Trúarafneitunarblogg prests

Ég skrifaði nýlega grein á Vantrú um meinta trú presta. Þar fjalla ég um þá merkilegu staðreynd að þrátt fyrir að prestar lofa því við vígslu sína að þeir játist undir játningar ríkiskirkjunnar, þá trúa þeir ekki ýmsu veigamiklum atriðum í þeim.

Ríkiskirkjupresturinn Baldur Kristjánsson hlýtur að hafa lesið þessa grein, því að hann skrifaði nýlega pistil þar sem hann neitar einmitt nokkuð af þessum trúaratriðum sem ég nefni:

 

Og við erum of vel lesin til þess að trúa bara Biblíunni bókstaflega. Að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum. Heilagur andi hafi átt barn með Maríu og að á dómsdegi rísi dauðir úr gröfum sínum, hafið skili sínu og þeir sem ekki hafi játast Kristi þeim verði hent í eldinn. Meðan við bíðum eftir þessu getum við alið á gömlum fordómum, þjösnast á hommum og gætt þess að konur verði ekki biskupar og helst ekki prestar.

 

Baldur segir þarna að hin ýmsu trúaratriði, eins og meyfæðing Jesú og upprisu mannsins sé ekki við hæfi upplýsts fólks, heldur sé það vitleysa á borð við trú á sex daga sköpun, fordóma gegn samkynhneigðum og andstöðu við prestvígslu kvenna. 

Hvað ætli Baldur geri þegar hann fer með postullegu trúarjátninguna í messum? Er hann með krosslagða fingur þegar hann fer með hana? Þegir hann bara á meðan fólkið sem mætir segir "getinn af heilögum anda, fæddur af Maríu mey", "mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða" og "upprisu mannsins"? 


Bloggfærslur 10. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband