Þórhallur lokar á mig.

Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson er búinn að banna mig á blogginu hans. Honum finnst líklega leiðinlegt að vera leiðréttur:

totilokar

Ég komst að þessu þegar ég ætlaði að gera athugasemd við þessa fullyrðingu Þórhalls:

Um 95% Íslendinga játa kristna trú. Er það ekki "verulegur hluti þjóðarinnar"?

Þarna er hann að vísa til opinberrar trúfélagaskráningu fólks. Ég held að það viti það allir að það að vera skráður í ríkiskirkjuna þýðir ekki að maður „játi kristna trú“, enda er flest fólk sjálfkrafa skráð í ríkiskirkjuna við fæðingu.

Það hafa verið gerðar tvær stórar kannanir á trú Íslendinga. Í eldri könnuninni var einmitt spurt út í það hvort fólkið „játaði kristna trú“. ~35% sögðust játa kristna trú. Í nýju könnuninni var svipuð spurning og þar sögðust ~50% játa kristna trú

Ég held að fólk sem er tilbúið að skoða þetta mál af heiðarleika taki meira mark á skoðanakönnunum heldur en trúfélagaskráningu. Ég held að Þórhallur komist ekki í þennan hóp. Ég á erfitt með að trúa því að einhver geti raunverulega trúað því að skráning í Þjóðkirkjuna jafngildi því að „játa kristna trú“.


Bloggfærslur 28. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband