Gjöf Rauða kversins ekki brot á mannréttindum

Alveg óháð því hvort það séu brot á mannréttindum eða ekki að stunda trúboð í skólum, þá er ljóst að trúboð á ekki heima í opinberum skólum.

Það er nefnilega eitt atriði sem stuðningsmenn trúboðs vilja oft gleyma: Það að eitthvað sé ekki mannréttindabrot, þýðir ekki að við eigum að leyfa það í skólum.

Væri það til dæmis mannréttindabrot ef kennari dreifði áróðursbæklingum frá stjórnmálaflokknum sínum til barna? Eflaust ekki. En finnst nokkrum manni að það ætti að vera leyft? 


mbl.is Gjöf NT ekki brot á mannréttindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tal um félagsgjöld einber blekking

Pétur heldur því fram að sóknargjöld séu "í eðli sínu félagsgjöld". Þetta er rangt.

Ég held að það sé frekar óumdeilt að félagsgjöld séu gjöld sem að félag fær frá félögum sínum. Þetta á ekki við sóknargjöld. Sóknargjöld eru ekki innheimt af neinum, þetta er peningur sem að ríkiskirkjan fær út frá þeim peningum sem fást með innheimtum tekjuskatti, og tekjuskattur er innheimtur af fólki alveg óháð félagsaðild.

Ímyndum okkur að ég myndi stofna skákfélag. Ríkið tæki þá ákvörðun að gefa mér milljón krónur árlega fyrir hvern þann sem skráir sig í félagið. Svona eru sóknargjöld. Dettur nokkrum í hug að neita því að þetta séu framlög frá ríkinu og að í raun sé um félagsgjöld að ræða?


mbl.is Tal um sparnað einber blekking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skráning í stjórnmálaflokka

Þetta er breyting til batnaðar, en af hverju er ekki þessi sjálfkrafa skráning nýfæddra barna í trúfélög algerlega felld niður? 

Ímyndum okkur bara hvort að okkur þætti sambærilegt kerfi við hæfi ef um stjórnmálaflokka væri að ræða. Ef báðir foreldrarnir eru skráðir í Sjálfstæðisflokkinn, þá myndi barnið þeirra vera sjálfkrafa skráð í Sjálfstæðisflokkinn! 


mbl.is Ótilgreind staða við fæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband