómu). Trúir þú kannski ekki á Gamla testamentið? 

Jesú talar reyndar um að henda fólki í helvíti, sem er margfalt verra en að vera bara tekinn af lífi.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 24.7.2010 kl. 21:25

5 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Hjalti Rúnar ekki skrökva, mörgum verður hent í eldsdíkið ekki helvíti. Menn vinna sér til vistar þar! Ég trúi því að fyrrverandi formaður þinn fari þangað ekki þú.

 Be blessed and not stressed.

Aðalbjörn Leifsson, 25.7.2010 kl. 09:42

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvort er Aðalbjörn að tala um mig, Óla Gneista eða Birgi?

Matthías Ásgeirsson, 25.7.2010 kl. 11:49

7 identicon

Ég hef lesið G.t Hjalti .

Þar kemur t.d iðulega fram, að ef þjóð snýr sér frá Guði og lögmálum hans er það ávísun á erfiða tíma . Íslenska þjóðin féll í þá gryfju, að álíta G.t gamalt og úrelt "arabarit" og hundsa algjörlega lög Guðs .Og hefur nú uppskorið samkvæmt því eins glöggt má nú sjá ! En skyldi þjóðin snúa sér aftur að orði Guðs ?

Lestu G.t nánar Hjalti, og leitaðu svara við þeirri spurningu hvað gerist ef þjóðin þráast við, og heldur lögmálsbrotunum bara áfram .

enok (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 19:53

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Aðalbjörn: Mönnum verður hvorki hent í eldsdíkið né helvíti. Og ég skil ekki af hverju þú heldur að ég muni ekki lenda þar.

Og nú sé ég að þú ert kominn með nýja mynd af þér, varstu nokkuð í viðtali á Omega fyrir stuttu síðan?

enok: Við erum að tala um villimannslegar aftökur (að brenna fólk hjá bahæjum), í Gamla testamentinu er til dæmis sagt að fjölskyldumeðlimir eigi að taka þátt í því að grýta þann til bana ef einhver í fjölskyldunni boðar þeim aðra trú en trú á Jahve (5Mós 13.6-11). 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.7.2010 kl. 20:31

9 identicon

Heldur þú að Íslendingar snúi sér aftur að orðinu þegar kreppir svona að, og fari að iðrast og virða lög Guðs ?

enok (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 20:47

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

enok, ég sé ekki hvernig þetta tengist málinu, en nei, ég efast um að þetta eigi eftir að breyta miklu.  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.7.2010 kl. 20:55

11 identicon

Af hverju er fólk að hneykslast á hörðum refsingum í G.t ? Gagnar það eitthvað ?

Er ekki nær að fólk hlýði lögum Guðs, svo blessun hans snúi hag þessarar þjóðar til betri vegar ?

Ekki veitir nú af !

enok (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 21:00

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, við skulum grýta fólk sem boðar aðra trú svo að blessun hans snúi hag þessarar þjóðar til betri vegar!

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.7.2010 kl. 21:06

13 identicon

Nútímamaðurinn er það skynsamur í dag, að ekki þarf að hóta honum með grjótkasti til að hann skilji hvað Guð vill og hvað ekki . Ekki rétt Hjalti ?

enok (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 21:31

14 Smámynd: Styrmir Reynisson

Þetta er merkilegur tvískinnungur enok. Þú varst að segja að þú teljir ekki mikið vit í Bahaí trú og sjáir ekki mikið ljós þar. Þú ert svo að boða að fólk fari að trúa einhverju sem er nákvæmlega jafn illa lýst trú.

Merkilegt.

Styrmir Reynisson, 25.7.2010 kl. 22:11

15 identicon

Þú hefur þína sýn og skoðun á Kristni og bahæjatrú . Hún er ekki sú sama og mín .

enok (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 22:27

16 Smámynd: Styrmir Reynisson

enok,

er hræsni þá í lagi af því að það er þín skoðun? Ég skil ekki alveg.

Ef við fylgdum lögum guðs þíns væru dauðarefsingar mjög algengar og fyrir alls konar smávægileg mál. Eins og að óhlíðnast foreldrum sínum, að boða aðra trú en kristna og til dæmis ef kona sefur hjá áður en hún giftir sig.

Ekki beint samfélag sem siðmenntað fólk vill. Ef það kostar einstaka peninga kreppu til að vera laus undan slíkum fasisma segi ég Bring it on

Styrmir Reynisson, 26.7.2010 kl. 09:04

17 identicon

Ég spyr Styrmir : Er það eitthvað i lagi, að börn beri enga virðingu fyrir foreldrum ?

Eiga konur bara að hoppa í rúmið með hverjum þeim sjarmör er þær rekast á útá lífinu, og sjá svo til hvernig mann hann hefur geyma eftir á ? Svoleiðis tilhuga-lífs-stíll er lítt rómantískur ekki satt ?

Reyndar er ég ekki það róttækur að ég vilji dauðarefsingar, en þegar samfélag er orðið gegnsýrt af lauslæti og óhlýðni ýmiskonar er ekki von á góðu . Og því kannski nauðsynlegt að boða harðar refsingar ( ? )

enok (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 17:48

18 Smámynd: Styrmir Reynisson

Það er þrennt sem ég hef við þessu að segja.

1. Nei það er auðvitað ekki gott að börn beri ekki virðingu fyrir foreldrum sínum. Hins vegar er ástæðan fyrir hegðunarvandamálum barna í lang stærstum hluta tilfella uppeldisins vegna. Ekki er rétt að refsa barninu fyrir foreldra sína.

Kona hefur rétt á að hoppa upp í rúm með hverjum sem henni sýnist enda jafn fær og "sjarmörinn" til að taka ákvarðanir. Það kemur engum við nema henni. Ætlaru að "boða harðar refsingar" fyrir slíkt?

2. Harðar refsingar virka ekki, þær taka yfirleitt ekki á vandanum heldur láta þeim sem telur á sér brotið líða betur. Það er forneskjuleg hugsun að vilja refsa, en ekki bæta.

3. Þú ert semsagt ósammála guði þínum. Þú vilt ekki dauðarefsingar þó svo hann fyrirskipi þær mjög tæpitungulaust. Það er einkennilegt að vilja fylgja sumum reglum hans og sumum ekki, og vilja sjálfur ráða hvernig skal tekið á "vandanum".

Mér sýnist þú einfaldlega vera mjög íhaldssamur og teljir heiminn á leið til fjandans. Það getur verið að trúin valdi því á einhvern hátt en samt er það fyrst og fremst þú og þínar skoðanir sem þú setur ofar guði þínum. Það er ekki bara hægt að velja hvað hentar þér og ætlast til að fólk taki mark á því sem vilja guðs. Það að þér finnist kona eigi að hafa tilhugalíf sitt á einn eða annan hátt er þín forneskjulega skoðun og þú lætur hana passa við guðinn þinn.

Styrmir Reynisson, 27.7.2010 kl. 07:35

19 identicon

Ég held að Guð hafi aðrar hugmyndir um tilhugalíf kvenna en þú Styrmir .

En þetta form tilhugalífs sem við þekkjum í dag er ansi þunnt, og skilur eftir sig fleiri brostin hjörtu en margann grunar .

Það má vera að ég sé íhaldssamur, en eftir að hafa rennt yfir forsíðu vísis.is er heim er komið , er ekki annað að sjá, að allt sé að fara fjandans til . Og ekki er það fólk Guðs sem er í aðalhlutverkum þeirra harmafrétta sem lesa má þar .

enok (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 19:58

20 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ég spyr Styrmir : Er það eitthvað i lagi, að börn beri enga virðingu fyrir foreldrum ?

Það gengur náttúrulega ekki að börn beri enga virðingu fyrir foreldrum sínum, best að grýta þau bara. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.7.2010 kl. 19:59

21 identicon

Ætlar þú að vinna lengi í því að fá fólk til að halda að Kristnir ali börn sín upp með grýtingum ?

enok (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 20:38

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei, en ég vona að kristið fólk hafni trúni sinni þegar það sér hversu ógeðslegt trúarritið þeirra er.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.7.2010 kl. 21:06

23 Smámynd: Styrmir Reynisson

enok.

Það er merkilegt hvernig heimurinn er búinn að vera að fara til fjandans í svona 2500 ár að mati karlmanna á miðjum aldri og yfir. Þegar andstæðan er búin að vera raunin. Það hafa alltaf verið viðbjóðslegir hlutir í gangi.... Ef eitthvað er til í biflíunni er guðinn þinn ábyrgur fyrir stórum hluta af þeim viðbjóði.

Hins vegar hefur líf venjulegs fólks batnað stórlega, mannréttindi aukist og fasískar hugsjónir eins og að refsa börnum sem virða ekki foreldra sína eða lauslátar konur fengið að víkja fyrir frjálslyndi og siðmenntun.

Ég veit það vel að YhWh hefur aðrar hugmyndir en ég um flest, enda siðblindur og með eindæmum ofbeldishneigður. Ég vil ekki kenna mig við slíkt.

Styrmir Reynisson, 27.7.2010 kl. 21:25

24 identicon

Minn Guð ábyrgur fyrir megninu af þeim viðbjóði ? Hvernig færðu það út ?

Frá mínum bæjardyrum séð, hefur það verið rangtúlkun kaþólsku kirkjunar á ritningunni fyrr á öldum sem hratt af stað ýmsum viðbjóði .

enok (IP-tala skráð) 27.7.2010 kl. 22:01

25 Smámynd: Styrmir Reynisson

enok.

Það er eflaust rétt skoðun hjá þér. Þó að mótmælendur hafi verið dugleri við að brenna nornir og fylgja bókstafnum hvað hórkerlingar varðar.

Ég átti þó aðeins við biblíuna. Þar sem guddi ákvað að hin og þessi þjóð væri ekki þess virði að fá að lifa og ákvað að uppáhalds þjóðin hans skyldi myrða hvert einasta kvikindi. Þar tel ég ábyrgðina vera hans. Einnig á öllu sem kom fyrir Egyptana, og þegar hann drekkti öllum í heiminum nema einni fjölskyldu. Eða þegar hann brenndi tvær borgir og alla íbúana nema eina fjölskyldu, sem stundaði sifjaspell.

Ekki flott ferilskrá.

Er þetta rangt hjá mér?

Styrmir Reynisson, 27.7.2010 kl. 22:26

26 identicon

Ef þú trúir því að Jesú sé sonur Guðs og heldur lög hans, ertu hólpinn og gengur inn í ríki hans að lokum .  Þá skiftir þjóðerni ekki máli . Bara hverju þú trúir .

Varðandi ferilsskránna er það að nefna, að ferill flestra ótrúaðra stórleiðtoga mannkynssögunnar er nauðaómerkilegur og oftast ljótur.  Löndum eða þjóðum sem hafa verið stjórnað bara með mannlegum lögum, hafa ekki vegnað vel .

Nú hefur þing okkar Íslendinga  verið nánast Guðlaust í nokkra áratugi, og mannlegar lagasetningar ráðið ríkjum og árangurinn ?

enok (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 19:19

27 identicon

Þið eruð nú meiru álfarnir!!

Hættið að lesa í einni verst þýddu skruddu sem hefur verið fjöldaframleidd og notið almenna skynsemi! Ef ykkur finnst í lagi að grýta fólk fyrst að einhver gaur illa þjáður af njóla skrifaði það á steinöld þá þið um það. Þá ættuð þið kannski að skella ykkur á næstu geðdeild og láta svipta ykkur sjálfræði og í slopp!

Gamla, nýja, hverjum er ekki sama?!?! Hafiði ekkert betra við tímann að gera en að röfla um einhverja hluti sem enginn fótur er fyrir. Hefur ykkur aldrei dottið í hug að þetta sé bara samasafn af flökkusögum??

Lifið heilir og fullir af skynsemi í garð náungans, þar finnið þið þann frið sem Bíblían ætti að boða...

Gísli Þór Þórarinsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 06:16

28 Smámynd: Styrmir Reynisson

Sæll Gísli.

Ef þú hefðir lesið kommentin mín hefðiru séð að mitt mat er að biflían sé ekki orð guðsins sem er bara til í hausnum á fólki.

Ég er að benda enok á þann tvískinnung sem hann sýnir.

enok.

Þú semsagt hefur ekkert við þjóðarmorð guðs að athuga? Bara að ef þú tekur á móri Ésú ertu í góðum málum þegar þegn hinnar guðs útvöldu þjóðar drepur þig?

Aftur kemr þú með afar veikann punkt þér til varnar.

1. Ferill "ótrúaðra stórleiðtoga" kann að vera ljótur. Ég býst við að þú sért að tala um Mao, Pol Pot og/eða Stalín. Það væri gaman að sjá þig færa rök fyrir því að trúleysi þeirra, (ef það var þá á annað borð fyrir hendi) hafi orsakað skítlegheit þeirra.

2. Þetta voru menn. Ekki alvitrir, almáttugir og algóðir guðir. Það fríar guð þinn ekki undan ábyrgð á sínum þjóðarmorðum að einhverjir menn hafi ákveðið að herma. Fyrri utan það auðvitað að algóður, almáttugur og alvitur guð hefði væntanlega ekki látið þessa aumu menn gera það sem þeir gerðu.

3. Öllum löndum hefur verið stjórnað eftir mannlegum lögum, hvort sem þau eru sögð orð guðs. Allir sem hafa þóst stjórna eftir lögum guðs hafa verið eins og þú. Valið það sem þeim hentar en skilið annað eftir.

4. Löndum sem hefur verið stjórnað eftir veraldlegum lögum hefur vegnað best. Þar eru mest mannréttindi, mest lífsgæði, mesta langlífi, bestu heilbrygðiskerfin, bestu skólarnir, fæst stríð og svo framvegis. Til dæmis á norðurlöndunum og vestur evrópu. Canada, USA og Ástralía eiga líka heima þarna ásamt fleirum.

Mér þætti ágætt að þú færðir rök fyrir þessum fullyrðingum þínum og sýndir fram á hvernig ríkjum sem stýra eftir veraldlegum lögum hefur vegnað illa.

Ég átta mig ekki á því hvernig þér dettur í hug að Ísland hafi farið aftur frá því veraldleg lög voru tekin upp. Ef litið er á tímabilið 1850 til 2010 eru öll lífsgæði, mannréttindi og heilbrygði fólks stórlega bætt. Það er stjórnun landsins að stóru leiti að þakka.

Styrmir Reynisson, 29.7.2010 kl. 07:52

29 identicon

Þú treystir semsagt lögum manna frekar til að leiða gæfu inn í samfélagið, en lögum Guðs .

þá skaltu lesa aðeins í G.t og sjá hvernig þjóðum vegnaði sem sneru sér til Guðs, og virtu lög hans . 

Það er Guð sem stjórnar regni, veðri og öðrum mikilvægum þáttum sem skiftir þjóðir máli . 

Mannlegt afl getur lítið stjórnað regni, veðri og gjöfulleika náttúruauðlinda .

'ihuga þetta nánar kæri vin .

enok (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 20:56

30 Smámynd: Styrmir Reynisson

Já ég treysti mönnum frekar en guði. Það eru menn sem hafa leitt okkur út úr villimennsku og fáfræði.

Guð í G.t. er morðóður villimaður. Hann gerir vel við sína (ef þeir haga sér eins og hann vill) og drepur flesta hina eða kvelur á annann hátt.

Þú vilt frekar þann guð og reglurnar hans heldur en upplýsta samfélagið sem þú býrð í. Sérkennilegt.

Það er í boði fyrir þig að búa í samfélögum þar sem lög hans gilda hvað mest. Þau eru mörg í Afríku og ekki vegnar þeim vel.

Gætiru nefnt eitt dæmi um þjóð sem fylgir guði þínum og vegnar betur en norðurlöndunum?

Styrmir Reynisson, 30.7.2010 kl. 03:12

31 identicon

Því miður hafa flestar Kristnar þjóðir heimilað svokallað trúfrelsi, og það hefur svo leitt til gífulegrar hjáguðadýrkunar .

Og hönd Guðs því svo gott sem vikið frá þessum kristnu þjóðum í framhaldi af því .

Sorglegt !

Svo má líka nefna, að margar Kristnar þjóðir kunna ekki að lesa úr ritningunum, og syndga því enn í mörgum atriðum . ( Íslendingar virðast vera að taka forystuna í þeim efnum )

enok (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 17:39

32 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Því miður hafa flestar Kristnar þjóðir heimilað svokallað trúfrelsi,....

Er þér alvara? Viltu banna fólki að vera ókristið?  

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.7.2010 kl. 18:23

33 identicon

Ég var ekki að meina trúleysi . Heldur frelsi til að tilbiðja aðra Guði . Guð hefur ekki velþóknun á þjóðum sem leyfa slíkt .

enok (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 18:31

34 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, viltu í alvörunni afnema trúfrelsi? Á að henda fólki sem gerist t.d. bahæjar, hindúar eða eitthvað álika í fangelsi?

Nú fer ég að halda að þú sért bara einhver grínisti. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.7.2010 kl. 18:32

35 Smámynd: Styrmir Reynisson

sennilega hef ég enn látið gabbast af einhverju trolli. Það er merkilegt hvað er hægt að veiða upp úr ofsatrúarliðinu. Það þarf bara að fá þá til að segja það sem þeir meina

Styrmir Reynisson, 30.7.2010 kl. 23:13

36 identicon

Ef blessun landsins er t,d fólgin í því að tilbiðja aðeins einn Guð, er alveg þess virði að taka hart á hjáguðadýrkun . Eða hvað finnst þér Hjalti ?

Og Styrmir, ég er ekki að djóka hér sem eitthvað tröll !

enok (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 18:52

37 Smámynd: Omnivore

enok.

afsakið mér sýndist það á svörum þínum.

Sem betur fer er blessun landsins ekki í því fólgin að tilbiðja aðeins einn guð

Omnivore, 1.8.2010 kl. 08:00

38 identicon

Vissulega hefur það mikil áhrif á verk Guðs hér á landi, ef hér tíðkast hjáguðadýrkun .

enok (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 13:04

39 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

enok, gengurðu með rauðan borða á vinstri hendinni?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.8.2010 kl. 15:43

40 identicon

Nei, en menn af mínu sauðahúsi einkenna sig aldrei með neinum hætti útlitslega .

Langar svo að bjóða þér að líta á vísisbloggið mitt . En ég stofnaði það þegar mér var úthýst af mbl blogginu . ( samkynhneigðir eða aðstandendur  þeirra höndluðu illa skrif mín greyin, og létu loka því )

Vísisbloggnikkið mitt er Apheus . Enjoy !

enok (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 16:59

41 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

enok, ég er farinn að hallast meir og meir á þá skoðun að þú sért að grínast. Ég á bara bágt með að trúa því að þú sért í alvöru kristilegur fasisti.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.8.2010 kl. 22:30

42 Smámynd: Styrmir Reynisson

Helgi voru ekki allir fasistar kristilegir?

Annars nenni ég ekki að tala við þennan mann.

Styrmir Reynisson, 1.8.2010 kl. 22:43

43 identicon

Varðandi innlegg mitt 29/7 k.l 20 56 er ekki úr vegi að benda fólki á :http://visir.is/miklir-thurrkar-i-russlandi-/article/2010682818624

enok (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 13:54

44 Smámynd: Styrmir Reynisson

þú hefur ekkert dregið úr sannfæringu minni um að þú sért að fíflast með þessu. Þetta eru ósköp venjuleg eðlisfræðileg og náttúrufræðileg lögmál sem orsaka þetta.

Ég einfaldlega neita að trúa því að þú sért svo illa gefinn að þú haldir að ef rússar (sem eru mjög trúaðir) hefðu verið duglegir að tala við ímyndaðann vin sinn gætu þeir komið í veg fyrir þetta. Það er fáránlegt.

Tökum Afríku, suður-ameríku, og bandaríkin sem dæmi. Allt saman rosalega trúuð svæði. Ég man ekki betur en að náttúruhamfarir eigi sér stað reglulega. Olía lekur í mexíkóflóa, eldgos voru í guatemala ef ég man rétt. Það er ýmislegt í gangi í afríku, malaría og þurrkar og slíkt. Þetta er í mjög háu hlutfalli kristið fólk.

Svona svör eins og þú komst með gefa mér aðeins tvo möguleika og mér þykir það leiðinlegt.

1. halda að þú sért að grínast

2. gera ráð fyrir að það vanti í þig nokkrar blaðsíður. Eða kafla jafnvel.

Styrmir Reynisson, 2.8.2010 kl. 15:50

45 identicon

Þú verður að skoða málið í réttu samhengi Styrmir . Margar þjóðir geta á yfirborðinu talist Kristnar . En samt sem áður verið langt frá Kristnum gildum . Eins og t.d kaþólskan .

Afríkubúar eru t.d enn með trú á anda forfeðra sinna ásamt vúdu, samhliða Kristni .

Það er eins og að þeir skilji ekki alvarleika Guðs orðs, sem varar ítrekað við hjáguðadýrkun . Og uppskera svo samkvæmt því eins glöggt má sjá .

enok (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 17:33

46 Smámynd: Styrmir Reynisson

Allt í lagi enok. Við skulum þá fá þetta á hreint.

Hvað er það að vera kristinn. Nákvæmlega. er það ákveðinn söfnuður sem þarf að vera í eða hvað?

Vildir þú vera svo vænn að taka saman fyrir mig lista yfir það hvað það er að vera kristinn?

Styrmir Reynisson, 2.8.2010 kl. 22:53

47 identicon

Ég ætla mér ekki út á þá braut að segja fólki hér í vefheimum hvaða söfnuður sé bestur .

Í stuttu máli telst það að vera sannkristinn, að virða boðorðin 10 eins og þau voru sett fram fyrst . Í því felst m.a að halda hvíldardag á Laugardegi .

Einnig mæli ég sterklega með tíund .

enok (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 17:55

48 Smámynd: Omnivore

Þá eru ekki margir kristnir.

Það eru þá heldur engin dæmi til um kristna þjóð sem hefur blessun guðs því engin fellur undir þessa staðla.

Það er því til einskis að þrasa um það sem er ekki til.

Omnivore, 4.8.2010 kl. 17:35

49 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Já, þá hefur Ísland til dæmis verið ókristið land alla tíð.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.8.2010 kl. 18:22

50 identicon

Það má kannski segja sem svo . En hvernig væri ef þjóðin hlýddi nú þessum einföldu lögum Guðs, í stað þess að reyna að umbreyta þeim enn frekar ?

enok (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 17:07

51 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þá færi enginn í messu á laugardögum en ekki á sunnudögum?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.8.2010 kl. 19:11

52 identicon

Samkomur er Jesú ástundaði, voru á Laugardögum .

enok (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband