30.9.2010 | 10:28
Englafræði dagsins
Ríkiskirkjupresturinn Þórhallur Heimisson kvartar yfir því að nokkrir guðleysingjar [fóru] háðulega um glórulaus englaskrif hans í gær, þetta finnst honum auðvitað sanna mál sitt:
Sem sýnir að eitthvað er til í þeirri fornu speki að menn sem þola ekki kristna trú geta ekki á heilum sér tekið ef talið berst að englafræðunum gömlu og fallegu - því falleg eru þau hvort sem menn trúa á engla eða ekki. #
Ég held að það sé lítið að bæta við fyrri skrif mín um englaóra Þórhalls. Maðurinn virðist ekki átta sig á því að ástæðan fyrir þessi háði er ekki sú að ókristið fólk hati allt gott og falegt, heldur það hversu heimskuleg þessi englafræði eru.
En hérna er dæmi um hin gömlu og fallegu englafræði:
Á tilsettum degi klæddist Heródes konungsskrúða, settist í hásæti og flutti þeim ræðu. En lýðurinn kallaði: "Guðs rödd er þetta, en eigi manns." Jafnskjótt laust engill Drottins hann, sökum þess að hann gaf ekki Guði dýrðina. Hann varð ormétinn og dó. (Postulasagan 12.21-23)