Mjög ókristilegt

Hvar eru mótmælin frá blessuðum biskupnum? Þetta átak er auðvitað algerlega í andstöðu við kristilegt siðferði. Leyfum Karli Sigurbjörnssyni að fá orðið:

Kristileg siðfræði leggur áherslu á, að kynlíf eigi eingöngu rétt á sér innan vébanda hins gagnkvæma, skuldbindandi persónusamfélags, þ.e. hjónabandsins.

 Og án þessarar áherslu, þá getur fræðsla um kynlíf beinlínis verið skaðleg:

...en fræðsla um kynlífið eitt og sér nær engum jákvæðum tilgangi og getur verið beinlínis skaðleg, ef hinn siðferðilega grundvöll vantar...

Ég bara spyr, er kennt í þessu átaki að kynlíf sé aðeins í lagi í hjónabandi (og samkvæmt biskupnum, þá útilokar það auðvitað samkynhneigða)? Ef ekki, þá nær þetta átak "engum jákvæðum tilgangi og getur verið beinlínis skaðleg".

Biskupinn telur samt að það geti verið siðferðilega rétt fyrir hjón að nota getnaðarvarnir.

Af hverju heyrist ekkert í biskupnum? Kannski af því að langstærstur hluti landsmanna sér ekkert athugavert við þetta og er beinlínis með ókristilegar siðferðisskoðanir.

Heimildir fyrir þessum tilvitnunum í Kalla má finna í þessari grein.


mbl.is Smokkaherferð af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband