14.3.2009 | 16:53
Ekkert fyndið við skopmynd ársins
Myndin af Svarthöfða í prestagöngu var valin skoplegasta mynd ársins. Mér finnst það undarlegt, því eins og ríkiskirkjupresturinn og Wikipediu-fræðingurinn Þórhallur Heimisson benti á, þá er þetta í raun og veru næsti bær við það að ráðast á börn sem eru á leið í sunnudagaskólann:
Nú er slík friðhelgi rofin. Þó tilburðir Vantrúarmannsin í gerfi Svarthöfða hafi verið hlægilegir, þá réðst hann að friðhelgi og trú yfir 90% landsmanna þegar hann hæddist að krossinum og brá fyrir hann sverði sínu. Og geta menn treyst því að næst verði ekki vegið að prestum og kirkjufólki með alvarlegri hætti? Eða fólki úr öðrum söfnuðum? Eiga múslímar á hættu aðkast við föstudagsbænir sínar? Verður sumarblóti ásatrúarmanna hleypt upp?Er á það hættandi að senda börnin ein í sunnudagaskólann næsta haust?Verður setið fyrir þeim?
Kristinn á mynd ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þetta bráðfyndin mynd og bráðfyndið uppátæki hjá "Svarthöfða".
Halldóra (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 17:52
Einkennileg rökvilla sérans að telja þetta "árás" á "friðhelgi" 90% landsmanna. Frá sjónarhóli efasemdarfólks um yfirnáttúruleg öfl er þetta gerningur eða myndræn gagnrýni. Fórnarlambið er svo hvorki ofsótt trúfélag né minnihlutahópur sem á í baráttu fyrir mannréttindum sínum heldur ríkisstofnun sem nýtur sérstakrar verndar og sérstöðu skv. landslögum og því í raun nær því að vera hluti af stjórnvaldinu á Íslandi en fórnarlamb. Menn geta alveg eins litið á þennan gerning sem gagnrýni á gildandi lög og þar með stjórnvöld eins og árás á trú. Enda ber að forðast að leggja að jöfnu trúartilfinningar fólks sem eru ákaflega persónulegar, og lagalegan ramma utan um einstakar stofnanir.
Arnar (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 18:02
Hjalti mér fannst uppátækið fyndið!!!
Aðalbjörn Leifsson, 4.4.2009 kl. 18:51
Pistill prelátans ætti náttúr lega að fá útnefninguna: Fyndnasti pistill ársins. Jón Gnarr hefði ekki skilað þessu betur af sér.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.4.2009 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.