15.8.2010 | 17:39
Góð skrif prests
Ég mæli með pistli eftir séra Baldur Kristjánsson: Þrasliðið á Vantrú!. Það er gaman að sjá ríkiskirkjuprest koma með svona málefnalegt innlegg í trúmálaumræðuna. Samkvæmt Baldri hef ég víst meðal annars lélegan lesskilning, alls engan húmor og alls ekkert vitsmunalegt svigrúm. Svo er ég auðvitað meðlimur í stúpid sértrúarsöfnuði og gerilsneyddri klíku.
Þetta er að vísu ekki jafn fallegt og það sem Þórhallur Heimisson sagði um mig, að ég væri níðingur og léti ekkert gott af mér leiða (ef ég man rétt).