Gæfa guðs

Presturinn Bjarni Karlsson skrifar þetta á heimasíðu ríkiskirkjunnar:

 

Þannig megum við halda vopnum okkar með skynsemi og í því trausti að gæfan er frá Guði komin. Hún er gjöf. #

 

Þetta er alveg ótrúleg fullyrðing. Ef gæfa er gjöf guðs, þá er guð klárlega á einhvern hátt að vasast í tilverunni. Og ef guð er að vasast í tilverunni á þann hátt að það kemur sumum til góðs, það sem Bjarni kallar "gæfu", þá vakna ýmsar spurningar.

Á hverju ári deyr meira en hálf milljón manns, mest af þeim börn, úr malaríu. Vill guðinn hans Bjarna ekki gefa þeim "gæfu"? Af hverju ekki?

Nei, Bjarni, það að sumt fólk nýtur "gæfu" hefur ekkert með guðinn þinn að gera, og ef þú ætlar að koma með þannig fullyrðingar, þá verðurðu að útskýra fyrir okkur af hverju hann lætur mikið af fólki njóta þeirrar "gæfu" að deyja sem börn á kvalarfullan hátt vegna sjúkdóma sem hann á víst að hafa skapað.


Bloggfærslur 15. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband