6.5.2009 | 23:05
Spurning til kirkjunnar
Við lestur á Matteusarguðspjalli, þá sýnist mér Jesús spá því að heimsendir muni koma á tímum samtímamanna hans (Mt 16.28 og Mt 23.36). Er ég að misskilja þessi vers?
Eins og ég hef áður bent á þá hefur þegar einn ríkiskirkjuprestur viðurkennt að þetta er rétt skilið hjá mér. Guðfræðiprófessorinn Einar Sigurbjörnsson hefur líka viðurkennt að þetta er réttur skilningur. Hver veit nema við fáum enn einn ríkiskirkjustarfsmanninn til þess að viðurkenna að Jesús hafi verið falsspámaður?
Kannski ætti ég að senda aðra spurningu: Af hverju starfar fólk sem trúir því að Jesús hafi verið falsspámaður enn sem prestar hjá ríkiskirkjunni?
6.5.2009 | 17:51
Umhverfisguðfræði
Ég rakst á orðið umhverfisguðfræði á heimasíðu kirkjunnar #. Þarna var einn af ríkiskirkjuprestunum að segja að umhverfisguðfræði væri hennar hjartans mál.
Það eina sem mér dettur í hug þegar ég heyri þetta orð eru fullyrðingar á borð við: Guð vill ekki að við mengum. eða Samkvæmt biblíunni er rangt að útrýma dýrum.
Þegar kemur að siðferðisspurningum, eins og hvernig eigi að umgangast náttúruna, þá hefur gervifagið guðfræði nákvæmlega ekkert til málanna að leggja. Hvaða máli skiptir það hvað fólk heldur að ósýnilega vini þeirra eða gömlu bókinni þeirra finnst um málið?