11.3.2011 | 18:49
Ótrúlega vitlaust
Mér finnst þetta alveg ótrúlega vitlaust. Í Grafarvogskirkju er á hverjum sunnudegi farið með trúarjátningu sem byrjar svona:
Ég trúi á guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Nú er þessi bænastund líklega ætluð til þess að biðja þennan guð um að hjálpa til. En ef þessi trúarjátning er rétt þá eru eftirfarandi atriði augljóslega sönn:
1. Guðinn ákvað að búa til jörðina þannig að jarðskálftar og fljóðbylgjur myndu reglulega hrella mannkynið. Hann hefði getað sleppt því, en ákvað að gera það ekki.
2. Guðinn gat komið í veg fyrir að þessi jarðskjálfti ætti sér stað. En hann gerði það ekki.
Af hverju myndi nokkrum manni detta í hug að persóna sem gerir þetta sé líkleg til að aðstoða? Ef guð er til, þá vildi hann augljóslega að þessi jarðskjálti myndi eiga sér stað og drepa helling af japönum.
Það er allt gott og blessað við það að fólk vilji sýna samhug sinn með japönsku þjóðinni, en hvers vegna þarf að gera það á svona vitlausan hátt?
![]() |
Bænastund vegna Japans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.3.2011 | 17:41
Léleg stjórnvöld
Þegar ég heyrði fréttirnar um þennan jarðskjálfta, þá spurði ég mig að því hve góð þau stjórnvöld eru, sem hafa leyft byggingar við strendur rétt við flekaskil? #
![]() |
Með öflugustu jarðskjálftum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |