12.4.2011 | 14:01
Frábærar fréttir
Útgjöld ríkisins hafa líklega minnkað um eitthvað 10-20 milljónir á ári út af þessum breytingum.
Bæði sparar ríkið þegar fólk skráir sig í önnur trúfélög heldur en ríkiskirkjuna, af því að ríkiskirkjan fær 30% hærri sóknargjöld heldur en önnur trúfélög.
Síðan greiðir ríkið ekki neitt fyrir fólk sem er utan trúfélaga, og þá sparast öll upphæðin.
Maður hlýtur svo að spyrja sig hvað ríkiskirkjan þarf að fara niður í lítið til þess að talsmenn hennar hætti að reyna að rökstyðja forrréttindastöðu hennar með vísun í hlutfallið. Þó svo að þau rök séu alveg gölluð frá upphafi, þá verður sífellt kjánalegra að nota þau með hverju árinu.
Nú er svo hægt að breyta trúfélagaskráningu sinni á netinu, það er notað sama lykilorð og í skattaskýrsluskilum, og ég hvet sem flesta til þess að skrá sig úr ríkiskirkjunni.
![]() |
Fækkar í þjóðkirkjunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |