16.6.2008 | 18:00
Þórhallur Heimisson hræðist Svarthöfða
Ég hvet alla til þess að lesa þessa undarlegu predikun þjóðkirkjuprestsins Þórhalls Heimissonar: Svarthöfði. Til þess að hressa upp á minnið er síðan hægt að horfa á myndband af þessum hræðilega atburði eða bara skoða ljósmyndir.
Þetta er án efar hápunktur predikuninnar:
Þó prestum hafi þótt þetta brosleg uppákoma og þó enginn hafi vitað hvað fulltrúa Vantrúar gekk til, enda þorði hann ekki að standa fyrir máli sínu undir nafni, þá skilur þessi atburður eftir nokkrar spurningar í hugskotinu sem vert er að íhuga.
Ein spurning sem vaknar varðar til dæmis friðhelgi, öryggi og trúfrelsi einstaklingsins. Hingað til hefur trúað fólk getað gengið til kirkju hér á landi án þess að að því sé vegið með ógnunum eða hæðni fyrir trú sína. Það sama á við um alla aðra trúarhópa almennt virða menn rétt fólks til að stunda trú sína í friði.
Nú er slík friðhelgi rofin. Þó tilburðir Vantrúarmannsin í gerfi Svarthöfða hafi verið hlægilegir, þá réðst hann að friðhelgi og trú yfir 90% landsmanna þegar hann hæddist að krossinum og brá fyrir hann sverði sínu. Og geta menn treyst því að næst verði ekki vegið að prestum og kirkjufólki með alvarlegri hætti? Eða fólki úr öðrum söfnuðum? Eiga múslímar á hættu aðkast við föstudagsbænir sínar? Verður sumarblóti ásatrúarmanna hleypt upp?
Er á það hættandi að senda börnin ein í sunnudagaskólann næsta haust?
Verður setið fyrir þeim?
Ég held að svona málflutningur dæmi sig sjálfan. Vegna þessa Svarthöfðagjörnings, þá eru börn á leiðinni í sunnudagaskólann í hættu. Er manninum alvara?