26.12.2009 | 19:17
Talnaspekingur kirkjunnar
Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson fullyrðir á bloggsíðu sinni að:
..um 90% Íslendinga játa kristna trú. #
Mér finnst ótrúlegt hvernig hann getur haldið þessu fram. Árin 1986 og 2004 fóru fram mjög ítarlegar kannanir á trúarlífi Íslendinga og í þeim var einmitt spurt: Játar þú kristna trú? (eða fólki var gefinn sá kostur að velja þann möguleika) og þeir sem sögðu Já voru 40%-50%.
Þórhallur er þarna líklega að vísa til skráningar fólks í trúfélög, en dettur nokkrum heilvita manni það í hug að opinber trúfélagsskráning jafngildi trúarjátningu? Er allt fólkið sem er ekki í skráðum trúfélögum trúleysingjar? Auðvitað ekki. Er allt fólkið sem er skráð í ríkiskirkjuna (eða önnur kristin trúfélög) kristið? Auðvitað ekki.
Þegar maður sem veit af þessum könnunum endurtekur aftur og aftur að um 90% Íslendinga játa kristna trú þá verð ég að viðurkenna það að mér finnst líklegt að honum sé sama um sannleikann í þessum efnum og kemur bara með þessa röngu fullyrðingu í áróðursskyni.