19.12.2008 | 23:41
Að látast vera heimskur?
Ég veit ekki hvað maður á að halda þegar maður sér ríkiskirkjuprest segja þetta um sjálfkrafa skráningu nýfæddra barna í trúfélag móður:
Ég get nú ekki séð að það séu peningasjónarmið sem ráða ferðinni með þessa skráningu. Sóknargjöldin og trúfélagsgjöldin koma ekki til fyrr en við 16 ára aldur.
Nú þarf maður að vera afskaplega vitlaus til þess að átta sig ekki á því að nýfædd börn verða flest 16 ára. Ríkiskirkjan græðir auðvitað á því að fólk sem pælir ekkert í trúmálum fylgi móður sinni sjálfkrafa.
Þetta er ástæðan fyrir því að mér finnst miklu skemmtilegra að ræða við bókstafstrúarfólk eins og Mofa, það er heiðarlegt og þorir að segja skoðanir sínar.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Ég er alltaf að bíða eftir frétt um flatan niðurskurð hjá þjóðkirkjunni. Skólar og sjúkrahús hafa fengið ordrurnar. Hefur þú heyrt hvort þetta standi fyrir dyrum? Er kannski ekki rétt að impra á þessu ef þingheimur hefur gleymt þessu atíði?
Annars varðandi efnið, þá er þessi sálstuldur kirkjunnar eitthvað, sem á að hafa verið stöðvað fyrir löngu og stenst hvorki mannréttinda né barnasáttmála. Það er verið að brjóta lög hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.12.2008 kl. 05:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.