Merkileg predikun

Ég verð að segja að predikun ríkiskirkjuprestsins Sigurvins Jónssonar kom mér frekar á óvart. Hann er augljóslega vel að sér í nýjatestamentisfræðum og er að reyna að fræða fólk um grunnatriði í þessari predikun. Það er mjög óvenjulegt. En það er auðvitað gott og blessað. Enn óvenjulegra var að sjá hann viðurkenna þetta (með feitletrun frá mér):

Þessi mynd sem lesa má úr þeim heimildum sem varðveittar eru í ritum frumkirkjunnar sýnir að kristindómurinn var ekki átrúnaður sem hófst í samhangandi sannleika og var treyst fyrir tólf lærisveinum. Upphaf kristindómsins er mósaík hugmynda sem kepptust um að skýra áhrif þessarar persónu og svo fjölbreyttar eru þær að það er ógjörningur að segja nákvæmlega til um hverjar þeirrar eiga uppruna hjá hinum sögulega Jesú.

M.ö.o. það er svo mikið af hugmyndum um Jesú í frumkristni, að við getum bara ekki vitað hvað honum sjálfum fannst. Eitt af þessum hugmyndum sem Sigurvin nefnir er "stef um yfirvofandi dóm", sem þýðir: "Heimsendir er í nánd!".

Ég á erfitt með að ímynda mér á hvaða grundvelli Sigurvin samþykkir þá einhverja af þessum hugmyndum. Líklega vill hann ekki samþykkja að Jesús eigi heiðurinn af "[stefinu] um yfirvofandi dóm", enda hljómar það eflaust ekki vel að Jesús hafi verið heimsendaspámaður (og hafði rangt fyrir sér). En hvers vegna ætti hann að trúa hinum hugmyndunum? Þetta er eflaust bara einhverjar hugmyndir sem einverjum frumkristnum mönnum datt í hug.


Bloggfærslur 19. júní 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband