Ímynduð "stöðuskráning" ríkiskirkjuprests

Nýlega kvartaði ríkiskirkjupresturinn hann Kristján Björnsson yfir því að Hagstofan birti bara fréttir af trúfélagsskiptum fólks, en ekki það sem hann kallaði "stöðuskráningu", sem hann segir að "[segi] til um raunverulega þróun í fjölda, fjölgun eða fækkun". Hagstofan birti bara fréttir af trúfélagsskiptum, einfaldlega af því að hún hafði bara fengið nýjar tölur um það. En því miður munum við líklega aldrei vita hvað presturinn átti við, því hann er búinn að loka á athugasemdir.

Það þarf ekki að vera mikill tölfræðisérfræðingur til þess að finna út raunverulega fjölgun eða fækkun í Þjóðkirkjunni. Þú berð einfallega saman fjölda þeirra sem voru skráðir í Þjóðkirkjuna á hverju ári. Samkvæmt Hagstofunni voru 252.234 skráðir í Þjóðkirkjuna árið 2006 og 252.461 árið 2007. Fjölgun upp á 227.

Ég held að allir séu sammála því að þetta sé raunveruleg þróun í fjölda, allir nema presturinn. Hann segir:

...talan 227 er ekki sú tala sem ég er að tala um þegar ég nefni stöðuskráningu.

Hvað í ósköpunum er maðurinn þá að tala um? Í stað þess að útskýra mál sitt ákvað presturinn að loka á athugasemdir. Mér persónulega finnst líklegt að presturinn hafi verið að tala um þessa tölu, en að hann hafi einfaldlega ekki athugað hver hún væri (ef til vill ekki trúað því að hún væri svona lág). Í staðinn fyrir að útskýra hvað hann átti við eða hreinlega að viðurkenna að hann hafði rangt fyrir sér þá lokar hann á umræðuna. Afskaplega lítilmannlegt.

Lesið endilega umræðuna og takið eftir því að þegar ég spyr hann út í hvað "stöðuskráning" er, þá eyðir hann 12 línum í að kvarta yfir því að Matti hafi talað um ríkiskirkju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

Mikið er hann hörundssár, sérstaklega við auðskiljanlegar tölfræðiupplýsingar.

Kristján Hrannar Pálsson, 29.2.2008 kl. 16:53

2 Smámynd: Ingólfur

Greyið.

Það er svo sem ekki öfundvert að vinna við að verja lakan málsstað.

Þegar maður skoðar stærð Þjóðkirkjunnar að þá er í raun best að skoða hlutfall þeirra sem skráðir eru í hana. Annars skekkir fjölgun þjóðarinnar hvort trúfélag fer stækkandi eða minnkandi.

Þá lítur þróunin svona út.

1990    92,61%

1991    92,20%

1992    92,16%

1993    91,98%

1994    91,81%

1995    91,50%

1996    90,48%

1997    89,94%

1998    89,37%

1999    88,71%

2000    87,83%

2001    87,07%

2002    86,56%

2003    86,08%

2004    85,46%

2005    84,08%

2006    82,09%

2007    80,70%

 

Þetta gera að meðaltali 0,7% á ári en um 1,6% á ári síðustu 3 árin

Með þessu framhaldi verðu minnihluti landsamanna í þjóðkirkjunni innan 20 ára og allir farnir úr henni eftir innan við 50 ár.

(En þrátt fyrir það þurfa landsmenn að borga laun yfir hundrað starfsmanna hennar) 

Ingólfur, 1.3.2008 kl. 05:14

3 identicon

Það gengur eitthvað illa hjá mér að spila þessar kappræður sem þú bentir á . Eftir 2-4 min. stoppar afspilunin og byrjar upp á nýtt .

conwoy (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband