Endurtekin "trúvilla"

Ríkiskirkjupresturinn Þóhallur Heimisson hefur birt aftur pistil sinn um heimsendi sem ég hef áður skrifað um. Enn og aftur afneitar Þórhallur grundvallarkenningu lútherskrar trúar:

Sérhver dæmist samkvæmt verkunum.

Lokadómurinn mun skilja milli þeirra sem fylgja Kristi í sannleika og hinna.

Hinn réttláti fær að dvelja hjá Guði, hinn fordæmdi er án Guðs.

Til samanburðar má sjá svar æðsta biskups ríkiskirkjunnar, við spurningu minni um það hvað þurfi til þess að enda í himnaríki:

Þjóðkirkjan kennir með Páli postula að við réttlætumst af trú en ekki verkum. Það er trúin á Krist sem gildir.


Barátta presta við illa anda

Ég skrifaði frábæra ( Tounge ) grein á Vantrú: Að vera eða vera ekki særingarmaður

Og að gefnu tilefni vil ég segja að ég tel það ekki vera gífuryrði að bera saman mönnum sem hafa atvinnu af því að kljást við andaverur eins og Jahve, Satan, Jesús og Mikael, og þeim mönnum sem hafa atvinnu af því að kljást við andaverur sem hafa t.d. afrísk nöfn. Ég vil líka segja að ég tel það ekki vera gífuryrði að kalla þá menn atvinnutrúmenn, þar sem þeir hafa einmitt atvinnu af trú sinni.

En hvað um það, lesiði greinina, þar fjalla ég meðal annars um mjög fyndna baráttu ríkiskirkjuprests við hin illu öfl.


Bloggfærslur 18. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband