18.5.2009 | 22:24
Enn ekkert svar frá kirkjunni
Nú eru næstum því tvær vikur síðan ég sendi ríkiskirkjunni fyrirspurn. Enn er ekkert svar komið, en á meðan get ég bent á enn ein ríkiskirkjumanninn sem viðurkennir að Jesús hafi verið falsspámaður. Á heimasíðu Hafnarfjarðarkirkju skrifar ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson*:
Svo virðist sem [Jesús] hafi gert ráð fyrir að endalok heimsins væri í nánd og ný öld, öld ríkis Guðs í heiminum, væri að renna upp.
Hvað er maður sem trúir því að Jesús hafi verið falsspámaður að starfa sem ríkiskirkjuprestur?
*Það kemur ekki fram á síðunni að þetta sé eftir hann, en mikið af efninu þarna í Trúarbragðahorninu, þ.m.t. þetta sem ég vísa á, er notað með minniháttar breytingum í bókunum hans (t.d. Orðabók leyndardómanna).
18.5.2009 | 21:16
Mjög eðlilegt
Mér finnst ekki undarlegt að kristið fólk sé hlynntari pyntingum heldur en trúlaust fólk. Kristin trú gengur nefnilega út á að meirihluti mannkyns eigi skilið að kveljast að eilífu. Í kristinni trú er guð eiginlega alheims-pyntingameistarinn.
Ég man eftir einum stað þar sem Jesús nefnir pyntingar. Í einni dæmisögunni í Matteusarguðspjalli líkir Jesú guði við konung. Hann reiðist einum þegninum sínum og afhenti hann böðlunum (Mt 18.34). Það sem er þýtt með böðlar er víst í grískunni pynturunum (í enskum þýðingum er oftast tormentors eða torturers).
Ef Jesús hefði verið uppi í nútímanum hefði hann líklega sagt eitthvað eins og: Guð er eins og SS-foringi sem sendir fólk í útrýmingarbúðir.
![]() |
Kristnir hlynntari pyntingum en aðrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |