Fúsk í guðfræðideildinni

Á hugvísindaþingi um helgina var áhugaverður fyrirlestur hjá prófessori í nýjatestamentisfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands. 

Það sem vakti hvað mesta athygli mína var þegar hann sagði eitthvað á þá leið að innan fræðanna væri nú talið að Lúkasarguðspjall (og þá líklega einnig Postulasagan) væri ritað á annarri öld. 

Þessi prófessor þyrfti nú að fara í námskeið hjá góðvini mínun honum Þórhalli Heimissyni, eins og sést af þessum skemmtilegu umræðum mínum við hann:

Þórhallur: Elsti texti Nýja testamentisins er talinn vera fyrra korintubréf sem Páll postuli skrifaði árið 45, aðeins 15 árum eftir krossfestingu Jesú. Öll önnur rit þess urðu til fyrir árið 100, skrifuð af mönnum sem höfðu fylgt Jesú og geymt í minni sér öll hans orð og verk. 

Hjalti: Nú er það vel mögulegt að [rit Nýja testamentisins] hafi öll verið skrifuð fyrir 100, en það er líka mögulegt að mörg þeirra hafi verið skrifuð eftir árið 100. 

Þórhallur: Svar : Nei - þetta [að ritin voru öll skrifuð fyrir 100] er samdóma álit fræðimanna sem hafa til þess mörg rök sem þú getur fræðst um á námskeiði hjá mér í vetur.

Að hugsa sér, ekki nóg með það að prófessor í nýjatestamentisfræðum í Háskóla Íslands veit ekki að það er samdóma álit fræðimanna að öll rit Nýja testamentisins voru skrifuð fyrir 100, heldur heldur hann því fram að fræðimenn telji að Lúkasarguðspjall sé skrifað eftir 100! 

Þvílíkur fúskari! 


Bloggfærslur 13. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband