Tveir kynlífssauðir

Alltaf þegar ég sé einhvern trúmann vitna í skrif Páls postula þegar kemur að kynlífssiðferði (eins og Mofi gerir hérna), þá langar mig alltaf að benda á afskaplega skemmtilegt vers hjá blessuðum karlinum:

En það segi ég, bræður, tíminn er orðinn stuttur. Hér eftir skulu jafnvel þeir, sem kvæntir eru, vera eins og þeir væru það ekki,... (1Kor 7.29)

 

Það að þeir kvæntu eigi að vera eins og þeir væru það ekki þýðir líklega að allt kynlíf sé bannað (fólk má endilega koma með aðrar uppástungur). Og ástæðan? Af því að það er svo stutt í heimsendi: „Því að heimurinn í núverandi mynd líður undir lok.“(1Kor 7.31) Greyið fólkið sem að treysti Páli.

Annar álíka snjall maður er Karl Sigurbjörnsson. Hann segir að kristileg siðfræði „leggi áherslu á“ að kynlíf eigi eingöngu rétt á sér innan hjónabandsins. Þetta er auðvitað frekar vandræðalegt í ljósi siðferðisviðmiða nútímans. En málið á enn eftir að versna fyrir Karl, hann segir nefnilega líka að hjónaband sé bara á milli karls og konu. Karl trúir því þá augljóslega að allt kynlíf samkynhneigðra sé syndsamlegt. Hann myndi samt aldrei þora að segja það opinberlega.


Bloggfærslur 14. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband