Fordómatalið

Ég spurði nýlega hérna á blogginu hvort það væru fordómar að segja eitthvað eins og "Gyðingar/kristnir/múslímar/trúleysingjar eru heimskir og illir."

Flestir tóku undir þetta. Ástæðan fyrir því að ég spurði að þessu var sú að ég var að hugsa um að skrifa Vantrúar-grein, og nú hefur hún birst á Vantrú: Kynþáttafordómar Þjóðkirkjunnar.

Maður hlýtur að spyrja sig að því hvað fólk sem ásakar okkur í Vantrú ranglega um að boða það að allir trúmenn séu fífl segi um Þjóðkirkjuna, í ljósi þess að hún stundar nákvæmlega þannig málflutning.


Bloggfærslur 16. maí 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband