Meðtaktu kærleiksboðskapinn eða brenndu!

Ég hef alltaf gaman af því að lesa það sem ríkiskirkjupresturinn María Ágústsdóttir skrifar. Um helgina þurftu greyið prestarnir að fjalla um afskaplega vandræðalegan texta úr Matteusarguðspjalli. Þarna virðist besti vinur barnanna vera reiður út í nokkrar borgir og segir að þær muni brenna í helvíti:

Þá tók Jesús að ávíta borgirnar, þar sem hann hafði gjört flest kraftaverk sín, fyrir að hafa ekki gjört iðrun. "Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gjörst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gjörðust í ykkur, hefðu þær löngu iðrast í sekk og ösku. En ég segi ykkur: Týrus og Sídon mun bærilegra á dómsdegi en ykkur. Og þú Kapernaum. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gjörst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gjörðust í þér, þá stæði hún enn í dag. En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér." (Mt 11.20-24)

María hefur þetta að segja um þessi vers:

Sömu sögu mátti segja um þær borgir þar sem Jesús hafði gert flest kraftaverk. Fólkið hafnaði kærleiksboðskap hans, leyfði Guði ekki að hlú að sér,.... #

Ef þið hafnið kærleiskboðskap guðs og leyfið honum ekki að hlúa að ykkur, þá mun ykkur vera steypt í helvíti og þar munuð þið brenna!

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ríkiskirkjuprestur segir eitthvað svona ótrúlegt, Gunnar Jóhannesson hefur talað um að guð geri hluti „með kærleikann að vopni“.


Kynnum báðar hliðarnar á biblíunni

Ég vil sjá þessa sögu kennda í biblíufræðitímum: 

 Þaðan hélt Elísa til Betel. Og er hann gekk upp veginn, gengu smásveinar út úr borginni, hæddu hann og kölluðu til hans: "Kom hingað, skalli! Kom hingað, skalli!" Sneri hann sér þá við, og er hann sá þá, formælti hann þeim í nafni Drottins. Þá komu tvær birnur út úr skóginum og rifu í sundur fjörutíu og tvo af drengjunum. (2. Konungabók 2.23-24)

 

Ef þetta væri í kennslubók þá væri hægt að nálgast þessa sögu frá mörgum hliðum. Þegar kemur að siðfræði, þá er auðvitað hægt að benda á að það er rangt að leggja fólk í einelti. En það er líka hægt að benda á að það er í lagi að drepa börn fyrir að vera óþekk.

Það er hægt að nálgast þetta úr frá guðfræði: „Hvaða ástæðu getum við fundið til þess að afsaka þessi morð hjá guði?“

Síðan er hægt að skoða hvernig þessi saga hefur verið túlkuð af listamönnum:

  elisa  

Biblían er full af svona áhugaverðum sögum. Ef það á að kenna biblíufræði, þá er bara sanngjarnt að kenna líka sögur sem láta guð kristinna manna líta illa út.


mbl.is Skylt að kenna biblíufræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband