2.6.2011 | 20:17
30% Íslendinga trúa ekki á guð
Samkvæmt könnuninni trúa 30% Íslendinga ekki á guð eða önnur æðri máttarvöld.
Er þetta nógu stór minnihlutahópur til þess að tekið verði tillit til þeirra og kristni ekki boðuð í leik- og grunnskólum? Er þetta nógu stór minnihlutahópur til þess að hætt verði að halda úti ríkiskirkju, og tala m.a. um það í stjórnarskrá?
Og ætli þessar niðurstöður muni hafa þau áhrif að ríkiskirkjuprestar hætti að tala um að 90% Íslendinga séu kristnir? Já, margir þeirra halda því í alvörunni fram! Og nei, þeir munu ekki hætta því, af því að svipaðar niðurstöður hafa áður komið fram í könnunum.
![]() |
Íslendingar trúa á Guð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |