18.4.2012 | 17:47
Önnur merkileg umsögn
Þó svo að þessi umsögn sem fjallað er um í fréttinni sé áhugaverð, þá eru fleiri áhugaverðar umsagnir við þetta frumvarp. Þetta stendur til dæmis í umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands:
Þrátt fyrir almenna ánægju Mannréttindaskrifstofu við frumvarpið þykir þó tilefni til athugasemda við 10. gr. frumvarpsins er lítur að skráningu barna í trúfélög. Í frumvarpinu er lögð til sú breyting að skráning fari nú ekki eingöngu eftir skráðu trúfélagi móður heldur beggja foreldra. Sú breyting er jákvæð að því leyti að hún stenst betur jafnréttislög en núgildandi ákvæði. Hins vegar er Mannréttindaskrifstofan þeirrar skoðunar að það eigi að vera í verkahring foreldra barns að ákveða hvaða trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi barn eigi að tilheyra og því eigi þau að sjá um þá skráningu sjálf en ekki ríkið. Í 2. mgr. 14. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálanum) segir; aðildarríki skulu virða rétt og skyldur foreldra, og lögráðamanna, til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum, til frjálsrar hugsunar, sannfæringa og trúar, sem samræmist vaxandi þroska þess. Í þessu ákvæði felst því að það er skylda foreldra til að aðstoða barn við slíka ákvörðun og taka afstöðu hafi barn ekki þroska til þess sjálft að taka ákvörðun um þessi mál. Því er lagt til að ákvæðið kveði á um það að foreldrar barns í hjúskap eða skráðri sambúð taki sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trúar- eða lífsskoðunarfélag og fram til þess tíma verði staða barns að þessu leyti ótilgreind.
Vonandi mun Alþingi sjá sóma sinn í því að hætta því að skrá nýfædd börn sjálfkrafa í trúfélög. Fyrir áhugasama þá er stórkostleg grein um þetta á Vantrú og fín grein á visir.is eftir Pawel Bartozek.
![]() |
Ganga ekki á rétt trúfélaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |