Algengt viðhorf

Mér finnst merkilegt að mikið af fólkinu sem hneykslast á þessari kristilegu hugsun, að guð sé að refsa fólki með náttúruhamförum, hefur örugglega nánast sömu skoðun án þess að vita það.

Skoðum tvo trúmenn:

1. Bandaríski sjónvarpspredikarinn Pat Robertson segir að guð hafi ákveðið að senda jarðskjálftann á Haiti.

2. Íslenski ríkiskirkjupresturinn Ólafur Jóhann Borgþórsson segir að guð hafi ákveðið að breyta staðsetningu eldgossins í Heimaey.

Ég get ómögulega skilið af hverju bara annar þessara aðila er talinn vera geðsjúkt illmenni af sumum, ef það á annað borð að koma með svona stimpla. Fyrri tegundin er örugglega sjaldgæf á Íslandi, en sú síðari er það líklega ekki.

Ef guð er á annað borð að þvælast með puttana í náttúruhamförum, þá sé ég ekki hvers vegna það er mikið skárra að hugsa sér að hann hafi ákveðið að koma ekki í veg fyrir einhverja hamför heldur en að hugsa sér að hann hafi sent hana.

Ég vona að fólkið sem hneykslast á þessari frétt verði jafn hneykslað næst þegar það heyrir einhvern þakka guði fyrir næst þegar lítill skaði verður af hamförur.


mbl.is Gosið endurspeglaði reiði Guðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjánaleg birtingarmynd bahæ-trúar

Mér finnst merkilegt að Svanur Gísli, sami maður og varð af afskaplega móðgaður yfir því að það hafi birst mynd af óskeikulum boðbera guðs í athugasemd hérna, skuli láta svona orð falla um trúarskoðanir annarra:

Alltaf er það jafn fróðlegt að fylgjast með kjánalegum birtingarmyndum hjátrúar og fáfræði í samfélögum sem eiga að teljast siðmenntuð og uppfrædd. #

 

Svo að allir séu með það á hreinu, þá er það „kjánaleg birtingarmynd hjátrúar og fáfræði“ að telja að skapari heimsins sé að refsa fólki með náttúruhamförum, en það er ekki „kjánaleg birtingarmynd hjátrúar og fáfræði“ að telja konur vera annars flokks manneskjur af því að einhver 19. aldar Írani sem má ekki birta myndir af segir það.

Þetta er ótrúleg tvífelndi, annars vegar krefst Svanur þess að fólk tipli á tánum í kringum hans trú og taki þátt í persónudýrkun þeirra, en hins vegar er allt í lagi að kalla aðrar trúarskoðanir „kjánalegar birtingarmyndir hjátrúar og fáfræði.

Nú ætla ég að slá tvær flugur í einu höggi, benda á annað dæmi um tvískinnung Svans og benda á hvernig bahætrúin er hjátrú og fáfræði sem hefur kjánalegar birtingarmyndir. Á bloggsíðunni sinni er Svanur með borða frá Amnesty International  og er með fréttir frá Amnesty international (þar sem meðal annars er sagt frá ofsóknum gegn bahæjum í mið-Austurlöndum). Eitt af helstu baráttumálum Amnesty er afnám dauðarefsingar. Skoðum hvað óskeikull ljósmyndafælni boðberi guðs hafði að segja um það:

 

Should anyone intentionally destroy a house by fire, him also shall ye burn; should anyone deliberately take another's life, him also shall ye put to death.  #

Það er hægt að deila um réttmæti dauðarefsinga, en ég held að fáir nema allra refsiglöðustu sadistar og ofsatrúarmenn eins og þessi Írani vilji brenna fólk. Svo að ég vitni í heimasíðu Bahæja á Íslandi, þar sem þeir fjalla um aðra kennisetningu þessa Írana: „Bahá'u'lláh setti sjálfur þetta ákvæði, og það er því óbreytanlegt viðhorf í bahá'í trú,... # Bahætrúin er bæði kjánaleg og ógeðsleg.

Bloggfærslur 24. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband