17.11.2007 | 02:50
Ómerkilegur pappír
Nú hef ég ekki lagt mat á framlag Sigurbjarnar til "viðgangs íslenskrar tungu", en ég efast um að hann hafi haft mikið að bjóða í trúarlegri umræðu annað en fordóma sína gagnvart trúleysingjum. Til dæmis skrifaði hann þetta í áróðursræðu sem bar heitið Heródes tapar:
Flestir eru reyndar minni vitringar en þeir halda. Þú þyrftir t.d. að gera þér grein fyrir því í eitt skipti fyrir öll, að Guð flýr ekki leitarljós mannlegrar þekkingar, en þú grípur hvert tækifæri til þess að flýja hann. Þú fagnar hverri lygi, sem gefur í skyn, að Guð sé ekki til. Alveg eins og Heródes. Þú vilt, eins og hann, vera laus allra mála við Guð. Þess vegna kanntu því svo vel, þegar vitringar koma af fjarlægum löndum og segjast hafa séð það í stjörnum eða mold eða blóði eða gömlum gögnum, að Guð sé ekki til, eða kristin kenning um hann sé að minnsta kosti þó nokkuð hæpin. Þú kannt því sennilega ekki eins vel, þegar dásamleg vísindi eru notuð til þess að margfalda barnamorð Heródesar margmilljónfallt. En hvort tveggja er af sama toga í einu lýst hjá fornum spekingi hárrétt á þessa leið: Heimskinginn segir í hjarta sínu: Enginn guð. Ill og andstyggileg er breytni þeirra (Dav. sálm. 14,1).
Með öðrum orðum: trúleysingjar eru heimskir og illa innrættir. Sömu hugsun er að finna í annarri áróðursræði, Gilt fyrir Guði[sic]: "Enginn hugur er svo guðvana, að hann hafi ekki vott af skyni góðs og ills."
Annað sem kom mér í sjálfu sér ekki á óvart, en er auðvitað frekar neyðarlegur blettur á meint stórkostlegt framlag hans til trúarlegrar umræðu er viðhorf hans til guðspjallanna. Hann er það sem mætti kalla guðspjallabókstafstrúarmann, en það þýðir að hann nálgast guðspjöllin eins og allt í þeim sé satt og rétt. Svo ég reyni nú að vera svolítið skáldlegur, þá hrækir hann framan í alla þá fræðimenn sem hafa reynt að auka skilning okkar á guðspjöllunum. Í enn einni áróðursræðu sinni, Sigurinn, kemur Sigurbjörn með þau frábæru rök að Jesús hlyti að hafa risið upp frá dauðum líkamlega, því að í upprisufrásögnunum í guðspjöllunum leggur "hina ríkustu áherzlu á það, að hann sé ekki andi". Maður gæti haldið að hinn upprisni Jesús í þessum upprisufrásögnum hafi vitað það að seinna meir yðru menn ekki sammála um það hvort Jesús hafi risið upp sem andi eða ekki.
Loks má nefna kennimannslega blæ ritstarfa hans, eins og hjá nánast öllum prestum (ég segi nánast því kannski er einhver prestur þarna úti sem fellur ekki undir þetta) þá er meirihluti innihalds ritverka hans innihaldslaust hjal. Prestarnir vita að áróðursræðurnar, sem þeir kalla ýmist prédikun eða predikun, þarf að vera aðeins lengri en "Guð elskar ykkur og Jesús var æðislegur gaur." og þess vegna reyna þeir að lengja þær með innihaldslausum frösum og málalengingum. Eftir að hafa gert þetta sunnudag eftir sunnudag í mörg ár verða svo öll skrif þeirra uppfull af þessu froðusnakki.
En veitið honum endilega verðlaun fyrir framlag hans til íslenskrar tungu, en ég vona innilega að íslensk hugsun hafi verið svo bágstödd á 20. öldinni að framlag þessa manns hafi haft eitthvað að segja.
![]() |
Sigurbjörn Einarsson hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 02:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)