Bréf til prests

Ég var rétt í þessu að senda ríkiskirkjuprestinum Gunnari Jóhannessyni tölvupóst. Ég á ekki von á því að hann svari mér, hann hefur ekki gert það hingað til. Hérna er pósturinn:

Sæll Gunnar Jóhannesson

Ég rakst rétt áðan á ummæli í grein [1] sem þú skrifaðir í Morgunblaðinu fyrir um það bil ári síðan. Þar segirðu að „um eða yfir 90% [Íslendinga] aðhyllist kristna trú“. Mér fannst þetta afskaplega undarlegt þar sem þú sagðir þetta í einni predikun þinni: „Ef við gerum það, ef við sviptum Jesú guðdómi sínum, þá fyrirgerum við einnig rétti okkar til að kalla okkur kristin.“[2]

Nú hafa verið gerðar kannanir á trúarhugmyndum Íslendinga. Í tveimur vönduðum rannsóknum sem guðfræðideild Háskóla Íslands sá um var einmitt spurt út í „guðdóm“ Jesú. Í báðum könnununum sögðust rétt undir 45% að Jesús væri „sonur guðs og frelsari“ [3].

Væri þá ekki réttara að segja að um 45% Íslendinga aðhyllist kristna trú?

bestu kveðjur,

Hjalti Rúnar Ómarsson

[1] Umburðarlyndi og jafnrétti – til hvers og fyrir hvern? Mogginn 22.01.2008

[2] Hann er upprisinn

[3] Pétur Pétursson og Björn Björnsson, Ritröð guðfræðistofnunar 3. Trúarlíf Íslendinga 1990. Sambærileg könnun var framkvæmd árið 2004


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Æi vertu nú vænn og skelltu þessu á vantrúarvefinn.

Matthías Ásgeirsson, 2.1.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband