18.7.2012 | 15:27
Ekki eini hópurinn
Það er annar hópur sem er líklega enn meira hataður í Bandaríkjunum, að minnsta kosti ef miðað er við reglur bandarísku skátasamtakanna.
Í Bandaríkjunum eru trúleysingjar nefnilega alfarið bannaðir í skátunum. Það er kannski skiljanlegt, ef maður hugsar út í það að þar er hugsunarháttur fráfarandi biskups ríkiskirkjunnar algengari, en hann benti á að trúleysi sé "mannskemmandi og sálardeyðandi" og hefur auðvitað oft tengt það við siðleysi.
Börn, sem eru siðlaus, skemmd og dauð á sálinni, ætti auðvitað ekki að leyfa að taka þátt í skátunum.
![]() |
Samkynhneigðir skátaforingjar ekki leyfðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |