Meira bókstafstrúarrugl

Ég hef áður talað um það hve mikið orðið "bókstafstrú" er misnotað. Í gær rakst ég á besta dæmið um þetta í langan tíma í umræðum við ríkiskirkjuprestinn Bjarna Karlsson.

Umræðan er að miklu leyti um eina af dæmisögum Jesú, sögunni af pyntaða þjóninum. Í stuttu máli er Jesús að fjalla um fyrirgefningu.

Svona er dæmisagan: Þjónn fær skrilljón krónur "afskrifaðar" hjá konungi, en afkskrifar ekki smáskuld sjálfur. Þegar konungurinn fréttir þetta þá "varð konungur reiður og afhenti hann pynturunum, þar til hann hefði borgað all, sem hann skuldaði honum."

Eftir að hafa sagt þessa sögu þá segir Jesús: "Þannig mun faðir minn himneskjur gera við ykkur, nema hver og einn ykkar fyrirgefi af hjarta bróður sínum."

Konungurinn er, eins og oft í dæmisögum Jesú, guð og viðbrögð konungsins eru sambærileg við viðbrögð guðs ef maður fyrirgefur ekki öðrum. Til að byrja með mun hann ekki fyrirgefa þeim sem fyrirgefur ekki. En auk þess er talið reiði guðs og að afhenda honum pynturunum vísun til þess sem bíður þeim sem guði líkar ekki við, helvíti.

Þetta sagði ég í umræðunum, og það er ekki eins og þetta sé eitthvað sem ég fann upp á. Ef maður skoðar ritskýringarrit, þá getur maður lesið þessa útskýringu. Þetta er almenn skoðun hjá fræðimönnum

En hvernig bregst Bjarni Karlsson við? Jú, hann segir að þetta sé bókstafstrú!

Það sem þú ert að segja við mig hér í þessu samtali fellur allt undir það sem jafnan er kallað bókstafstúlkun. Prófaðu að taka ljóðabók og lesa hana með sömu augum og þú ætlast til að ég lesi Biblíuna. Prófaðu að fara með Hafið bláa hafið eða Nú andar suðrið og horfðu á það frá sjónarhóli bókstafsins. Frá þessum sjónarhóli eru þessi ljóð tómt kjaftæði og fásinna.

Það sem er auðvitað það fyndnasta við þessa ásökun er að ég er einmitt ekki að taka söguna bókstaflega (hvernig í ósköpunum á maður annars að taka dæmisögu bókstaflega?). Samkvæmt mér þá er að vera hent í fangelsi og vera pyntaður þar er vísun í að vera hent í helvíti.

Þegar ég benti á þetta og bað um útskýringu á því hvernig þetta ætti við mig, þá svaraði Bjarni engu. Heldur ásakaði mig aftur um að stunda bókstafstrúarlestur, en í þetta skiptið af því að ég skoða víst ekki samhengið:

Það að horfa bara á niðurlagsorðin í kaflanum en lesa hann ekki í samhengi sínu er gott dæmi um bókstafstrúarlestur á Biblíunni, sem er besta aðferin til þess að fara á mis við inntak hennar.

Maður á auðvitað að lesa hlutina í samhengi (og ekki bara í samhengi kaflans), en ekkert í samhenginu bendir til þess að þessi túlkun sem ég lagði fram sé röng. Enda bendir Bjarni ekki á neitt sem breytir þessu.

Eins og hefur verið bent á áður, þá virðist það eitt að benda á ljótu kafla biblíunnar flokkast sem "bókstafstrú" í augum sumra trúmanna. Í þessu tilviki er það sérstaklega ljóst, þar sem að Bjarni virðist kalla viðtekna túlkun innan fræðanna "bókstafstúlkun" út af síbreytilegum ástæðum.

----

Sem bónus, þá kemur hérna tilvitnun í þessa fræðibók, sem er gefin út af Society for New Testament Studies, sem gefur meðal annars út eitt af aðaltímaritunum í Nt-fræðum, New Testament Studies.

At the conclusion of the parable of the unforgiving servant (Matt. 18:23-35), he who was forgiven his devt but failed to do likewise to other is ultimately handed over by his master to the torturers. Matthew's own application of this parable in verse 35, 'So also my heavenly father will do to every one of you, if you do not forgive your brother from your heart,' puts this reference in an eschatological context. Most scholars interpret the motif of the torturers in the context of the gospel in terms of hte horrible punishment which awits the wicked [14]. The consigning of the wicked to the fires of Gehenna can thus be compared favourably with the handing over of a wayward servant to the torturers. (bls 138)


Bloggfærslur 24. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband