Hatursáróður

Í Fréttablaðinu í dag birtist nafnlaus auglýsing. Þetta stóð í henni:

 

Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían.... Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa. (Fyrra bréf Páls til Korin 6:9-10)

 

 Það sem ég feitletraði er bein tilvitun úr Nýja testamentinu (og nafnlausi auglýsandinn vísar á versið). Þessi auglýsing er nánast einungis tilvitnun í Nýja testamentið. 

Þess vegna verð ég að segja að mér fannst afskaplega áhugavert að sjá hvað ríkiskirkjupresturinn Baldur Kristjánsson skrifaði á opnum FB-veggi sínum:

hatursarodur 

 

 

 

Gefum okkur að þetta sé rétt hjá Baldri, að þessi tilvitnun í Nýja testamentið sé "hatursræða", hvað segir það okkur um Nýja testamentið?  Af hverju er ríkiskirkjan að halda upp á hatursrit? Ætti að dreifa riti sem inniheldur "hatursræðu í garð samkynhneigðra" til skólabarna? 


Bloggfærslur 11. ágúst 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband