1.11.2009 | 17:55
Hin tímalausu ummæli Jesú
Á heimasíðu ríkiskirkjunnar trú.is, skrifar presturinn Hildur Eir Bolladóttir stuttan pistil þar sem hún gefur nokkrar ástæður fyrir því af hverju hún trúir hinu og þessu. Ein setning hennar er þessi:
Ég trúi á Jesú Krist því orð hans er óháð tíma og rúmi.
Ef fólk virkilega skoðar hvaða ummæli eru eignuð Jesú, þá er ekki nóg með að þau séu augljóslega ekki óháð tíma og rúmi, heldur eru þau ummæli manns sem hafði úrelta heimsmynd og hafði frekar ofsafengnar skoðanir. Hérna eru nokkur dæmi:
Þegar óhreinn andi fer út af manni, reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis, en finnur ekki. Þá segir hann: Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór. Og er hann kemur og finnur það tómt, sópað og prýtt, fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri, og þeir fara inn og setjast þar að, og verður svo hlutur þess manns verri eftir en áður. (Mt 12.43-45)
Eru ummæli um starfshætti illra anda óháð tíma og rúmi?
Og þú Kapernaum. Verður þú hafin til himins? Nei, til heljar mun þér steypt verða. Ef gjörst hefðu í Sódómu kraftaverkin, sem gjörðust í þér, þá stæði hún enn í dag. En ég segi yður: Landi Sódómu mun bærilegra á dómsdegi en þér." (Mt 11.23-24)
Eru ummæli um að einhver borg í Palestínu muni brenna í helvíti óháð tíma og rúmi?
Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. (Mt 13.40-42)