14.3.2011 | 16:20
Tilvitnanir dagsins
Mannfólkið vill ekki hlýða Guði og lætur sem Guð sé ekki til. Þess vegna ætlar Guð að láta mikið flóð koma yfir jörðina og þvo burt allt illt og ljótt.
Þýðing Karls Sigurbjörnssonar á orðum Nóa í Sögur og myndir úr Biblíunni, sem er gefin út af ríkiskirkjunni.
Mennirnir höfðu gleymt Guði og voru vondir hver við annan. Guð ákvað að losa heiminn við allt hið illa sem mennirnir höfðu hugsað og gert. Gífurlegt flóð myndi koma yfir jörðina.
Úr endursögn barnavefs ríkiskirkjunnar á sögunni af Nóaflóðinu.