Fallegt trúboð

Tveir trúboðar hvítasunnukirkjunnar voru í útvarpinu í dag að ræða um hvernig þau voru að hjálpa fólkinu í Afríku, meðal annars fólst hjálpin í því að "segja frá trúnni". Þetta er einn af tólf atriðum í trúarjátningu íslensku hvítasunnukirkjunnar:

Við trúum á eilífa blessun hinna endurleystu á himni og eilífa refsingu hinna óendurfæddu í eldsdíki (Matteus 25:46)

Versið sem þau vísa í eru ummæli Jesú: "Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs."

Það hlýtur að vera gaman að heyra það frá íslenskum trúboðum að eins slæmt og lífið virðist vera þarna í Afríku, þá verður það bara dropi í endalaust haf miðað við þjáningarnar sem það mun upplifa ef það tekur ekki trú þeirra. En fallegt.


Bloggfærslur 7. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband