28.9.2009 | 17:50
Þórhallur lokar á mig.
Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson er búinn að banna mig á blogginu hans. Honum finnst líklega leiðinlegt að vera leiðréttur:
Ég komst að þessu þegar ég ætlaði að gera athugasemd við þessa fullyrðingu Þórhalls:
Um 95% Íslendinga játa kristna trú. Er það ekki "verulegur hluti þjóðarinnar"?
Þarna er hann að vísa til opinberrar trúfélagaskráningu fólks. Ég held að það viti það allir að það að vera skráður í ríkiskirkjuna þýðir ekki að maður játi kristna trú, enda er flest fólk sjálfkrafa skráð í ríkiskirkjuna við fæðingu.
Það hafa verið gerðar tvær stórar kannanir á trú Íslendinga. Í eldri könnuninni var einmitt spurt út í það hvort fólkið játaði kristna trú. ~35% sögðust játa kristna trú. Í nýju könnuninni var svipuð spurning og þar sögðust ~50% játa kristna trú
Ég held að fólk sem er tilbúið að skoða þetta mál af heiðarleika taki meira mark á skoðanakönnunum heldur en trúfélagaskráningu. Ég held að Þórhallur komist ekki í þennan hóp. Ég á erfitt með að trúa því að einhver geti raunverulega trúað því að skráning í Þjóðkirkjuna jafngildi því að játa kristna trú.
12.9.2009 | 19:56
Lok, lok og læs
Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson hleypir ekki lengur athugasemdum frá mér í gegn. Í nýjustu greininni hans um meintan áreiðanleika guðspjallanna skrifaði ég þessa athugasemd:
Í ljósi þess að þú telur heimildagildi guðspjallanna vera svona rosalega gott, trúirðu því þá að þeir atburðir sem sagt er að hafi gerst við fæðingu Jesú í Mt og Lk hafi í raun og veru átt sér stað?
Nýjatestamentisfræðingurinn treystir sér greinilega ekki til þess að svara þessari spurningu, enda held ég að flest fullorðið fólk átti sig á því að sögurnar af fæðingu Jesú eru helgisögur (og síðan eru þær ótrúlega mótsagnakenndar!).
Mér finnst það vera merki um að Þórhallur viti hve lélegan málstað hann hefur fyrst hann þorir ekki að hleypa þessari athugasemd í gegn. Og frekar aumingjalegt.
11.9.2009 | 19:17
Maraþonsvín
Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson skrifaði grein um það hversu áreiðanleg guðspjöll Nýja testamentisins væru. Ég hef áður hrakið svipaðan málflutning frá öðrum presti.
Fyrstu rökin hans Þórhalls eru þau að höfundar guðspjallanna sýni fram á ótrúlega góða þekkingu á aðstæðum í Galíleu á tímum Jesú. Ég held að það nægi að benda á eitt dæmi til þess að hrekja þetta: Maraþonsvínin í Markúsarguðspjalli.
Í fimmta kafla Markúsarguðspjalli er sagt frá því þegar Jesús hittir andsetinn mann hjá borginni Gerasena. Jesús rekur auðvitað illu andana úr honum og þeir (vegna samnings við Jesú) fara í svínahjörð sem var þarna nálægt. Þegar illu andarnir fóru í svínin ruddist hjörðin, nær tveim þúsundum, fram af hamrinum í [Galíleuvatn] og drukknaði þar.
Gallinn við þessa frásögn er sá að Gerasena er í um það bil fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Galíleuvatni, þannig að samkvæmt Markúsarguðspjalli hafa þau þurft að hlaupa heilt Maraþon til þess að komast klettinum og vatninu.
10.9.2009 | 12:21
Af hverju enginn veit
Alltaf þegar ég sé svona fréttir hugsa ég um þetta frábæra svar við spurningunni "Hver skapaði sýkla?" Svarið er frá ríkiskirkjuprestinum Skúla Ólafssyni:
Samkvæmt þessu verður að ætla að Guð hafi skapað sýkla. Um þetta gildir svo með svo margt annað í kristinni guðfræði að hinn hinsti tilgangur þess sem æðutur eru og hæstur er okkur hulinn meðan við göngum um hér í þessum heimi. #
Af hverju skapaði algóður guð sýkla sem kvelja og drepa fólk í Papúa Nýju-Gíneu? Það er náttúrulega ótrúlega dularfullt.
![]() |
Neyðarástand á Papúa Nýju-Gíneu vegna farsótta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2009 | 15:41
Hvað eru stjórnvöld að pæla?
Þegar ég las þessa frétt mundi ég eftir fleygum orðum ríkiskirkjuprestsins Sigurðar Árna Þórðarsonar sem hann lét falla eftir flóðbylgjuna miklu árið 2004:
Hversu góð eru þau stjórnvöld, sem hafa leyft byggingar við strendur rétt við flekaskil? #
Nú spyr ég bara í anda Sigurðar Árna: Hversu góð eru þau stjórnvöld sem leyfa byggingar á Java-eyju?
Samkvæmt mínum heimildum búa 124 milljónir manns á þeirri eyju. Af hverju flytur þetta fólk ekki bara á einhvern öruggan stað þar sem engar náttúruhamfarir eru?
![]() |
23 lík fundin í Indónesíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |