18.11.2011 | 10:18
Gjöf Rauða kversins ekki brot á mannréttindum
Alveg óháð því hvort það séu brot á mannréttindum eða ekki að stunda trúboð í skólum, þá er ljóst að trúboð á ekki heima í opinberum skólum.
Það er nefnilega eitt atriði sem stuðningsmenn trúboðs vilja oft gleyma: Það að eitthvað sé ekki mannréttindabrot, þýðir ekki að við eigum að leyfa það í skólum.
Væri það til dæmis mannréttindabrot ef kennari dreifði áróðursbæklingum frá stjórnmálaflokknum sínum til barna? Eflaust ekki. En finnst nokkrum manni að það ætti að vera leyft?
![]() |
Gjöf NT ekki brot á mannréttindum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |