Hin óskeikula biblía

Ég skrifaði grein í dag á Vantrú vegna ummæla ríkiskirkjuprests nokkurs. Hann sagði meðal annars:

Biblían er innblásið orð Guðs, og sem slík er Biblían fullkomin, áreiðanleg, óskeikul og sönn. #

Já, þetta er hvorki Gunnar í Krossinum né Snorri í Betel. Þetta er þjóðkirkjupresturinn Gunnar Jóhannesson.

Það eru svo margar spurningar sem mig langar að spyrja Gunnar (ekki í Krossinum, heldur þjóðkirkjuprestinn) að, er það til dæmis satt og rétt að Gyðingar séu „guði eigi þóknanlegir og öllum mönnum mótsnúnir“ (1 Þess 2.15)? Er það satt og rétt að guðinn hans hafi fyrirskipað þjóðarmorð eins og fram kemur á mörgum stöðum í Gamla testamentinu? Eiga konur að vera undirgefnar eiginmönnum sínum? Sendi guð birnur til að brytja í spað 42 stráka?

Ég lét prestinn vita af greininni, nú er bara að sjá hvort hann svari. Mér finnst mjög líklegt að hann geri það ekki. Gunnar má reyndar eiga það að hann hefur verið duglegri en aðrir prestar við að reyna að röksyðja trúarskoðanir sínar, þannig að það er smá von.


Bloggfærslur 8. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband