Óákveðnir prestar

Það er merkilegt hvað ríkiskirkjuprestar eiga erfitt með að ákveða sig hver staða kirkjunnar þeirra er. Þegar það hentar þeim, þá tala þeir um að ríkiskirkjan sé sjálfstætt trúfélag, en um leið og það hentar þeim það, þá er hún allt í einu orðin opinber stofnun. 

Sjáið til dæmis hvað Geir Waage, ríkiskirkjuprestur, segir í þessari frétt á visir.is:

„Það var miklu harðar gengið gegn kirkjunni en öðrum opinberum stofnunum í skerðingum," segir Geir. 

Öðrum opinberum stofnunum? Þjóðkirkjan er sem sagt "opinber stofnun", hún er ríkiskirkja.


Bloggfærslur 28. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband